Helgarpósturinn - 28.03.1980, Síða 22

Helgarpósturinn - 28.03.1980, Síða 22
22_________________________________________________________Föstudagur 28. mars 1980 Hal/J^rpn<^fl irínn hlaupa allir upp og benda á næstu menn. Takiö eftir því, aö enginn bendir á sjálfan sig. Þaö eru alltaf hinir sem veröa alkóhól- istar. Og þaö er ekki aöeins þetta viöhorf hjá ykkur unglingunum, heldur alls staöar i þjóöfélaginu. Allir segja: „Ég er ekki vanda- mál. Þaö eru hinir sem drekka svo mikiö.” En spurningin er: Hvenær eru menn ofdrykkju- menn? Sá maöur sem drekkur reglulega á föstudags- laugar- dags og stundum sunnudags- kvöldum, hann er alkóhólisti. Sá maöur er meö alkóhól i blóöinu meirihluta vikunnar. Þaö tekur 36 klukkutima aö losna endanlega viö áfengi úr blóöinu eftir drykkju. Föstudagurinn fer allur 1 þaö, aö undirbúa drykkjuna fyrir kvöldiö. Næstu dagar fara i drykkju og mánudagurinn og hluti þriöjudagsins fer i þaö, aö ná sér eftir helgardrykkjuna. Þaö eru þvi i raun aöeins tveir dagar vikunnar hjá þessum mönnum sem eru „eölilegir”. Og þó, stundum kemur þaö fyrir hjá þessum sömu mönnum, aö þeir taki smáforskot á sæluna, meö þvi aö fá sér einn léttan á fimmtu- dagskvöldi, svona rétt aöeins til aö hita sig upp fyrir helgina, eins og þeir kalla þaö. Menn geta nefnilega veriö alkó- hólistar, þótt þeir stundi sina vinnu reglulega. En þaö er auö- vitaö spuming hvort þessir menn dugi vel i vinnu, þegar þeir eru mestallan vinnutfmann aö ná sér eftir fyllerí eöa komnir i and- anum Ut i þaö næsta. Og svo er þaö hitt. Hvernig skyldi fjöl- skyldulifiö vera hjá þessum mönnum?” „Meira en helmingur landsmanna þjáist” Þaö var mikill hitinn i Pétri og krakkarnir hlustuöu agndofa. Og þegar hann baö þá aö rétta upp hönd, sem þekkja fólk, sem er til vandræöa heima hjá sér vegna drykkju, fóru allar hendur á loft. ,,Já, ég vissi þaö,” segir Pétur. „Þetta er I rauninni ósköp einfalt reikningsdæmi. Ef viö göngum út frá þeirri lágu tölu, aö 1/10 hluti landsmanna sé áfengissjúkur, þá eru þaö alls 22 þúsund manns. Flestir þessara eiga eiginkonu og viö skulum segja tvö böm. Þá eiga þessir aöilar foreldra og aö liklndum systkini. Allir þessir vandamenn þjást vegna of- drykkjunnar. Þaö eru þvi ekki aöeins alkóhólistarnir sjálfir sem þjást, þaö gera allir þeirra nánustu. Og ef viö framreiknum þetta má sjá, aö þaö er meirihluti þjóöarinnar, sem beint og óbeint þjáist vegna ofdrykkju. Sumir vegna eigin drykkju og aörir vegna drykkju nákomins ættingja. Ofdrykkja er þannig ekkert einkamál, þess sem drekkur. Þjáningarnar eru oft ekki minnihjá eiginkonu, börnum og öörum nákomnum.” Og Pétur hélt áfram og tindi til dæmin. Hann spuröi krakkana hvort þeir væm orönir þreyttir á sérog tilkynnti þeim, aö þaö væri engin skylda hjá þeim aö sitja og hlusta. Hver sem vildi mætti ganga út. Allir sátu sem fastast. En Pétur dró sig sföan i hlé og Vilhjálmur Svan tók viö. „Ég er alkóhólisti” „Ég