Helgarpósturinn - 23.11.1979, Page 21

Helgarpósturinn - 23.11.1979, Page 21
—he/garpásturinn.- Föstudagur 23. nóvember 1979 21 njóta vinsaelda á næstunni td. „popplögin” Kinda Kute og Get That Girl, Geraldine And John, og þaö sem mér þykir besta lag plötunnar The Band Wore Blue Shirts (A True Story). Boomtown Rats — The Fine Art Of Surfacing trska pönkhljómsveitin Boomtown Rats sendi frá sér breiðskifu fyrir skömmu sem heitir The Fine Art Of Sur- facing. Boomtown Rats hafa allt frá stofnun verið i fremstu röð pönkhljómsveita á Bretlands- eyjum og allar plötur þeirra hafa selst i stórum upplögum. Og fyrir stuttu munaði minnstu að tveggjalaga plata með laginu flestir vel gerðir, og skipa Boomtown Rats i flokk með- vitaðra pönkara. Ég held ég megi segja að The Fine Art Of Surfacing sé besta plata Boomtown Rats hingaö til og örugglega pönkplata ársins, ef undanskilin er plata XTC, Drums And Wires. Toto — Hydra Bandariska rokkhljómsveitin Toto vakti mikla athygli siðast- liðinn vetur með fyrstu plötu sinni, en Toto er skipuð hljóð- færaleikurum og söngvurum sem um árabil hafa verið i fremstu röð „sessionleikara” i háborg poppsins, Los Angeles. Nú er önnur plata þeirra komin á markaðinn, og heitir Hydra. /T% ■ jEJP Popp eftlr Pál Pálsson ■ ■ imM I Don’t Like Mondays, sem tekið er af The Fine Art..., hnekkti sölumeti Paul McCartneys með Mull Of Kintyre, en gamli hjartaknosarinn Cliff Richard kom McCartney til hjálpar með laginu We Don’t Talk Anymore. The Fine Art... inniheldur 9 lög, öll eftir söngvarann Bob Geldof, annaðhvort einan eða með aðstoð annarra, utan eitt, Vögguvisa Johnny Fingers. Still Boomtown Rats er mjög sjálf- stæður, miðað við flestar aðrar pönkhljómsveitir, en þó má greina áhrif frá nokkrum meisturum i tónlist þeirra, eink- um Ray Davies, Bowie og Stones. Sterkasta lag plötunnar er I Don’t Like Mondays, sem er talsvert ólikt öðrum lögum sem Boomtown Rats hafa sent frá sér, „poppaðra” ef svo má segja. Annars eru öll lög plöt- unnar mjög góð og erfitt að gera uppá milli þeirra. Textarnir eru Tónlist Toto er kröftugt rokk einsog það gerist best, og flutningur hennar óaöfinnanleg- ur, enda valinn maður i hverju rúmi. Þeir sem kannski skara frammúr, eru gitarleikarinn Steve Lukather, sem tekur nokkra eftirminnilega spretti á þessari plötu, og söngvarinn Bobby Kimball. En sá sem er atkvæðamestur við laga- smiðarnar er hljómborðsleikar- inn David Paich. Hydra er plata sem uppfyllir flestar óskir þeirra sem eru hrifnir af kraftmiklu rokki. Það eina sem ég finn að henni eru textarnir. Þeir eru innihalds- laust bull en hafa ber það i huga að i tónlist sem þessari eru text- ar yfirleitt aukaatriði, það er filingurinn sem blivur, orðin að- eins hljóð sem fylla uppi heildarmyndina. Boðskapurinn er dansinn. Sé tekið tillit til þessa, er Toto ein fremsta rokk- hljómsveit heimsins. Leikfélag Reykjavíkur: Breskur ærslaleikur í janúar Leikfélag Reykjavfkur hefur mörg undanfarin ár verið með miðnætursýningar i' Austur- bæjarbiói til fjáröflunar fyrir hiisbyggingasjóð féiagsins. Sýningar þessar hafa ávallt notiö mikilla vindælda og orðið fastur Kður i skemmtanalifi borgar- innar. I janúar næstkomandi er ætlunin að halda þessu áfram og verður þá tekinn til sýningar breskur ærslaleikur, sem heitir „See how they run” eftir Philip nokkurn King. Leikstjóri veröur Siguröur Karlsson. Að sögn Vigdisar Finnboga- dóttur leikhússtjóra er þarna um að ræða grin og gaman. Er ekki að efa að fólk lætur sig ekki vanta á þessar sýningar, svona til að lyfta sér upp úr eftir- jólaþunglyndinu. — GB. húsið. Iðunn Rvik 1979. 