Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 23
23 Halljr^rpn^fl irinn Föstuctegur 16. nóvember 1979 Kosningabaráttan nú hefur aö ýmsu leyti á sér annaö svipmót en oft áöur. Fram til þessa hefur hún verið venju fremur kyrrlát en upp úr þessu má ætla að aðeins fari að hitna i kolunum. Það sem kannski má segja að hafi einkennt at- kvæðaslaginn hingað til er annars vegar sú áhersla sem allir stjórn- málaflokkarnir leggja á svokall- aða vinnustaðafundi og hins veg- ar sú umræða sem fram hefur farið um kosningaplagg sjálf- stæðismanna, sem þeir kalla Leiftursókn gegn verðbólgunni. Vinnustaðafundirnir, þar sem Grasrótarpólitík og leiftursókn frambjóðendur flokkanna koma hver i sinu lagi á vinnustaði i matar- og kaffihléum, gera grein fyrir stefnumiðum flokks sins og svara fyrirspurnum, eiga rætur sinar að rekja til siðustu kosn- inga. Upphafsmennirnir að þess- ari baráttuaðferð þá voru aðal- lega þeir Vilmundur Gylfason og Bjarni P. Magnússon, sem efndu saman til margra slikra funda með góðum árangri. Og þótt kosningar væru afstaðnar, héldu þeir félagar uppteknum hætti, eins og til að sýna háttvirtum kjósendum að þeir væru ekki gleymdir, þótt formlegum at- kvæðaveiðum væri lokið. Núna eru þeir Vilmundur og Bjarni ekki lengur einir um hit- una. Frambjóðendur allra flokka eru nú með daglega fundi á hin- um ýmsu vinnustöðum og sumir hafa mætt á vinnustaði frá þvi löngu áður en kosningabaráttan hófst. Ölafur Ragnar Grimsson sagði mér t.d. að þeir alþýðu- bandalagsmenn hefðu verið á ferðinni á vinnustöðunum mestan part þessa árs, þótt meiri áhersla hefði verið lögð á þá eftir að Alþýðuflokkurinn sleit stjórnar- samstarfinu. Aðrir hafa farið eins að — sjálfstæðismenn hafa stund- að vinnustaðina af kappi og jafn- vel heimsótt fólk á heimili þess, og einnig hefur vakið athygli hversu Olafur Jóhannesson hefur verið iðinn við kolann á þessu sviði. Frambjóðendurnir sjálfir eru hæstánægðir með þessa nýlundu i kosningabaráttunni og telja hana árangursrika leið til að ná beinu sambandi við kjósendur. „Það sem kannski vekur mest athygli manns,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson, 4. maður Alþýðu- flokksins i Reykjavik, ,,er það hversu hinn almenni kjósandi er raunverulega vel með á nótunum, þegar þess er gætt að þessi kosn- ingabarátta snýst um jafnflókin málaflokk og efnahagsmál, sem oft hefur verið talað um að erfitt væri að koma til skila svo vel sé. En i ljós hefur komið að menn á vinnustöðunum eru alls ekki eins illa að sér i þessum efnum, eins og sumir hafa viljað vera láta — þeir krefjast skýrra og afdráttar- lausra svara og láta okkur ekki komast upp með neinn moðreyk.” Friðrik Sophusson, einn frambjóðenda sjálfstæðismanna i Reykjavik og Guðmundur G. Þór- arinsson, 2. maður á lista Framsóknarflokksins tóku i sama streng.” Stjórnmálamenn eru hættir að-setja allt sitt traust á sjónvarpið til að koma boðskap sinum áleiðis til almennings heldur leggja höfuðáherslu á beint samband við kjósendur og þá eru bein skoðanaskipti viö kjósendur á vinnustöðum árangursrik leið að okkar dómi,” sagði Friðrik. Guðmundur sagði, að þegar þeir framsóknarmenn hefðu byrjað þessar vinnustaða- heimsóknir hefði honum virst það koma fólki aðeins á óvart og sum- um þótt jafnvel óþægilegt eða broslegt að fá skyndilega fram- bjóðanda inn á gafl hjá sér i mat- stofunni. ,,En við finnum núna að þetta viðhorf er breytt og fólk á von á okkur þegar við birtumst. Ég hef farið á nokkra mjög góða fundi af þessu tagi, þar sem undantekningarlaust er mikið spurt og fyrir okkur