Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 16. nóvember 1979 —he/garpásturinn.. PENNA DRÆTTIR Hannes Pétursson: Kvæöa- fylgsni. Um skáldskap eftir Jón- as Hallgrimsson. löunn — Rvik — 1979. 256 bls. Fyrir fimmtán árum kom Ut hjá Menningarsjóði ævisaga Steingrims Thorsteinssonar skálds rituð af Hannesi Péturs- syni skáldi. Þótt þessi bók sé vissulega ein ágætust skálda- ævi sem skrifuö hefur verið ný- lega hérlendis var ekki laust við aösumirunnendurHannesar og ljóöa hans sæju dálitið eftir skáldi sinu inn á brautir smá- smyglinnar og filólógiunnar. Þvi það er nú einu sinni svo að störf við að kanna annarra manna skáldskap og lifshlaup und ritskýringa og fræði- mennsku sem löngum hefur verið kölluð upp á útlensku filó- lógia. Oftlega hefur hún getað leitt okkur til nýrri og betri skilnings á einstökum þáttum i skáldskapog öðrum hugverkum mannanna. Ég er aðeins að segja að ég sjái eftir skáldinu Hannesi Péturssyni ef þaö turn- ast allt i einu i filólóginn Hann- es Pétursson. Bókinum Jónas Hallgrimsson bendir einmitt i þá átt. Þetta er safn ritgerða, tólf talsins, um einstök ljóð Jónasar. Allar sýn- ist mér ritgerðirnar vel og nostursamlega unnar frá sjónarmiði bókmenntaf ræð- [<\ÆEAFYL3SN] Bókmenntir eftir Heimi Pálsson virðast ekki orka sérlega hvetj- andi á eigin sköpunarþrá og geturannsöknarmannsins. Má i þessu sambandi minnnast Nordals sem einu sinni var eitt- hvert efnilegasta ungskáld þjóðar sinnar. Bæði Jón Helgason og Einar Ólafur Sveinsson hafa látið frá sér fara ágæta hluti i nafni Braga gamla, en fjarska liggur þó litið eftir þá i þeirri veru sé borið saman viö þann tima sem þeir hafa varið til að skoða skáld- skap annarra. Með þessu er ég i sjálfu sér ekki að gera litið úr þeirri teg- innar fyrmefndu. Allar heföu þær sómt sér vel i Skirni eöa af- mælisritum. Enlheild bæta þær litlu við þá mynd sem viö eigum af listaskáldinu góða. Þær gera miklu fremur að auka fáeinum pennadráttum i teikninguna. Þaö yrði of langt mál að fara hér út I umræöur um hver ja ein- staka grein Kvæðafylgsna. Fá- einna skal þó getiö. Þótt Hannes haldi sig aö jafn- aði mjög á jöröinni I skýringum sinum hendir samt að hann gengur fulllangt út á isinn hála. Dæmi þess þykist ég finna i greininni Linur i Óhræsinu. Þar er glimt við að skýra „gesta- gluggann” eða „gluggann gesta” sem oft hefur reyndar verið til umræðu. Þótt skýring Hannesar á þessu oröi, sú að gestagluggi hafi veriö glugginn sem gestir guðuðu á, sé að mörgu álitleg sýnist mér rökstuöningurinn býsna ó- traustur. Þar styðst Hannes við sögn úr Reykjadal norður um að atburöurinn sem um er kveðið hafi átt sér stað i heiðakotinu Láfsgerði. Þessi sögn er vel kunn norður þar, og barni var mér kennd hún þegar ég átti að læra Ohræsiö. Þarna var Jónas eitt sinn á ferð og þá hefur hon- um ugglaust verið sögö sagan. Og nú vill svo skrýtilega til að varöveitt er eitt einasta dæmi um oröiö gestagluggi i þeirri merkingu eöa svipaöri og Hann- es vill hafa hér. Þetta dæmi er úr talmáli og fengiö frá Krauna- stöðum i Aðaldal einmitt i ná- grenniLáfsgerðis. Þarna gripur Hannes Hannesfeginn viö og setur fram þá kenningu að einmitt á þess- um slóöum hafi Jónas lærtorðið gestagluggi þegar hann var á ferð og honum var sögð sagan um rjúpuna og gæðakonuna góðu. — Nú reisi ég dálitið burst. Mér er nefnilega engan veginn ljóst að þetta þurfi að vera á þennan veginn. Má ekki nákvæmlega eins hugsa sér að þeir Kraunastaðamenn hafi hent orðið á lofti úr kvæöi Jón- asar og þótt vel til fundið að setja slikt nafn á glugga á húsi sinu? Sá gluggi sem um ræðir var einmitt mjög sérkennilegur og þá tilvaliö að gefa honum skáldlegt heiti. Greinin um aldur Ferðaloka er afar vandlega unnin og sýnist taka af öll þau litlu tvimæli sem áöur voru á. Reyndar hélt ég allir sem vildu hafa það heldur er sannara reyndist væru á einu máli um aldur þessa kvæðis og teldu þar