Helgarpósturinn - 23.11.1979, Síða 6
6
Föstudagur 23. nóvember 1979
Jielgarpásturinru
Nokkrir frambjóöendur Hins flokksins viröa fyrir sér væntanlegan vinnustaö.
„Ástæöan fyrir framboöi okkar
er fyrst og fremst vantrú á gömlu
stjórnmálaflokkana og kerfi
þeirra”, svöruöu frambjóöendur
Hins flokksins fyrstu spurningu
Helgarpóstsins, ,,—þaö er svo
erfitt aö komast aö meö eitthvaö
nýtt. Og viö viljum leiörétta þann
misskilning aö framboö okkar sé
ekkert annaö en grin, heldur til-
raun til aö hræra uppi ástandinu,
— og þaö er ekkert grin”.
— Hugmyndafræöi Hins flokks-
ins?
„Já, hugmyndafræði okkar
byggist eiginlega á kenningum
Rousseus um „manninn ofar
öllu”, og aö sjálfstæður persónu-
leiki geti ekki þróast nema i
óheftu félagskerfi. Okkar kjörorð
er þvi: Leifturstrið gegn félags-
höftum. Og viö viljum niöurskurð
á lagagreinum, einkum þeim sem
hefta frelsi einstaklingsins t.d.
þessu i Lögreglusamþykktinni að
fólk megi ekki ganga um alsbert
og kela á almannafæri. Einnig
viljum viö efla möguleika fólks til
aö nota sköpunargáfuna en nú-
verandi menntakerfi viröist bein-
linis smiöaö með það fyrir augum
aö bæla hana.
En svo við vikjum aftur að
Rousseu, þá má setja upp hug-
myndafræðilega jöfnu, þar sem
setja má ýmsa hluti inn ss bjór-
inn, kannabisefni ofl. þeas sér-
hver einstaklingur ræður sér
sjálfur, og hann getur gert hvað
sem er svo framarlega hann
skaðar ekki aðra og náttúruna.
Frumvarpaþjónustan
1 sambandi við unglingavanda-
málið, þá viljum við gera fjár-
hagslega fýsilegt að reka
skemmtistaði án áfengis. Það eru
ýmis ráð til þess. Viðstyöjum alla
minnihlutahópa, aldraða, þroska-
hefta, einstæða foreldra, kúgaðar
konur osfrv. Ef við komum manni
á þing, þá er ætlunin að setja á
laggirnar fyrirtæki, frumvarpa-
þjónustu, sem myndi taka að sér
að koma málefnum á framfæri,
málefnum sem fólk hefur hug á
að nái fram að ganga, en gömlu
fiókkarnir veigra sér við að taka
fyrir”.
— Hvernig gengur ykkur
kosningabaráttan?
„Erfiðlega. Við höfum ekkert
málgagn, litinn tima og búum
hreinlega ekki að neinum
björgum. Það hefur þvi verið
hálfgerður mellubragur á þessu
hjá okkur. Við höfum þurft að
gera okkur að söluvöru, koma
með eitthvað fyndið og sniðugt til
að vekja athygli fjölmiðlanna á
okkur, en reynt svo að hnýta
alvarleikanum aftanvið. Þetta er
kannski ástæðan fyrir þvi að fólk
heldur að við séum bara að
grinast. En við viljum itreka, að
okkur er rammasta alvara.
Leiðréttingar
Við viljum vekja athygli á
villandi fréttaflutningi. Það hefur
komiö fram i fjölmiðlum I sam-
bandi við forsetakosningarnar i
Bandarikjunum, að baráttan
standi milli Carters OG
Kennedys. Það má vel vera að
svo sé, en þvi er bara oftast
bætt aftanvið að frambjóðandi
HINS flokksins eigi litla sem enga
möguleika. Við sendum þvi bréf
til Rikisútvarpsins, þar sem þessi
fréttaflutningur er leiðréttur. Við
erum ekki i framboði i forseta-
kosningunum i USA .
Einnig eru frammámenn i
islenskum stjórnmálum alltaf að
tala um HINA flokkana. Sem er
hrein firra. Það er algjör óþarfi
að tala um okkur i fleirtölu; við
erum einkar samstæður flokkur.
