Helgarpósturinn - 09.05.1980, Síða 7

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Síða 7
7 halrjarpn'Zturinn fös'"da9"r 9- maí 1980 gengist öll þessi ár, en við tslend- ingar erum jú sérstaklega af- skiptalaus um öll neytendamál, nema yfir kaffibollanum, en þar kemur i ljós að allflestir eru þrautleiðir á þessu kerfi. Ég tel ekki til bóta að gefa útvarps- rekstur algerlega frjálsan þvi ég er hrædd um að peningavaldið myndi verða full mikið ráðandi. Margir hafa bent á að útvarp eigi að vera frjálst eins og blaðaút- gáfa, en hvað er að á þeim vig- stöðvum? Dagblöðin eru svo mörg og svo pólitiskt lituð að það er dagsverk að komast i gegnum þau. Ef útvarp yrði frjálst myndi auðmelt skemmtiefni, auglýs- ingarogmúsik helzta uppistaðan, sykur er jú sætur en of mikið af honum skemmir tennurnar, sama er um stanzlaust skemmtiefni að segja, notalegt, en krefst engrar hugsunar af hlustenda hálfu. Frjálsara útvarp myndi leysa rikisútvarpið úr böndum, veita þvi samkeppni, það yrði fjöl- breyttara og fleiri hugmyndir fengju að viðrast. En hvernig? Mér finnst nauðsynlegt að hvert hérað, kaupstaður eða þorp gætu útvarpað beint á sérstakri rás þannig að tilkynningar og umræður sem aðeins varða ibúa þess staðar kæmusi auðveldar til skila. Það má æra óstöðugan að senda krakka með miða i hvert hús ef eitthvað er um að vera eða þá lima miða á Kaupfélagið eða á aðaldyr frystihússins, eins og nú er gert. Ég er viss um að þetta myndi efla mjög satnstöðu félagsanda og samfélagsvitund innan þessa ramma. Leikhópar gætu spreytt sig á útvarpsleik- ritum þannig að Reykvikingar yrðu ekki eins allsráðandi eins og eðlilega hlýtur að verða við núverandi ástand. Ahugamanna- hópar ættu auðveldari aðgang að útvarpi til þess að kynna starf- semi sina. Bein lina um viss mál- efni gæti haft miklu stærra svig- rúm, og þá ekki sizt innan minni héraða þar sem oft er um ferða- örðguleika að ræða fyrir utan alla fundarsetuletina sem er að verða þjóðareinkenni. Það er mjög bagalegt hve litið er um endurtekið efni, fólk er oft vant við látið þótt það langi að öðrum kosti til þess að fylgjast með. Margir útvarpsþættir og erindi hafa kostað mikla vinnu flytjenda og er skömm að þvi hve litill hluti fólks nær þvi að hlusta. Það er ekki möguleiki fyrir eina útvarpsstöð að gera öllum til hæfis, fólk er i svo mismunandi aðstöðu til hlustunar. Besta ráðið væri trúlega að ráða útvarpsráð i fiskvinnu, i viku á borði, viku i vélasal, siðan i heimilisstörf i viku, leggja siðan hópinn á spitala i viku, eftir það er ekki vafi á að alvarlegar umræður hæfust um byltingu rikisútvarps. Séra Bernharður Guð- mundsson: „Fjármagni séu ekki tryggð ótvíræð forréttindi" Ég trúi ekki á neina afdráttar- lausa lausn i þessum efnum. Ef lögunum um einkarétt Rikisút- varpsins yrði breytt til rýmkunar gæti það haft afdrifarikar afleið- ingar í för með sér. Rikisútvarpið sem berst i bökkum fjárhagslega mundi missa auglýsingatekjur. Landsmenn sætu varla við sama borð vegna þess að smástöðvarn- ar yrðu að öllum likindum flestar á þéttbýlissvæðunum. Otvarpið sem ■ er áhrifarikur fjölmiðill gæti náð inn um bakdyrnar hjá óþroskuðum unglingum með vafasaman boðskap og án efa miður heppilegum afleiðingum. