Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 26.10.1979, Blaðsíða 8
8 —helgar pósturinn— Utgefandi: Blaðaútgátan Vitaðsgjafi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaóamenn: Guðjón Arngrímsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Þorgrimur Gestsson. Ljósmyndír: Friðþjófur Helgason. Auglýsingar: Elin Harðardóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Oreifingastjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu- múla 11, Reykjavik. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Símar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 4.000,- á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 200,- eintakið. Ár timbursins Ég geri mér grein fyrir þvi aö þessi dálkur ætti aft fjalla um pólitik. Ég geri mér grein fyrir þvi aft um þessar mundir sérstak- lega snýst allt á lslandi um póli- tik, og þaft er ábyrgftarhluti aft taka ekki afstöftu I pólitik og fjalla ekki um pólitik i dálkum eins og þessum. Ég geri mér grein fyrir þvi aft lifift er pólitfk. Þess vegna ætla ég aft skrifa um vimugjafa. Núna stendur yfir eitt af þessum tyllitimabilu.m. Eins og öllum er kunnugt léttum vift okkur upp annaft slagift meft þvi aft halda þaft hátiftlega tiltekinn tima sem samviska okkar segir aft vift höfum vanrækt. Samanber til aft mynda Ar barnsins, Fimm minútur bilsins, AOfangadagur jóla og nú siftast Vika gegn vimu- gjöfum. Hugsandi islenskir karlar og konur (skammstafaft HIKK) hafa tekift sér fyrir hendur aft vekja athygli á þeim skaftvaldi sem brennivin, heróin, hass, valium, neftóbak, sigarettur, campari, librium, mogadon, strepsils irskt kaffi og aftrir vimugiafar eru. Þarft er þaft verk og þjóftþrifa,En þegar menn ætla aft berjast gegn einhverju, aft maftur tali nú ekki um ef þeir ætla aft eyfta heilli viku i þaft, þá er ekki verra aft vita nákvæmlega hver óvinurinn er. Orftabókin hans Arna Bö gefur tvær skilgreiningar á oröinu „vima”. Sú fyrri er svohljóftandi: „ölvun, þaft aft vera dálitift drukkinn, leiftsla, svimi”. „Vimugjafi” er afturámóti ekki komift inn i bókina, en gera má þvi skóna aft orftift merki efni sem geri menn ölvafta, dálitift drukkna, komi þeim I leiftslu og valdi þeim svima. Gegn slikum efnum beinist sem sagt sú vika sem nú stendur yfir. En: Hvers vegna skyldu jafn margir og raun ber vitni gripa jafn oft til vimugjafa og raun ber vitni? Hvers vegna er vima svona eftirsóknarverft? Þarna eru verftugar spurningar. „Vima” er „annarlegt” efta „óeftlilegt” ástand. Ætli sé ekki rökrétt aft álykta aft „óeölilegt” ástand sé eftirsóknarvert vegna þess aft „eftlilegt” ástand er þaft ekki? Og er „eölilegt” ástand ekki, aft bestu manna yfirsýn, þessi hversdagslega tilvera, svo- kallaöur raunveruleiki, lifift sjálft, sem svo er nefnt? Þaft kæmi mér aft minnsta kosti ekki á óvart. Og var ekki einhver aft seeia aft lífift væri pólitik? Ég fæ afturámóti ekki betur séft en pólitik sé skæftasti vimugjafi islensku þjóftarinnar, jafn hættu- legur og hann er vanabindandi. Þaft er kaldhæftni örlaganna, og til marks um þaft aft óvinurinn hefur ekki verift rétt skilgreindur, aft á meftan Vika gegn vimu- gjöfum stendur yfir er hálf þjóftin á pólitisku fyllerii. Sú þjoftfélags- lega vlma flokkast undir siftari skilgreininguna hjá Arna Bö: „Deyfft dofti”. Og hún er talsvert varhugaverftari en sú fyrri. Ergó, lógiskur hringur: Lifift er vima. t tveimur merkingum, samkvæmt Arna