Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 16.11.1979, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 16.11.1979, Qupperneq 14
EFTIRLÆTISMA TUR RÍKISLEIKA RANNA 1 síðustu viku var helgarrétt- urinn okkar af matseðli Gunnars Gunnarssonar mat- redöslumanns i Leikhúskjallar- anum. Þann rétt geta menn pantaö i Kjallaranum um helgar — eöa matreitt sjálfir heima hjá sér með hjálp Helgarpóstsins. Enda þótt Leik- húskjallarinn sé ekki opinn al- menningi nema um helgar er eldað þar alla daga. Hann er nefnilega rekinn sem mötuneyti fyrir leikara Þjóöleikhússins hvunndags. Sá réttur Gunnars sem nýtur hvað mestra vin- sælda meðal leikara er einmitt sá sem við birtum I dag. Að sögn Gunnars vilja leikararnir helst fá þennan sérstaka fiskibollu- rétt á hverjum degi — og nú gefst lesendum Helgarpóstsins kostur á að matreiða s jálfir fyr- ir sig „eftirlæti rikisleikar- anna”. Djúpsteiktar fiskibollur með karrýsósuog grjónum fyrir sex: 400 gr fiskflök 2 stk laukar 1 bolli kartöflumjöl 2 stk egg salt+pipar 1 litri matarolia 1-2 bollar mjólk ltsk lyftiduft Sósa: 1 stk laukur 1 stk epli 100 gr smjör karrý 1 dl rjómi, kjötkraftur. Hakkið fiskinn tvisvar, i seinna skiptið með saltinu og hræriö vel saman. Hakkið lauk- inn og blandiö honum saman við kartöflumjölið. Lyftiduftiö er nú sett úti og hrært vel. Siðan er eggjunum og mjólkinni hrært smátt og smátt saman við. Að siöustu er 2-3 matsk. af oliu hrært úti. Steiking: Matarollunni er hellt á djúpa pönnu, látið hitna vel. Bollurnar eru mótaöar með skeið og steiktar á báðum hliðum. Sósan: Smjörið er brætt, laukurinn og eplið eru finsaxuö og látin krauma i smjörinu ásamt karrýinu. Þessu er jafnaö út með hveiti. Einum litra af vatni er bætt úti', og siðan er soðið 1 12-15 min., og kryddað tii með kjötkrafti og engifer. Sósan bætt með rjóma og köldu smjöri. Hrísgrjónin: 1 bolli grjón 2 bollar vatn 1 stk laukur 1 biti steinselja salt og 50 gr smjör. Föstudagur 16. nóvember 1979 —he/gamósturinrL. Hús Lyfjaverslunar rikisins Borgartúni. Ljósmyndara Helgarpóstsins var meinaöur aðgangur aö þeim herbergjum sem iyfin eru framleidd I, og fjarvera forstjóra borin fyrir banninu. Ef tii vill heyrirhún til meiri háttar rikisleyndarmála aöferöin viö lyfjaframleiösluna. Vegheflarnir hans Inga gatnamálastjóra hafa oft hjálpaö ökumönnum þegar snjónum kyngir niöur. Og gatnamálastjóri kemst allt á bil sinum — og notar þó engar keöjur. Pilluát 80% af pillun- um eru innflutt Pillur og lyf sem menn taka við kvillum ýmisskonar eru að langmestu leyti f lutt hingað til lands. Aðeins 20% þeirra lyfja sem neytter hér á landi er innanlandsfram- leiðsla. Hins vegar eru þau lyf sem innflutt eru jafnan mundýrarien innlenda framleiðslan — stundum jafnvel 5-10 sinnum dýrari. Reynir Eyjólfsson hjá lyf jaeftirlitinu sagði í samtali við Helgarpóstinn að þróunin væri frekar á þann veginn að magn framleiðslunnar hér á landi minnkaði. Orsökin fyrir því væri sú, að þróun í lyf jaframleiðslu væri hröð og áðstaða stóru erlendu verksmiðjanna þegar ný lyf kæmu á markaðinn væri mun sterkari heldur en þar sem framleiðslan væri lítil eins og hér á landi. Færðin spiliist vegna snjókomu „Ég kemst allra minna ferða” segir Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri Þaö hafa vist ófáir bölvaö snjókomunni og færöinni hressi- lega i þessari viku. Snjó hefur kyngt niöur og þá er ekki að sök- um aö spyrja, gatnakerfiö gerist viösjárvert og erfitt yfirferöar. BÍIarnir renna þvers og kruss og spóla i bröttustu brekkunum — en komast Htiö áfram En gatnamálastjóri og hans menn gera hvað þeir geta til að ryðja snjónum jafnóðum af ak- brautunum. Þar er vakt allan sólarhringinn og grannt fylgst með veðurfregnum. Ef útlit er fyrir snjókomu er snjóruðnings- tækjunum haldiö I viöbragðsstööu og um leiö og snjókornin fara aö falla, þá er liöiö kallað út og þegar byrjaö aö ryðja göturnar. Vaktstjóri vetrarviðhaldsþjón- ustunnar fer á hverri nóttu út um 3 leytið á talstöðvarbifreið og kannar ástand mála og mælir þá jafnframt hitastigið viö jöröu. Borgaryfirvöld gera sem sagt ýmislegt til að fólk geti komist leiöarsinnar um götur borgarinn- ar Ekkert handmokað Ingi O. 