Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 7
7 -he/garpOSfurinrL- Föstudagur 16. nóvember 1979 STIKLAÐ í JÓLABÓKAFLÓÐINU Verkfalliö hófst 1. desember eins og til var stofnaö. Strax á þess fyrsta degi lögöu tiu þiisund verkamenn niöur vinnu, verk- smiöjur og strætisvagnar stöövuöust, mjólkurbúöum og veitingahúsum var lok- aö og fljótlega einkenndist verkfalliö af stöövun mjólkurflutninga til borgarinnar ogaf sölubanni á bensini. Þann 3. desem- berhættu togarar veiöum þar sem frysti- húsin voru þá yfirfull og eftir þaö harön- aði deilan meö degi hverjum. Verkfallsvörslur voru skipulagðar frá fyrsta degi og höföu verkfallsveröir aöal- bækistöövar i kjallara Alþýöuhússins. 1 þeim hiisakynnum máttiheitaaö húsfyllir væri alla daga, enda hvildi framkvæmd verkfallsins að stærstum hluta á herðum Dagsbrúnarmanna sem stóðu á veröi um alla borg og úti á þjóðvegum nótt sem nýt- an dag. A stjórnarfundum Dagsbrúnar, sem haldnir voru daglega var mörgu aö sinna i senn, þar á meöal ótal undanþágu- beiönum vegna vöruflutninga i búöir, bensinskömmtunar og alls konar vanda sem aðsteðjandi var alla verkfallsdag- ana. FlUIlt SUIWAN FYR/R SUNNAN eftir Tryggva Emilsson Ein bensinafgreiöslustöö var opin til af- greiöslu hvern dag. Bensin fengu þar, samkvæmt stimpluöum miöa frá Dags- brún, sjúkrahús og skyldar stöövar, læknar og verkfallsveröir, aörir ei. Sjötta desember var útifundur haldinn á Lækjartorgi til aö skýra deilumálin fyrir almenningi og til aö leita stuönings borgarbúa. Fundurinn var fjölmennur og undirtektir allar mjög jákvæöar og veittu verkfallsmönnum þann styrk sem eftir var leitaö. Þann dag höföu 15 þúsund manns lagt niöur vinnu. Slöan voru svo til daglegir fundir i félögunum og i Fulltrúa- ráöinu og 9. desember var stofnuö sam- eiginleg verkfallsnefnd meö fulltrúum ailra félaganna sem aö deilunni stóöu. 11. desemberhélt Dagsbrún enn félags- fund og var þar meöal annars rætt um út- hlutun úr verkfallssjóöi, aö leita fjár- stuönings til eflingar þeim sjóöi og aö snúa sér formlega til Alþjóöasambands verklýösfélaganna í þeim sama tilgangi. Allt bar þetta tilætlaöan árangur og voru undirtektir jákvæöar. Á þessum fundi var og rætt um samúöarverkfall hjá frysti- húsum og aö þau yröu stöövuö i siöasta lagi þann 19. desember ef þá stæöi enn viö sama. Frystihúsin voru viökvæmust allra vinnustaöa vegna þeirra verömæta sem þar voru i veöi ef vélarnar hættu aö snú- ast, og þvi var gripiö til þessráös i siöustu lög. Þaö var neyöarráöstöfun verkfalls- manna, en fátæktin og neyðin knúöi fast aö huröum þeirra heimila sem höföu oröiö aö þola atvinnuleysi og launaskerö- ingar valdboöanna. Fréttin um þá ákvöröun aö stööva fyrstihúsin varö þess valdandi aö rikisstjórnin, sem i flestum tilfellum kom fram sem fjandi alþýbunn- ar og handbendi atvinnurekenda i vinnu- deilum, tilkynnti aö samningaviöræöum væri slitiö I bili, og var þaö herbragö upp- hugsaö I þeim fróma tilgangi aö hræöa verkamenn til hlýöni viö valdiö. Verkamenn voru þó ekki uppnæmir fyrir slikum tilkynningum og höföu áöur heyrt þjóta i þeim skjánum. Einhver ótti haföi þar á móti gripiö um sig á heimili rikisstjórnarinnar og því sprungu þeir á sinum eigin tilskipunum og samningaviö- ræöur hófust að nýju. 1 þessu verkfalli var erfiöast aö stööva mjólkina, og þá sáu menn aö mjólkin var sú nauöþurft sem enginn gat án veriö, aö mjólkin var heilsulind þjóöarinnar sem ekki mátti stööva. Þessu virtust bændur þá ekki hafa áttaö sig á og þvi snerust þeir öndveröir gegn verkafólki i deilunni og studdu af öllum mætti viö bak Vinnuveit- endasambandsins, kannski voru þaö aö- eins stórbændurnir sem réöu. 1 upphafi verkfallsins tókst samkomulag um aö Mjólkursamsalan tæki á móti mjólk sem ætlu var börnum og barnshafandi konum, auk sjúkrahúsa. 