Helgarpósturinn - 23.11.1979, Page 4
NAFN: Kristján Thorlacius STARF: Formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja FÆDDUR:
17. nóvember 1917 HEIMILI: Bólstaðarhlið 17 Reykjavik HEIMILISHAGIR:Eiginkona Aðalheiður
Thorlacius og eiga þau tvö börn og fimm barnabörn TRÚMÁL: í þjóðkirkjunni og þvi mótmæh
endatrúar BIFREIÐ: Peugeot árg. 1977 ÁHUGAMÁL: Félagsstörf og fleira
Á PÓLITÍSKRI EYÐIMERKURGÖNGU
1 öllum hamaganginum I flokkapólitikinni vilja gleymast önnur mikilvæg málefni. Þar má
nefna, að samningar opinberra starfsmanna hafa veriö lausir frá áramótum og vinna BSRB-
menn nú aö kröfugerð. Þvi má búast viö hatrömmum átökum á vinnumarkaönum strax i upphafi
næsta árs.
Eftir áralanga baráttu fengu félagsmenn BSRB ^kertan verkfallsrétt. Þaö geröist þó ekki
þrautalaust. Þá hefur æviráöningargrundveili starfsmanna rikis og bæja veriö kippt burt og eru
þeir nú ráönir á svipuðum forsendum og gengur og gerist á atvinnumarkaönum. Innan BSRB eru
félagsmenn meö mjög misjafnlega há laun. Launastiginn nær yfir ekki færri en 32 þrep.
- Þaö er Kristján Thorlacius, formaöur Bandalags starfsmanna rlkis og bæja sem er I Yfir-
heyrslu Helgarpóstsins I dag.
Nú varöst þú fyrir alvarlegu
áfalli I vor þegar þú og þlnir
menn I forystu BSRB voru kol-
feildii I allsherjaratkvæöa-
greiöslu innan félagsins, þegar
deiltl var um 3% margumtöl-
uöu. Var þetta ekki beint
vantraust á þig sem formann?
„Nei, allsekki. Þarna var £ar-
iö aö réttum leikreglum í sam-
tökunum. Félagarnir tóku
ákvöröun, eins og gerist i
þjóöaratkvæðagreiöslu. Ég lit
ekki á niðurstööurnar sem
vantraust.
Nú lagöir þií og aörir
forystumenn samtakanna mikla
áherslu á aö ykkar tillaga yröi
samþykkt. Þaö varö þó ekki.
Getur þetta veriö nokkuð annaö
en beint eöa óbeint vantraust?
„Nei, þetta var hvorki beint
eöa óbeint vantraust”.
Og þúhefur ekki Ihugaö afsögn
I þessu sambandi?
„Þaö hvarflaöi aldrei aö
mér.”
Nú er mikiö talaö um aö
draga saman seglin I rikis-
búskapnum. Má ekki búast viö
þrengri hag starfsmanna rlkis-
ins I þvi framhaldi?
„Ég óttast að þaö geti oröiö
haröar árásir aö kjörum launa-
manna — jafnt opinberra
starfemanna sem annarra — ef
framfylgt veröur yfirlýsingum
sem sumir af stjórnmálaflokk-
unum hafa gefiö. Og kjara-
baráttan getur oröiö mjög hörö
á næsta ári.”
Þú óttast ekki fjöldauppsagn-
ir innan rikisgeirans?
„Okkar samtök hafa aldrei
haft viö þaö aö athuga, aö
framkvæmd væri hagræðing i
ríkisrekstrinum. Viö setjum
ekki fram kröfur um of
fjölmennt starfsliö. Hins vegar
er því ekki aö leyna, aö þaö
getur veriö mjög alvarlegt fyrir
starfsmennina og ekki siður
þjóöfélagiö, ef fækkaö er óeöli-
lega starfsmönnum i þjónustu-
greinum.”
En má ekki viöa fækka innan
rlkisapparatsins?