eru þessir fundir mikilvægir — þetta er þessi svokallaða grasrótaraðferð, þar sem við komum okkar boðskap til kjósenda og heyrum skoðanir þeirra án nokkurra milliliða.” Ólafur Ragnar Gimsson sem er eins og kunnugt er ekki aðeins frambjóðandi heldur einnig stjórnmálafræðingur, kvaðst sannfærður um að þessi nýlunda stjórnmálabaráttunnar — vinnu- staðafundir, munu setja mark sitt á hana til frambúðar hér á landi enda væri það i samræmi við það sem gerst hefði viðast erlendis. Ólafur gat þess þó i framhjáhlaupi að þess hefði aðeins orðið vart að einstaka at- vinnurekendur hefðu imugust á heimsóknum þeirra alþýðubanda- lagsmanna á vinnustaði, og amk. i einu tilfelli hefði hann haft spuriv ir að þvi að atvinnurekandi hefði haft i hótunum að hleypa sér ekki inn i fyrirtæki sitt.Ólafur kvaðst þá óðara hafa mætt á vinnu- staðinn en ekki orðið fyrir neinni áreitni þegar á hólminn var kom- ið. Hins vegar kvað Ólafur banka- stjóra Samvinnubankans hafa meinað starfsfólki sinu að fá Svavar Gestsson á fund innan bankans. Annað einkenni kosninga- baráttunnar nú er svo sú umræöa sem fram fer um kosningastefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins og þeir hafa sjálfir kallað Leiftursókn gegn verðbólgunni. Menn geta verið sammála um að þetta kosn- ingaplagg er þó nokkurt nýmæli i efnahagsmálaumræðu hér á landi, þótt menn deili aftur um það hversu raunhæft og árangursrikt það muni reynast. Varla þarf hér að tiunda þetta plagg efnislega, en Friðrik Sophusson telur að i þvi hafi mjög veriðtekiðmið af þeim hugmynd- um sem ungir sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir undir kjör- orðinu Báknið burt. „Þessi kosn- ingastefnuskrá er mun meira afgerandi en fyrri slikar stefnu- skrár flokksins. Kjósendum boðinn hreinn kostur, sem jafn- framt verður forustumönnum hans gott aðhald, fái flokkurinn stjórnarforustuna,” sagði Friðrik. Andstæðingar flokksins finna hins vegar þessu plaggi margt til foráttu. Jón Baldvin Hannibals- son, einn helsti talsmaður Alþýðuflokksins i efnahagsmál- um, segir t.d. berum orðum að i hagfræðilegum skilningi sé það firra, þegar verðbólgan sé komin upp i 70—80% að unnt sé að sigrast á henni með einhvers konar leiftursókn. Fyrir sliku séu ekki efnahagsleg rök, það sé ekki fræðilega gerlegt. Guðmundur G. Þórarinsson, sem starfað hefur mikið i efnahagsmálanefnd ntfDlfQDi-JLnlcd Framsóknarflokksins og átt þátt i stefnumótun hans á þvi sviði, tek- ur i sama streng og segir að þaö séu geysilegar þversagnir i þess- ari kosningastefnuskrá sjálf- stæðismanna. Hann nefnir m.a. að hann geti ómögulega komið þvi heim og saman hvernig afnám allra niðurgreiðslna auk frjálsrar verðmyndunar geti meö nokkru móti orðiö til þess að ráðast að rótum verðbólgunnar auk þess sem hin harkalega niðurskurðarleið sjálfstæöis- manna hljóti óhjákvæmilega að kalla á atvinnuleysi. ÓlafurRagnar Grimsson sagðist hins vegar taka kosningastefnu- skrá sjálfstæðismanna alvarlega og telja hana mikil tiðindi i sögu flokksins. Hún táknaði i reynd að hægri sinnuðustu öfl flokksins hefðu náð undirtökunum i flokks- forustunni. Þetta gerðist á sama tima og Geir Hallgrimsson stæði sem tiltölulega veikur forustu- maður og hann virtist ekki hafa bolmagn til að standa gegn þess- um öflum, sem hins vegar bæði Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson hefði haft i fullu tré við og þannig getað búið til þá imynd af flokknum að þarna færi breiðfylking ýmissa ólikra hags- munahópa, sem störfuðu saman i sátt og samlyndi. Bæði Jón Bald- vin og Ólafur Ragnar töldu