1 upphafi deilunnar og alla þá daga reyndu bændur og nokkrir borgarbúar aö smygla mjólk til borgarinnar I trássi viö verkfallsrétt verklýösfélaganna og I trássi viö landslög og þvi notuöu svarta- markaösbraskarar sér ástandiö og geröu margar tilraunir til aö selja mjólk á upp- sprengdu veröi. 1 Landssmiöjunni var sett upp mjólkursala á ekkert tiltakanlega þrifalegum staö, og var sagt aö kaupfé- lagsbill frá Fitjakoti á Kjalamesi væri notaöur til þeirra flutninga á nóttum. Þessi mjólkursala var fljótlega hindruö af verkfallsvöröum og bilnum snúiö inn I Mjókurstöö, sem daglega tók á móti ákveönu magni mjólkur. Lengi gátu þó einhver jir m jólkursmyglarar laumast fram hjá verkfallsvöröum I skjóli skammdegisnæturinnar, fóru þeir menn engar alfaraleiöir og siöan var mjólkin seld á svörtum markaöi. Einn slikur braskari setti upp mjólkursölu I þröngu eldhúsi i Fossvoginum. Sá var staöinn aö verki og þvingaöur til aö keyra fyrst ofan á lögreglustöö og siö- an i Samsöluna. Einn sem hugöist veröa rikur á mjólkinni hóf mjólkurúthlutun á klósetti og seldi á 4 krónur literinn. Þaö sagöi mér verkfallsvöröur sem þar kom aö og varö vitni aö þeirri mjólkurmeöferö aö maöurinn heföi þrá- ast viö aö opna klósettiö fyrir verkfalls- mönnum ogsetiö lengi dags einn meö sinn brúsa þar inni, gafst þó upp aö lokum og keyröi sina mjólk inn i Samsölu, og þang- að var öllum svartamarkaösbröskurum visaö. Einn var nefndur Bjarni I Túni. Hann hóf m jólkursölu i þvottahúsi og seldi á 5 krónur literinn. Af þessu gengu margar sögur, og var meö ólikindum hvaö menn lögðu á sig fyrir svo óvissa gróöaleiö. Allan timann sem verkfalliö stóö voru fastir verkfallsveröir á 22 stööum i borg inni auk þeirra sem fóru reglulegar njósnaferöir og þá sérstaklega á nóttum, og enner þessaö geta aöfólkum alla borg var vel á veröi og geröi aövart ef vart varö verkfallsbrota. Föst verkfallsvarsla var viö Hólmsá, I Smálöndum, hjá Elliöa- vatni og i nánd viö Vifilsstaöi. Bilar, sem voru á leiö i borgina, voru stöövaöir og leitaö i þéim aö bannvöru og tóku flestir þvi vel, ekki allir. Einn vegfarandi varö svo reiöur aö hann reyndi aö hrækja á menn og viöhaföi gróft oröbragö. Skoöaö var i hans bil eins og annarra og fannst þar ekkert grunsamlegt. Fleiri skapmenn voru oröillir en ekki kom til handalög- máls. Langmest bar á bensinsmygli og voru allmargir menn staönir aö þvi aö flytja bensfn á tunnum á bilpöllum og var öllu sliku komiö i vörslu lögreglunnar, þar sem ólöglegt var aö geyma bensin nema undir þeirra vernd. Margir voru meö ben- sinbrúsa I fólksbilum og jafnvel var þeim tylltneöan á bilinn. Einn bóndinn var meö bensinbrúsa i skottinu og auk þess nokkur kjötlæri reykt og gat ekki til þess hugsaö aö vinir hans og vandamenn syltu vegna kommanna. Hvatirnar voru margvisleg- ar. Einn nágranni minn I Blesugróf sótti bensln austur yfir fjall á heljarmiklum vörubil og fór beinustu leiö yfir Heiömörk til stórtjóns fyrir gróöur þar. Hann komstheim meö farminn og var tekinn til viö aö velta tunnunum af um morguninn þegar verkfallsveröir komu þar aö. Ærö- ist þá þessibllstjóri um stund og reyndi aö velta á mennina.ekkihlaust þó slys af. Aö sjálfsögöu var maöur þessi brotlegur viö