Helgarpósturinn - 18.04.1980, Side 11

Helgarpósturinn - 18.04.1980, Side 11
n halijr^rpn^ti irinn Fostudagur 18. apríl 1980 eftir Þorgrím Gestsson myndir: Friðþjófur o.fl. var fariB að kalla mig „hinn islenska Róberti'nó”. — Hvað hélstu þetta lengi út? — Ég var að alveg þangað til ég var 14ára. Þegar ég var 12 og 13 ára söng ég inn á tvær gömlu- dansaplötur. Núna þegar ég hlusta á þær heyri ég á þeim greinilegan mun. Á þeirri fyrri hef ég þessa náttúrulegu barns- rödd, en á þeirri siðari er ég orð- inn rútineraður gömludansa- söngvari. Skömmu eftir þaö fann ég lika að ég vildi hætta, meðal annars vegna þess að ég fann, að röddin var aö breytast. Ég byrjaði svo aftur þegar ég var 16 eða 17 ára, fór i sömu rútinuna og áður, og gaf fljótlega út gömludansaplötu. Þegar ég og konan min hlustum á hana núna köllum við hana ,,brabra”-plöt- una, okkar á milli. Á þeim tima vildi ég ekki sætta mig við, aö ég gæti ekki haldið áfram á sömu braut og áður. En ég fann á fólki i kringum mig, að ég væri að „missa röddina”. Það er mjög erfitt fyrir þá sem eru i sviðsljós- inu sem krakkar að fara að syngja sem fullorðið fólk. Eftir það söng ég inn á tvær plötur i viðbót, en hætti alveg um tvitugt. 1 staðinn fór ég að leika mér að gitar og fór siðan i kórsöng, og syng i kór Langholtskirkju, sem er ákaflega skemmtilegur kór. Auk þess er ég i hópi sem syngur madrigala og negrasálma. Ég söng lika i þjóölagatriói, byrjaði 1976 með Sæmundi Haraldssyni og Kjuregei Alexandra, og i fyrrasumar fór ég svo að spila „popp-rokk” músikk með Pónik. — Hvernig var betta frægðar- timabil, meðan þú varst strák- lingur, „hinn islenski Robertinó”? — Ég hafði gaman af þessu. En aðsjálfsögðu varð ég dálitið fyrir striðni, sem mér fannst náttúr- lega leiöinlegt. En mér var þó aldrei stritt I félagahópnum. Ég held að það hafi verið mjög mikil- vægt fyrir mig, að mér var aldrei hampað neitt að ráði. Aug- lýsingamennskan i kringum þetta var ekki eins mikil og hún er nú. Þá var ekkert verið aö spila mann upp, nema með einu og einu blaðaviðtali. Allraverst þótti mér það þegar ég hætti að vera krakki, eftir að hafa verið isviðsljósinu. Þegar ég byrjaði aftur kom eitthvað allt annað en ég bjóst við. Það sem ég söng passaði alls ekki viö þá rödd sem ég var kominn með, sagði Sverrir Guðjónsson, hinn „fyrr- verandi islenski Róbertinó”. Hanna Valdís: ,,Átti að vera ólétt í fimm ár" Sjálfsagt muna flestir ennþá eftir Hönnu Valdisi, stelpunni sem sönglögin um Linu Langsokk inn á plötu. Að minnsta kosti þeir sem voru orðnir talandi árið 1972. Þá var hún tiu ára gömul, og ári seinna söng hún inn á stóra plötu, lög eins og „Afi og amma”, sem hljóma i óskalagaþáttum út- varpsins enn þann dag i dag. Nú er hún 18 ára gömul mennta- skólastúlka og hefur þessa stundina mestan áhuga á að læra læknisfræði. Plöturnar uröu ekki fleiri, en Hanna Valdis hefur ekki alveg sagt skilið við tónlistina, þvi meðfram skólanáminu lærir hún á pianó. — Þetta byr jaði þegar ég söng i kór Melaskólans, Sólskinskórn- um, með þvi að Hermann Ragnar fór þess á leit við söngstjórann okkar, Magnús Pétursson, að við syngdum inn á plötu. Þar söng ég einsöng, og skömmu siðar hafði Svavar Gests samband við mig og bað mig að syngja lögin um Linu langsokk, sagði Hanna Valdis, þegar við hittum hana heima i