Helgarpósturinn - 23.11.1979, Side 10

Helgarpósturinn - 23.11.1979, Side 10
10 Föstudagur 23. nóvember 1979 he/garpásturinn.- Hugrækt í streátuþjóðfélagi: VERIÐ HREIN AT- HYGLI OG GLAÐ- VAKANDI KYRRÐ Við reynum að öðlast sálarró hjá Sigvalda Hjálmarssyni — Verið hrein athygli, giaðvakandi kyrrð. Látið hugsanirnar streyma framhjá. Reynið ekki að ýta þeim frá ykkur, en spinnið heldur útfrá þeim. öll utanaðkom- andi hljóð eru á jaðri vitundarinnar, þið heyrið þau, en vitið ekki hvaðan þau koma. Andið hægt frá ykkur — beinið athyglinni að andardrættinum. Verið hrein at- hygli. Viö erum stödd á hugræktar- námskeiöi. Sigvaldi Hjálmars- son, rithöfundur, fyrrum blaöa- maöur og fréttastjóri, og Indlandsfari, situr bakviö skrif- borö sitt og fyrir framan hann logar á kerti. Reykelsisilmur fyllir herbergiö. Hann situr réttur i stólnum, en afslappaöur, hallar sér upp aö stórum skjalaskáp, og ýmist lygnir aftur augunum eöa horfir meö athygli á hópinn fyrir framan sig. Hópurinn er ekki stór. Fimm manneskjur sitja á tveimur stólaröðum fyrir framan skrif- boröiö, og meira kemst ekki fyrir i litlu skrifstofunni i súðarher- berginu að Gnoðarvogi 62. Röddin er seiöandi, og þaö er eins og allir viöstaddir sitji i hálf- geröu dái. Jafnvel blaðamaður Helgarpóstsins, sem fékk leyfi Sigvalda til aö slást i hópinn — undir lokin i byrjendanámskeiði, finnur einhverja djúpa ró leggjast yfir sig. Skyndilega — og þó ekki skyndilega, þvi i slfku hugar- ástandi gerist ekkert skyndilega — byrjar Sigvaldi að tóna, ósköp lágt og hljóölega: Öóóóóóómmmm. Og þaö er sem þetta einfalda tón fylli hvert horn herbergisins og loks likt og tekur allur likaminn undir. Omiö deyr út, og Sigvaldi opnar augun, segir meö sömu rólyndis röddinni: Jæja, nú látum viö þessari lotu lokiö. Hvernig fannst ykkur? öllum ber saman um, aö þeim hafi tekist aö varpa frá sér allri streitu og slappa af. Ein kvennanna i hópnum hefur orö á þvi, aö sér gangi mun betur aö slappa af hér en heima. — Það er vegna þess að ég hef þjálfað andrúmsloftiö hérna svo vel, segir Sigvaldi og kimir. önnur kvartar yfir þvi, aö þegar hún á að beina athyglinni aö andardrættinum aukist hjart- slátturinn, og sér liði hálf illa. Sigvaldi spyr hana nánar út i liöanina, og segir henni siðan aö sleppa öndunaræfingunni aö sinni. ,,En þetta er ekkert hættu- legt,” bætir hann við. önnur lota hefst og stendur i um það bil tiu minútur. í fyrstu lotunni eiga þátttakendur að beina athyglinni að önduninni: anda hægar frá en aö, þvi hún kyrrir, en aööndunin vekur. Næst er athyglinni beint að snerti- punktum likamans, allt annaö er ekkert í þriðju lotunni er hlustaö á þögnina, en sú siðasta er ný: að finna „ekkineittiö”, eins og Sig- valdi orðar þaö. Og á milli lot- anna rabbar hann rólega viö fólk- iö og hvetur það til að æfa sig vel heima. 15—20 minútur i allt, og skipta þvi i þrennt ef vill. ANDSTREYMI — sagan bak við sjónvarpsþættina Polly hlynnir aö Mary Mulvane. Þessar vikurnar sýnir sjón- varpiö ástralskan myndaflokk sem nefnist Andstreymi, „Against the Wind”, og gerist i Astraliu á árunum um aldamótin 1800. Sagan hefst á þvi aö ung stúlka á Irlandi, Mary Mulvane er dæmd til sjö ára útlegöar i fanganýlendunni Nýju- Suöurwales I Astraliu fyrir heldur litla yfirsjón aö okkur finnst sem rijum upp atburöina 180 árum siöar. Sömu sögu er aö segja af ýms- um samföngum Mary. Vinkona hennar, Polly McNamara, fær strangan dóm fyrir hnupl og Will Price, sem tekist hefur aö eignast krá i nýja landinu var dæmdur fyrir aö stela netstúf. En sjónvarpiö hefur áöur gert svipuöu efni skil, þ.e. haröræöi og miskunnarieysi sem