það ómaksins vert fyrir þá sem hefðu áhuga á efnahagsmálum að bera saman kosningaplagg sjálf- stæðismanna og stefnuskrá Verslunarráðs Islands, þvi að margt væri þar ótrúlega likt. Ólafur Ragnar spáði þvi jafnframt að fengi Sjálfstæðis- flokkurinn nú brautargengi með þessa stefnu sina á oddinum, mætti hér búast við svo hörðum þjóðfélagsátökum að fara yrði allt aftur til kreppuáranna og fimmta áratugarins til að finna hliðstæðu. Eftir Björn Vigni Sigurpálsson Taugastrið milli Khomcini erkiklerks og Bandarikjastjórnar magnast dag frá degi. Sendimaður Carters Bandarikjaforseta fékk þau skilaboö i Tyrklandi, aö hann fengi ekki einu sinni að skila bréfinu sem forsetinn hafði falið honum að færa Khomeini, hvað þá heldur að honum yrði veitt áheyrn. Var þar þó á ferð Ramsey Clark, fyrrum dóms- málaráðherra i Washington og eini málsmetandi bandariskur stjórnmálamaður, sem gerði sér far um að vingast við erkiklerk- inn meðan hannbarðist úr útlegð gegn Iranskeisara. Mikið er í húfi Hvorki sendinefnd Frelsissam- taka Palestinu né fulltrúa páfa varð neitt ágengt að telja irönsku klerkastjórnina á að láta lausa gislana sextiu i bandariska sendi- ráðinu i Teheran. Askoranir Waldheims framkvæmdastjóra SÞ og öryggisráðsins, um að virða alþjóðareglur um friðhelgi sendimanna erlendra rikja, láta irönsk stjórnvöld sem vind um eyrun þjóta. ViðsHiptaþvinganir fylgja hver á hæla annarri. Þegar Carter forseti tók fyrir innflutning á oliu frá Iran til Bandarikjanna, svar- aði iranska oliufélagið með banni við oliuútflutningi til Banda- rikjanna. Irönsk stjórnvöld kunngerðu, að þau hygðust taka tólf milljarða dollara innstæður sinarút úr bandariskum bönkum, en Carter brá þá við og frysti all- ar iranskar eignir i bandariskum peningastofnunum. Fjöldagöngur og æsingafundir fara fram flesta daga við banda- risku sendiráðsbygginguna i Teheran og islömsku stúdenta- foringjarnir sem hafa húsið á sinu valdi kunngera að þar hafi fundist gögn sem sanni ótvirætt að sendi- ráðsmenn hafi verið njósnarar og setið á svikráðum við irönsku byltinguna. Samt ber hlutlausum aðilum, sem fengið hafa að heimsækja gislana, saman um að ekki sé að sjá að þeir séu neinni harðýðgi beittir. Foringjum stúdentahreyfingar- innar sem Khomeini beitir fyrir sig er væntanlega ljóst, að lif hátt i þúsund Irana er i veði fyrir hvern . einn bandariskan sendi- ráðsmann sem þeir hafa á valdi sinu. Talið er að i i Bandarikjun- um dvelji yfir 50.000 iranskir námsmenn, og þeir hafa vakið rækilega á sér athygli eftir sendi- ráðstökuna með þvi að safnast saman á torgum og gatnamótum til að taka undir kröfu stallbræðra sinna heimafyrir um framsal keisarans fyrrverandi. Bandarisk lögregla hefur átt fullt i fangi aö hindra að vegfarendur gangi i skrokk á irönsku stúdentunum. Væri bandariska sendiráðsfólk- inu í Teheran mein gert, hefði það óhjákvæmilega i för með sér, að iranskir námsmenn i Bandarikj- unum yrðu brytjaðir niður. Hversu fús sem bandarisk stjórnvöld væru að vernda þá fyrir hefndaraðgerðum, er fjöld- inn svo mikill og viða dreifður, að á þvi væru engin tök. I þessum dálkum var þvi haldið fram fyrir viku, að það væri fyrst og fremst erfitt ástand i íran, sem orðið hefði Khomeini hvöt til að styrkja stöðu sina með þvi að lýsa velþóknun á töku bandariska sendiráðsins og beina þar með athygli landsmanna frá vonbrigðum með islömsku bylt- inguna að hötuðum uppgjafa- keisara og stórveldinu sem studdi hann vel og lengi. Þessi skýring á fáheyrðum atburðum viröist þvi liklegri sem lengra liður. En nú er einnig að verða