Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 16. nóvember 1979 hal/J^rpn<=:tl irinn___________hk» ur 16. nóvember 1979 13 ,,Ég umgengst varla nokkurn mann nema sjálfan mig, sem ég þekki vel” ,,Ég verö meira og meira til i btíkum” ,,Ég er ekki kristinn, þess vegna get ég ekki litið á mig sem utan- garösmann” „Þaö er allt i lagi aö biia f höllum, en þaö veröur þá aö vera höll i höföinu á ibtíunum” Viöial: Guölaupr uerpundsson Myndir rriöþjólur „Alll sem við gerum er einhver tegund ai leik //Þú mátt gjarna taka það fram/ að þetta viðtal sýnir aðeins hvernig ég bjó sjálfan mig til frá kl. 16 til 18.15"/ segir Guðbergur Bergsson, þegar við stöndum upp að viðtalinu loknu. En svo við byrjum á byr juninni, þá vekur það strax at- hygli þess, sem kemur inn í vistarverur Guðbergs, sem er eitt lítið herbergi með örfáum nauðsynlegustu hús- gögnum, að þar eru engar bækur, gagnstætt þvf sem maður mvndi halda um rithöfund. „Ég hef aldrei bækur i kringum mig", og hann segir frá því, að hann notfæri sér frekar bókasöfn eða fái bækur lánaðar; hann flytji það oft, að það sé erfitt að vera með mikið af bókum. Einu sinni hafi hann látið geyma fyrir sig bækur í kjallara, en þær hafi eyðilagst. Og allt í einu er hann farinn að tala um vinnuaðferðir sinar. „Ég vinn mikið visúalt. Orðin eiga að falla vel að efn- inu. Jafnvel hæð stafanna skiptir mig máli. Textinn á að vera visúell og hreyfingar persóna í bókum mínum eru oft teknar úr málverkum". Og hann segir frá þvi t.d. að klósettsena í bókinni önnu sé tekin úr málverki Rembrandts, Júðsku brúðinni. „Mínar persónur eru yf- irleitt myndrænar. Ég punkta aldrei neitt niður, heldur teikna ég bækurnar upp, hreyfingar persónanna." „Aö lála ióik ráöa í in manns” Þá hefjum viö viötaliö og ég spyr fyrst hvernig hann, Guöbergur Bergsson, myndi segja frá Guöbergi Bergssyni, ef hann ætti aö skrifa um hann ein- hvers konar stutta grein. ,,Ég mundi ekki segja neitt, vegna þess aö þaö er betra aö þegja um sjálfan sig en segja frá. Þaö er eins gott aö láta fólk ráöa i lif manns. Maöurinn ætti aö vera tvifætt tákn; svo getur fólk reynt aö ráöa i þaö. Ég er ekkert fyrir þaö aö túlka. Maöur á ekki aö vera aö segja öörum frá sjálfum sér, nema þá tveimur til þremur góöum vinum. Eöa þá aö segja frá á þann hátt, aö fólk haldi aö maöur sé aö segja frá, en maöur segir ekki neitt, heldur breiöir yf- ir sig meiri dularblæ en áöur var. Ég lifi minu lifi og fer eftir eigin höföi. Ég hugsa ekki um hvort bækurnar minar seljist eöa falli lesendum i geö. Ég hef aldrei spurt útgefanda minn aö þvi. Ég býst viö aö þetta séu persónuleg einkenni. Þetta gæti veriö eins konar hjátrú af minni hálfu. Ef ég geri eitthvaö til aö auglýsa sjálfan mig, til aö fá góöa dóma, þá muni ég glata gáfunni. Gáfunni aö skapa list. Þaö er ekki mitt höfuöstarf aö skrifa. Ég bý til myndverk, ég þýöi og stundum kvikmynda ég. Aö skrifa skáld- sögur er litill þáttur af minu starfi. Ég held aö maöur eigi aö búa á þessari jörö á hljóölátan hátt, starfa mikiö og fara svo þegjandi og hljóöalaust.” — Gerir þú þaö? „Ég lifi samkvæmt eigin viö- horfum.” „AO skrila al innrl þörl” — Til hvers skrifar þú? ,,Ég skrifa einvöröungu af innri þörf. Ég held aö þörfin sé bara