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að ef lögunum yrði breytt yrði að tryggja jafnstöðu allra borgar- anna til að hagnýta sér öldur ljós- vakans, en þeim sem hafa fjár- magn eða aðra getu séu ekki tryggð ótviræð forréttindi til - lítvarpsreksturs. Árni Sigfússon: //Frjálst útvarp er mál- frelsi á öld tækninnar" Prentfrelsi er annar helsti tján- ingarháttur frjálsrarhugsunar og er þvi talið með dýrmætustu mannréttindum hverrar þjóðar. En hver skyldi hinn þátturinn vera? Jú — hann er málfrelsi. Og loksins, á öld tækninnar, býðst okkur tækifæri til þess að skapa málfrelsinu sama sess og rit- frelsi. Útvarps- og sjónvarps- stöðvar risa viða um heim. Það skýtur þvi skökku við i lýðræðisþjóðfélagi að afturhalds- öfl ætli sér að stjórna þessum þætti mannréttinda með einokun á slikum fjölmiðlum. Hins vegar er ljóst að með þvi að leyfa hverjum og einum að starfrækja útvarpsstöð án skilyrða, er siður en svo allt fengið. Héryrði að virða þær leik- reglur sem settar eru til þess að brjóta ekki aðra þætti mann- réttinda og gilti þvi sama ábyrgð og hvilir á prentuðu máli. Nýkomið mikið af vörum fyrir hunda og ketti. Einnig fuglabúr í . úrvali verð frá kr. 14.700.00 Okkar sérgrein: GÆLUDÝR amazon Laugavegi 30 $: 16611 Samkeppni um íbúðabyggð á Eiðsgranda Sýning á tillögum að Kjarvalsstöðum Dagana 10,—20. mai verður sýning á Kjar- valsstöðum á 12 tillögum, sem bárust i samkeppni um ibúðabyggð á Eiðsgranda. Sýningin er öllum opin. Verðlaunaðar hafa verið 3 tillögur sem úthlutunarhöfum ber að velja á milli sbr. úthlutunarskil- mála. Úthlutunarhöfum ber að tilkynna lóðanefnd Skúlatúni 2, Reykjavik' eftir hvaða verðlaunaðri tillögu þeir vilja byggja fyrir 31. mai n.k., og jafnframt velja aðra til vara. Borgarstjórinn I Reykjavik allt í matinn DALVER Dalbraut 3 Rikisútvarpið hefur látið margt gott af sér leiða og gerir enn. Mér kemur ekki tii hugar að leggja það niður. Það er hlutverk rikis- valdsins að gæta öryggis þegn- anna og stuðla að grunnmenntun þeirra. Með tilkomu frjáls út- varpsreksturs gæti þvi rikisút- varpið sinnt sinu hlutverki mun betur t.d. varðandi fullorðins- fræðslu, og ymiss konar annað fræösluefni. Sá sem ekki hefði áhuga á þvi sem á boðstólum væri þar, gæti þá hæglega stillt á aðra stöð og valið sér efni. Er nokkuð sjálfsagðara? Staðreyndin er nefnilega sú, að einstaklingar hafa mjög mis- munandi þarfir.og hver ætlar að halda þvi fram að sú efnisblanda sem einn fjölmiðil! býður sé við allra hæfi? BÍLASALA- BÍLASKIPTI BORGARTUNI 29- 28488 REYKJAVÍK - ICELAND Flat 128 C árg. 1977 Ekinn: 45 þús km litur rauðbrúnn. Verð= 2,7 millj. Datsun 180 B árg. 1978 sjáifskiptur Ekinn: 46 þús km litur rauður Verð: 5,2 millj. Ford Ltd Country árg 1972 Gefur nýjum bfl ekkert eftir I útiiti Litur gulur og brúnn með gullsansi Verð: 3,9 millj Willys árg 1974 Gulur.svört blæja. Verö: 3,8 millj. Ford Bronco árg 1973 Höfum tvö eintök á | staðnum báðir I sér- flokki. Wagoneer árg 1975 Ekinn: 91 þús km litur brúnn sans Verð: 5,2 millj Alfa Sud árg 1977 Ekinn: 17 þús km litur rauður Litur út sem nýr jafnt utan sem innan Verð: 4,2 millj Ath: DEKUR BILL. Puegoet árg 1977 Ekinn: 55 þús km iitur blár sans Ijósbrún tausæti fall- egur vagn og góður. Verð: 5,5 millj. Subaru árg 1978 Litur hvitur. Ekinn: 30 þús km. Verö: 4,4 milij. Opið irá kl. 9—19 alla daga nema fimmtudaga írá 9—21, og SUNNUDAGA frá kl. 13-16.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.