Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 2
2_________________________________________________________Föstudagur 16. nóvember 1979 Hpilrj^rpn^tl irilin „Meðan við erum menn. getur okkur orðið á í messunni” Það er sama hvar i heiminum að er gáð: Lögregla hvers lands er jafnan algengt umræðuefni manna á meðai. Einhverra hluta vegna fer lögregian I taugarnar á afar mörgum, jafnvel þótt viðkomandi eigi ekkert við hana að sakast. Aðrir hræðast hana eins og fjandann sjált'an. Starfshættir lögreglunnar eru jafnan undir smásjá almennings, og oftast vekur þaö athygli þegar henni verður á i messunni. Upp- gjör frönsku iögregiunnar viðJacques Mesrine, óvin frönsku þjóðarinnar númer eitt, vakti til aö mynda heims- athygli, ekki siður vegna þess hvernig að þvi uppgjöri var staöiö, en vegna þess aðlögregla hafði loks hendur i hári hans. Það þóttu harkalegar aðfarir, eins og eðlilegt má teijast, og nú hafa móðir Mesrine og dóttir hans höföað mál á hendur frönsku lög- reglunni fyrir harðræði. Borið saman við þaiú ósköp telst harðræði Islensku lög- regl- unnar varla mikið. Pó er ekki langt siðan að til harkalegra átaka kom milii lögreglu og herstöðvaandstæöinga þar sem lögreglan var sökuð um að hafa beitt kylfum óhóflega. Stöðugt eru I gangi sögur manna á meðai, um fólk sem lent hefur I höndum iögreglumanna og sloppiö viö illan leik. Nú eru einmitt I gangi tvö mál af þvi tagi. 1 ööru tilvikinu er um að ræða kæru á hendur lögregiumanni fyrir að nota hiö margumrædda hengingar- tak, og það að ástæðulausu. Það mál hefur verið ranm „Kylfu skal einungis beitt sé það nauðsynlegt til varnar gegn líkamsárás, hvort heldur árásinni er beint gegn viðkomandi iögreglumanni, eða öðrum mönnum, eöa til aö afstýra stórfelidum eignaspjöilum eða hervirki”, seg- ir I „Reglum fyrir lögreglumenn um notkun kylfu.” sakað af rannsóknarlögregiunni, og er nú hjá rikissaksóknara tii athugunar. í hinu tilvikinu er ekki um að ræða kæru vegna ofbeidis, heldur vegna þess að lögreglan réðst inni leiguherbergi, án þess að hafa til þess réttar heimildir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Helgarpósturinn hefur aflaö sér er það i hæsta máta óvenjulegt að tvö hliðstæð mál af þessu tagi skuli koma upp I einu; þau eru sjaldgæfari en svo. Ekki liggja þó fyrir neinar nákvæmar upplýsingar um það, hversu algengt sé að fólk kæri íslensku lögregluna fyrir harðræði. Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglunnisjálfri, ekki hjá rann- sóknarlögreglunni, ekki hjá sak- sóknaraembættinu, ekki hjá borgardómaraembæt-inu og ekki hjá sakadómi. ^WiIliam Möller, fulltrúi lógreglustjóra, sagði að á siðustu fimm árum könnuðust þeir i lögreglunni við þrjii mál þar sem lögreglan hefði verið kærð fyrir afglöp i starfi. Það væru þessi tvö mál sem nú eru I sviðsljósinu, og mál sem upp kom fyrir um það bil þremur árum. Þá var Bandarlkjamaður, sem var staddur hér á landi um stundarsakir (ekki þó af herstöð- inni) tekinn fyrir meinta ölvun við akstur. Maðurinn þekkti ekki islenskt réttarkerfi, og var auk þess I einhverjum trúarsöfnuði, sem bannaði honum aö láta taka úr sér blóð. Eitthvað gekk lögreglunni illa að skilja mann- inn, og svo fór að til átaka kom. Bandarikjamaðurinn kæröi lög- regluna fyrir harðræðið, og var lögreglumanninum vikið úr starfi um stundarsakir. ®Hallvarður Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóri, sagði afar sjaldgæft aö til þeirra kæmu kærumál af þessu tagi. Hann treysti sér ekki til að nefna neina tölu um fjöldann, en vlsaði á sak- sóknara rlkisins, þangað sem málin fara frá rannsóknar- lögreglunni. ^Bragi Steinarsson, vararlkis- saKsóknari, sagði enga leið að komast að þvi nákvæmlega hve mörg slík mál þeir fengju, nema með margra daga vinnu. Bók- haldið væri ekki það fullkomið. „Viö fáum örfá mál af þessu tagi”, sagði Bragi, „ég giska á svona tvö til þrjú á ári, eöa eitt- hvað þar um bil”. ®Halldór Þorbjörnsson, yfir- sakadómari, kvaöst muna eftir einu svona máli á