heitiVilhjálmur Svanog er alkóhólisti,” sagöi hann i upphafi og löng þögn fylgdi. Þaö var grafarþögn i salnum. Krökkunum var greinilega bmgöiö. „Já, ég er alkóhólisti og fer ekki I felur meö þaö, hvorki fyrir sjálfum mér né öörum. Mér hefur tekist aö hanga þurr i tæp fjögur ár og vonast til þess aö þaö takist áfram. En þaö er ekkert sem gerist sjálfkrafa. Þetta er eilif barátta, sem aldrei tekur enda. Ég kann margar ljótar drykku- sögur af sjálfum mér, enda lá ég stundum i þvi, svo dögum, vikum og jafnvel mánuöum skipti. En maöur þarf ekki aö vera svo djúpt sokkinn I drykkjunni til aö gera hluti i ölvimu, sem maöur dauö- sér svo eftir þegar runniö er af manni. Þaö hafa allir oröið fyrir þeirri reynslu, sem dottiö hafa f þaö. Þiö hérna kennarar — hafiö þiö ekki dmkkiö þannig aö mór- allinn hafi veriö aö drepa ykkur daginn eftir?” Ekkert svar frá kennurum. „Já, þaö hafa allir upplifaö svona nokkuö eftir drykkju. Brennivinsdrykkja leiöir nefni- lega alltaf til lygi og ómerkileg- heita. Fyrst lýgur þú aö þinum nánustu og siöan einnig aö sjálf- um þér. Ég byrjaöi fljótlega aö ljúga, þegar mitt drykkjuskeið hófst. Ég var 14 ára og var aö koma heim af fyllerli, en lenti þá i fanginu á pabba 1 forstofunni. Hann fann lyktina Ut úr mér og spuröi. „Varstu aö drekka strákur”” Ég neitaöi og byrjaöi lygasöguna. Hann kvaöst þá finna greinilega lyktina Ut Ur mér. Ég sagöist þá aöeins hafa tekiö smá- sopa hjá vini mfnum og var þaö lygi nr. 2. Pabbi sá hins vegar aö ég var allnokkuö rykaöur og gekk á mig. Ég sló þvi af og sagöist hafa fengiö mér örlitiö neöan I þvi, en ég myndi aldrei gera þaö aftur. Þaö var þriöja lygin og kannski sú stærsta. Síöan gekk ég siljúgandi varöandi drykkju mina allt fram á þann dag, aö ég fór i bindindi. „Vænna þótti mér um brennivínið” Ég neita þvl ekki, aö fyrstu drykkjuárin min fundust mér skemmtileg og lifleg. Ég starfaöi sem þjónn og átti nóg af peningum og fullt af góöum gæum til aö drekka meö. Ég átti kærustu og barn, sem mér þótti vænt um, en vænna þótti mér þó um brennivinið. Ég sá þvi kær- ustuna og barniö svona á hlaupum viö og viö, en þess á milli vann ég, drakk brennivin og þvældist á milli i' stelpuleit og öörum djöfulgangi. En fljótlega fór aö halla undan fæti, þótt ég sjálfur áttaöi mig ekki á þvi. Ég var aðvaraöur i vinnunni. Mætti illa og var ekki vel upplagöur eftir allt slarkiö. Mér fannst þetta óþarfa nudd i vinnuveitendunum og þóttist stór kall og sagöi þess vegna upp. Þetta geröist i þri- gang. Loks hætti ég algjörlega aö vinna og einbeitti mér aö drykkj- unni. Ég man eftir þvi, aö ég passaöi mig alltaf á þvi aö taka niöur fyrir mig, þegar ég valdi mér drykkjufélaga. Vildi vera aöalgæinn i hópnum. Svona bjó ég á götunni i 6 ár og liföi á þvi aö stela, ljúga og svikja.” „ Alþingismenn” og prestar drekka Vilhjálmur sagöi þessa sögu slna án þess aö hika. Hann skóf ekki utan af hlutunum og lýsingar hansásjálfum