lif- fræöileg, lik kynhvötinni. Þú hef- ur ekki kynhvöt til aö eignast börn, hún er þarna, hún er til á sjálfstæöan hátt. Á sama hátt er þörfminfyrir aö skrifa til á sjálf- stæöan hátt, ekki til aö vera frægur. Hins vegar , ef ég fæ verölaun tekégviö þeim, en þau skipta mig engu máli. Eins ef ég fæ þau ekki, skiptir þaö mig engu máli heldui;” — En affiverju þá aö gefa bæk- urnar út? Afhverju þá bara ekki alveg eins henda þeim I öskutunn- una? ,,Þá myndi þaö eitra lif mitt. A sama hátt og ef maöur gengur meö sæöi i sér allt sittlff, þá myndi þaö eitra likama hans og sýkja sálina. En ég held þaö væri æskilegt aö skapa list fyrir fimm til sex persónur. Ef fjöldinn vildi sjá listaverkiö, þá er þaö allt i lagi. Smjaöur fyrir fjöldanum er nýtt fyrirbæri i sögunni. Þaö er afleiö- ing af kapitalismanum og bjög- uöum kommúnisma. Maöur af al- þýöustétt skilur þetta smjaöur illa, þetta kjaftæöi, aö allt sé gert fyrir alþýöuna. Smjaöur er ekki i eöli alþýöunnar; þaö er einhver sem hefur fundiö þetta upp til aö hagnast á henni. Hér 1 þessu þjóöfélagi kemur smjaöur frá undanvillingum borgarastéttarinnar. Undan- villingar eru menn sem komast inn I einhverja vinstri hreyfingu, án þess aö vera vinstri sinnaöir, og svo ungt fólk, sem er undan menntakommum, sem hafa auögast og eiga hús i Snobbhill, eöa ámóta stööum; en slikir eru ó- viökomandi alþýöunni.” — Er þetta þá bara blaöur út i loftiö hjá þessu fólki? „Yfirleitt. Þaö blaörar um rót- tækni I nokkur ár, fer siöan á bás og reynir aö halda þar i sinn kauptaxta. Ég veit ekki hvort ég get kallaö mig pólitiskan rithöfund, en ég fjalla um félagsmál i minum bók- um. Ég fjalla um verkafólk, sem ég þekki. Þaö er þaö eina sem ég þekki og kæri mig um aö þekkja. Ég get ekki smjaöraö fyrir al- þýöufólki, til þess þekki ég þaö of vel. Ég umgengst ekki mennta- menn, ég kann þaö ekki.” — En reyna menntamenn aö umgangast þig? „Þaö kemur einstaka sinnum fyrir, en ég sný þá af mér á kurt- eislegan hátt. Ég held þaö stafi af þvi, aö ég hef ekki fariö I gegnum sömu vél og þeir, ekki I gegnum sama skólakerfi, sömu stéttarvél. Ég hef ekki boröaö sama mat og þeir. Ég get ekki veriö aö ræöa hvort þessi hafi gert hitt, eöa sofiö hjá þessari konu. Ég get ekki tekiö þátt I baráttu um þaö sem ég álit vera hégóma. Svo er annaö, yfirleitt eru menntamenn mjög tilgeröarlegir I tali, þeir ‘Vilja vera gáfaöir.” „Vil lila í 2-5 ólíhum heimum” — Hverja umgengstu þá? „Ég umgengst afskaplega fáa, eöa réttara sagt, ég umgengst Varla nokkurn mann, nema sjálfan mig, sem ég þekki vel.” — Ertu einfari? „Ég býst viö þvi aö ég sé þaö. Þaö er hægt aö umgangast fólk á margan hátt. Þú horfir á fólk og kynnist þvi betur þannig en meö þvi aö tala viö þaö.” — En er einveran ekki þrúgandi? „Nei, ég er sjálfum mér sam- kvæmur og nægur, þannig aö ég þarf ekki aö leita til annarra. Ég held aö ég sé ekkert ólikúr öörum mönnum; þaö sem ég finn hjá sjálfum mér, þaö er eflaust lika til hjá öörum. Ég er aldrei þar sem simi er. Þaö var enginn simi á minu heim- ili, þegar ég ólst upp. Ég er ekki vanur þvi. Ég þekki fólk, sem ég hef unniö meö, þegar ég vann erfiöisvinnu. Ég vil helst lifa i tveimur til þremur ólikum heimum og hafa þá aöskilda. Yfirleitt ræöur fólk ekki