Helgarpósturinn - 23.11.1979, Qupperneq 11
11
hfalrjrRrpn^tl irinn Föstudagur 23. nóvember 1979
Hver er svo tilgangurinn með
þessu öllu saman? Eftir að
timanum er lokið legg ég þá
spurningu fyrir meistarann.
— Tilgangurinn er einfaldlega
að kenna fólki æfingar til þess að
ná betra valdi á athyglinni. Allt
yoga byrjar á sliku, og ef menn
kæra sig um getur þetta verið
upphafið á yogaiðkun, ef menn
kæra sig um að halda áfram á
þeirri braut. En á þessu stigi er
hugræktin fyrst og fremst hagnýt
við störf, hjálpar fólki að hvilast
og slaka á. Það er ákaflega nauð-
synlegt á þessum streitutimum
okkar, og þetta hefur ekkert með
trúarbrögð eða þjóðfélags-
skoðanir að gera.
— Þegar fólk hefur náð árangri
hvilir þetta hugann, og það losnar
við hugsanir sem það kærir sig
ekki um, en hefur athyglina við
það sem það vill sinna. I sliku
ástandi er nákvæmlega engin
streita og mjög djúp kyrrð.
— Hvernig er þessum nám-
skeiðum hagað?
— Ég reyni að hjálpa fólki til að
komast upp á lag við hugræktar-
æfingar á fjórumvikum, þvisvar i
viku. Siðan er mögulegt að fá
framhaldsnámskeið, og ég tel að
með þriggja-mánaða iðkun, einu
sinni i viku undir handleiðslu, geti
fólk komist upp á lag með að iðka
þetta sjálft. Þá geri ég ráð fyrir
að fólk iðki þessa afslöppun i
15—20 minútur á dag, og það
getur farið fram hvar sem er: A
vinnustað, á labbi úti á götu, i
strætó eða einkabil.
1 timanum áðan nefndir þú
mystik. Er eitthvað mystiskt við
þetta?
— Ekki við þetta i sjálfu sér.
En þeir sem hafa áhuga á að
halda áfram, og vilja ekki
einungis sinna þessu af praktisk-
um ástæðum, geta náð svo
langt, að hin eiginlegu stig yoga
koma iljós: Ótruflunarleiki, sem
er ekki annað en vera hrein
athygli, nokkurnveginn að vild og
hvenær sem er, og hljóður hugur.
Það er svo mikil kyrrð að þinar
eigin hugsanir, tilfinningar, og
aðrar hræringar sálarlifsins eru
hættar að valda truflunum. Þegar
svo er komið má hvenær sem er
búast við glömpum af mystiskri
upplifun. En mystisk upplifun er
það sálarástand þegar þér finnst
þú vera i öllu og allt i þér.
— Hvernig lýsir það sér?
— Það er ólýsanlegt. Þetta er
algjör fjarvist allrar vansælu og
haturs, og eigingirni er
óhugsandi. Þessi breyting er svo
mikil, að maður verður aldrei
samur maður eftir.
Sigvaldi er tregur til að upplýsa
um eigin reynslu i þessurn efnum.
Þvi mystik er nokkuð sem nútima
þjóðfélag viðurkennir ekki rétt
sisona. Samt dregst hann á að
upplýsa, að hann hafi oftsinnis
orðið fyrir þessari mystisku
reynslu, sem ómögulegt er að
lýsa.
Hversvegna fór svo gamall
blaöajaxl út i þetta? Þvi það má
hiklaust kalla Sigvalda:: Hann
var eitt sinn ritstjóri Fálkans
seinna blaðamaður og fréttastjóri
á Alþýðublaðinu á gullaldartim-
um þess.
— Einhversstaðar verða
vondir að vera! Ég ætlaði aldrei
út i þetta brot af atvinnu— ég er
að burðast við að vera rit-
höfundur. En i fyrra átti ég ekki
heimangengt sökum lasleika, og
þessvegna byrjaði ég á þessu.
Þetta er bara brauðstrit.
— En yoga kynntist ég fyrst
þegar ég var 18 ára gamall — las
um það i timaritsgrein. Siðan hef
ég farið fimm sinnum til Indlands
og verið þar samtals i hálft þriðja
ár.
— Þessi kunnátta min hefur
komið mér að gifurlega miklu
gagni. Meðan ég var i blaða-
^mennskunni og eitthvað gekk á
var ég æstastur og taugaveikl-
aðastur allra, var mér sagt.