sérvoruallt annaö en fallegar. ,,Þaö var alltaf sagt viömig,” héthann áfram „aö þaö væri ekkert skrýtiö þótt ég drykki. Ég væri þjónn og þar meö alltaf i kringum brenniviniö og þvi ekkert furöulegt þótt maöur félli fyrir þvi. En máliö er ekki svona einfalt. Þaö eru allar starfsstéttir sem drekka. Alþingismenn drekka, blaöa- menn drekka, kennarar drekka og Pétur Maack vinur minn, sem er guöfræöingur segist sjálfur vita um 12 presta sem séu alkó- hólistar og þó eru ekki fleiri en 130 starfandi prestar hérlendis. Brenniviniö fer ekki i mann- greinarálit. Alkóhólisminn gerir ekki greinarmun á Jóni og séra Jóni.” Þaö var dauöaþögn i salnum I Fellaskóla og krakkarnir hiustuöu meö opinn munninn, til aö missa nú ekki af neinu og Vilhjálmur hélt áfram meö eigin drykkjusögu. „19 ára gamall fór égtil geölæknis vegna drykkjunn- ar. Þaö varö þó ekki til góös, þvi hann gaf mér lyf. Og þar meö bættust lyfin aöeins viö brenni- viniö. Ég hef verið i 18 skipti á Kleppi vegna drykkjunnar. En ég fullyröi, aö þaö læknast enginn af ofdrykkju meö þvi aö fara til geölæknis. Ég minnist á lækn- ana og lyfin. Þaö er mál sem þarf aö taka á. Ég þekki lækna, sem selja lyfseöla á 5 þúsund kall. Þeir sem eru dópistar fara einfaldlega til þeirra og fá þaö sem þeir vilja. Ég hef alltaf undrast þaö, að slækna- samtökin skuli ekki taka á þess- um mönnum. Þetta eru aöeins fáir svartir sauöir, sem gera hluti sem þessa, en á meðan þeir eru ekki afhjúpaöir sem dóp- salar, þá eru allir læknar á landinu brennimerktir. Mér fyndist i lagi aö fórna eins og 5 læknum og þar meö hreinsa þennan ósóma af læknastéttinni. En ég var aö tala um lygina áöan. Ég get sagt ykkur mýgrút af sögum af sjálfum mér, þar sem ég hef reynt að finpússa drykkj- una mina og gera hana töff og flotta. Einu sinni datt ég blind- fullur niöur af þaki á Lauga- veginum og var lagður inná sjúkrahús. Lá þar I nokkrar vikur. Siöan er ég kom út á lifiö á nýjan leik, þá var ég auövitaö spuröur hvarégheföi haldiö mig. Ég var fljótur til svars og sagöist hafa oröið aö skreppa i nokkrar vikur til útlanda. Vildi aö sjálf- sögöu ekki viöurkenna síika hneisu, aö hafa dottiö I fylleríi. Fyllerisögur og „frægðarverk” Annaö „frægöarverk” get ég nefnt. Einu sinni datt mér i hug aö synda frá Nauthólsvikinni og yfir til Kópavogs og til baka aftur. Ég haföiþaö aöra leiöina og sneri svo viö. En á bakaleiöinni var ég sprunginn og löggan varö aö bjarga mér. Þessa sögu sagöi ég öllum, en sleppti aö sjálfsögöu siöasta kaflanum. Lét nægja aö segja „afrekssöguna” þannig aö ég heföi synt yfir til Kópavogs. Sagan heföi veriö ónýt, ef ég heföi einnig sagt frá þvi aö mér heföi veriö bjargaö nærri dauöa en Ufi á bakaleiöinni. Þriöja sagan og ef til vill sú versta, var þannig aö eitt sinn keyröi ég I gegnum hús. Ég var blindfullur á bil og keyröi á timburhús og fór nánast I gengum Íiaö. Þessa sögu sagöi ég drykkju- éiögunum síöar og hreykti mér