nema viö einn heim, annars raskast sálarlifiö og þaö veröur aö leita til sálfræöings. Ég nýt þess aö breyta um og veröa fyrir hnjaski, t.d. ég fæ slæma dóma i blööum. fólk segir viö mig, þú ert enginn rithöfundur. Hnjask er lika ef þú þarft aö skipta um menningarumhverfi, þá veröur þú fyrir hnjaski.” „Get ehki leyli mér ao lelia lil yuós” — Telur þú þig vera utangarös- mann? „Nei, alls ekki. Ég veit ekki hvaö þaö er aö vera utangarös- maöur. Ég er ekki kristinn, þess vegna get ég ekki litiö á mig sem utangarösmann. Ég geri of mikl- ar kröfur til sjálfs min til aö geta veriö kristinn. Ég get ekki leyft mér aö leita til guös, ég verö aö leysa vandamál min sjálfur. Og ef ég er utangarösmaöur, þá er þaö engin synd. Eöa er þaö kannski synd? Ég lifi bara eftir minu höföi og velti þvi ekki fyrir mér hvort þaö er nonkomformismi eöa eitthvaö annaö. Ég er ekki spéhræddur, en fyrr eöa siöar verö ég aö flytja inn i Ibúö (en Guöbergur hefur búiö hingaö og þangaö um bæinn, þegar hann hefur dvaliö á islandi, hefur tæplega haft neinn fastan samastaö). Ég svaf ekki einn I herbergi fyrr en ég var 19 ára og stundum voru margir I rúmi, þannig aö ég þekki ekki þessi viö- horf aö láta fara vel um sig. Ég finn þaö, aö ég verö meira og meira til I bókum og þaö er erf- itt aö vera án bóka. Þvi ef ég þarf aö leita i bók aö einhverju,t.d. á bls. 29, þá er betra aö eiga þá bók, en þurfa aö leita aö henni á safni. Auk þess eru isl. bókasöfn léleg. Ég sæki lika sifellt meir af viö- fangsefnum i leikhús, málverk og kvikmyndir, en ég get ekki haft þ3 hluti inni I stofu hjá mér.” — Ertu þá aö meina aö kaupa Ibúö? „Ég þarf aö láta undan þvi, ég þarf aö brjóta mitt prinsipp aö eiga ekki neitt. Ef ég eignast ekki Ibúö, þá veröur allsleysiö erfitt, þaö eru hömlur á mér. Áuk þess eldist ég og þá veröur minniö gloppótt. Ég þarf aö slá varnagla og búa mig undir ellina, læra aö veröa gamall. Ég verö aö læra aö deyja. Ég verö aö gera mér grein fyrir þessu meöan ég held andleg- um kröftum, þvi ef ég geri þaö ekki, veröur hrörnunin mikiö áfall. Sumt gamalt fólk er ergi- legt vegna þess aö þaö er hrætt viö dauöann. Ég kviöi hvorki elli né dauöa. Ég hugsa mikiö um lifiö yfir höf- uö, og ellin og dauöinn eru þættir af lifinu. Ég vil ekki láta eins og dauöinn sé ekki til. Aö þessu leyti er ég ákaflega klassiskur; allir sigildir höfundar fjalla um lif og dauöa. En meö auövaldinu og af- skræmdum kommúnisma á maö- ur aö láta sem dauöinn sé ekki til, maöur á aö vera bjartsýnn. Hjá kapitalismanum er bjartsýnin þáttur i sölumennsku, þú kaupir eitthvaö til aö yngja þig upp, þú kaupir þér Ijós föt til þess aö sýnast laglegri. En hjá þeim sem falsa kommúnismann er slik lygi afleiöing af Stalinstimabilinu og sósialrealismanum. Þú átt ekki aö horfa I augun á raunveruleik- anum, heldur áttu aö fegra og ljúga aö sjálfum þér. Af þessu GuObergur Bergsson r neig ar póstsv iðiai i leiöir glfurleg hnignun i kommún- iskri hugsun”. — En hvaö er eftir dauöann? Klassfsk spurning. „Ég hugsa aldrei um slikt. Islendingar reyna aö gera sig merkilega meö andatrúarrugli. Hver bjáni getur blaöraö um lif eftir dauöann. „Hjá bjóróryKKjuóióOuin er á lislinni miKil íroóa” Annars er rökkriö afskaplega þægilegt og