Hitt væri réttara, að tala um
Sjálfstæðisflokkinn i fleirtölu
(LSD-örlagafrikin).
Kosið um „þetta” eða
„hitt”
I kosningabaráttunni þá
reynum við ma að fiska auðu at-
kvæðin, sem vitað er að verða
mörg i komandi kosningum, þvi
það vita allir hvað gömlu flokk-
arnir ætla að gera. Þeir ætla að
gera þetta, þetta og þetta. Við
ætlum hinsvegar að gera hitt. Það
verður það sem kosningarnar
snúast um, „þetta” gömlu flokk-
anna eða „hitt” Hins flokksins”.
— Hvað verður um Hinn flokk-
inn ef hann kemur ekki manni á
þing?
„Það er mikil þörf fyrir okkar
flokk, og sú þörf verður alveg
jafnmikil þó við komum ekki
manni á þing. Við munum þvi
starfa áfram. Þess ber að gæta að
það eru ekki nema 2 ár i næstu
bæjar- og sveitastjórnarkosning-
ar, — og mörg kjördæmi enn
ónumin. Viö heföum líka fullan
hug á að bjóöa fram I forseta-
kosningunum, en höfum þvi
miður ekki nógu gamlan mann i
okkar rööum til að geta sest að á
Bessastöðum. Aö lokum viljum
viö bara segja lesendum Helgar-
póstsins: Kjósið okkur ekki, kjós-
ið Hinn Flokkinn”.
Hinn flokkurinn
Leifturstríð gegn
félagshöftum
Bráðum koma blessaðar alþingiskosningarnar, og
framboðsbörnin farin að titra af tilhlökkun. öll búin
að pakka inn patentlausnunum sínum vandlega
viðruðum, og leggja þær i glæsilegum umbúðum við
tré kjósenda. Þau eru búin að dúka borðið, og nú er
bara eftir að hjálpa þeim sem enn eru að ieita , að
finna sinn „rétta" f lipp.., afsakið f libbahnapp. Aldrei
þessu vant eiga allir flibba.
Jákvætt hugarfar
Tveir stjórnmálaf lokkar bjóða nú í fyrsta sinn fram
fólk til setu í musteri þjóðarinnar,Hinn flokkurinn og
Sólskinsflokkurinn. Til að kynnast þeim örlttið hitti
Helgarpósturinn nokkra kandídata þeirra, og spurði
fyrst um ástæður fyrir framboði:
fyrst og fremst
Sólskinsflokkurinn
„Þetta er gömul hugmynd og
upphaflega hugsunin var aö
stofna samtök sem beröust fyrir
bættu veöurfari, en þegar þessar
óvæntu alþingiskosningar komu
uppá ákváöum við aö slá til og
mynda stjórnmálaflokk”. Sögöu
frambjóðendur Sólskinsflokksins,
þegar Ilelgarpósturinn bar upp
fyrstu spurninguna. „Viö sáum
frammá óvenju dauöan tima
frammað jólum og datt i hug aö
bregöa á leik.
Við erum ekki að gera grín að
öðrum flokkum beint, heldur
erum við að gæöa kosningarnar
húmor, og reynum þannig að létta
þunganum af hinum slæma móral
sem hér rikir. Við erum semsagt
sólskinið i skammdeginu. Okkur
fannst bara þrælgóö hugmynd að
stofna stjórnmálaflokk sem
berðist fyrir bættu veðurfari, og
vildum koma henni á framfæri.
Það er þvi ekki hægt að bera okk-
ur saman við Framboðsflokkinn
sáluga, sem tók fyrir viss málefni
frá hinum flokkunum og gerði
grín að þeim, — en viö gerum það
ekki.”
— Eruð þið þá ánægðir meö
núverandi flokkaskipan?
„Það eru nú skiptar skoðanir
um það innan flokksins, Það má
eiginlega segja að viö séum flokk-
ur allra flokka, þvi við erum sam-
bland Heimdellinga, kúltúr-
komma, stjórnleysingja og jafn-
vel framsóknarmanna. En flokk-
urinn varð þó til i kringum
ákveðna stefnuskrá, en ekki öfugt
einsog margir halda.þeas bætt
verðurfar, sem furðurlegt nokk
hefur alveg farið framhjá öðrum
flokkum.”