'Magnúsison gatna- málastjóri sagði I samtali við HP að hingað til heföi gengið þokka- lega að halda götum borgarinnar greiðfærum. Þeir hefðu 4 salt- dreifara undir höndum, 6 bif- reiðar með ruðningstönnum og 4 veghefla. Þegar þetta dygði ekki til, væru tæki leigð úti I bæ og sett i snjóruðninginn. Sagði Ingi, að þegar mest væri um að vera, þá gætu alls um 50-60 manns staðið i þeirri baráttu að koma snjó af götunum. Snjómokstur væri þó allur framkvæmdur með vélar- afli. Það væri ekki lengur við lýði að kallarnir væru meö skóflurnar sinar og handmokuöu snjónum af akbrautum. Vegakerfi borgarinnar i dag, er um 270 km, en i snjómokstrinum hjá borginni er þó aðallega lögð áhersla á aö ryöja fjölförnustu göturnai^hinar veröa að mæta af- gangi. En hvernig gengur gatnamála- stjóra sjálfum að komast leiðar sinnar hér i borginni þegar færö spillist vegna snjóa? „Það gengur bara ágætlega”, svaraði Ingi 0. Magnússon gatnamálastjóri.” „Ég er á góð- um snjódekkjum og með sand- poka i farangursgeymslunni og Peugeot bifreiðin min og ég hafa komist ún teljandi erfiðleika á milli staöa. Keðjurnar hef ég yfir- leitt ekki þurft að setja undir nema ég bregöi mér út fyrir bæinn,” -GAS „Við framleiðum lyf hérlendis samkvæmt opinberum forskrift- um og við þær hefur litiö bæst síð- ustu 10-15 árin,” sagði Reynir. „Þróunin er öll i þá átt að sérlyf af ýmsum tegundum fara i vöxt og slik lyf höfum við yfirleitt al- farið flutt inn.” Aukaverkanir af magnyl Það er þó þannig, að flest al- gengustu lyfin á markaðnum eru framleidd hér á landi. Magnylið góða er t.d. innlend framleiðsla, enda þótt efnin i lyfin séu sótt erlendis. 1 magnyltöflunum eru aöallega efnin asperin og magnesium. Reynir Eyjólfsson var að þvi spurður hvort þessi hjálparhella allra sjúkra lands- manna — magnyl taflan — væri jafn virkur lyfjagjafi og menn héldu. „Já, magnyl er skásta veika verkjalyfið á markaðnum” Jón Jóhannesson lyfjafræöingur hjá Lyfjaverslun rikisins tók I sama streng og sagði magnylið hafa reynst vel. Það heföi verið vinsælt um áraraöir og fólk treysti á það. Hins vegar bætti Jón þvi viö að magnyl gæti haft aukaverkanir ef um óhóflega neyslu væri að ræöa og gæti maginn fariö úr skorðum I þvi sambandi. En nóg um magnyl Hvar skyldi P-pillan marg- fræga vera framleidd? Skyldum viö tsiendingar framleiöa þá getnaðarvörnina? „Nei,” segir Reynir Eyjólfsson hjá lyfjaeftirlitinu. „Ofthefur þaö verið rætt að taka upp fram- leiðslu P-pillunnar hér á landi, en viss tæknileg vandamál hafa staðið i veginum. Lyfið er vanda- samt i framleiöslu og þó hægt sé að leysa þann vanda þá er hætta á þvi að framleiðsla lyfsins gæti haft áhrif á það fólk sem vinnur við gerð þess. Lyfið er hormóna- fullt og gæti haft skaöleg áhrif á fólk sem vinnur við framleiðslu þess. Þetta eru nú aðalastæöur þess aö P-pillan er ekki framleidd hér á landi.” Ekki lyf og áfengi saman Reynir bætti við nokkrum um- gengisreglum varðandi lyfin. Þau skal geyma i læstum skáp til að börn geti ekki náö til þeirra. Þá skal ekki geyma lyfin of lengi, þar sem sum þeirra fyrnast. Ekki skal lána lyf til vina og kunningja eftir hentugleika þvi lyf skal öllu jöfnu taka eftir læknisráði. Þá mun rétt aö taka ekki lyf á fast- andi maga. Auk þess sagöi Reyn- ir aðspurður, að áfengi og lyf færu ekki vel saman. Hætta væri á vlxlverkunum I þátt átt, aö ann- aöhvort magnaði áfengiö lyfið upp eöa öfugt. Að lokum var Reynir Eyjólfs- son spurður hvort áhrif lyfja væru eins mögnuð og ýmsir héldu. „Þaö er erfitt aö greina á milli þeirra áhrifa sem fólk býst viö að fá af inntöku lyfja og aftur þau áhrif sem lyfin sjálf óneitanlega framkalla.” -GAS VEITINGAHUSIO I Mílu' l,j ti »ÍOO Bo>ð*p«nl«r»i l,« ki ' b OO SIMI86220 ohnu' »»ll til '«6tl»l| liílflinum bO'ðui* hl ?0 30 'Matur framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir frá kl. 16.00 StMI 86220 Askiijum okkur rétt til að ráðstafa fráteknum borðum eftir ki. 20.30 Hljómsveitin Glæsir og diskótek í kvöid, iaugardags- og sunnudagskvöid Opið föstudags- og iaugardags- kvöld til kl. 3.. Sparikiæðnaður HP-mynd: Friöþjófur

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.