„Þaö tel ég aö sé óraunhæft.
Þegar stjórnmálamenn tala um
fækkun, þá held ég aö fólk hugsi
aðallega um hiö svokallaða
skrifstofubákn, en menn verða
aö gera sér grein fyrir þvi aö i
skrifstofubákninu starfar
aöeins litill hluti starfsmanna
rikis og sveitarfélaga. Lang-
fjölmennasti hópurinn starfar
við heilbr igöis- og kennslumál.”
Hvaö þá meö skrifstofubákn-
iö, sem þú ættir aö þekkja vel
eftir störf þin I stjórnarráöinu.
Má skera þar niöur?
„Þaö er matsatriöi. Annars
held ég aö starfsliö i stjórnar-
| ráöinu sé I lágmarki. Ef viö
| berum saman stofnanir sem
| hafa tekiö viö verkefnum sem
I stjórnarráðiö sinnti áöur, þá
hefur starfsmannafjöldi marg-
faldast viö slika tilfærslu
verkefna. T.d. vinna I Seöla-
bankanum tugir manna viö
störf sem fáeinir starfsmenn
fjármálaráöuneytisins unnu
áður.”
Þaö er sem sagt hvergi manni
ofaukiö innan rikiskerfisins?
„Þaö segi ég ekki. A hinn
bóginnveröum viöað notast viö
mun færri starfsmenn hlutfalls-
lega en aörar þjóðir og mörg
verkefni liöa fyrir þaö. Þaö er
þó, ekki þar meö sagt aö ekki sé
ofaukiö manni einhversstaöar.
Hvaö i'etuö þiö . af hendi I
staöinn fyrir verkfallsréttinn?
„Ekki neitt. Viö vorum aö
sækja rétt, sem aörir
þjóöfélagsþegnar eru biínir aö
hafa áratugum saman og
lögfestur var meö vinnulöggjöf-
inni 1938. Okkar samtök hafa
barist fyrir þessum rétti frá
stofnun BSRB. Viö höfum náö
áföngum i samningsréttarmál-
um 1962 og 1973 og siöan lögin
um takmarkaöan verkfallsrétt
1976. Þetta voru áfangasigrar
sem unnust eftir langa
baráttu.”
Er þaö ekki óhrekjanleg
staöreynd aö f samninga-
viöræöum er makkaö og versl-
aö, látiö af hendi og fengiö I
staöinn?
„Stundum og stundum ekki.
Það er eftir atvikum og yfirleitt
vil ég ekki kalla þaö makk.
Menn takast á I samninga-
viöræöum um viss atriöi.
Stundum náum viö fram okkar
málum,stundum veröum viö aö
gefa eftir. Þetta fer mikið eftir
aöstæöum hverju sinni”.
Nú eru bæöi há- og láglauna-
menn innan vébanda BSRB.
Hvernig getur ein og sama
forystan barist fyrir hagsmun-
um svo óllkra hópa?
„Þaö er misskilningur aö viö
höfum hálaunahópa innan okk-
ar samtaka.”
Það er engu aö sföur djiip
launagjá miili þeirrasem hæst
hafa launin og þeirra launa-
lægstu?
„Nei, þaö er ekki rétt. Launa-
stigi BSRB er 32 launaflokkar
og fyrir ofan 25. flokk eru aöeins
20 til 30 rikisstarfsmenn, og inn-
an viö 100 bæjarstarfemenn.
Þaö er þvi algjör miss kilningur
aö þaö sé um tvo mjög ólika
hópa aö ræöa. Flestir félags-
menn okkar eru fyr.ir neöan 15.
flokk.
Hver er t.d. munurinn á þfn-
um launum og þeim sem lægst
hafa launin innan BSRB?
Ég hef um það bil tvöföld
laun miöað við þann lægsta sem
kominn er meö 6 ára starfsald-
ur. Þetta er réttur samanburöur
þvi ég er enginn byrjandi i
starfi.”