208 bls. Kápa: Thor Vilhjáimsson og Páll Steingrlmsson. „En var þá ekki hugarburður- inn jafn raunverulegur og ann- að? Allt sem þú skynjar I vöku eða svefni, það sem vaknar og lifir I hugsun þinni, er það ekki veruleikinn?” (Turnleikhúsið 77). Mér sýnist vel mega nota þessa stuttu tilvitnun i nýja bók Thors Vilhjálmssonar til þess að lýsa i hnotskurn aðferð og við- horfi hennar. Allt er veruleiki — eða ekkert er veruleiki, skynjun mannsins sem alltaf er einn verður lokamyndin sem hann getur gefið af tilverunni. Þetta sýnist mér lika vera i ágætu samræmi við aðferð og viöhorf höfundar I fyrri skáld- sögum sinum. Þar hefur löngum verið elst viö leit mannsins að sjálfum sér, meira og minna vonlausa viðleitni hans til að skilja umhverfi sitt. Hér verður leit þessi i sjálfu sér einföld, einkanlega vegna þess aö sögu- sviðið er þröngt, öll gerist sagan i einu húsi — þjóðleikhúsi. Þar verða martraðir og draumsýn- ir, jafnt sem hversdagsleg til- raun til að fá miöa aö sýning- unni —sem reyndar er að hefj- ast þegar bókinni lýkur. Sá sem gengur inn i skáldsög- ur Thors hinar slðari gerir best i að skilja eftir fyrir utan vonina um hefðbundna episka fram- vindu mála. Honum er hollast að leita ekki söguþráðarins lagt yfir skammt og heimta ekki að atburðarás sé i venjulegri röð eða samhengi. Hann verður að fallast á að hann sé kominn til að skoða rétt eins og hann sé genginn inn á myndlistarsýn- ingu ellegar horfi á súrrealiska kvikmynd. Þetta virðist mér vera forsendur sem séu nauð- synlegar til þess að unnt sé að lita Turnleikhúsið með nokkurri sanngirni. En þrátt fyrir þessar gefnu forsendur eiga lesendur með mina lestrarhefð mitt lestrar- uppeldi, býsna erfitt meö að rata gegnum myrkviðinn. Þvi Likt og ljóðmyndir fléttast myndir Turnleikhússins, vef jast um lesandann og skila honum smám saman út i hversdaginn aftur — hugsanlega litlu nær, en þó rikari reynslu, a.m.k. ef hann fellst á hugmyndina sem lýst var með tilvitnuninni i upphafi. Still Thors Vilhjálmssonar er orðinn svo öruggur og agaður að hann bregst höfundi sinum ekki. Samlikingar og myndir orðaval og oröaröð þola smásmuguleg- an nærlestur og vangaveltur. Og kannski kemst hann þannig eins langt i listrænni blekkingu og það er reyndar ekki nóg að geta gefið sér hvað maður á ekki að gera. THOR VILHJÁLMSSON hægt er: Þegar lesanda finnst stillinn hafa gert sig sjálfur, hvers verður þá frekar krafist? Hitt er svo miklu meiri spurn- ing — og kemur málinu ekki við sé bara verið aö ræða um list og listrænar ‘ kröfur — hvort bók eins og Turnleikhúsið sé likleg til að skila árangri i þá veru sem virðist vaka fyrir höfundinum: Að varpa ljósi á samtið sina, kryfja hana á óvæginn hátt, sýna miskunnarlaust tilgangs- leysi hennar með myndum úr leikhúsi þjóðarinnar. Þessi spurning held ég sé fjarska mikilvæg, og hún svarar sér reyndar sjálf: Til þess bók nái árangri i þessa veru þarf hún aö vera þannig gerö að hinn hjálparvana hversdagsmaður leiti til hennar. Og þaö hygg ég gerist ekki hér. Til þess eru leik- myndir Thors of tormeltar — eða eins og stundum er sagt: bókin of erfiö. Hún laðar aö sér þá sem þegar hafa frelsast, og þurfa þeir meiri frelsun? Með öðrum orðum: Turnleik- húsið er vandað listrænt verk, sem i sjálfu sér bætir ekki við hæð höfundar sins, staðfestir hana hins vegar. En hún er ekki bók sem likleg er til mikilla vin- sælda né stórra afreka til aö hjálpa hversdags manneskjunni til að skilja sjálfa sig, hvaö þá aöra. HP LE/KMYND/R Thor Vilhjálmsson: Turnleik- Fyrir hönd Breiðholtsbúa Guðjón Albertsson: Breiðhoits- búar. Safn tiu sagna. 137 bis. Útg.