skammdegiö. Mér finnst skammdegiö skemmti- legasti timi ársins, vegna þess hvaö rökkriö er sefandi. Rökkriö er sefandi millistig. Þú veist ekki hvaö þaö er. Þaö minnir mig á verk eftir Michelangelo. Þú veist aldrei hvort persónur hans eru karl eöa kona. Ef þú tekur brjóst af konu eftir hann breytist hún I karlmann. Eins er skammdegiö, þú veist ekki hvort þaö er dagur eöa nótt, en um leiö er þaö bæöi dagur og nótt. Þetta er dálitiö likt og söngvar landa, þar sem landslagiö er nak- iö. Þar er tónlistin einföld, eins og islensk þjóölagatónlist, og einnig arabisk og spænsk tónlist. Tónlistin er afskaplega nakin og hlustandinn veröur aö bæta hana. Þar sem mikil gróska er, þarf hlustandinn aö taka af ofgnægö- inni. Hjá bjórdrykkjuþjóöum er á lístinni mikil froöa, og til þess aö finna eitthvaö hreint, þarf njót- andinn aö skafa froöuna af hinum frumstæöa kjarna.” „Þðó bðgðr sér eins og mús” — Viltu segja eitthvaö um stööu þina I islenskum bók- menntum? „Nei, ég hugsa aldrei um stööu mina i Islenskum bókmenntum. Ég er ekkert fyrir þaö aö flokka. Bækur minar fjalla um verka- fólk og um visst timabil I sögu okkar, timabil velmegunarinnar. A þeim tlma vildum viö Is- lendingar vera allt annaö en þaö sem viö vorum. Fólk hneykslaöist á bókum minum, vegna þess aö þaö var smá- borgaralega þenkjandi; ekki bara þeir sem fengu hátt kaup, lika al- þýöan. Hún var aö spillast á þessum árum, varö hræsnisfull og laug aö sjálfri sér. Alþýöan var óhefluö, nýrlk. Þaö var I framkomu hennar innra og ytra ósamræmi. Hún vildi búa I steinkassahöllum. Þaö er allt I lagi aö búa I stórum höllum, en þaö veröur þá aö vera höll I höfö- inu á Ibúunum. Fólk má ekki hafa músarholusjónarmiö, þegar þaö kemur úr höllum. Fólk á aö vera stórglæsilegt Jln þaö ersem músin Þaö hegöar sér alltaf eins og þaö hafi búiö i músarholu.Þaö hagar sér eins og mús, nagar og klórar. Fólk langar aö búa til stóran heim, en ræöur ekki viö hann, hvorki tilfinningalif sitt, hjóna- bönd né börnin.” „Hér býr íólh vio vinnuhúgun” Persónurnar I bókumiGuöbergs eru oft þaö sem kallaö er rudda- legar i tali. Þó þaö sé oröaforöi, sem maöur heyrir oft i daglegu tali, hafa þessi orö ekki komiö inn I bókmenntirnar fyrr en á siöustu árum.'' — Notar þú sjálfur svipaö orö- færi og þinar persónur? „Nei, aldrei. Ég notaöi þaö, þegar ég vann I frystihúsi, þau voru þáttur af umhverfinu. Ég held aö þaö sé sálræn og lfkamleg nauösyn aö nota ljót orö. Ég held aö fólk myndi koöna niöur, ef þaö notaöi þau ekki. Þetta er oröfæri streitunnar og áþjánarinnar. Þú finnur sönnun þess i þjóöfélögum, þar sem fólk býr viö einræöi. Ef þú lest rússneskar bókmenntir séröu aö óheflaö oröfæri er mikiö notaö, vegna þess aö Zar-stjórnin var kúgunarstjórn. Hér býr fólk viö vinnukúgun. Klám er dæmi- gert málfar fólks, sem býr viö einhverskonar kúgun, oft kyn- feröislega. Þaö er ekki þar meö sagt aö slikt fólk hafi ekki margbreytilegt og fint sálarlif, eflaust finna en þeir sem aldrei nota ljótt oröfæri. Þaö aö bölva er sálræn nauösyn, bölv slakar á spennunni. Maöur heldur oft aö þetta fólk sé ruddar, en ööru nær. Ruddar og kúgarar nota flnt og smurt oröfæri.” — Nú skrifar þú mikiö um sömu persónurnar i bókum þlnum. Ertu kannski alltaf aö skrifa