Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 4
NAFN: Ragnar Stefánssoii ATVINNA: Veöurfræöingur og 1. maður á lista Fylkingarinnar FÆDDUR: 14. ágúst 1938 HEIMILI: Sunnuvegur 19, Reykjavík Rvík HEIMILISHAGIR: Ástríður Ákadóttir og eiga þau þrjú börn TRÚMÁL: Trúlaus BIFREIÐ: Hálf Volga árgerð '73 ÁHUGAMÁL: Pólitík 77 VILDI HAFA FORYSTUHÆFILEIKA CASTRO Bylting á islandi? Fjarstœöa myndu eflaust flestir segja — en ekki allir. i islenskri pólitlk eru nefniiega fómennir hópar yst á vinstri vseng, sem stefna aö verkalýösbyltingu á islandi — vopn- aöir eöa óvopnaöir. Fylkingin er einasti hópurinn af þessum, sem býöur fram viö næstu kosning- ar. Þcssi samtök hafa veriö viö lýöi alllengi, en voru á siöasta óratug ungliöasamtök Alþýöu- bandaiagsins. Þau slitu siöan ailri samvinnu viö Alþýöubandalagiö og héldu f átt tii vinstri. Fylkingin er ekki fjölmenn. Fengu þau innan viö 200 atkvæöi I sföustu kosningum. Þó hefur ávallt boriö talsvert á starfi og baráttu samtakanna. Einstakiingar þar hafa veriö litrikir. Vmsir hræöast þó þessa byltingaseggi eins og þeir eru stundum nefndir og kalla þá óvini iýöræöisins nr. 1. Þaöer Ragnar Stefónsson 1. maöur á iista Fylkingarinnar hér i Reykjavík og margreyndur baráttujaxl samtakanna, sem er f Yfirheyrslu Helgarpóstsins. Veröa þeir settir á samyrkju- búin? 77 Nú vöktu fulltrúar Fylkingar- innar talsveröa athygli i sjón- varpinu á þriöjudaginn fyrir nýjan stil — einskonar amerisk- an sjónvarpsstjörnu stíl. Eru þetta nýjar baráttuaöferöir Fylkingarinnar? „Ég vil nú ekki kalla þetta ameriskan sjónvarpsstjörnu- stil. Hins vegar var þaö mikiö rætt i okkar r ööum, m e ö hvaöa hætti viö gætum komið mál- flutning okkar á framfæri á þeim stutta tima sem okkur var ætlaö. Þaö var þaö sem viö stefndum aö.” Nií virkaöi þetta sem mjög vel æft prógram. Var þaö vel æft? „Nei, þetta var nú ekki vel æft prógram, en aö visu vel undir- búiö.” Geriröu þér raunveruiega nokkrar vonir um fjöldafylgi tii Fyikingarinnar i þessum kosn- ingum meöhliösjón af sáralitiu fylgi undanfarnar kosningar? Þaö er beöiö um hreinskiliö svar. „Það sem viö teljum okkur geta náö fram í slikri kosninga- baráttu, er aö hafa áhrif. Viö vonumst til þess að viö getum lagt okkar lóö á vogarskálina, til aö verkalýöshreyfingin standibetur aö vigi i komandi á- tökum. Aö hún geti varist at- lögu ihaldsaflanna og burgeis- anna, betur heldur en áöur. Ef viö getum hjálpaö til i þessu til- liti i kosningabaráttunni, þá teljum viö árangur Fylkingar- innar mikinn og góöan.” Eruö þiö ekki á atkvæðaveiö- um? Má fólk ekki kjósa ykkur? „Viö berjumst fyrir atkvæö- um, vegna þess aö sérhvert at- kvæði sem viö fáum er styrkur viö okkar stefnu og bætir aö- stööu okkar. Þess vegna berj- umst viö vissulega hatramm- lega fyrir atkvæöum, en hlaup- um ekki á eftir þeim. Viö viljum einungis atkvæöi til stuönings þeirri stefnu sem viö