Er þetta eölilegur launamun-
ur?
„Þarna komum við inn á þá
spurningu, hvort menn vilji
hafa launamun?
Vilt þú hafa launamun?
,,Ég tel aö þaö sé nauösynlegt
eins og sakir standa. Ég fullyröi
aö menn vilja ekki aö allir séu
meö sömu laun. Menn vilja allir
fáeitthvaöfyrir td?aö taka á sig
.; ábyrgö. Og hver vill vinna
ár eftir ár án þess aö fá umbun
fyrir reynslu I starfi. Hins vegar
vil ég ieggja á þaö áhershi aö
lægstu launin eru of lág. Þess
vegna viljum viö i BSRB hækka
lægstu launin og gera þau lff-
vænleg og jafna þannig kjörin.
Finnst þér sanngjarn launa-
munur aö þú sért meö tvöföld
laun á viö launalægstu
umbjóöendur þina? Ég biö um
já eöa nei svar.
„Nei,en ég var með þessi kjör
þegar ég tók viö formennsku i
BSRB. Ég veit aö enginn krefst
þess af mér aö ég berjist fyrir
þvi aö lækka min laun. Hins
vegar á aö bæta kjör þeirra sem
lægri eru — fyrir þvi höfum viö
barist og náö nokkrum
árangri”.
Nú taliö þiö BSRB-menn
gjarnan um launajöf nunar-
stefnu. Er þetta nokkuö annaö
en fint orð sem þiö flaggiö á
hátiðisdögum?
„Jú, þetta er miklu meira en
fint orö og viö höfum sýnt þaö i
verki. Við höfum haft þessa
stefnu um árabil og okkur hefur
tekist aö ná lágu laununum upp
og þó svo aö allt of margir séu
enn I lágu flokkunum, þá tókst
okkur I siöustu samningum aö
ná upp og fá tröppugang fyrir
lægst launaöa fólkiö og þaö er
nánast undantekning ef fólk er
fyrir neöan hámarkslaun i 5.
flokki. Meö þessum tröppugangi
höfum viö i reynd lyft lægstu
flokkunum og þaö er okkar
stefna aö gera launamismuninn
minni.”
En hefur hækkun lægstu launa
ekki aöeins fylgt hækkun þeirra
hærra launuöu?
„Nei, það hefur ekki haft þaö i
för meö sér i samningum
BSRB.”
En nú hafið þiö. staöiö dyggan
vörö um óbreytt visitölukerfi
sem hefur magnaö launamis-
mun. Hvernig kemur þetta heim
og saman?
„Þaö er misskilningur aö visi-
tölukerfi magni launamismun. 1
þessari veröbólgu hækkar
launamismunurinn I krónum,
en hlutfalliö helst dbreytt.”
Nú hækka laun um næstu
mánaaðamót. Launahlutfalliö
veröur þaö sama eftir þá hækk-
un, en finnst þér þaö sanngjarnt
aö þin laun hækki t.d. helmingi
meira en þeirra lægst launuöu?.
„Mér finnst kolvitlaust aö
hafa veröbólgu eins og hún er I
okkar þjóðfélagi og þetta er
afleiðing af veröbólgunni. Menn
veröa aö hafa kjark i sér til aö
móta launastefnu. Tilfinninga-
tal á þar ekki aö koma til.
Stjórnmálamenn tala hér til til-
finninga. Launafólk á aö
afþakka slíkt. Viö höfum mark-
aö ákveöna stefnu I launamál-
um og gengiö út frá ákveönu
hlutfalli milli lægstu og hæstu
launa. 1 óðaveröbólgu sem og
ööru árferöi veröa menn aö
standa á þessari stefnu, en stilla
sig um það aö spila á tilfinn-
ingar.”
Ein spurning af tilfinninga-
legum toga. Heldur þú aö þfnir
félagsmenn sem fá t.d. 50
þúsund I hækkun 1. des. n.k. séu
ánægöir og hamingjusamir i
hjarta slnu, þegar þú færö
helmingi hærri hækkun?