sömu bókina, meö tilbrigö- um þó? „Þetta er min vinnuaöferö. Viö þekkjum sömu aöferö úr Islendingasögunum. Fólk heldur aö þetta sé frumlegt og komi frá útlöndum, en þaö ætti bara aö lesa Islendingasögurnar. Ég bý til minn heim, sem er ef- laust þáttur i frelsisþörf minni, þörf einstaklingsins fyrir aö vera sjálfstæöur. Þetta er aö lifa I fullu samræmi viö minar venjur, viö mitt lifsform.” — Hvaö meö aö breyta? „Þá myndi ég lita á þaö sem pressu frá umhverfinu, pressu frá auövaldinu, svo hægt veröi aö aug- lýsa nýja vörutegund, þó allt sé sama tannkremiö. Þegar auö- valdiö hélt innreiö slna hér, voru rithöfundar svo lausir fyrir, aö þeir voru auglýstir sem nýir meö hverri bók. Þetta er lygi auö- valdsins. Maöur yngist ekki meö aldrinumf — Teluröu þig vera ögrandi rit- höfund? „Nei, þaö held ég ekki. Ég held aö ögrandi rithöfundar hafi aöeins veriö til á 19. öld. I Frakk- landi þótti sjálfsagt aö ganga fram af borgurunum.” AO festð llugu ð biðö — Þú ert aö gefa út nýja bók. um þessi jól. Hvaö geturöu sagt mér um hana? „Hún heitir „Saga af manni, sem fékk flugu I höfuöiö”. Sagan fjallar um mann, sem er skáld og er tómur i höföinu. Hann situr viö glugga og er aö reyna aö festa eitthvaö á blaö, en dettur ekkert i hug. Þá flýgur fluga fyrir glugg- ann og hann festir hana á blaö. Siöan lætur hann fluguna i búr. Flugan er tákn fyrir hugmyndina. Siöan koma rithöfundar aö skoöa fluguna, og veröa afbrýöissamir. Þeim finnst hún ómerkileg, þvi þeir geta ekki skilgreint hana, finnst hún vera hálfgerö padda, og hann heföi heldur átt aö fá is- lenska flugu. Siöan kemur sól- skrlkja og étur fluguna og er látin i búr og siöan koll af kolli. Þetta er á vissan hátt ferö I gegnum islenskt þjóöfélag og i gegnum aöferöina viö aö gera listaverk. Þetta er einföld saga, eiginlega skemmtisaga, en hún er lika um listafólk yfir höfuö. Rithöfundurinn fær á hverju ári i verölaun, Ljóöeyraö og Gull- gogginn. Ég tileinka skáldsöguna, bók sem ég hef skrifaö.” — Hvaöa bók er þaö? „Ég vil ekki segja þaö. Lesandinn veröur aö komast aö þvi. Þetta er eins og hver annar leikur, leikur listamannsins. Allt sem viö gerum er einhver tegund af leik. Hann er aö leika sér aö taka myndir (og á þar viö Fridda)' og þú ert aö leika þér aö þvi aö taka viötal viö mig.” — Færöu sjálfur flugu i höfuö- iö? „Eflaust. Nei, ég get ekki bent á neina sérstaka flugu.” Eins og tiver ðnnðr hlutur Guöbergur er vel aö sér I bók- menntum spænskumælandi þjóöa. Forseti islands veitti argentiska skáldinu Jorge Luis Borges nýlega Fálkaoröuna og á gamli maöurinn aö hafa oröiö hræröur, er hann fékk tilkynningu þess efnis. Þaö liggur þvi beinast viö aö enda þetta spjall meö þvi aö spyrja Guöberg hvort hann yröi lika hræröur ef hann fengi þetta heiöursmerki? „Nei, þaö held ég ekki. Þaö er dálitill munur á honum og mér. Hann er gamall maöur og blindur. Ég reyki ekki og drekk ekki. Ég syndi og er llkamlega sterkur. Ég færi ekki úr skoröum, þótt ég fengi oröu”. — Langar þig ekki i Fálkaorö- una? „Nei, en ég býst viö aö ég myndi taka við henni. Oröan er eins og hver annar hlutur. Pen- ingar eru lika hlutir. Ég dýrka ekki hluti, en tek samt viö þeim ef þörf krefur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.