Bö. Skál. -AÞ. Föstodagur 26. október W* hglrjarpn^h ,rjnn Þaft veröur sannkölluft kosn- ingahelgi, sú helgi sem nú fer i hönd. Um allt land verfta kosn- ingasmalar á ferö hvort sem það heitir prófkjör, skoöana- könnun eöa forval. Meira aö segja hálft Alþýöubandalagiö verður á kafi i prófkjöri nú um helgina, þótt þeir séu ekki svo litið búnir aö skammast út i prófkjörin hjá Sjálfstæöismönn- um á undanförnum árum. Og auðvitað gátu þeir ekki nefnt hlutinn sinu rétta nafni, nei i þeim herbúöum mátti ekki tala um prófkjör eöa skoöanakönn- un. Þar heitir þaö forval. Þetta er nýyrði i islensku, ef ég man rétt og var fyrst tekiö upp þegar einhverskonar forval fór fram á verktökum við virkjunarfram- kvæmdir. Þaö fer vel á þvi aö Alþýðubandalagsmenn sæki þetta nýyröi sitt i stjóriöjufram- kvæmir og næst þegar þeir komast I stjórn og fara meö orkumálin, þá verða stóriöju- framkvæmdir áreiöanlega ekki nefndar þvi nafni, heldur ein- hverju öðru, svonatil aö setja annan blæ á hlutina. ÞAÐ ER VERIÐ AÐ KJÓSA ÞINGMENN, EN EKKI BARA RAÐA Á FRAMBOÐSLISTA Þetta er ekki bara kosningaleikur Það tekur ákveöinn tima fyrir fólk að venjast prófkjörum, skoðanakönnunum, forvali eöa hvað það nú er sem flokkarnir nefna þessar forkosningar sin- ar. Hér áöur fyrr vildi það brenna við aö fólk tæki þetta frekar sem einskonar kosninga- leik, en alvöru forkosningar. Menn fóru á kjörstaö hjá mörg- um flokkum viö hverjar kosn- ingar svona bara til aö taka þátt i leiknum og gera vinum sinum og vandamönnum greiða. Nú um helgina þarf fólk að gera sér grein fyrir þvi, aö það er aö velja menn á þing, ó já, bókstaf- lega að kjósa menn á þing, með þvi aö krossa eöa númera viö ákveöin nöfn á kjörseölunum. Þeir stuðningsmenn Birgis Is- leifs Gunnarssonar fyrrverandi borgarstjóra sem kjósa hann til dæmis i fimmta sætiö svo eitt- hvað sé nefnt, eru aft kjósa Birgi isleif á þing, og hann veröur þá væntanlega ekki borgarstjóri eftir næstu borgarstjórakosn- ingar i Reykjavik. Hann veröur þá liklega frekar orðinn ráö- herra, en hætt er þó við aö von- biðlarnir mörgu i Sjálfstæöis- flokknum verði ærið súrir á svip, þegar Birgir Isleifur skýst upp i ráöherrastól á undan þeim. Annars veröur aö segja um Birgi að hann er eina nýja blóðið á lista Sjálfstæðisflokks- ins, sem á „nokkurn séns”, eins og krakkarnir segja, af nýlið- um, að komast i öruggt sæti. Þaö er erfitt aö segja um hvaö- an fylgi Birgis kemur, Gunnar og Geir fá fylgi hins örugga og trausta flokksfólks, Ellert B. Schram fær KR-ingana, og þeir eru ekki svo fáir. Guðmundur H. Garðarsson eygir nú þingsæti á ný eftir úrslit skoöanakannana. Hann er meö mikla breiðfylk- ingu á bak viö sig þar sem er Verslunarmannafélag Reykja- vikur — langstærsta verkalýðs- félag landsins. 1 þessu próf- kjöri nýtur Guðmundur H. ekki aðeins fylgis sjálfstæöismanna innan VR heldur lika þeirra sem eru utan við hans flokk. Þá hafa sjómenn unniö ötullega aö þvi undanfarið aö tryggja Pétri „sjómanni” aftur sæti á þingi. Nú Ragnhildur Helgadóttir er kona og fær mikið fylgi út á þaö, ekki sist hjá körlum! Friðrik Sophusson fær fylgi sitt fyrst og fremst úr rööum ungra manna I flokknum, enda er hann góöur fulltrúi þeirra og hann hefur að baki sér marga og góöa skipuleggjara, eins og Pét- ur Sveinbjarnarson. Svo er þaö hann Albert. Hans fylgi er alveg sérstakt. Annarsvegar eru það peningamenn sem styðja Albert og hinsvegar fólk sem á varla fyrir mat