Helgarpósturinn - 23.11.1979, Qupperneq 3
—helgarpásturinn- Föstudagur 23. nóvember 1979
3
ferð. Maöur sem Helgarpósturinn
hafði tal af sagði frá þvi, að möðir
hans hefði þjáðst af þunglyndi.
Hún heföi fengið nokkur raflost og
hresst við i nokkurn tíma, en þá
hefði allt sótt i sama farið á nýjan
leik. Hefði hún þá farið i lyfjakúr
en það ekki gagnað. Þá var gripið
til þess ráðs aö setja konuna —
sem var einnig líkamlega las-
burða og öldruö orðin — í raflosts-
meðferð. Sagði þessi maður, að
innan skamms hefði móðir sin
látistog kenndi hann raflostunum
um.enda þótt ekkert gæti hann
sannað.
Aður voru sjúklingum ekki
gefin vöðvaslakandi lyf áður en
raflosti var beitt. Það gerði það
að verkum, að þeir fengu
krampaflog mikil þegar
straumnum var skelltá. Þótti það
ófögur sjón, að sjá fólk engjast i
krampaflogi með straumgjöf —
ekki sist þegar hönd læknis setti
strauminn á með þessum afleið-
ingum. Voru þess dæmi að menn
hefðu vöðvaslitið sig og beinbrot-
ið i krampakastinu.
t dag er þessu öðruvisi farið.
Eins og fyrr segir eru sjúklingar
svæfðir af svæfingarlækni og
þeim gefin vöðvaslakandi lyf.
Þegar straumnum er hleypt á
kreppast fingur og tær sjúkhngs-
ins. Ef það gerist hins vegar ekki
þarf að hleypa á straum á nýjan
leik. „Það ær leitast við að sjá
svörun hjá sjúlkingum ” sagði
Asgeir Karlsson geðlæknir.
Stundum varanlegur
árangur
Ásgeir Karlsson og Jakob
Jónasson eru sammála um að
reynslan hafi I mörgum tilvikum
sýnt allgóðan árangur eftir raf-
lostsmeðferð og i einstaka tilfell-
um hafi árangur orðið varanleg-
ur. Þeir neita þvi alfarið að
sjúklingur hafi borið nokkurn
skaða af meðferðinni utan höfuð-
verks og timabundins minnistaps
fyrst á eftir.
Það skal tekið fram að
sjúklingur eöa aðstandendur
hans verða að samþykkja raf-
lostsaðferðina áður en slík með-
ferð hefst.
Enginn veit hvaða áhrif raf-
straumurinn hefur á heilastarf-
semina. Sálfræðingur sagði
Helgarpóstinum að upphafið hafi
verið, að menn sáu að floga-
veikissjúklingar fengu ekki
kleifhugasýki. Þvi hefði verið
reynt að framkalla krampaköst
með rafmagnsstuði og athuga
árangurinn.
Helgarpósturinn spurði lækna
um raunveruleg áhrif rafmagns-
stuðsins á heilann. Ásgeir
Karlsson sagði: „Það hafa ýmsar
teoriur verið á lofti um þetta at-
riði, en menn hafa ekki getað full-
yrt neitt um það, frekar en um
það hvaöa raunverulegur læknis-
máttur liggur i mörgui» geðlyf-
um. Reynslan hefur hins vegar
sýnt að þessi aðferð hefur verið
um margt árangursrik og þess
vegna er stuðst við hana.”
„Það hefur verið nokkur
skoðanaágreiningur uppi um þessa
aðferö og almenningur óttast
hana nokkuð,” sagði Ingólfur
Sveinsson læknir. „Finnst þetta
grófar lýsingar og ómanneskju-
legar aðferðir. Þaö er rétt að að-
ferðin viröist gróf og róttæk, en
engu að siöur verður að horfast i
augu við það, að lyfjameðferö
dugar ekki i öllum tilvikum. Þá
þykir mönnum rétta:a að reyna
raflost, en að sitja með hendur i
skauti og horfa upp á fólk i
þunglyndisástandi- oft svo miklu
að það sér litt aöra leið út úr
vandamálinu en sjálfsmorö.”
Ólafur Ólafsson landlæknir
viðurkenndi að ekkert væri með
vissu vitað um það hvaða
lækningaáhrif raflostiö hefði á
sjúkling. Það lægi ekki fyrir af
hverju sjúklingurinn læknaðist af
þessari meöhöndlun. Þannig væri
það um margt annaö i læknis-
fræðinni. Fræðimenn vissu litið
meira um ýmis lyf annaö en þaö,
aö þau skiluöu árangri. Þannig
hefði enginn vitað um það hvernig
nytroglyzerln sem notað er viö
hjartasjúkdómum virkaöi fyrr en
fyrir nokkrum árum. Þó heföi lyf-
ið verið notað um langan tima.
„Hvatt til íhaldssemi"
„Það er engin læknismeðhöndl-
un hættulaus meö öllu,” sagöi
landlæknir. „Þess þekkjast meira
Borgarspltali: „Þarna fara nokkrir tugir sjúklinga I raflostsmeöferö á KleppspitalirFá rafloststilfelii og aðeins hluti lækna notar silka aðferð á
ári hverju. sjúklinga sina.
að segja dæmi, að menn hafi oröiö
mjög veikir af asperini. Hitt er
annað mál, aö menn eru meira á
varöbergi varöandi notkun á aö-
ferðum sem enginn veit raun-
veruleg áhrif af. Þannig er þaö
með raflostiö. 1 læknatimariti frá
1954 var hvatt til Ihaldssemi við-
vikjandi raflostsmeöferðinni.”
Ýmsir læknar úti I heimi hafa
tröllatrú á þessari aðferð.
Þekkjast þau dæmi að læknar
hafi látið einstaka sjúklinga fara i
50 „rafskot” á einu ári. Aðrir hins
vegar hafa kastað þessari aðferð
algjörlega frá sér.
Viðast hvar er þróunin á átt
frá „rafstuöinu”. Þó birtist ný-
lega grein i bandariska timarit-
inu Time og þar er sagt að
siðastliðna áratugi hafi raflosts-
tilfellum fækkað mjög vegna
tilkomu nýrra lyfja. Hins vegar
virtist sem svo að þessi lyf væru
ekki eins haldgóð og menn hefðu
vonað og þvi væri of snemmt að
afskrifa „rafstuöið”. Nýjustu töl-
ur i Bandaríkjunum sýna að raf-
lostslækningar virðast fara I vöxt
á nýjan leik.
Bandarikin eru mjög framar-
lega I læknavfsindum og oft
nokkrum árum á undan mörgum
löndum öörum. Hér heima virðist
þróunin enn vera öll á átt frá lost-
inu yfir i lyfjagjafir þegar um
geðlækningar er að ræða. Eöa
eins og landlæknir sagði: „Eg
reikna með þvi að raflostsaðferð-
in sé á fallandi fæti.”
eftir Gudmund Árna Stefánsson
Þú kemur bara með gamla
svart/hvíta tækið þitt — við
metum það og þú labbar út
með nýtt litsjónvarpstæki að
eigin vali, frá NORDMENDE,
ASA eða Bang & Olufsen.
Rs. Við tökum líka ónýt
svart/hvít tæki uppí
búÐin Skipholti 19