föðurgarði þar sem hún býr með foreldrum sinum Guðmundi Magnússyni háskólarektor og konu hans, Valdisi Arnadóttur. — Þetta geröist allt svo hratt, að ég hafði engan tima til að hugsa. Linuplatan var tekin upp á einu kvöldi, og ég vissi eiginlega ekki hvað var að gerast. Óneitan- lega var þetta dálitið skrýtið, en það vandist ótrúlega fljótt aö heyra i sjálfri sér i útvarpinu. — Hvernig reynsla var þetta fyrir tiu ára gamlastelpu — nú varst þú auglýst mikið upp, með- alannarsmeðhjálp sjónvarpsins, og varðst landsfræg i einu vet- fangi. — Viðbrögðin voru mjög mis'- jöfn. Þetta var mjög skemmtilegt timabil á vissan hátt. Ég kynntíst mörgu góðu fólki og fékk mikið af bréfum og simhringingum — bæði leiðinlegum og skemmtilegum. Enþetta varerfitt lika, bæði fyrir mig og fjölskylduna. Ég fékk ekki að vera i friði og varð sérstaklega fyrir striðni frá jafnöldrum min- um og eldri krökkum. Og fólk hefurkannski gert sér hugmyndir um, að ég væri allt ööruvisi en ég er. Maður var svo litill og við- kvæmur og vissi eiginlega ekki hvernig átti að taka þessu. En það var gaman hvað yngri SAFNLANAKERFI VERZLUNARBANKANS ER EINFALT: ÞÚ SAFNAR- VIÐ LANUM Safnlánakerfið byggist á því að þú leggur inná Safnlánareikning þinn mánaðarlega ákveðna upphæð í ákveðinn tíma. Upphæðinni ræður þú sjálf(ur) upp að 100 þúsund kr. hámarkinu. Sparnaðartímanum ræður þú sjálf(ur), en hann mælist í 3ja mánaða tímabilum, er stystur 3 mán. og lengstur 48 mán. Þegar umsamið tímabil er á enda hefur þú öðlast rétt á láni jafn háu sparnaðinum. Einfaldara getur það ekki verið. SAFNAR ■VIÐ LANUM UŒZIUNRRBRNKINN Spyrjið um Safnlánið og fáið bækling í afgreiðslum bankans: BANKASTRÆTI 5, LAUGAVEGI172, ARNARBAKKA 2, UMFERÐARMIÐSTÖÐ, GRENSÁSVEGI13 og VATNSNESVEGI 14, KEFL. krakkar voru þakklátir, og einu sinni fékk ég bónorð I strætis- vagni. Það var fjögurra eða fimm ára strákur sem vildi að ég biði eftir sér! Svo lék ég Kamillu I Kardimommubænum skömmu eftir að fyrri platan kom út, það dró svolitið athyglina frá Linu langsokk. — Sérðueftir þvi aö hafa lagt út i þetta? — Nei, ég sé aldrei eftir þvi. Þetta var mikil lifsreynsla, ekki sist allar sögurnar, sem mynduö- ust um mig. Ég átti að vera ólétt I fimm ár, og meira að segja núna fyrir fáum dögum var hringt i migfrá Akureyri og mér óskað til hamingju með tviburana! — En þú hefur samt ekki kosiö að halda áfram? — Það var reyndar hugmyndin. Það stóð til að ég syngi inn á aöra stóra plötu. En ég fann, að það var komið að timamótum. Ef ég ætlaði að halda áfram hefði ég oröið að breyta um stil. Ég var orðin of gömul til að halda áfram aðsyngja einsogég hafði gert, og þá heföi ég orðið að fara á fullu út i samkeppnina á dægurlaga- markaðnum. En ég var lika búin að fá nóg. Ég var búin aö fá mig fullsadda af þessu og vildi fá frið. Eftir þessikynni min af frægðinni hafðiéglika komistað þvi,aðþaö er siöur en svo eftírsóknarvert aö vera frægur, sagði Hanna Valdis. ■ ■ HÁRGREIÐSLUSTOFAN ns JKlippingar, permanent, lagn- \L ^ r ingar, litanir og lokkalitanir. MIKLUBRAUT 1 Gefum skólafólki 10% afslátt gegn framvisun sklrteinis. CÍHAI o/acnc RAGNHILDUR BJARMADOTTIR OIIVII HJÖRDÍS STURLAUGSDÓTTIR IVlUI/rl FJÖÐRIN tll hjálpar heymarskertum Söludagar: 18., 19. og 20. apríl

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.