sinum, en eygir pen- inga og framtið sina I Albert. Þetta eru nú þeir sem mesta möguleika viröast eiga i próf- kjöri Ihaldsins um helgina, en verum minnug þess, að þetta er ekki bara prófkjör, háttvirtir kjósendur eru ekki bara aö láta i ljós ósk um hvar hver eigi að vera á listanum, — háttvirtir kjósendur eru að velja menn á þing, og allir þeir sem eiga nokkra möguleika hjá Ihaldinu á efstu sætunum eru marg- þvældir i pólitik. Véfréttin mikla Hverskonar leikur er þetta sem Ólafur Jóhannesson fyrr- verandiformaður Framsóknar- flokksins hefur verið aö leika undanfarna daga? Allt frá þvi ungkratarnir gerðu upphlaup i þingflokknum, að Benedikt fjar- verandi, hefur Ólafur veriö hin mikla véfrétt og reyndar oft áö- ur á sinum pólitiska ferli. Hann hefur haldið mönnum i mikilli spennu að undanförnu, og hvað býr að baki? Er hann að reyna aöná sérniöri á Steingrimí Her- mannssyni nýkjörnum for- manni flokksins með þvi að gefa kostá sér til framboðs i Reykja- vik, eða hvað er þaðsem að baki býr? Samkvæmt siðustu heim- ildum ætlar hann að gefa kost á sér i framboðið i Reykjavik, og gerir þar meö að engu þing- mannsdraum Guðmundar G. Þórarinssonar verkfræðings og gjaldkera Framsóknarflokksins að sinni. Haraldur Ólafsson sannaði yfirburði sina i skoð- anakönnun innan flokksins fyrr i vikunni og hann á eftir ab ná i fylgi i kosningunum langt út fyrir raðir framsóknarmanna i Reykjavik. Það á Óli kallinn Jóh. reyndar eftir að gera lika, og hyllir nú undir að Framsókn nái aftur tveimur mönnum á þing I Reykjavik. Nú svo við höldum áfram með véfréttina miklu, þá er það annaðhvort að Ólafur er eitthvað að ná sér niöriá Steingrimi, sem mun siö- ur en svo vera hrifinn af áskor- unum á „leiötogann mikla” Hinsvegar eru getgátur um að Olafur biði þess aö fá tækifæri til að taka Vilmund ærlega á kné sér. Hingað til hefur það verið hæstvirtur núverandi dóms- málaráðherra, sem hefur haldiö Ólafi við efnið, en kannski hugs- ar „leiötoginn mikli” sér aö snúadæminu viö.Nú hefur hann nógan tíma, og þarf ekki að tala eins og ábyrgur forsætisráð- herra ár og siö. Hræðslupólitik Benedikts Forsætisráðherrann i Krata- strófunni, Benedikt Gröndal tók þann kost að reka hræðslupóli- tik eftir að kunnugt varð um framboð Braga Jósefssonar, af- sakið doktors Braga Jósepsson- ar námsráögjafa með meiru I Fjölbrautaskólanum i Breið- holti, en sem nú stundar nám eða kennslu i Bandarikjunum. Gráungarnir segja að héöan ætli hann svo i prófkjör i forseta- kosningunum i Bandarikjpnum. Ég held nú að Benedikt þurfi i raun ekki að óttast um sætið, eða hverskonar fólk er það ann- ars sem tekur þátt i prófkjöri hákarl flokksins I Reykjavik? Nú er það siður lausafylgið og menntaskólakrakkar eins og þegar Vilmundur var kosinn, heldur frekar hreinir og sannir Kratar — og þeir hljóta frekar áð vilja formann flokksins i fyrsta sæti en Braga. Forvalsfólkið Hjá Alþýðubandalaginu I Reykjavik er Svavar Gestson öruggur sigurvegari og þar með öruggt að verður þingmaður á næsta þingi. Ólafur Ragnar Grimsson hefur verið harður i smöluninni, en Guðmundur J. á stóran hóp stuðningsmanna. Eitthvaö verður það nú erfitt fyrir Alþýðubandalagið að koma konu i öruggt sæti fyrir þessar kosningar samkvæmt úrslitum forvalsins. þvi ekki fá þeir fjóra menn aftur i Reykja- vik, það er nær óhugsandi. Ann- aðhvort verður þvi ekki kona i þremur efstu sætunum eða upp- stillingarnefnd tekur ekki full- komið