Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 17
—helgarpósturinrL. Föstudagur 16. nóvember 1979 17 Tvær bækur frá sama höfundi á sama tíma? Önnur lofuð — hin löstuð t slðasta mánuði birtust i nokkrum dagblaðanna ritdómar um tvær nýútkomnar bækur. Það voru bækurnar „Misjötn er mannsævin’’ eftir Geir Hansson og „Skeilur á skell ofan” eftir Grétar Birgis. Fyrmefnda bókin fékk mjög góða dóma, og var meðai annars likt viö bækur TryggvaEmilssonar, en þá siðar- nefndu tættu gagnrýnendur bók- staflega niður. Nú vill svo merki- lega til, aö áreiðanlegar heimildir tjá Heigarpóstinum, aö Grétar Birgis sé höfundurinn á bakvið duinefnið Geir Hansson. Við höfðum samband bæði við Grétar og örlyg Hálfdánarson hjá bókaútgáfunni Erni og örlygi, sem gaf bókina Ut. Hvorugur vildi staðfesta þetta, en þeir neituðu þvi heldur ekki. örlygur sagöi það eitt, þegar við bárum þetta undir hann, að hann heföi verið beðinn um að nafnið Geir Hansson yrði notað sem dulnefni, og hann gæti ekki skýrt frá þvi hver stæði á bakvið það. Hann sagöi að höfundurinn hefði mjög persónulegar ástæður fyrir þvi að leggja ekki sitt rétta nafn við bókina. „Ég heiti Grétar Birgis, en ekki Geir Hansson”, var svar Grétars þegar við bárum þetta undir hann, og meira vildi hann ekki um málið segja. Til fróðleiks fyrir lesendur birt- um viö hér glefsur úr ritdómum þeim um þessar tvær bækur, sem birtust i Dagblaðinu og Helgar- póstinum. Gagnrýnin um báðar bækurnar birtist á sömu siðu i báðum blöðunum, og I Dagblað- inu meira að segja undir sömu fyrirsögn. Gagnrýni ólafs Jónssonar i Dagblaðinu hefst þannig: „Mis- jöfner mannsævin erbók sem vel hentar til að undrast og dást að þvi hve veruleikinn, lifið sjálft oft sé miklu ótrúlegrá og átakan- legra en allur skáldskapur”. Siö- ar: „Þessi frásagnarháttur hæfir auðvitaö mætavel einföldum rit- hætti, oröfæri og stil Geirs Hans- sonar. A sinn látlausa máta er saga hans prýöisvel skrifuð, og verður auðvitað að þvi skapi trú- veröugri”. Er Grétar Birgis Geir Hansson? „Atakanlegur sannleiki”. Hann segir meðal annars: „Bækur Tryggva (Emilssonar) vöktu mikla athygli fyrir listfengi i stil og frásögn. Mér sýnist Geirsbók vel geta gert það lika. Aðvisuer auðfundiðað höfundur- inn á stundum i erfiðleikum við frásögn sina — og lái honum hver TVÆR LÍFS&FYNSLUSÖGUR allt Svc Vfinkálim. «»•:* vji-fi r'fi rpt of iaiiartX-f'j ■ : ÚMUUfff. f« »xw: þvKa ! ... SSPárSt &** * ' J *HE; ■ ■**S•*»$ 1 jBg1**- - »tSSSc. ,v\tani Um Skell á skell ofan fer Ólafur óvægnum orðum: „Fyrri sagan (þ.e. Misjöfn er mannsævin) er liklega nokkuð góð á sinn hátt, sú seinni ótvirætt alveg afleit skáld- saga. Samt eru sögurnar að ýmsu leyti einkennilega likar”. Siöar: „Og saga hans (þ.e. Skellur á skell ofan) verður meö öllu ótrú- leg, röklaus og rænulaus, og um- fram allt fjarskalega ógeðfelld af þvi frumstæða kvenhatri sem sagan umfram allt tjáir”. Ólafur- lýkur pistli sinum með þvi aö segja, að sér finnist bókin útgef- andanum til sárrar skammaé. „Svei, örn og örlygur”. Fyrirsögnin á gagnrýni Heimis Pálssonar á bókinni Misjöfn er mannsævin i Helgarpóstinum er: sem vill aö loknum lestri — en hitt er miklu oftar að maður undrast hve einföld og látlaus frásögn hans getur orðið — og hvernig honum tekst aö lýsa afskræming- unni sem nefnd er án þess að frá- saga hans verði ruddaleg. Það er mikil kúnst”. Siðari pistillinn heitir hinsveg- ar: „Er allt prenthæft?”. Gagn- rýnandinn tekur tilvitnanir úr bókinni, og segir siðan: „Þegar það bætist svo við að þessi for- dómasúpaer fjarskalega illa soð- in, framsetningin ómarkviss og geigandi, stillinn leiðinlegur, þá er ekki að útkomunni að spyrja”. 