berum fram. Meöan stefna okkar á ekki meira fylgi en raun ber vitni, þá getum viö aldrei biiist við mjög mörgum atkvæöum.” Býstu viö aö þiö fariö yfir 200 atkvæöa markið i næstu kosningum? „Þaö finnst mér alveg eins geta gerst.” Ná hafiö þiö staöið i þessari baráttu lengi, en litíll árangur sjáanlegur. Er ekki sýnt aö alþýöa manna hefur hafnaö ykkur? „Alþýöa manna hefur ekki hafnaö stefnu okkar. Alþýöa manna hefur bara allt of lítiö tekiö afstööu til stefnu okkar. Viö finnum þaö i þeim verka- lýösfélögum þar sem viö stör.f- um, aö stefna okkar á upp á pallboröiö varöandi þau afmörkuöu mál, sem þar er tek- ist á um. Viö höfum ákveðnar kröfur um ákveöna baráttu og viöa eigum viö mikinn hljóm- grunn innan ákveöinna verka- lýösfélaga. Þessir stuönings- menn okkar hafa þó ekki kosið okkur i kosningum og þá liklega vegna þess aö þeir hafa taliö aö viö ættum ekki möguleika á þingmann.” Hvaö ætliö þiö Fylkingar- menn aö standa lengi i þessu strögli — og komast ekki áleiö- is? „Þangað til sigur vinnst.” Ef þú kæmist á þing, myndir þií þá mótmæla óréttlátu þjóö- félagskerfi meö þvi aö brjóta borö og stóla niður i Alþingis- húsi? „Nei, Fylkingin stefnir ekki aö þingsalabyltingu.” En stefnir Fylkingin aö byit- ingu? „Já.” Vopnaðri byitingu? „Vopnuö og vopnuö ekki. Þetta er hlutur sem viö getum aldrei sagt um. Þaö fer eftir þróun baráttunnar. Stóttabar- áttageturoröiö vopnuö. Viöa Uti i heimi — ekki einungis I Afrlku og Asíu — eru verkföll barin niöur meö vopnavaldi. A meöan verkalýöurinn ekki leggst I duf t- iö og gefst upp þá getur hann búist viö vopnuöum árásum. Þaö er þó ekki takmark verka- lýösins aö lenda i vopnuöum viöskiptum. Viö stefnum aö byltingu sem grundvallast á miklum meirihluta þjóöfe'lags- þegna. Hættan felst I því aö minnihlutinnn neiti aö láta svipta sig þeirri aðstööu sem hann hefur haft og beiti vopn- um.” Og þá veröiö þiö aö verjast meö vopnum? „Þaö mætir náttúrlega enginn vopiuðum sveitum berhentur.” Hafa Fylkingarmenn komiö sér upp vopnasafni ef til átaka kæmi þegar byltingardagurinn rennur upp? Att þú t.d. skamm- byssu og önnur sllk verkfæri? „Ætli viö séum ekki gjörsam- lega óvopnaöir.” Ætli? Eruö þiö þaö? „Ja, ég er gjörsamlega ó- vopnaöur, utan þess að ég hef mina pólitik sem ég byggi mina baráttu á, og svo er um aöra mlna félaga.” A Fylkingin i dag uppruna aö rekja tii Æskulýösfylkingar Alþýöubandalagsins sem var og hét? „Þegar sýnt þótti aö Alþýöu- bandalagiö hneigöist æ meira til kratisma, þá náöu vinstri menn i Æskulýösfylkingunni þar meirihluta. Þetta var áriö 1966 og áriö 1968 var slitiö öllum tengslum viö Alþýöubandalag. Nii eru þiö ekki eina flokks- brotiö á vinstri væng islenskra stjórnmála ogbaráttan kannski hvergi haröari en á milli þess- ara brota. Eru þessir vinstri smáflokkar nokkuö annað en samsafn pólitiskra „kverú- lanta”? „Þessi samtök sem þd talar um, endurspegla