mark á niðurstöðum for- valsins. Hugsanlegt er að gefin verði út dagskipun i Allaballan- um! „Kjósið Guörúnu Helga- dóttur i þriöjasætið,” en hvort veröur það þá formaður fram- kvæmdastjörnar flokksins Ólaf- ur Ragnar Grimsson eða for- maður Verkamannasambands íslands og kandidat i focsetastól ASl, Guðmundur J. Guðmunds- son, sem verður látinn vikja. Þetta er höfuöverkur Alþýðu- bandalagsins nú um helgina. Gömlu kjördæmin enn viðlýði 1 forkosningabaráttunni sem nær hámarki nú um helgina hef- ur það sannast, að gömlu kjör- dæmin eru enn við lýði hér á landi. Hversvegna var til dæmis Dagbjört Höskuldsdóttir látin vikja úr öðru sæti á lista Fram- sóknarmaddömunnar á Vestur- landi. Jú, það er of stutt á milli heimila þeirra Alexanders mikla I Ólafsvík og Dagbjartar i Stykkishólmi. Svo var dreginn i annað sæti Daviö Aðalsteinsson á Arnbjargarlæk. Frá þeim bæ hafa komið kempur miklar, en hver þekkir Davið þennan, ekki lausafylgið á Akranesi, eina kaupstaðnum i kjördæminu og ekki sjóararnir i ólafsvik. Annað glöggt dæmi um bar- áttuna milli gömlu kjördæm- anna, er hjá Sjálfstæðismönn- um á Suðurlandi. Þeir vilja Steinþór á þing sem von er, en betri leikur hjá þeim hefði nú verið að koma með virkilega sterkan mann frá Selfossi eða annarsstaðar úr Arnessýslu, — eða er hann kannski ekki til? Hefur farist fyrir þar eins og i svo mörgum öðrum kjördæm- um að ala upp pólitikusa? Stein- þór er góður maður og þó betri söngvari eins og alþjóð veit. En eins og staða Sjálfstæðisflokks- ins er nú, er bara þriðji maður- inn á lista þeirra i Suðurlands- kjördæmi, öruggur með þing- sæti, og þvi ættu þeir að láta skynsemina ráða, setja niður deilur og berjast þvi harðar fyrir Steinþóri á Hæli. Skoðanakannanir etja Krötum saman Skoðanakannanir siðdegis- blaðnna hafa ekki aðeins sett mikinn skjálfta i Krata heldur orðið til þess að etja þeim sam- an. Sérstaklega er þetta áber- andi i Reykjaneskjördæmi og Norðurlandskjördæmi eystra. Kjartan Jóhannsson er öruggur i fyrsta sætinu i Reykjanesi en annað sætið er alls ekki öruggt þar, og það þriðja hreinlega tapað. Þessvegna berjast þeir Karl Steinar og Gunnlaugur Stefánsson hart um annað sætið. Þá er það ljóst að annar mað- ur á lista Alþýðuflokksins i Norðurlandskjördæmi eystra fær ekki þingsæti i næstu kosn- ingum og þessvegna er harður slagur um fyrsta sætið. Margir héldunú að Bragi gæfi kost á sér i ráðherrastól og ætlaði að láta þar við sitja I pólitikinni, enda orðinn roskinn maður, Nei, hann hyggst berjast áfram, og þeir eru þrir sem vilja komast i fyrsta sætið. Bragi, Arni Gunnarsson, kunnastur sem út- varpsmaður og Jón Armann Héðinsson. Arni geldur þess að verabúsettur iReykjavik, en nú kemur honum vel að hafa sýnt af sér röggsemi i Harðinda- nefndinni i vetur. Hann á áreiðanlega inni mörg atkvæði fyrir starf sitt þar i þorpunum á Norð-Austurlandi og einnig hef- ur verið harður kjarni um hann á Akureyri að sögn. Arni leggur allt i sölurnar nú um helgina, þvi hann verður atvinnulaus á mánudaginn takist honum ekki að sigra i slagnum. Bæöi Bragi og Jón Armann geta horfið til sinna starfa. Jón er á kafi i sjávarútvegsmálum og þótt Bragi færi ekki aftur i Útvegs- bankann á Akureyri og héldi áfram að útdeilda þar pening- um, þá er hann ritfær maður og skáld gott og þarf engu að kviða. En þetta verður mikill slagur þarna nyröra um helgina. hákarl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.