Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 09.05.1980, Blaðsíða 23
23 -Jie/qarpásturinn}Fösiuda^r 9 maí 1980 A morgun hefst tslandsmótiö i Knattspyrnu, meö leikjum Fram og Akranes annarsvegar, og tBV og Breiöabliks hinsvegar. Voriö góöa gerir þaö aö verkum aö báöir veröa leikirnir á grasi, sá fyrri á Akra- nesi en hinn i Kópavoginum. Við upphaf mótsins er jafnan spurt tveggja spurninga. Veröur þetta gott ár fyrir fótboltann? og hverjir verða Islandsmeistarar? í ár eru báðar spurningarnar ó- venju erfiðar. Auðvitað er aldrei hægt að svara þessum spurning- um með vissu, en oft er hægt að sjá fyrirfram getu einstakra liða og stöðu þeirra innbyrðis. Nú er ekkert slikt upp á teningnum, lið- in virðast öll vera svipuð að getu, og ég er t.d. alls ekki viss um að IBV, núverandi meistarar fari létt með að vinna FH sem voru i öðru sæti i annarri deild í fyrra. Jafnir leikir og mikil barátta son bætast i raðir Valsmanna, auk þess sem Hermann Gunnars- son tekur fram skóna. A hinn bóg- inn hafa Valsmenn misst meira en flest önnur liö, Guðmundur As- geirsson, Atli Eðvaldsson, Hörður Hilmarsson, Ingi Björn og Hálf- dán örlygsson eru farnir og skilja eftir sig stærra skarð en hinir geta fyllt. Sérstök eftirsjá er i Atla, ekki bara fyrir Val heldur islenska knattspyrnu yfirleitt, þvi hann getur tekið rispur sem gera hrútleiðinlegan leik að skemmti- legum. Valur verður með óút- reiknanlegt lið i sumar, eins og reyndar öll hin félögin. Þýski þjálfarinn þeirra hefur þótt fara ?Mg.~ Veröur fótboltinn flatneskjulegur i sumar? SPENNANDI FOTBOLTI, EN GOÐUR? eiga án efa eftir að setja svip á fótboltann i sumar, og mótiö gæti orðið skemmtilegt af þeim sök- um. Að öðru leyti er ekki mikil á- stæöa til bjartsýni. Nú leika milli 20 og 30 af okkar bestu knatt- spyrnumönnum erlendis, og það þarf engan snilling til að sjá að fótboltinn hér heima er lélegri og leiðinlegri fyrir vikið. Komi virki- lega efnilegur strákur upp, er hann farinn til útlanda um leið. Og nú eru 2. og 3. deildarliðin i Sviþjóð farin að draga til sin marga af okkar bestu mönnum, og það segir meira en mörg orð um þá vinnu sem islenskir knatt- spyrnumenn leggja á sig fyrir ánægjuna eina saman. Þegar litið er á einstök lið kemur i ljós að hreyfing leik- manna milli félaga eykst stöðugt. Við upphaf þessa móts leika um 25leikmenn með nýjum félögum i fyrstu deild. Sumir koma úr neðri deildunum, aðrir hafa skipt um fyrstudeildarfélag. Þetta er skemmtileg þróun. Valsarar hafa sennilega fengið stærsta skammtinn af nýjum leikmönnum. Ottar Sveinsson og Ólafur Magnússon. Matthias Hallgrimsson og Hörður Július- nokkuð óvenjulegar leiðir, og stillt upp liðum sem grónum Völsurum finnst skritin, en þeir verða eflaust i hópi efri liða þegar upp veröur staöið. Skagamenn hafa misst fimm menn frá i fyrra, Jón Alfreðsson, Jóhannes Guðjónsson, Matthias og Jón Þorbjörnsson. Þá hefur Sveinbjörn Hákonarson farið til Sviþjóöar. Þetta veikir liðiö að sjálfsögðu, en á móti kemur að yngri mennirnir eru að öðlast meiri reynslu, og sú staðreynd að George Kirby þjálfar vart hér á landi án þess að landa einum eða fleiri titlum á Skaganum. Vestmannaeyingar hafa misst þrjá af máttarstólpum sinum, Arsæl, örn og Valþór, en fengið i staðinn Sigurlás. Þetta veikir liö- ið án efa, en Viktor Helgason, þjálfarinn þeirra, sagði unga menn vera að koma upp, og þeir myndu vonandi fylla upp i skörð- in. Þessi þrjú lið, Valur, 1A og IBV eru öll veikari en i fyrra, á pappirnum aðminnsta kosti. Þrjú neðstu liðin i deildinni, Breiða- blik, FH og Þróttur virðast hins vegar sterkari. FH-ingar hafa fengið hóp manna til liös við sig, og aö sögn Þóris Jónssonar, fyrirliða, er stefnan sett á að halda sér i deildinni. „Annað kemur, svo sem bónus”, sagði hann. Asgeir Eliasson þjálfar liðið og leikur með þvi, og með honum kom úr Fram Knútur Kristinsson. Þá hefur Magnús Teitsson aftur gengið i FH úr Stjörnunni, Valþór Sigþórsson kom frá Vestmannaeyjum, og Heimir Bergsson, sem verið hefur sterkasti maður liðsins á æfingaleikjum vorsins, kom frá Selfossi. Breiðablik hafa fengið Einar Þórhallsson aftur og auk þess Guðmund Asgeirsson frá Val. Þeir hafa