landslög og lögreglan tók bensiniö i vörslu, en sakamaöurinn var ekki sak- felldur svo vitaö væri. Alvarlegasta tilfelliö af þessu tagi var þegar nokkrir ihaldsbilstjórar af Hreyfii, Borgarbilastöö og Landleiöum hugöust brjóta verkfalliöá bakafturog söfnuðu aö sér 100 manna slagsmálaliöi til aö berja á verkfallsmönnum. Þessir þjónar verk- lýösandstööunnar stormuöu á allmörgum fólksbilum og tveimur langferöabilum, hiöönum af hvitliöum. Fremst I bilalest- inni var trukkur einn mikill sem sagt var aöþessir mennheföu keypt af hernum til herhlaupsins. Einhvers staöar austan Hólmsár komu bændur úr Gnúpverja- hreppi til móts viö bilalestina meö hlaöna bila af bensini og mjólk og hófst þar um- hleöslan. Verkfallsveröir uröu varir viö upphlaupiö og geröu lögreglunni I Reykjavik viövart, og skal þaö sagt lög- reglunni til hróssaö þeir brugöu skjótt viö ogstöövuöu lögbrotin. Siöan var mjólkin flutt i Samsöluna, hvaö sem viö hana var gert þar. Lögreglan tók bensiniö I sina vörslu og var þaö geymt undir berum himni hjá Hálogalandi og haldinn um þaö vörður.Sennilega hafa bilstjórarnir oröiö aö borga brúsann og þvi hefir þessi ferö oröiö þeim dýr, en kannski hefir þeim sviöiö sárast aö ekki var slagsmálaliöinu viö komiö. Mikil og almenn reiöi greip um sig meöal almennings þegar fréttist af aö- för bilstjóranna, o g þó v itaö vær i aö þarna voru aöeins örfáir menn aö verki þótti hart á bariö aö menn úr vinnustéttum skyldu láta hafa sig til slikra óhæfuverka gegn félögum sinum. Heildsalar töldu sig eiga um sárt aö binda vegna verkfallsins þar sem Dags- brúnarmenn I þeirra þjónustu höföu lagt niöur vinnuog þvi alls engum vörum keyrt i verslanir, auk þess sem höfnin var auö og tóm. Margir þessara manna reyndu verkfallsbrot og áttu þó ekki hægt um vik þar sem varslan var vel á veröi og út- keyrslur hindraöar. Sá atburöur varö þann 16. desember aö einhver starfsmaður Sláturfélagsins hlóö bil fyrirtækisins vörum innan dyra og hugðist sleppa i skjóli nætur út á götu. Einn verkfallsvöröur var þarna á rjátli i næturkuldanum og vildi stööva útkeysl- una, og skipti þá engum togum aö bil- stjórinn steig bensiniö i botn og stefndi á manninn þar sem hann stóö fyrir bilnum á miöri götu. Um leiö hrópaöi bilstjórinn út um opna rúöu: „Núskalég drepa þig,” og endurtók þetta hvaö eftir annaö. Varö- maðurinn náöi taki á högghlif bilsins og gat skoröaö sig þar. Bilstjórinn, sem þarna hótaöimanndrápi hvaö eftir annaö, geröi ýmist, aö hann keyröi á fullu áfram eöa aftur á bak og snarhemlaði i milli. I tæka tiö komu fleiri menn þarna aö og stukku á bflstjórann og gátu stöövaö akst- urinn. Var bilstjórinn þá svo trylltur aö hann froðufelldi og hefir sennilega misst stjórn á sér meö öllu um stund. Var hann siöan látinn keyra bilinn 1 hús og settur margfaldur vöröurum húsiö. Sá sem varö fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var alblóöugur á höndum og marinn á nokkrum stöðum; ekkert af hans sárum voru þó alvarleg, en þarna munaöi mjóu aö ekki færi verr. Sagt var aö þaö hefði veriö af einskærri húsbónda- hollustu sem sá sem æröist reyndi út- keyrsluna, og vissulega var hans hús- bóndi leiddur i allan sannleika um mál þetta. A þessum dögum kom hótun frá her- námsliöinu á Keflavikurflugvelli um aö þeir mundu skipa upp vörum i skjóli her- manna og vopna, og var frá þessu sagt á Dagsbrúnarfundi 17. desember og voru menn þess albúnir að bregöast hart viö. Máliö kom fyrir rikisstjómina sem I fyrstu baö herinn um frest, en herti