„Nei, þaö er ekki von. Og þaö
á aö taka á þessu meö allt
öörum hætti heldur en meö
hjartanu eins og þú segir. Og
þarna á aö marka stefnu sem
gerir þaö aö verkum aö svona
vitleysa eigi sér ekki staö.”
Þú talar um aö veröbólgan
magni þetta allt. En veröa ekki
víxlverkanir á milli veröbólgu
og visitölukerfisins?
„Jú, þarna veröa vfxlverkan-
ir, og margt annaö kemur til.
Þaö er ekki hægt að afgreiöa
veröbólguna þannig aö hún stafi
af víxlverkunum launa og vöru-
verös. Þaöer svo margt annaö
sem kemur þarna inn I. Þaö er
aö mlnu mati grundvallaratriöi
aðkoma veröbólgunni niöur. En
i óöaverbólgu er útilokaö annaö
en aö bæta mönnum það upp
meö visitölugreiöslum.”
Sem aftur eykur,
verbólguna?
„Ef visitalan yröi afnumin, þá
er launafólkiö i landinu sokkiö i
örbirgð fyrr en varir.”
Má ekki tryggja hag verka-
fólks meö öörum hættí?
„Það má ef til vill gera þaö
meö þvf aö semja aöeins til eins
eöa tveggja mánaöa i senn. Ég
hef ekki trú á aö atvinnu-
rekendur semji á 2. mánaöa
fresti.”
Er visitölukerfiö sem sagt
heilög kýr I þinum augum?
„Vísitölukerfiö er ekki heilög
kýr, en þaö er frumskilyröi aö
launin séu verötryggð og viö
höfum ekki komiö auga á aöra
leiö en þetta kerfi og meöan svo
er þá máttu kalla þetta heilaga
kú.
Núhafiöþiö haftlausa samn-
inga frá þvi i sumar, en lítiö frá
ykkur heyrst. Biöiö þiö eftir
vinveittri rikisstjórn?
„Viö höfum þegar lagt fram
meginefni kröfugeröar okkar og
leggjum hana alla fram innan
tiöac. Þvf miður eigum viö þvi
ekki aö venjast aö hafa vinveitt-
ar ríkisstjórnir i þessum skiln-
ingi. A vissan hátt eru BSRB
menn alltaf i stjórnarandstööu
sama hvaöa rikisstjórn er við
völd.”
Eigiö þiö ykkur enga óska-
: stjórn?
„Ég á ekki von á neinni rikis-
stjórn, sem taki meö einhverj-
um silkihönskum á okkar
kröfum.”
Nú varst þú framsóknar-
maöur á sinum tfma. Yfirgafstu
flokkinn vegna þessaö þú komst
þar ekki til metoröa?
„Ég sóttist aldrei eftir
metoröum i Framsóknarflokkn-
um. Gaf fyrst kost á mér I trún-
aöarstööu þar fyrir þrábeiðni
þáverandi forustumanna,
þ.á.m. formanns flokksins. Þá
var stór hópur manna sem vann
aö þvi meö verulegum árangri
um tima aö gera flokkinn aö
launamannaflokki. Þá jók hann
fylgi sitt verulega. Þegar þetta
breyttist aftur og atvinnu-
rekendur og kaupmenn fengu
mest áhrif á stefnumótun
flokksins kvaddi ég og fór. Ég
kunni einfaldlega ekki við
kaupmenn og atvinnurekendur i
Framsóknarflokknum sem
pólitlska sálufélaga og
samherja. 1 dag eru þdsundir
manna I okkar þjóöfélagi á
pólitiskri eyöimerkurgöngu. Ég
er einn af þeim. Osk min og von
er sú aö islensk stjórnmál
komist sem fyrst úr þeirri lág-
kúru sem þau nú eru i.”
eftir Guðmund Árna Stefánsson