Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.11.1979, Qupperneq 27

Helgarpósturinn - 23.11.1979, Qupperneq 27
27 hplrjpirpncrh irinn Föstudagur 23. nóvember 1979 Er stjórnarkreppá á næsta leiti? Þetta er spurning sem skýt- ur upp kollinurn nú, þegar ekki er nema rétt rúm vika til kosninga. Þessi stutta kosningabarátta ætti að vera i hápunkti, og i henni hafa frambjóöendur gefið ýmsar þær yfirlýsingar, sem beint eða óbeint benda til þess, aö ekki verði auð- velt aö koma saman ríkisstjórn þegar úrslitin liggja fyrir. Þótt ölafur Jóhannesson hafi nýveriö lýst þvi yfir, að hann stefni á vinstristjórn er heldur óliklegt, að þegar að stjórnar- viðræðum kemur verði gróið svo um heilt milli samstarfsflokk- anna þriggja i siðustu vinstri- stjórn, að þeir komist að nokkru STJÓRNARKREPPA í JÓLAÖSINNI? samkomulagi. Þar við bætist, að f jóröi maður á lista Alþýðuflokks- ins i Reykjavik, Jón Baldvin Hannibalsson lýsti þvi yfir nýverið, að Alþýðuflokkurinn muni ekki fara i stjórn með Alþýðubandalaginu að óbreyttri efnahagsstefnu, sem ekki getur talist liklegt að Alþýðubandalags- menn breyti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki útilokað neinn möguleika á myndun samsteypustjórnar. Kosningaplagg þeirra, „leiftur- sókn gegn verðbólgu” þýðir þó aö möguleikarnir eru ekki margir. Talsmenn hinna flokkanna þriggja, Framsóknarflokkks, Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks sögðu þegar ég ræddi þessi mál við þá i vikunni, að þeir mundu aldrei ganga að skil- málum þeirrar stefnuyfirlýsingar við stjórnmyndunarviðræður. Ofan á þetta bætist svo, að Svavar Gestsson lýsti þvi bein- linis yfir i viötali við mig, að hans flokkur, Alþýðubandalagið gerði afdráttarlausa kröfu með að her- inn yrði látinn fara með ein- hverjum hætti, taki flokkurinn þátt i myndun rikisstjórnar.. Sú yfirlýsing er reyndar nokkur við- burður, þegar þess er gætt, að Alþýðubandalagið gerði brottför hersins ekki að úrslitaatriði við myndun vinstristjórnar i fyrra, og i yfirstandandi kosninga- baráttu hefur hann ekki fyrr gefið slika afdráttarlausa yfirlýsingu — að minnstakosti ekki opinber- lega. En jafnvel að herstöðvamálinu slepptu er borin von, að Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðubandalag mundu ræöast við um myndun rlkisstjórnar, og reyna nýja „nýsköpunarstjórn” eins og 1946: Allt i pólitik Sjálfstæðisflokksins striðir gegn stefnu Alþýðubanda- lagsins”, sagði Svavar Gestsson, Um samstarf Framsóknar- flokksins við Sjálfstæðisflokkinn sagöi Steingrimur Hermannsson: ,,A grundvelli þessarar „leiftur- sóknar” Sjálfstæðisflokksins sé ég bókstaflega enga möguleika til samstarfs. Mér finnst það vera svo langt frá þvi sem við getum hugsað okkur”. Jón Baldvin Hannibalsson sagði: „Alþýðuflokkurinn fellst ekki á aðrar aðgerðir i efnahags- málum en sem samrýmast þeim tillögum sem við höfum lagt fram i þvi skyni að ná verðbólgunni niöur”. Hann sagði lika, að sjálf- sagt mætti ræða um einhver atriði stefnuskrár þeirra, en flokkurinn færi ekki i aðra þá rikisstjórn en sem samþykkti hana i meginatriðum. Og þeirri spurningu, hvort flokkurinn standi viö þá stefnu sina, að herinn verði hér áfram, og ísland verði I Nató, svaraði hann þannig: „Gallharðir”. Hvað þá með samstarf annað- hvort milli Framsóknar og Alþýðuflokks eða Framsóknar og Alþýðubandalags? Báðar sam- steypurnar heföu sama þing- styrk: Framsóknarflokkurinn hefur 12 þingménn og hinir flokk- arnir 14 hvor. Ef slík tveggja flokka stjórn ætti að nást yrði annað hvort annar flokkurinn eða báðir i sameiningu