mikiö og öllum fannst þetta voöa- lega sniöugt. Ég passaöi mig nefnilega á þvl, aö minnast ekki á þá staöreynd aö þrír farþegar I bilnum voru fluttir á sjúkrahús slasaöir. Ef þaö heföi fylgt, þá heföi sagan ekki veriö eins sniö- ug. Þannig tínir maöur úr sniö- ugustu hlutina úr fylleriunum og reynir að fela og gleyma leiöin- legustu hlutunum — sem yfirleitt eru langtum fleiri”. Þaö var mikill hamagangur f Vilhjálmi og hann var á mikilli hreyfingu þegar hann talaöi. Hann labbaöi fram og til baka um sviðiö og notaöi hendumar mikiö til áhersluauka. Radd- styrkurinn var heldur ekki á lágu nótunum og stundum þegar hann vildi leggja áherslu á einstök atriöi, þá nánast öskraöi hann út I salinn. Krakkarnir voru sem dáleiddir. Hann sagöi þeim sögu, af fjórtán ára strák, sem var sendur til geölæknis. „Og vitiö þiö hvers vegna hann var sendur til geölæknis? Jú, þaö var vegna þess aö faöir hans var alkóhólisti. Drengurinn var sendur til geö- læknis vegna drykkju fööur sins. Pabbinn var ekki látinn leita til læknis vegna drykkjunnar. Nei, þaö var 14 ára drengurinn, sem var haldinn þunglyndi vegna drykkju pabba slns. Já, tvö- feldnin i brennivinsmálunum riöur ekki viö einteyming.” Og Vilhjálmur hrópaöi út I salinn. Hann hélt áfram frásögn sinni og skýröi frá þvi, aö hann heföi setiö á Litla-Hrauni, eftir aö hafa leiöst út i afbrot i fyllerii. Hann heföi einnig veriö á Gunnarshoiti og gaf þeirri stofnun ekki háa einkunn. „Þangaö eru drykkju- menn sendir, þeim gefiö aö éta og lánaö rúm til aö sofa i. Siöan fá þeiraö skreppa íbæinn viö og viö og detta þá ærlega i það, koma siöan upp eftir aftur til að ná Hkamlegu heilsunni. Nei, þannig veröur alkóhólismi ekki lækn- aöur. Frá helgardrykkju i ræsið Vilhjálmur sagöist einnig hafa veriö á Vifiisstööum. „Þar var þá maöur, sem átti eiginkonu, börn, hús, bil, haföi ágæta vinnu og eiginlega allt sem nöfnum tjáir aö nefna. En hann hp.föi lika brenni- vlnið. Þessi maöur vildi ekki vera á Vifilsstöðum. „Ég er enginn alkóhólisti” sagöi hann. „Konan og læknirinn neyddu mig til aö fara hingaö. Ég drekk bara um helgar eins og allir aörir.” Þaö var rétt sem þessi maður sagöi. Hann drakk reglulega um helgar og einstaka sinnum — þegar til- efnigafst — i miöri viku. En þetta þýddi aö hann var undir áhrifum áfengis meiripart ársins. Nokkr- um mánuöum siöan hitti ég þennan sama mann niður á Austurvelli. Þá drakk hann ekki „aöeins” um helgar, heldur alla daga. Hann var búinn aö missa allt saman. Konuna, börnin, vinn- una og vinina. Þaö eina sem hann átti eftir var brenniviniö. Hann var kominn I strætiö. Þaö er nefnilega, ekki mjög langt frá helgardrykkjunni yfir i ræsiö.” „Ég man eftir þvi, þegar ég ákvaö aö nú gengi þetta ekki lengur. Ég haföi oft reynt aö hætta, en tókst þaö aldrei. En ég var aö losna af Hrauninu 1976, og sagöi viö sjálfan mig. „Nú eöa aldrei.” Þegar ég kom út þá vantaöi mig allt. Mig vantaöi vinnu, húsnæöi, peninga