þá skoðun aö Alþýðubandalagiö sé ekki lengur sósialiskur flokkur. Þaö eroft talaö um þaö, af hverju þessi vinstri samtök geti ekki staöiö algjörlega saman. En viö veröum bara að lita á þetta sem gerjunarstig i þá átt aö hér veröi byggöur upp sterkur só- sialiskur verkalýösflokkur. Þetta er einungis gerjunará- stand, þangaö til aöstæður eru fyrir slikan sósialiskan verka- lýösflokk.” Má búast viö aö þetta veröi látiö gerjast jafn lengi og úrvr ’s' vínin? Jafnvel i nokkur hundr- uö ár? „Égheldaöekkillðiá löngu.” Er ekki uppistaöan I Fylking- unni ærslafullir krakkar úr menntaskóla? „Þaöer ekki rétt. Það er óra- fjarri aö Fylkingin sé að mestu leyti menntskælingar. Mikill hluti Fylkingarmanna er búinn aö vera meö frá 1968. Þér er tiörætt um verkalýös- stéttina. Hvar eru allir verka- mennirnir á lista Fylkingar- innar? „Þaö eru ekkimargir verka- menn á lista fylkingarinnar — ekki verkamenn i hinum hefö- bundna skilningi. Það er alltof fátt verkafólk sem tekur þátt I starfi Fylkingarinnar. Ég held að þaö byggist ekki á þvi aö Fylkingin hafi ranga stefnu, heldur aö félagsleg deyfð sé rikjandi meöal verkafólks, meöal annars út af allt of löng- um vinnutima”. Hvaö ætliö þiö aö gera viö burgeisana sem þiö kalliö svo, þegarþiöeruökomnir til valda? Hvaö veröur gert viö Ólaf, Lúö- vik, Benedikt og Geir? „Það er ekki spurning hvort viö komumst til valda, heldur hvort verkalýöurinn gerir þaö.” En hvaö ætlar verkalýöurinn þá aö gera viö burgeisana? „Þeir verða sviptir þeim völdum sem þeir hafa haft. Þeg- ar sjálfskipulagning verkalýðs- ins verður komin á þetta stig verða þessir menn sjálfsagt ekki kosnir til forystu. Ég skil ekki i ööru en þeir geti starfað eins og annað fólk.” „Þaö veröa engir menn setttir á ákveöna staöi. Menn verða bara aö taka þvi aö þeir veröa aö leita sér aö atvinnu þar sem þeir geta fengiö hana, eins og allur verkalýöurinn veröur aö búa viö.” Þeim veröur ekki refsaö fyrir „kúgunina” og „arörániö” sem þiö segiö þá hafa viöhaft? „Spurning stendur ekki um aö refsa. Spurningin stendur um það, aö koma I veg fyrir aö kúg- unaröflin nái völdum aftur. Só- sialisminn byggir á jafnrétti allra manna. Hann byggir raun- verulega á þvi aö halda lifinuá- fram. Þaö er mikill misskiln- ingur aö þaö sé markmið byltingarsinna að drepa. Mark- miö byltingarsinnaöra sósial- ista er aö berjast fyrir lifi þeirr- ar alþýöu sem stendur viö hliö þeirra. Spurningin er raun- verulega um þaö þegar borgarastéttin reynir aö ná aftur af meirihlutanum sinum fyrri völdum sem hún hefur misst. Þeim völdum nær hún aldrei nema með vopnum. Slik árás er ekkert annaö en moihá- rás.” Þegar bylting verkalýösins og Fylkingarinnar veröur hér á islandi, veröur hún þá sér- Islenskt fyrirbæri eöa Höur I al- heimsbyltingu? „Mér þykir langllklegast aö bylting á íslandi veröi þegar byltingarástand er víöar I heim- inum.” Þiggur Fylkingin