að vinna fimm til sex þingsæti. Annar möguleiki er minnihlutastjórn Framsóknar- flokksins og Alþýöuflokks eða Alþýðubandalags meö hlutleysi þess sem yrði utan stjórnar. Hvað hermálin varðar sagði Steingrimur, að Fram- sóknarflokkurinn sé ákveðinn i aðildinni að Nato. Hinsvegar væru þeir til viðræðu um veru hersins. En hvaö þarf að breytast hjá Alþýðuflokknum og Alþýöu- bandalaginu til þess að Fram- sóknarflokkurinn gangi til sam- starfs viö annanhvorn flokkinn, eða báða. Ég bað Steingrlm Islamstrúarmenn miða timatal sitt við flótta spámannsins frá Mekka til Medina. Á ári hverju flykkjast þeir hvaðanæva að i tuga- og hundraöaþúsundatali til hinnar helgu borgar i pilagrims- ferð. 1 árer sérstaklega mikið um dýrðir i Mekka, þvi aldamót eru með islömskum þjóöum, liðin voru i vikunni rétt 1400 ár frá flóttanum sem varð upphaf á sigurför Múhameðs og áhang- enda hans. Einmitt þann dag, sjálfan alda- mótadaginn, valdi vopnaður flokkur til hervirkja i þvi allra helgasta i hinni helgu borg, Mosk- unni miklu, þar sem geymdur er steinninn Kaaba, helgigripurinn sem allir trúaðir snúa ásjónu sinniað i bæn oftsinnis á dag. Þar með hefur ólgan sem rikir með islamstrúarmönnum borist á eftirminnilegan hátt til Saudi Ar- abiu, rikisins sem reynt hefur verið að gera að kletti rétttrún- aðar og fastheldni við fornar hefðir i róti samtimans. Frá þvi bedúinahöfðinginn A1 Saud sameinaði meginhluta einstök i sinni röö. Ættfaðir konungsættarinnar tók aö ber jast til rikis með 40 liösmönnum fyrir 77 árum. Smátt og smátt yfir- bugaði hann aðra höfðingja og innsiglaði bandalög sin við hvern ættflokkinn af öðrum með þvi að taka sér konu úr hans rööum. Að ævilokum hafði hann átt fimmtán konur og getið við þeim 45 sonu. Afkomendur Ibn Saud skipta nú þúsundum og stjórna landinu i sameiningu, velja menn úr sinum röðum i allar helstu valdastöður. Mikil áhersla er lögð á samheldni ættarinnarog tengsl valdhafanna viö almenning. Mál eru rædd i þaula, þangað til valdahópurinn kemst aö sameiginlegri niður- stöðu, og konungur og prinsarnir fara um landið og veita hverjum þeim áheyrn sem hefur mál aö kæra. Við slikt tækifæri varð geð- sjúklingur þriðja konungi rikisins Faisal að nafni, að bana áriö 1975, enrikisarfinn tók viö konungdómi án þess nokkurrar ókyrröar eða valdastreitu gætti. Það er ekki fyrr en á allra siðustu misserum, að sögusagnir HERMDARVERK Á HELGISTAÐ Arabiu undir sinni stjórn á fyrstu tugum aldarinnar og tók sér konungsnafnið Ibn Saud, hafa hann og afkomendur hans talið það æðsta hlutverk sitt að gæta hinna helgu borga og gera þær sem aðgengilegasta staöi fyrir pilagrimagrúann, sem þangað sadiir. Arás á Moskuna miklu og taka gisla úr hópi pilagríma i helgidómnum er mesta ögrun sem unnt er að sýna konungs- ættinni. Með sliku tiltæki er geng- ið i' berhögg við rétt hennar og getu til að vernda helgistaöina og stjórna landinu. Stjórnskinan Saudi Arabiu er um áberandi ágreining og tog- streitu meöal valdamestu manna konungsættarinnar komust á kreik. Þær má rekja til banda- risku leyniþjónustunnar. CIA lét það berast út eftir samkomulag Sadats Egyptalandsforseta og Begins, forsætisráðherra ísraels, i Camp David, að skoðanir hefðu veriö skiptar milli æðstu manna Saudi Arabiu um þá ákvörðun, að ganga til samstarfs viö forna fjandmenn eins og stjórnir Iraks og Sýrlands i baráttu gegn stefnu Egyptalands. Söguburður CIA var tekinn óstinnt upp I Saudi Arabiu og varö til þess aö enn frekari snurða hljóp á þráðinn i sambúðinni við Bandarikin en þegar haföi gert út af þætti Cart- ers forseta