og vini. Ég heföi getaö fengiö þetta allt meö lyginni og brennivininu. En þaö heföi veriö fölsk mynd, falskir vinir, falskir peningar, fengnir aö láni, — fengiö aö vera i húsnæöi upp á náö. Ég haföi sokkiö fljótlega aftur. Þess vegna neitaöi ég allri hjálp. Fékk her- bergiskytru i Hafnarfirði. Þaö var ekkert annaö I herberginu en rúmgarmur og undirskál sem ég notaöisem öskubakka. En þetta nægöi mér. Ég haföi mitt eigiö húsnæöi. Ég gaf vanda- málinu nægan tlma, og smám saman öölaðist ég vini — raun- verulega vini — og gat farið aö lifa á eölilegan hátt. Þetta gekk ekki átakalaust, en ég passaöi mig á þvi aö gera þetta ekki meö djöfulgangi og upphrópunum. Ég var aö aga sjálfan mig og þaö kom engum viö hvernig þaö gengi eða hvernig ég færi aö þvi. Þessi fjögur ár, sem ég hef verið laus viö brennivinssýkina, þá hefur mér loks tekist aö lifa lifinu til fulls. Eitt atriöi get ég t.d. nefnt. Hvaö er þaö besta sem maöur gerir? Ja, þiö eruö kannski of ung til aö vita þaö, en þiökomistfljótlegaaöþvl. Þaö er „gerelsiö” (kynlifiö). Ég held aö mér sé óhætt aö segja, aö ég hafi ekki uppgötvað dýrö kynlifsins fyrr en ég fór aö njóta þess eftir aö fylleriinu og slarkinu var lokiö. Jú, ég svaf hjá I stórum stll hér á drykkjuárunum En brenniviniö, er deyfilyf sem ekki aðeins deyfir alla likamshluta heldur og sálina. Éguppgötvaöi sem sé ekki kynlif fyrr en 30 ára gamall, þegar ég haföi losnaö viö brenniviniö. Og þegar ég geröi þaö, þá grét ég eins og bam. Vinsælasti kokteillinn: Alkóhól + kynllf A ég aö segja ykkur hvaöa kok- teill er vinsælastur hér á landi? Ég þekki þaö vel frá mínum þjónsámm. Þaö er alkóhól plús kynlif. En þetta er býsna illa blandaöur kokteill og alveg furöulegt aö hann skuli vera vin- sæll. Ef aö þú ætlar aö fara út aö boröa, þá byrjar þú ekki á þvl aö deyfa bragölaukana. Þaö er alveg óskaplegt aö horfa á fólk kynnast á dansleik kófdrukkiö, þvælast saman heim, sofa saman og láta sem sofhjáelsið sé afbragö, en muna svo ekki eftir nokkrum sköpuöum hlut daginn eftir. Getiö þið t .d. séö fyrir ykkur graöhest I „aksjón” á merinni og bæði tvö væru þau dauöadrukkin, slagandi og slefandi? Þaö yröi brosleg sjón. Eitthvaö svipað er uppi á teningnum þegar alkahól/kynlífs kokteillinn er hristur I rúminu eftir fyllerisball hjá stelpu og strák.” Pétur og Vilhjálmur voru búnir aö vera aö I tæpa tvo tima og ennþá sátu krakkarnir sem fast- ast og virtust ekki taka eftir þvi þegar skólabjallan hringdi út i friminútur. Vilhjálmur og Pétur áttu hug þeirra allra. Þegar viö Helgarpóstsmenn laumuöumst út heyröum viö Vilhjálm Svan hrópa: „Spyrjið þiö bara, krakkar, ég er kominn I stuö og vil svara öllum ykkar spurn- ingum.” Og spurningaflóöiö dembdist yfir þá félaga, þegar viö gengum út. Krakkarnir rétta allir upp hendurnar og segjast þar meö þekkja fólk, sem er til vandræöa vegna brennivlnsdrykkju.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.