fjárstuön- ing erlendis frá? „Vissulega gætum við gert þaö.” Hvaöan? „Þvi miöur fáum viö enga peninga aö utan, en viö gætum fengiö stuöning frá sósialiskum hreyfingum og verkalýðsöflum i útlöndum. Við munum þiggja þennan stuöning þegar meiri þörf er fyrir hann hér en er- lendis. Aöeins nánar. Hvaöan kæmi þaö fé? „Þaö skal ég ekki segja. En eins og ég segi, þá þiggjum viö enga sllka peninga I dag, en höf- um á hinn bóginn tekið þátt i þvi aö styrkja baráttuhreyfingu er- lendis.” Hvaöa samtök voru þaö? „Ég get bent á samtök sem starfa meö okkur i Suöur-Ameriku og viðar.” Hvernig fjármagniö þiö starf- semi ykkar hérlendis — hvaö þá þegar þiö sendiö fúlgur til út- landa? „Viö borgum félagsgjöld i samtökin. Varöandi stuðningin viö bræörahreyfingar erlendis þá hafa fariö fram almennar safnanir. Við erum meðlimiriá. Alþjóöasambandinu og leggjum þvi okkar af mörkum til alþjóð- legu baráttunnar.” Nú hafiö þiö oft staöiö 1 höröum mótmælaaögeröum og þá m.a. lent upp á kant viö lög- regluna. Breytiö þiö þjóöfélag- inu meö þvi aö berja á lögg- unni? „Ég man nú ekki til þess aö viö höfum reynt að breyta þjóö- félagskerfinu meöþviaöberja á löggunni. Ég man satt aö segja aldrei eftir þvi, aö við höfum bariö á löggunni. Hins vegar hefur löggan barið á okkur stundum. Ef þú getur bent mér á dæmi á hinn veginn þá væri gaman aö heyra þaö.” Finnuröu fyrir þvl aö þú sért á kolsvörtum lista hjá ýmsum aö- ilum innan borgarastéttarinnar og þá innan iögreglunnar? „Stundum finnégnúfyrir þvi, já.” Meö hvaöa hætti? „Ég held að þaö yrði allt of langt mál aö fara út I þaö.” Þú ert ekki i þessari baráttu tíl aö fá persónulega útrás fyrir tilfinningar þlnar og metnaö? Þú ert ekki á svokölluöu „egó-trippi”? „Þaö er þannig meö alla bar- áttumenn, að þeim myndi ekki liöa vel ef þeir beröust ekki. Baráttumaöur veröur baráttu- maöur vegna þessaö hann þolir ekki það ástand sem er rikjandi. Hann veröur aö breyta þvi. Aö þessu leyti getur þú kallaö á- stand mitt „egó-tripp”.” Vilt þú innst inni veröa islenskur Castro? „Ég vildi gjarnan hafa þá fw- ystuhæfileika sem Castro heftir. Þó myndi ég ekki aö öllu leyti fara að á sama hátt og hann.” Getur þú og Fylkingin bent á fyrirmyn darrik iö? „Nei. Ég sé hvergi fyrir- myndarriki og við eigum ekki aö lita til slíks fyrirmyndarrik- is. Baráttan fyrir sósíalisma grundvallast á þvi aö afnema ó- réttiö innan auövaldsskipulags- ins og koma á sósialisku þjóö- skipulagi. Við sjáum hvergi só- sialiskt þjóöskipulagfyrir okkur i heiminum i dag.” Núbýrö þú á Sunnuveginum I Reykjavik ogersú gata talin til finni gatna borgarinnar. Hvern- ig ltkar þér þar I þinni kjallara- leigufbúö innan um aila „auö- mennina” og „burgeisana”? „Ég hef afskaplega litiö af þeim aö segja. Hins vegar er þetta frá sjónarmiöi náttúrufeg- uröar mjög indæll staöur.” eftir Guömunú Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.