I Camp David-sam- komulaginu. Ekki fer milli mála aö Khaled núverandi konungur Saudi Arabiu er langt frá þvi að vera annar eins skörungur og Faisal fyrirrennari hans, og þar aö auki er heilsa hans tæp. Ber þvi meira á hinum aðsópsmestu I hópi prinsanna en ella. Af þeim ber fjóra hæst. Fahd krónprins er staögengill Khaleds konungs i veikindum hans. Sultan prins er Hermannsson að útskýra þann málefnaágreining sem er á milli Framsóknarflokksins og þessara flokka. „Þeir þurfa að láta af þessu stöðuga karpi. Það veröur að lagast, þvi meðan þannig er unnið er enginn starfsfriður. I efnahagsmálunum höldum viö • að sé ekki langt á milli okkar og Alþýðuflokksins og við teljum að Alþýðubandalagið verði að fallast á þaö sem við viljum kalla harðar aðgerðir eða hertar aðgeröir i efnahagsmálum. Og með þvi á ég viö að við viljum festa þessa ýmsu enda sem leikið hafa lausir i verðbólgudansinum, eins og t.d. verðlag. Við viljum lika leita samkomulags við launþega um að setja hámark á launahækkan- ir”, sagði Steingrimur. Ef við athugum afstööu Alþýðu- flokksins til efnahagsstefnu Framsóknarflokksins virðist bilið ekki svo ýkja breitt. Jón Baldvin sagöi að sú „litla stefna” sem sá flokkur hafi i efnahagsmálum sé tekin frá Alþýðuflokknum. Afstaða Alþýöubandalagsins er hinsvegar sú, að báðir þessir flokkar stefni að samdrætti, kaupráni og atvinnuleysi. En vikjum aftur að Sjálfstæðis- flokknum. Hann útilokar form- lega enga möguleika á stjórnar- myndun, eins og segir i upphafi. En af orðum þeirra sem ég hef vitnað til hér að framan má vera ljóst, að enginn hinna flokkanna er reiöubúinn að ganga til sam- starfs viö flokkinn — aö minnsta- kosti ekki nú á þessari stundu. Og Birgir Isleifur Gunnarsson sagði: „Viö stöndum fastir á stefnuskrá okkar eins og hún er sett fram i „Leiftursókn gegn veröbólgu”. Þó slær hann örlitinn varnagla og segirað vafalaust megi ræða ýms atriði I þvi plaggi. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lika hina stóru von: Hreinan meirihluta, „þótt stæröfræðilegar likur á þvi séu litlar, fyrst og fremst vegna kjör- dæmaskipunarinnar”, eins og Birgir Isleifur sagði. Burtséð frá þeim möguleika hefur enn einn möguleikinn verið ræddur: Minnihlutastjórn, ntfDlrDDteítnXQ] yfirsýn ©tpDciífDcd] yfir 50.000 manna her Saudi Arabiuen Abdullah prins stjórnar 40.000 manna þjóðvarðliði. Saud prins er utanrikisráðherra. Saudi Arabia er trúarriki, þar semboð Kóransins eru landslög. Þar rikir áfengisbann sem fram- fylgt er með hýöingum, þjófar eru handhöggnir o.s.frv. Þorri lands- manna aöhyllist wahhabitasiö, einn hinn strangasta af trú- flokkum súnnita. A slöustu áratugum hefur fólk frá öðrum islömskum löndum flykkst til Saudi Arabiu i atvinnu- leit. Aldrei hefur tekist að gera manntalsem mark er á takandi i þessu viðlenda eyöimerkurflæmi, en giskað er á aö saudi arabar séu milli þrjár og fimm milljónir talsins. Aðkomumenn, einkum Palestinumenn, Egyptar og Pakistanir, eru taldir tvær millj- ónir og tala þeirra hækkar sifellt. Sú tiö er liðin, þegar oliutekjur oliuauðugasta lands i heimi runnu i einkafjárhirslur Saud-ætt- arinnar. Ættarhöföingjarnir gera sér ljóst, að olian þrýtur fyrr eða siðar, og oliugróöanum æúa þeir aðverja til að koma upp atvinnu- lifi sem unnt er að treysta á til frambúðar. I framkvæmd er fimm ára þróunaráætlun, og til hennar er varið fé sem nemur 142 milljð'rðum Bandarikjadollara. A þvi hefur legið orð siðan Iranskeisari féll, að valdhafar Saudi Arabiu gætu orðiö næstir i röðinni aö verða fyrirbarðinu á islömskum byltingaröflum. En