örnog örlygur Rvlk 1979. Eftir alla þá umræou sem fram hefur farið á undanförnum árum um jafnrétti kynjanna og stöðu verður maður eins og dá- litið hissa við að fá í hendur bók sem litur út eins og ekkert hafi gerst. Þannig bók er Breiðholts- búar eftir Guðjón Albertsson. A kápusegir að þetta sé „safn tiu sagna, tengdra saman I tima og rúmi, eða skáldsaga I tfu sjálf- stæðum köflum, eftir þvi hvernig lesandinn litur á mál- ið.” Þessu siöasta veröur að andmæla. Það er engan veginn á valdi lesanda að lita á tiu smá- sögur sem ekkert eiga sam- eiginlegt annað en vera stað- settar i Breiöholti (það skiptir reyndar aldrei máli og gæti verið hvaða nýbyggingasvæði sem er) og gerast á siðustu ár- um (að þvi er viröist) sem skáldsögu. Þær eru einfaldlega smásögur. Reyndar eiga sjö þessara sagna annaö sameiginlegt en hér hefur komiö fram. Þær eru sagðar frá sjónarhóli karlmanns og lýsa stöðu hans og viðhorfum. Og af undarlegri til- viljun eru allir þessir karlmenn giftir þrautleiðinlegum konum sem hafa kúgað þá og pint til byggingarstarfsemi sem þeir kæröu sig reyndar ekkert um. Afleiðingarnar eru þær aö þeir i hneigjast til drykkjuskapar og I framhjáhalds (i teóriu eða praxiseftir atvikum). Höfundur hefur auk þess miklar mætur á aö lýsa uppáferðum frá sjónar- hóli þessara karla, þótt þvi verði að visu ekki viö komið i öllum sögunum. Mér er ráðgáta hvers vegna endilega þurfti að klina þessum sögum á okkur Breiðholtsbúa. Vitanlega er Breiðholtið nýbyggt, en vandi þess sýnist varla vera annar en vandi Hliöanna var á sinum tfma, nú eða Melanna eða Haganna. Guðjóni Albertssyni tekst i það minnsta ekki að sannfæra mig um það, og ég leyfi mér fyrir mina hönd og ýmissa annarra Breiðhyltinga aö mótmæla þvi sem rakalausri dellu sem segir á kápusiðu að þarna sé „i skáld- skarparformi lýst lifsháttum, sambúðarvandamálum og neyzluvenjum Breiðhyltir.ga” (höfundur hefur reyndar ekki bara komist hjá að taka eftir félagslegum umræðum siðustu ára, hann hefur ekki heldur tek- iö eftir að menn eru hættir að skrifa setu). Látum nú vera að menn virði afturhaldssamar skoðanir og viöhorf „I skáldskaparformi”, ef þeir gera það þá sæmilega vel. Þvl miöur er þvi ekki til að dreifa heldur. Skástir eru frásagnarkaflar, stundum óbein innri ræða. Þar kemur fyrir að manni finnst þokkalega að oröi komist og lýsingar verða meö nokkru lifi. Það er hins vegar þegar persónur Guðjóns taka til máls sem þær gefa upp öndina. Þvi eins og fólk talar i þessari bók hefur aldrei nokkur Breiðhyltingur talaö. Við tölum nefnilega eins og manneskjur, ekki eins og bók. AÐ TJALDABAKI í þessari nýju skáldsögu heldur Thor Vilhjálms- son áfram þeirri persónulegu mannllfsstúdlu sem hann hefur iökað I verkum slnum af æ meiri íþrótt. Nú er sviöiö leikhús og Ijósi varpað að tjaldabaki áöur en sýning hefst. Höfundur bregður á loft I svipleiftrum nærgöngulum spurningum um llf og list en vlsar jafnharðan á bug með beittu háði öllum einföldum svörum. Hér er lesandinn leiddur inn I kynlegan heim þar sem mörk draums og vöku eru numin burt: það sem fyrir ber I senn nærtækt og framandlegt. Og allt er hér gætt llfi og hreyfingu, sveipað Ijósi og skuggum sem skynjunargáfa og orðlist höfund- ar safnar I brennipunkt: vitund hins leitandi THOR VILHJÁLMSSON TURNLEIKHÚSIÐ nútlmamanns. — Thor Vilhjálmsson hefur löngu unniö sér viðurkenningu sem einn sérstæðasti prósahöfundur vor á meðal. Að kunnáttu og listrænni bragðvlsi stenst hann vafalaust samanburð við þá listamenn sinnar samtlðar sem hæst hefur boriö I álfunni. Ef til vill hefur stllgaldur hans ekki fyrr náð meiri fullkomnun en I þessari sérkennilegu sögu. — Bræöraborgarstíg 16 Sími 12923-19156

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.