Þegar þetta var búið var eins og
ekkert hefði gerst. Ég slappaði
algjörlega af.
Annars er hann tregur til að
skýra frá þeim ávinningi sem
hann hefur haft af yogaiðkunum
sinum i starfi. „Það yrði mesta
sjálfshól, og þótt ég sé Húnvetn-
ingur get ég ekki leyft mér slikt
ótakmarkað”, segir hann. En
sem gamall starfsmaður
Sigvalda get ég til gamans minnst
á þann hæfileika hans að vinna
mörg störf i einu, þegar mikið
gekk á. Hann punktaði hjá sér úr
útvarpsfréttunum, svaraði i
sima, og skrifaði eftir honum og
skipaði blaðamönnunum fyrir.
Allt i einu, og aldrei fataðist hon-
um.
Það er ekki bara i erli blaða-
mennskunnar sem þessi 2000 ára
gamla tamning hugans sem er
upp sprottin i Indlandi, getur
komið að góðu haldi. Þvi hver
hefur ekki þörf fyrir að ná valdi á
þeirri”... iðkun að ná valdi yfir
myndun hugsunar i huganum svo
maðurinn verði var við sjálfan sig
eins og hann er”, eins og segir i
riti, sem var ritað á sanskrit fyrir
2000 árum.
eftir Þorgrím Gestsson — myndir: Friðþjófur.
Auglýsingasími Helgarpóstsins er 81866
Gerard Kennedy I hlutverki Dinny O’Byrne.
Svo litið vissu menn um þennan
heim að engum komtij hugar að
aðeins lengra inni i landi væri
jörðin mun betur fallin til land-
búnaðar.
Rommið
Eins og áður segir urðu
fangarnir að sjá sér farborða með
þvi að vinna fyrir nauðsynjum að
loknum venjulegum vinnudegi.
Fyrir þessa vinnu fengu þeir
greitt i fatnaði matvöru og eink-
um rommi, en romm var mun al-
gengariog eftirsóttari gjaldmiðill
en peningar. Drykkjuskapur yar
gifurlegur meðal fanga. Kvenfólk
lá ekki á lausu enda voru konur
sjö sinnum færri en karlar.
Margir embættismenn og her-
foringjar höfðu miklar tekjur af
áfengissölu. Samuel Marsden,
„presturinn með vöndinn” mátti
ekki vera að þvi að hlusta á
Jonathan Garretter ?tefnt hafði
verið íy- , nrestur
vissi að von var a ro.iisnskípi, ’
Þegar fjallað er utrs , eiga-
mikla Viðbúrði i söyu p.r r. • rv
hér - vsa
gangi má;. ;li þeirra
sem mestu ráða, þjóðhöfðingja,
landsstjóra, hershöfðingja
o.s.frv. I „Andstreymi” bregður
svoviða? ihetjurnar eru fólk i
neðsta þrcpi þjóðfciagsstigans,
sakamenn með fiekkíjtð mannorð.
Þetta er sem sé ekki saga
þeirra sem eru i sviðsljósinu,
heidur fólksins að tjaldabaki.
Lampar, Ijós, skermar
heimilistæki (stór og smá)
rafbúnaóur o.fl.
1 jlS
Raftækjadeild
.
Jón Loftsson hf. Hringbraut121 sími10600
pðabók
eftír
....erindi
„...ýmis erindí, bundin í erindi, öll brýn. Ég geng þeirra hér í kverinu og á þau
við lesarann.“
Þessi orð lætur Þórarinn Eldjárn fylgja þessari nýju ljóðabók sinni sem er
bráðskemmtilegur kveðskapur eins og vænta má. í bókinni eru fjörutíu ljóð sem
skiptast í fjóra kafla.
Fyrsta bók Þórarins, Kvæði, er komin út í nýrri útgáfu, en sú bók naut fádæma
vinsælda ekki síður en Disneyrímur sem Iðunn gaf út i fyrra og eru nú uppseldar.
Þórarinn á orðið stærri lesendahóp en flest ef ekki öll önnur Ijóðskáld
samtíðarinnar. Og sá hópur verður áreiðanlega ekki fyrir vonbrigðum með
Erindi, svo vel nýtur sin þar leikni Þórarins, húmor og ádeilubroddur.
Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156