sig siöan upp og sendi hernum neitunarbréf. Varöþviekkert af þeim ásetningi aöbeita verkfallsmenn hervaldi, en hótunin sýndi að vilji var fyrir hendi. Ýms mál komu upp sem jafnvel fóru fyrir dómstóla: Dagsbrún stefndi, Morgunblaöinu fyrir álygar um aö verk- fallsveröir heföu hellt niöur mjólk, og voru Dagsbrúnarmenn dæmdir saklausir af þeim áburöi. Þann sama dag, 16. des- ember, var Dagsbrún dæmd sýkn saka fyrir félagsdómi vegna vinnustöövunar á Aburöarverksmiöjunni sem eigendur þar töldu aö ekki heföi veriö tilkynnt I tæka tiö. Þaö var svo sannarlega reynt aö koma svörtum bletti á verkamannafélag- iö Dagsbrún i þessari deilu, en þaö tókst engum. ,,Skrifa svo lengi sem heilsan leyfir" ,,Nei, nei blessaöur vertu, ég bjóst aldrei viö þessum góöu viötökum sem bækur minar hafa fengiö. En þaö gladdi mig mjög þegar i ljós kom aö bókun- um var vel tekiö og þaö hvatti mig til aö halda áfram á sömu braut.” Þaö var Tryggvi Emils- son, skáld og fyrrum verkamaö- ur, nú 77 ára gamall, sem mælti þessi orö er hann var spuröur hvort hann hafi búist viö hinum góöu dómum sem felldir voru yfir bókum hans „Fátækt fólk” og „Baráttan um brauöiö”. Nú er aö koma út þriöja bindiö i ævisögu Tryggva og nefnist þaö „Fyrir sunnan”. Er einmitt birtur stuttur kafli úr þeirri bók hér aö ofan. Fyrri bækur Tryggva hafa veriö minninga- bækur og fjallaö um lifsbarátt- una fyrir noröan eins og hún var er hann liföi þar og starfaöi. Eins og flestum mun kunnugt vöktu bækur hans mikla athygli og þóttu lýsa á raunsæján hátt Tryggvi: „Veröur kannski ekki vinnubjart hjá mér öllu lengur...” erfiðri lifsbaráttu alþýöunnar. Nýja bókin fjallar um viöburöi er gerðust er Tryggvi var flutt- ur til Reykjavlkur. Spannar „Fyrir sunnan” árin frá 1947 til 1955 og er þar á meöal lýst tveimur vinnudeilum er uröu „Þessi nýja bók er eiginlega beint framhald af hinum fyrri,” sagöi Tryggvi viö Helgarpóst- inn. „Ég stóö framarlega I verkalýösbaráttunni á þessum árum og var meöal annars i stjórn Dagsbrúnar i 20 ár. Þar af leiöandi tók ég virkan þátt I þeim vinnudeiium er áttu sér staö á þessum árum og lýsi þeim allrækilega.” Tryggvi sagöist vinna þessar bækur sinar upp úr smákomp- um sem hann heföi skrifaö i þegar atburðirnir áttu sér staö — „eins konar dagbækur”, eins og hann oröaöi það. „Hins vegar varö ég lika aö fletta upp i ýms- um heimildum öðrum til aö trýggja aö rétt væri fariö meö. Lá á bókasöfnum lengi yfir simuddum i þvi sambandi.” — Hvaö ertu aö fást viö núna? „Ég er ennþá i minningunum og er meö I höndunum visi aö nýrri bók. Er kominn nokkuö vel á veg, og vonast til aö geta lokið henni. Hins vegar er ég oröinn gamall maöur og þaö veröur kannski ekki vinnubjart hjá mér öllu lengur. En ég skrifa svo lengi sem heilsan leyfir.” Aö lokum sagöi Tryggvi Emilsson: „Ég veiktist af kransæöastiflu áriö 1970 og varö af þeim sökum aö hætta likam- lega erfiöri vinnu. Þaö varö aftur til þess aö ég hóf skriftir. Þaö má eiginlega segja aö þessi veikindi hafi orsakaö þaö aö ég fór aö skrifa bækur, annars heföi varla oröiö af þvl.” —GAS. RAFKRAFT HF. Raflagnir Raftækjaviðgerðir Dyrasimaviðgerðir og uppsetningar Rafkraft hf. Alhliða rafverktakaþjónusta Grensásvegi 5 — sími 81750 Frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla Ármúlaskóli Umsóknarfrestur um skólavist á vorönn 1980 er til 5. desember 1979. Upplýsingar eru veittar og tekið á móti umsóknum á skrifstofu skólans, simi 31200. Skólastjórn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.