1 lok pistilsins lætur höfundur i ljós þá von, að þetta verði siðasta bók Grétars. NULL OG BLIKK Elsku hjartans stjórnmála- krúttin okkar eru farin að guða á sjónvarpsgluggann. Gera sig heimakomin og bjóða þjónustu slna. Og bjóöa og bjóða og bjóða. En einhvern veginn fer svo fyrir mér eins og einatt áð- ur: Mér virðist þetta vera gam- all varningur sem oft hefur ver- ið boðinn fyrr og öfugt við eöal- vin aukast gæðin ekki með ár- unum. Sama tombólan. Eintóm núll. Sama bögglauppboöið. Synd væri að segja að byrjun kosningasjónvarpsins hafi iofaö góö s.l. þriöjudagskvöld. Synd væri að segja aö formið væri lif- vænlegt og frjótt og biði upp á óvæntar uppákomur fyrir auga eða eyra. Synd væri lika að segja að sjónvarpsmenn séu öf- undsverðir af þessum viö- kvæmu jafnvægisreglum sem útvarpsráð setur þeim. En þaö sem skiptir máli i kosningasjón- varpinu er, — eins og i sjón- varpinu almennt —, ekki hvað menn segja, heldur hvernig mennsegja það og umfram allt: hvernig þeir „taka sig út”. Og hér verður ekki fjallað um póli- tiska frammistööu frambjóð- enda i kynningunni.ef um slikt var þá að ræða, heldur sjón- varpsframmistöðu. Það voru mistök hjá Fram- sókn að tefla fram Steingrimi einum. Hann var of flatur og vélrænntil aö halda uppi áhuga- veröum málflutningi I fimmtán mlnútur, og frasar eins og „manngildi” og „auðgildi” finna enga merkingu semand- furða aö þeir skyldu þurfa að halda sig við lestur af blöðum, þaulvanir debattörar. Meira aö segja pé-err-drottning eins og Guðrún Helgadóttir náöi ekki alveg sambandi. Kratarnir rétt sluppu fyrir horn með þvi aö stilla upp sinum vönustu fjöl- miölungum. Þetta voru gömlu listarnir. Hinir „ólöggiltu” listar Sjálf- stæðismanna voru skelfing neyðarlegir og guldu fyrir aug- ljósan skort á málefnum, —sár- ir krakkar sem stórfjölskyldan hefur afneitaö. Lið Don Sólness komstþóheldur skár frá sinu en hið álappalega Suðurlands- framboð. Ég hafði hlakkað til aö upplifa núna þann skemmtilega pólitiska performans (gerning) sem ég missti af viö framboð Framboðsflokksins ’71 þar sem voru Hinn flokkurinn og Sól- skinsflokkurinn. En ég varð fyrir vonbrigðum. Hvorugum tókst að vera skemmtilegri eða leiðinlegri en gömlu flokkarnir eru. Þetta var sama flatneskjan með öðruformerki. Hér vatnaði hnitmiðaðan málflutning — þroskaöa kimnigáfu. Stjarna þessarar framboðs- kynningar var R-listi Fylking- arinnar. Ég neita þvl ácki að það kom mér á óvart. Að vlsu voru fulltrúar hennar ekki laus- ir við þessi gömlu pólitlsku óskalög, slitnu frasaplöturnar sem manni hefur alltaf fundist framleiddar úr einhverjum ævafornum hugmyndafabrlkk- Sjónvarp eftir Arna Þórarinsson Alþýðuleikhúsiö: Vill ekki keppa við kosningar og jólahald Aiþýðuleikhúsiö hefur hafið æf- ingar á tveimur nýjum verkum. Annað er eftir Böðvar Guð- mundsson, en hitt barnaleikrit eftir Herdisi Egilsdóttur. Fyrir- hugað var að hefja sýningar fyrir jól, en að sögn Jóns Júllussonar leikhússtjóra hefur sýningum verið frestað fram i miðjan jan- úar. Astæðan er sú, aö ekki þykir vænlegt að byrja sýningar á nýj- um verkum þegar fyrir höndum eru kosningar, og sfðan er skammt til jóla, segir Jón Július- son. Leikrit Böövars hefur enn ekki fengið nafn, en það fjallar um erfiðleika ungs fólks við að koma Háskólabió-mánudagsmynd: Óvenjulegt ástarsamband (Un moment d’égarement). Frönsk Argerð 1977. Leikstjórn og handrit: Claude Berri. Aðal- hlutverk: Jean-Pierre Marielle, Victor Lanoux, Christine Dejoux og Agnés Soral. SU var tiðin að frönskum kvik- myndageröarmönnum lá mikið áhjarta. Þetta var á þeim tima þegar frönsku nýbylgjumennir sér þaki yfir höfuðið. Æfingar á þvi eru nokkuð á veg komnar. Æfingar á barnaleikritinu hóf- ust i siöustu viku, og er ætlunin aö það veröi eingöngu sýnt i skólum eins og Vatnsberann, barnaleik- ritið sem Alþýöuleikhúsið sýndi á siðasta ári. Það var lika eftir Herdisi Egilsdóttur. Leikritið hefur hlotið nafnið „Tapaðfundið” og fjallarað sögn höfundarins um börn sem finnst þau vanrækt af fullorðnum. Þess vegna fara þau að heiman. Leið þeirra liggur út á rusalahauga þar sem þau hitta fyrir Rympu gömlu (dregiöafrumpulýður), og setjast að hjá henni. Rympa er nir gerðu