meö ástæðulaust aö glepjastafgoösögninnium unga skáldiösem ekki fékk að eiga þá sem hann unni. En sem ég hafði nýlesið grein Hannesar heyröi ég viðtal við Bolla prest i Laufási I Morgunpósti. Og viti menn,segir ekki klerkur óhikaö að eins og allir viti hafi Jónas ort kvæðið Ferðalok I feröinni noröur að Laufási með séra Gunnari og Þóru dóttur hans. Sjái Bolli Gústafsson þessar lin- ur er hann eindregið hvattur til að lesa grein Hannesar um þetta efni. Þar getur hann orðið margs visari. Skemmtilegar þykir mér vangaveltur Hannesar um bindindisfélögin, Einbúa og Helviti. En tæpast get ég tekið þær ööruvisi en sem vangavelt- ur og tilgátur. Þvi stundum er filógian góða fjarska ódrjúg til sönnunar. Eins og vænta mátti er öll bók Hannesar hin læsilegasta enda skrifar þar skáld af umhyggju og ástúð um annað skáld. Stund- um fáum við lika skáldlegar skýringar — eins og á hrafn- tinnuþökunum i Gunnarshólma — og þá þykir mér Hannes bestur. Vilji menn kanna og skilja kveðskap Jónasar munu þeir eftirleiöis ekki geta leitt hjá sér Kvæðafylgsni. Á borðum slikra hlýtur þetta aö verða sjálfsögð bók. Við skáldskaparnafn Hannesar sjálfs bæta þau hins vegar engu. Þau eru aðeins nýr vitnisburöur um vönduð vinnu- brögð. Og ég get ekki stillt mig um að ljúka þessum pistli meö ósk um að viö fáum i framtið- inni fremur aö njóta skáldgáfu Hannesar en stafkrókafræö- anna. Af notinvirkum fræði- mönnum eigum við nóg. En góð skáld vantar okkur alltaf. Ská/d eða hagyrðingur Þórarinn Eldjárn: Erindi. Iðunn — Rvik — 1979. 68 sfður. Bókarauki: Ofskýringar. Fá eða engin ungskáld hafa átt viölika vinsældum að fagna meðal lesenda og Þórarinn Eldjárn. Fyrsta ljóðabók hans, Kvæði, hefur þegar verið prent- uö fjórum sinnum. Rimur hans um kappann Disney vöktu veröskuldaöa athygli. Sem þýðandi hefur hann lika verið rómaöur. Nú sendir Þórarinn frá sér nýjaljóðabókogkallar ...erindi. Er þar skemmst frá að segja að mér sýnist sú bók hafa alla sömu kosti — og sömu ókosti og fyrri bækur hans. Ókostirnir eru svolitið kyndugir og einskonar bókmenntaleg þverstæöa. Þór- arinn er leiftrandi hagorður maður. Honum viröist geta orö- iö allt að rimi. En einmitt hag- mælskan getur oröiö skáld- skapnum skeinuhætt: Orðin faraaöyrkja sjálf, taka einfald- lega alla stjórn af höfundi sin- um, raða sér saman I eitthvaö sem i besta falli verður skemmtileg vitleysa. þegar verst tekst til leiöinlegt rim. Sanngirninnar vegna skal ég nefna dæmi svo menn geti deilt um: Fyrsta kvæði bókarinnar heitir Bifogfjallar um feröalag Guömundar mállausa á mótorhjóli fram Eyjafjörö. Kvæöið Teikfjallar um ferðalag höfundar sjálfs aftan I bil og oröin kaffæra hugmyndina um að manneskjan frjósiföst aftan i tækninni. 1 kvæðinu Rósa á heimleið hlaðast upp orð og mynda óralangan inngang að niðurstöðu sem lesandinn er oröinn leiður á að biöa eftir. Thomsenskvæði er enn sama marki brennt. Allt eru þetta söguljóö, þar sem sagan yrkir sig sjálf og annað týnist. Svo eru skemmtileg vitleysisljóð eins og Krisuvikurdraumar eöa Aðfaradagur þar sem rimiö sjálft tekur stjórnina. Og þannig treysti ég mér reyndarað halda fram dágóða stund. En svo koma kostirnir og þeir eru ekki siðri! Þeir liggja i kvæðum þar sem Þórarni tekst aövinna vandlega úr hugmynd- um, bregöa upp nýstárlegum skilningi og vekja til hugsunar. Þarna má aftur nefna dæmi: Nóbelskvæði er aö visu ekki alveg laust við málalengingar, en geymir þó hvort tveggja skarpa hugsun — og hug- myndariktrim. Þarert.d. þessi glymjandi visa um iðrun Nóbels, þegar hann sá hvert stefndi: „En fáum árum fyrir andlát sitt / fékk hann alveg heiftarlegan móral. / I örvæntingu æpti hann þetta og hitt / efnivið i mikinn harma- kóral.” Þórarinn Kemur hann? heitir kvæði sem gerir óhugnanlega samlik- ingu á dansinum i Hruna og nútlöardansi. Beðiö ereftir Jóni (væntanlega Travolta) á nýju nábrókunum sinum, meðan „nýjustu dansarnir duna / á diskótekinu I Hruna.” Persónulega þykir mér mest varið i Arafræði, stutt söguljóð um Islendingabók, þar sem kenning Ara um hið sannara birtist allt i einu með nýstár- legri viðbót sem kannski var þarnaalltaf: ,,— þaö sem sann- ara reynist þaö höfum við heldur / ef hvorugt er satt.” Þetta finnst mér skemmtilegt dæmi um skarpskyggni sem er oft fátið i ljóðum skálda okkar. Enn mætti geta Kvæðis um Rósu og Nikuiás Þórð eða Gáið á hófana systurþar sem kveðið er tilbrigöi við sagnirnar um nykurinn og þær settar i nútimasamhengi. Þarna nýtur rimleikni Þórarins sin mjög vel en án þessaðkæfa skáldskapinn og þann óhugnað sem hann vill koma á framfæri. Fleiri kvæði mætti nefna t.d. er gaman að endurminningu safnvarðarsonarins um hermenn varnarliösins sem koma að skoða „minjasafn um þjóð”. Og oröaleikurinn er næsta glúrinn i smákvæöi sem mig langar aö nota til að slá botninn i þetta um leiö og ég hvetalla ljóðvini (ogaðra) til að skemmta sér (og öðrum) við kveðskap Þórarins, en bið hann sjálfan að stunda meiri sjálfs- gagnrýni i framtlðinni. Kvæöið heitir Kartöfiumóðir. „Ég er kartöflumóðir sem þraukaði i Þykkvabænum / og þjónaði bændum. — Dóttir min gullauga fetar i fótspor min. — Mella, segja yngri dæturnar / sem eru rauöar islenskar.” HP TILBRIGÐI V/Ð BUXNAKLAUF OG BRJÓSTAHALDARA Austurbæjarbió. Brandarar á færibandi (Can I Do It Tiil I Need Glasses?) Bandarlsk. Argerð: 1977. Handrit: Mike Callie og Mike Price. Leik- stjóri: I. Robert Levy. Aðaihlut- verk: Mýgrútur af aukaleikur- Bandarikjamenn virðast hafa tekið miklu ástfóstri við syrpu- eða reviuform i gerð kyniifs- skops og satira af ýmsu tagi. Flestir muna eftir Imbakassan- um (The Groove Tube) sem varð fyrsta myndin af þeirri tegund hingað til lands og e r enn örugglega sú besta. A eftir hafa fylgt Kentucky Fried Movie (endursýnd i Laugarásbiói ný- verið), Tunnelvision (sýnd skamma hrið I Regnboganum fyrir nokkrum vikum) og núna Can I Do It Till I Need Glasses? 1 Austurbæjarbiói. Þrjár fyrr- nefndu myndirnar notuðu þetta reviuform til að senda háöuleg tundurskeyti á alls kyns átrúnaðargoð nútimans, eins og sjónvarpiö, kvikmyndirnar, auglýsingaiönaðinn, stjórn- málaiðnaöinn og annað slikt. Þær höfðu sumsé dálitinn, — en misjafnlega mikinn — satirskan metnað bak viö æringjaháttinn. Myndin í Austurbæjarbiói hefur ekkert slikt áhugamál. Hún lætur sér nægja aö setja samanhraðfleyga röö af skrýtl- un sem flestallar gerast neðan viö beltisstað. Allar myndirnar sem hér hafa veriö nefndar hafa gantast meö kynlifssiðferöi og fordóma, boð og bönn varðandi buxnaklaufar og brjósthaldara. Þetta er afturámóti aöalefni þessarar myndar eins og ráða má af gömlu grýlunni sem fram kemur i amerisku heiti hennar. Reyndar munu sömu höfundar hafa gertaöra samskonar mynd á undan þessari og hét hún If He Doesn’tStop Will He Go Blind? eöa eitthvaö I þá áttina. Þessir menn eru engir snill- ingar. En ég skal fúslega viður- kenna, aö ég skemmti mér al- veg prýöilega oft á tiðum af þessu gamni.Brandararnir eru vitaskuld mishnyttnir og leikararnir mishittnir en engu að siður: Dágóð afþreying. Aberandi bestur er leikarinn sem leikur nágungann sem ger- ir þaö i strætó sem ekki má gera i strætó og spyr svo sessunaut sinn á eftir hvort honum sé sama þótt hann kveiki sér I sigarettu! Þessi leikari ætti skilið að fá fleiri tækifæri. -AÞ Vinsam/eg ábending örlaganóttin (Silent Night, Bloody Night). Bandarisk. Argerð 1972. Handrit: Theodore Gershuny, Ira Teller og Jeffrey Konvitz. Leikendur: Patrick O’Neal, James Patterson og John Carradine. Leikstjóri: Theodore Gershuny. Borgarbióið heitir yngsta kvikmyndahúsiö á höfuöborgar svæðinu. Þaö er staösett i húsi Útvegsbankans við Smiðjuveg 1 Kópavogi, eiginlega mitt á milli austurhluta Kópavogs og Breið- holtshverfisins. Hús þetta er tiltölulega smekklegt hvað um.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.