fleira er ólikt en likt meö þessum oliurikjum. Mestu máli skiptir aö i Iran er það shiitadeild islams sem setur svip á þjóðlifið en súnnitar I Saudi-Arabiu. Hinn islamski heimur er sér- stakt menningarsvæði, og klofn- ingurinn i tvö megin trúfélög, súnnita og shiita, hefur mikla þýðingu fyrir framvindu mála. -bljósar fyrstu fregnir af töku Moskunnar miklu benda til, að annaöhvort Sjálfstæðisflokksins með hlutleysi Alþýðuflokksins, eða öfugt, en þvi siðar- nefnda sló Kjartan Jó- hannsson fram I sjónvarpsum- ræöunum á þriöjudagskvöld. Ég á eftir að sjá einhvern hinna flokk- anna styðja Alþýöuflokkinn i slikri stjórn eftir það sem á undan er gengið. Sjálfstæðisflokkurinn er að þvi leyti betur settur i þessu tilliti en hinir flokkarnir, að hann þarf hlutleysi fæstra þingmanna i slikri stjórn, og Birgir tsleifur sagði um þetta: „Þaö er leiö, sem kemur fullkomlega til greina, að Sjálfstæöisflokkurinn fengi tæki- færi til að mynda minnihluta- stjórn.” Svavar Gestsson og Stein- grimur Hermannsson voru þó á öðru máli. Svavar sagði minni- hlutastjórn algjört örþrifaráð, og Steingrimur taldi embættis- mannastjórn skárri kost. Svavar taldi það hinsvegar allsendis ófæra leið, og þvi var Birgir Isleifur sammála. Staöan i islenskri pólitik viku fyrir kosningar er ákaflega flókin, eins og af þessari litlu samantekt má sjá. Allir eru að sjálfsögðu kokhraustir og standa fast á sinni stefnu — stefnu sem flokkarnir hafa nú afmarkað skýrar og sett íram afdráttar- lausar i flestum tilfellum en oft- astáður og útiloka nánast alveg samstarf við alla hina. Það viröist þvi eingöngu vera spurn- ing um hver gefur mest eftir, hvort unnt verður að mynda nýja rikisstjórn eftir kosning- ar. Þess er varla að vænta, að miklar breytingar verði á fylgi flokkanna — en þó setja Alþýöuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn þar strik i reikninginn. Þeir eru óvissu- þátturinn óg á útkomu þeirra geta stjórnarmyndunartilraun- ir að kosningum loknum oltið. Eftir . Þorgrlm Gestsson Eftir Magnús Torfa Ölafsson þar sé að verki sértrúarhópur. Reynist hann vera af sauöahúsi shii'ta, magnast enn óvildi milli deilda islams. En atlagan aö Moskunni miklu var svo þrautskipulögö og árásarmenn búnir þvilikum úr- valsvopnum, aö grunsemdir hafa vaknað um að fleira sé aö verki en trúarofstæki. Fyrstu fregnir pHagrima sem komist hafa heim frá Mekka eftir árásina herma, aö árásarmenn virðist hafa komið úr landamærahéruöunum viö Jemen. Jemen er skipt i tvö riki, Norður-Jemen og Suöur-Jemen, sem átt hafa i erjum um nokkra hrið, og inn i þær hefur Saudi Arabia dregist. Suður-Jemen er i nánu bandalagi viö Sovétrikin og Austur-Þýskaland, og hefur veitt sovéska flotanum bækistöð viö eina f jölförnustu siglingaleið oliu- skipa. Siöastliðinn vetur gerðist það, aö forseti Suður-Jemen sendi háttsettan aðstoöarmann sinn, sem talinn var liklegur til forustu slöar meir, til Norður-Jemen meö gjöf til forsetans þar. Þegar gjöfin var opnuð i forsetahöllinni i Saana, kvað við sprenging sem varð bæði sendimanni og viðtak- anda að bana. Forsetinn i Aden hafði losað sig i einu við hugsan- legan keppinaut um völdin I Suður-Jemen og gert Norður-Jemen höfuölaust, enda hóf hann skömmu siöar innrás yfirlandamærin. Henni lauk ekki fyrr en Saudi Arabla hét Norður-Jemen fyllsta stuðningi. Séu árásarmenn i Mekka gerðir út erlendis frá, berast böndin aö valdhöfum i Suður-Jemen öllum öðrum fremur, vegna fyrri fram- komu þeirra gagnvart nágranna- nágrannarik jum sinum. i

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.