þeir eru beittir sem litils mega sín, m.a. i islensku leikriti, 1 Múrnum, eftir Gunnar M. Magnúss. Þetta leikrit var sýnt fyrir nokkrum árum og gerist á nákvæmlega sama tfma og Mary er aö taka út sinn dóm. „Múrinn” var fángelsiö i Reykja- vik sem slðar varö stjórnarráös- hús. Einnig er sameiginlegt meö báöum þessum ieikritum aö uppi- staöa þeirra eru viöburöir sem raunverulega áttu sér staö. Umbrotatimar Þegar Mary var 18 ára hlaut hún sjö ára útlegðardóm fyrir þá sök eina að hafa ætlað að endur- heimta einu kú fjölskyldunnar úr höndum ágjarns yfirvalds. Þessi tilraun kostaöi unnusta hennar lifiö. Mary og félagar hennar liföu á umbrotatimum, árum baráttu og uppreisnar. Arið 1798 var viötæk uppreisn á Irlandi og 1804 geröu fangar á fangelsisjörðinni Kastalahóli i Astraliu uppreisn en hún var bæld niöur meö haröri hendi á tæpum sólarhring. Yfirmenn breska hersins sem átti að halda uppi friöi og reglu i álfunni voru spilltir og grimmir og undirmennirnir sist skárri. Þótt menn reyndu einstöku sinn- um aö verja hendur sinar gegn yfirgangi hersins virtist þaö vita- gagnslaust. Sakamannanýlendan Breskum stjórnvöldum hefur þaö áreiðanlega þótt þjóöráö á sinni tiö að senda sakamenn hálfa leið yfir hnöttinn til aö taka út refsingu sina. Alþýöa manna sem komst i kast viö lögin fékk eins stranga dóma og hugsast gat, það var t.d. algengt aö menn væru dæmdir til sjö ára dvalar i Astraliu. Þessir ströngu dómar sem felldir voru fyrir tveimur öldum leiöa hugann óneitanlega aö haröstjórum ýmsum sem eru uppi nú um stundir. Þegar til Astraliu kom voru flestir karlmenn sendir i fangelsi uppi til sveita og settir i refsi- vinnu á rikisjörðum eöa lánaöir bændum sem fóru verr með þá en skynlausar skepnur. Föngunum var skylt aö vinna niu stundir á dag fimm daga vik- unnar og fimm tima á laugardög- um. Auk þess máttu þeir — og uröu reyndar — að vinna i fri- stundum til aö hafa i sig og á. Þó að fangarnir væru komnir til að afplána refsingu mátti þyngja hana með ýmsu móti ef þeim varö eitthvað á i messunni. Stundum var fangavistin lengd en oftast voru menn hýddir, þetta frá 50 upp i 1000 svipuhögg eftir eöli brotsins. Arin 1830-1837 voru 42.000 fangar eöa fimmtungur hýddir. Læknirinn fyrirskipar,.. Irski uppreisnarmaðurinn Joseph Holt hefur lýst meðferð- inni á félaga sinum. Paddy Galvin tvitusum pilti. Paddy hafði veriö dæmdur til hýðingar og átti aö fá 300 högg. Fyrstu hundrað svipuhöggunum var beint að öxlum hans uns tók aö skina i ber beinin. Læknir, sem fylgdist með, fyrirskipaöi aö svipunni yröi beint neðar á bak Paddys. Eftir hundrað högg var holdið i henglum og þá gaf læknir- inn fyrirmæii um að siöustu hundrað höggin yröi svipan látin ganga á kálfum mannsins. Strax að loknu siöasta höggi var Paddy fleygt upp á vagn og ekið á sjúkrahús. Þaö liggur i augum uppi aö margir hafa látist af hýöingum og fjöldi manns var hengdur. Enda þótt hinum hraustustu og staðföstustu mönnum tækist aö ljúka refsingunni nokkurn veginn ósködduðum á sál og likama var þrautin þyngri að komast aftur heim. Fáir voru svo heppnir aö fá skipsrúm og færri höfðu ráð á aö greiða fargjaldið. Þvi varð það hlutskipti flestra sem liföu af harðræðið aö setjast að i Nýju- Suðurwales; þeirra á meðal var Jonathan Garrett, tilvonandi eiginmaður Mary Mulvane. Faðir Mary, Francis Mulvane, hafði 600 fermetra jörð til umráða á trlandi en smábændunum sem settust að i sveitunum umhverfis Sydney var úthlutaö mun stærri jörðum, a.m.k. átta hekturum hverjum bónda. A þessum slóðum höfðu 350 bændur numið land um aldamótin 1800.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.