Aflraunamaðurinn
— Gerið þið ykkur von um að
ná manni á þing?
„Það gefur auga leið, að
þarsem við bjóðum aðeins fram I
einu kjördæmi, þá náum við ekki
meirihluta á Alþingi i þessum
kosningum. En við bindum mikl-
ar vonir við þann mann sem skip-
ar efsta sætið á lista okkar, og er ,
öruggur með þingsæti. Það er
vaskur maður og garpur mikill,
sérstaklega i aflraunum (án
lyfja)”.
— Hvernig ætlið þið að haga
kosningabaráttunni sjðustu
dagana?
„Bara vel.”
Ætlið þið að heimsækja vinnu-
staði?
„Já, að sjálfsögðu gerum við
það, en þó ekki á sama hátt og
hinir flokkarnir, sem bera enga
virðingu fyrir meltingarfærum
vinnandi fólks. Já, og við erum
auðvitað með kosningaskrifstofu,
en það þýðir ekkert að hringja I
sima 49999”.
Máttur jákvæðrar
hugsunar
Við leggjum áherslu á jákvæða
hugsun og teljum að hið slæma
veðurfar sem hér hefur veriö
undanfarnar aldir, stafi af þvi
hve neikvæðir íslendingar eru I
hugsun . Þvf viljum við breyta
fyrst og fremst og uppskera gott
veður. Og það er hægt, það hefur
verið sannað á visindalegan hátt:
Fyrir tveimur árum fór fram
tilraun i Bandarikjunum, sem
þótti sýna fram á að mannshug-
.urinn geti framkvæmt hluti, sem
áður hafa veriö settir i samband
við kraftaverk. 300 manna hópur
kom saman og stundaði innhverfa
ihugun i ákveðinn tima. Aðuren
lengra er haldið skal það tekið
fram að Sólskinsflokkurinn
styður ekki innhverfa ihugun sem
slika. En á þessum tlma, sem
fólkið stundaði jákvæðar hugsan-
ir kom fram m.a. að sólardögum
fjölgaði um hvorki meira né
minna en 10.3%. Ef þetta væri
lagt til grundvallar veðurathug-
unum hér heima kemur i ljós að
Viðtöl: Páll Pálsson
sólardögum myndi fjölga til mik-
illa muna á tiltölulega skömmum
tima. Aðrar niðurstööur úr könn-
un þessari voru td. að glæpum,
sjálfsmorðum og slysum fækkaði
einnig mikið. Nú kann þetta að
virðast fjarstæðukennt, en á sér
þær eðlisfræðilegu skýringar, að
við lágan þrýsting (vont veöur) er
loftið hlaðið pósitivum jónum og
draga þær negativar jónir fram i
manninum. Við viljum snúa
þessu ferli við, og ná, með
jákvæðum (pósitivum)
hugsunarhætti að breyta veður-
farinu til hins betra. Svo einfalt er
það nú.”
— Hvað verður um Sólskins-
flokkinn ef hann kemur ekki
Myndir: Friðþjófur
manni á þing?
„Við komum manni á þing, það
er engin spurning. En eftir kosn-
ingar þá munum við strax leggja
drög að næstu kosningabaráttu.
Ekki er ráð nema i tima sé tekið.
Og þá munum við bjóöa fram i
öllum kjördæmum, — enda nær
baráttumál okkar ekki fram að
ganga nema með sameinuðu
átaki þjóðarinnar. En þangað til
vonum við að fólk noti fristundir
sinar, og hittist til að ræða þessi
mál td. væru Lions-, Rotary-,
Kiwanis-, kven- ofl félög kjörinn
vettvangur slikra umræðna. En
umfram allt viljum við að fólk
ástundi jákvætt hugarfar, hvar
sem er og hvenær sem er.”
Efsti maöur á lista Sólskinsflokksins,
Jónatan K.K. Markússon.
Stefán Guöjónsson og veöurfræöilegur sérfræöingur flokksins,