garöinn frægan. Godard, Truffaut og Chabrol voru ungir menn i uppreisnar- hug, sem lögöu til atlögu gegn hefðbundum efnisaðföngum franskra kvikmynda á þeim tima. Þess i staö var þeirra eigin veruleiki þeim hugleikinn, jafnfram þvi sem þeir pældu drjúgt i möguleikum kvik- myndamálsins. Þetta voru merkilegir timar i franskri persónugervingur „hins slæma félagsskapar”, og tekur þeim opnum örmum. Hún býr þarna ein með uppstoppuöum karli sin- um og leyfir börnunum allt sem er bannaö. Leikritið gerist allt á rusla- haugunum, en i innskotum er sýnt hvernig kerlingin kennir börnun- um að stela og ljúga sig út úr þvi, oghvernhug þau bera til foreldra og kennara. En að sjálfsögöu leysist allt að lokum, og Herdis lumar á rúsinu i pylsuendanum til að gera boöskap leikritsins eftir- minnilegan — bæöi börnum og foreldrum. J-P. Marielle, Dejoux og Lanoux kvikmyndagerð, sem hún býr raunar enn að. Þessiumbrotatimi I frönskum kvikmyndum virðist hins vegar liðinn. Ef þær tvær frönsku kvik myndir, sem skolað hefur hér á land stðustu vikurnar, Frænka ogfrændi og Óvenjulegt ástar- samband eru á einhvern hátt dæmigerðar fyrir franska kvik- myndagerð þessa stundina, þá sýnist manni sem franskir kvik- myndageröarmenn séu orönir innhverfari I aöföngum en áður og myndir þeirra óneitanlega bitlausari, enda þótt tvær fyrr- nefndar myndir hafibáðar verið stæöuri pólitiskum ræðuhöldum af þessu tagi. Sjálfstæðisflokks- frambjóðendurnir (hinir lög- giltu) töluöu eins og af segul- bandi, þótt þeir hefðu sæmilega spretti. En maöur fer hreinlega hjá sér þegar Ragnhildur ávarpar mann upp á ameriska visu: „þið og við” og „þetta skulum viö gera saman, krakk- ar, ha?” og „þið ætliö að hjálpa okkur, er það ekki?” og þar fram eftir götum. Ég leyfi mér aðefastum aö svona daður dugi á Islendinga. Þetta á heima i Stundinni okkar. Allaballarnir voru með daufara móti, og I hlutverkum sinum prýðilega gerðar og ágætlega skemmtilegar. 1 báðum tilfellum er þemaö samband manns og konu, og að öðrum þræði eins konar gaman- söm úttekt á þeirri kreppu, sem sú aldna „stofnum” hjóna- bandið stendur nú frammi fyrir. Claude Berri er i sinni mynd óneitanlega yfirboröskenndari en J-C Tacchella i Frænda og frænku en hugmyndin, sem Berri vinnur úr gefur ýmsa möguleika. Aldavinir á fimmtugsaldri fara saman meö ungar dætur sinar á baöströnd. Annar á i hjónabandserfiö- leikum en hinn er fráskilinn, og um hinum megin á hnettinum. En þetta var 1 lágmarki. Frammistaða Fylkingarmanna var fersk. Þeir töluöu mál sem skildist. Þeir voru skemmtileg- ir. Birna blikkaöi mig meira aö segja.FylkingineríþvI skrýtna hlutskipti að vera oröin tívi- stjarna. Eitt að lokum i fúlustu alvöru: Það er ekkert minna en lýð- ræöislegt hneyksli hvernig full- trúar gömlu flokkanna i út- varpsráði ýta nýjum framboðs- listum sifellt til hliöar i kosn- ingaútvarpi og -sjónvarpi, tryggja eigin einokun á ljósvak- anum: skammta sjálfum sér heilu klukkutimana, en úthluta hinum litlu korteri. „Frjálst út- varp og sjónvarp"veröur minna álitamál en það raunverulega er þegar yfirstjórn rikisfjölmiðl- anna sýnir slika mismunun . sá sfðarnefndi veit eiginlega ekki fyrri til en hann hefur samrekkt hjá dóttur vinar slns Það er svo sem nógu slæmt aö stútungskarl sé I tygjum við 17 ára stúlkuheldurfer hann llka á bak viö vin sinn og fóstbræðra- lagið er i voöa. Þessi efniviður hefur alla buröi til aö verða að stórdrama en Claude Berri velur þann kostinn að stilla honum upp sem grátbroslegum aðstæönaleik. Útkoman er lika stórfyndin á köflum og kemurheld ég öllum i gott skap en að sama skapi er ekki hægt að segja að þarna sé djúpt kafaö. Undir lokin viröist Berri kominn i hálfgeröar ógöngur, svo að myndin veröur heldur endaslepp . En húmorinn stendur fyrir sinu og samleikur þeirra fóstbræðranna J-P Marielle og Lanoux er fyrsta fk)kks. Stútungskar/ í k/ípu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.