siðustu fimm árum, málið sem snerti Banda- rikjamanninn og greint er frá hér aðframan. Bókhaldið I sakadómi er ekki það fullkomið aö hægt sé að fletta þessu upp, að sögn Halldórs. #Björn Ingvarsson, yfir- borgardómari, hefur heldur enga tölu um kærumál gegn lögreglunni. Hann giskaöi á tiu til tólf á síðustu fimm árum, en þar innl kæmu kærur sem ekki væru um harðræði eða ofbeldi, heldur meintar ólöglegar handtökur og annað I þeim dúr, meðal annars yfirheyrslumáliö sem upp er komið I sambandi viö Geir- finnsmálið. Þannig er sú saga, og ósam- ræmið talsvert. William Möller sagði I samtali viö Helgarpóstinn, að auðvitað kæmi fyrir að kvartað væri yfir lögreglu- mönnum og framkomu þeirra, en ekkert gert meira I málum. Þá fengju menn aðvaranir frá yfir- boðurum slnum, en sagðist að öðru leyti telja sllk mál til innan- hússmála, og vildi ekki segja nánar frá þvl. Áverkavottorð Ef einstaklingur telur sig hafa oröið fyrir harðræöi af völdum lögreglunnar þarf hann i flestum tilfellum að fá áverkavottorö hjá slysavarðstofunni, og leita sér lögfræöings, ef hann hefur hug á að kæra. Að sögn Hauks Kristjánssonar yfirlæknis á slysadeild Borgar- spítalans kemur það alltaf annað slagið fyrir að þangað sé leitað, til að fá áverkavottorð vegna meiösla sem lögreglan hefur valdið. Haukur sagðist giska á svona 10 til 15 tilfelli á ári, „Stundum er. ekkert að finna”, sagði Haukur, ,,en stundum er um talsverð meiðsli aö ræða. Við vitum auðvitað ekki tildrög meiðslanna. Oftast virðist okkur þó þetta vera I sambandi við áfengisnotkun, en fólkiö kemur hingað eftir á þannig að við vitum I rauninni lítið um það”. Lögmenn „Oft er það þannig að menn koma ógurlega reiðir daginn eftir og hyggjast kæra, en þegar þeim rennur mesta reiðin láta þeir málið niður falla”, sagöi Jón E. Ragnarsson, hæstaréttarlögmað- ur, þegar Helgarpósturinn spurði hann hvort mikið væri leitað til hans I sambandi við kærumál á lögregluna. „Eftir nokkra daga fara menn Hka að hafa meiri áhyggjur af þeim atburðum sem leiddu til afskipta lögreglunnar”, sagði Jón. „Menn sem kannski eru I fullri vinnu, nenna hreinlega ekki aö standa I þvl umstangi, yf- irheyrslum og þessháttar sem óhjákvæmilega fylgir”. Jón sagði að aldrei hefði verið beinllnis mikið um að fólk leitaði til sln I þessum erindagjörðum, en slðan 1974—75 heföi það veriö mun minna en næstu fimm ár á undan. Og á siðasta ári mundi hann ekki eftir einu einasta til- felli. Jón sagðist ekki geta séö aðrar ástæður fyrir þessu en að lögregluþjónar væru einfaldlega orðnir kurteisari en áður, og að eftirlit innan lögreglunnar væri orðið betra en áður. Jón Steinar Gunnlaugsson, héraðsdómslögmaður, hafði nánast sömu sögu að segja. Aldrei hefði verið mikið um aö fólk leitaði til sln með svona mál og nú sæi hann þau varla. Samstaða Hér er rétt að taka fram að samstaða lögreglunnar I málum sem þessum, — þegar lögreglu- maður er kærður fyrir harðræöi — er fræg. Það gerist nánast aldrei að lögreglumenn standi ekki saman þegar einstaklingur innan þeirra raða er kærður fyrir harðræði. Oft eru þessar kærur á litlum rökum reistar og koma frá fólki sem var ölvað þegar atburð- iráttusérstaöog man þá ógjörla. Stundum eiga þær þó vafalltiö rétt á sér, en orö þeirra sem kæra vega varla þungt á móti framburði þriggja lögreglu- manna. Lögreglumennirnir hafa aö sjálfsögöu reglugerö til aö fara eftir, og þeir læra I lögregluskól- anum „réttu” tökin á óróaseggjum. Lögregluþjónar eru þó mannlegar verur, og jafn misjafnir og þeir eru margir, þannig að þegar komið er „út i llfið” og ekki hægt að fletta upp I reglunum, er ómögulegt að segja fyrir um hvað gerist. Flestum sem Helgarpósturinn talaði viö bar saman um aö harðræöi af hálfu lögreglunnar væri ekki mik- iö. Kolbeinn Pálsson, starfsmað- ur útideildar, sagði ekki mikið um að unglingar sem útideildin heföi afskipti af, kvörtuðu undan með- ferö lögreglunnar. Þó kæmi það alltaf fyrir annað slagið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.