ljóst, að viðureignin við erkiklerkinn i Qom getur orðið afdrifarik fyrir þróun bandariskra þjóðmála. Um það leyti sem barátta um útnefn- ingu til framboðs i forsetakosn- ingunum að ári er að hefjast fyrir alvöru, lenda Bandarikin i milli- rikjadeilu semreynir til hins ýtrasta á hæfileika rikjandi forseta. Um leið þjappar ögrunin við Bandarlkin og hættan sem vofir yfir sendimönnum þeirra erlendis þjóöinni saman að baki forsetanum. Fyrir hálfum mánuði áttu vonbiðlar um útnefningu repúblikana i forsetakosningun- yfirsýn (S[pO(“y[rQ(o] um og keppinautar Carters meðal demókrata varla nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun sinni á stjðrnarstörfum forsetans, sér i lagi á skorti hans á forustuhæfi- leikum og röggsemi. Nú eru sömu menn komnir i þá aðstöðu, að verða að keppast við að lýsa samþykki sinu og velþóknun á hverju þvi sem Carter aðhefst til að koma þvi til leiðar að irönsk yfirvöld láti gislana i Teheran lausa. Takist það getur Carter i einu vetfangi orðið ósigrandi i komandi forsetakosningum. Endi gisiatakan með skelfingu, er viðbúið að hann eigi sér ekki viðreisnarvon. Ekki eru það bara keppinautar Carters um forsetaembættiö, sem verða að lúta þvi þessa dagana að forsetavaldið tekur forustuna, þegar verulega kreppir að á ein- hverju sviði. Þingið hefur allt frá valdatöku Carters þverskallast við að samþykkja frumvörp hans til að ýta undir orkusparnað og sér i lagi draga úr innflutningi á oliu. Nú er sett umsvifalaust bann við innflutning oliu frá tran, sem hingað til hefur séð Bandarikjun- um fyrir einum tuttugasta af aðfluttri oliu, 400.000 oliufötum á dag. Þessi skyndilega skerðing á oliuframboði gerir óhjákvæmi- legt að þingið hefjist handa og afgreiði málir. sem það hefur legiö á misserum saman, ef þingmenn vilja ekki eiga á hættu að verða sakaðir um að veikja stöðu Bandarikjanna i viðureign- inni við Khomemi. Mest kveður þó að þeirri breyt- ingu sem varð um leið og klerk- arnir i Qom lögðu til atlögu gegn dollaranum. Gengi bandarisks gjaldmiðils hefur verið veikt um langt skeið, en er nú heldur aö rétta við eftir aðhaldsaðgerðir á Eftir Magnús Torfa ólafsson peningamarkaði i Bandarikjun- um. Akvörðun iranskra stjórnvalda að taka út úr banda- riskum bönkum innstæður sem að þeirra sögn nema tólf milljörðum dollara.stefndigreinilega að þvi að valda sem mestri röskun i pen- ingamálum, jafnvel gengishruni og fjárhagslegri ringulreið. Þetta mál var svo alvarlegt, að enginn i Bandarikjunum hreyfði andmælum, þegar Carter lýsti yfir neyðarástandi til að fá vald til að frysta irönsku innstæöurnar i bandariskum bönkum. Að visu er þvi haldið fram, >að irönsku innstæðurnar nemi ekki nema i hæsta lagi sex. milljörðum dollara og séu aðallega geymdar i úti- búum bandariskra banka i Evrópu, svo það verði að lokum evrópskra dómstóla að skera úr um, hvort vald Bandarikjaforseta nái til þeirra. Slikt skiptir ekki miklu i svipinn. Málaferli iranskra kröfuhafa á hendur bandariskum bankaútibúum i Evrópulöndum myndu taka langan tima og niðurstaðan getur hæglega gengið gegn sóknaraðila. 1 svipinn skiptir það mestu, að valdsviö Carters Bandarikja- forseta hefur tekið snöggum stakkaskiptum. Samstundis og lýst hefur verið yfir neyðar- ástandi, hefur Bandarikjaforseti hlotið umboð til að skipa meö úrskurðum og tilskipunum fjölda málaflokka, sem að öllu eölilegu eru utan valdsviðs hans. Hvita- sunnumaðurinn i Hvita húsinu gengur þvi tviefldur til næstu lotu i viðureigninni við erkiklerkinn i Qom. 4

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.