auk þess nóg af ungum friskum strákum, og fá lið hafa eins sterku B-liði á að skipa. Breiðablik hefur ætið verið létt- spilandi lið, en vantað baráttu- kraft og ákveðni. Jón Hermanns- son sagðist I samtali við Helgar- póstinn hafa lagt mikla áherslu á það i þjálfun sinni, að ná upp krafti og baráttu og sagðist alls ekki svartsýnn. Þróttarar hafa veriö með al- friskasta móti i vor. Þeir eru með sama mannskap og i fyrra, en hafa fengið Jón Þorbjörnsson aft- ur, Skotann Harry Hill og Sigur- karl Aðalsteinsson frá Húsavik, sem allir styrkja liðið. Þeir eru mjög ánægðir með þjálfarann, Ron Lewin, sem hefur tekist að ná fram meiri baráttuhug en hefur þekkst áður I herbúðum Þróttara, Það er ekki ótrúlegt að nú loksins fái þeir þá trú á sjálfa sig sem dugar til einhvers annars en rétt að forðast fall. Sem sagt: Þrjú neðstu liðin i deildinni (miðað við i fyrra) verða sterkari og þrjú efstu veik- ari. Þá eru eftir liðin I milli — Vikingur, Fram, KR, og IBK. Aöeins eitt þessara liða, IBK, virðist ætla að verða veikara en i fyrra. Keflvikingar hafa misst of mikið til aö halda dampi. Fimm fastamenn frá 1 fyrra, Sigurður Björgvinsson, Þorsteinn ólafs- son, Rúnar Georgsson, Einar Ás- björn Ólafsson og Sigurbjörn Gustafsson, hafa fariö til Svi- þjóðar. Þjálfari IBK er ungur Skoti sem var hér fyrir 6-7 árum og þjálfaði yngri flokka IBK. Hann heitir John MacKernan, og á ekki öfundsvert starf fyrir' höndum. En keflviskir fótbolta- menn hafa i sér mikinn dugnað og seiglu sem oft hefur fleytt þeim yfir skerin. KR-ingar aftur á móti virðast ætla að veröa sterkari en I fyrra. Hálfdan örlygsson er kominn frá Val og örnólfur Oddsson frá ísa- firði, og sá drengur á eftir aö reynast KR-ingum vel. Þá voru KR-ingar Islandsmeistarar I 2. flokki i fyrra, og hafa góða stráka á þröskuldinum. Sæbjörn Guð- mundsson á eflaust eftir að veröa einn af betri mönnum íslands- mótsins i sumar og Magnús Jóna- tansson þjálfari veit vel hvað hann ætlar sér með þetta lið. Gott ár I ár fyrir KR, gæti ég trúað. Framarar og Vikingar verða sennilega jafn óútreiknanlegir og i fyrra. Framarar hafa fengið Gústaf Björnsson og Jón Péturs- son aftur, en misst Hafþór Svein- jónsson og Asgeir Eliasson. Hólmbert náði ágætum árangri með þá i fyrra, og með sterka miðveröi og miðherja er hægt að ná langt. Vikingar hafa misst tvo frá i fyrra, Sigurlás og Gunnar örn, en fengiðistaðinnHafþór frá Fram, Gunnlaug Kristfinnsson og Þórð Marelsson frá Grindavik. Júri Sedov, hinn rússneski þjálfari þeirra hefur að sögn Vikinga svipaðar aðferðir viö þjálfun og nafni hans Ilitchev, nema hvaö hann talar skiljanlegra mál. Vik- ingar hafa ekki náð saman sinu sterkasta liði i vor vegna meiðsla, en þegar af þvi verður geta þeir unnið hvaða lið sem er. Það er ljóst að i sumar veröur fyrsta deildin jöfn og spennandi. Það kemur þvi til með að reyna all nokkuð á dómarastéttina. Eins og allir vita hefur orðiö gifurleg breyting á þjálfun og undirbún- ingi leikmanna hérlendis á sið- ustu tiu árum. Dómararnir hafa verið nokkuð seinir á sér og það er ekki fyrr en á siðustu þrem ár- um eða svo að þeir hafa tekiö sin mál föstum tökum. Dómarar þurfa æfingu og aftur æfingu, al- veg eins og leikmenn, og skiptir engu þótt þeir hafi haft réttindin i 20 ár. Þvi betur þarf bara að æfa. YFIRSÝN e ftir' Guöjón Arngrimsson Tuttugu og einu ári eftir valda- töku Fidels Castro á Kúbu, hefur hann talið ráðlegast að létta þrýstinginn i öngþveitisþjóð- félaginu, sem hann hefur komið á, með þvi að hleypa óánægðum þegnum sinum unnvörpum úr landi. öll ber sú aðgerð fidelskan svip, þar fara saman klókindi, duttlungar og fólska. Sem stendur sigla farkostir kúbanska útlagasamfélagsins á Flórida látlaust milli Key West og kúbönsku hafnarborgarinnar Mariel, þar sem þeir taka við flóttafólki. Þegar siöast fréttist hafði bandariska innflytjenda- eftirlitið talið yfir 20.000 komu- menn frá Mariel á rúmri viku, og var lítið lát á straumnum. Þær sögur ganga meðal kúbanskra út- laga, að sökum þess hversu ástand á Kúbu hefur versnað upp á siðkastið umfram venjulegar þrengingar, vaki fyrir Castro að losa sig við 200.000 til 400.000 manns i þessari lotu. | | Upphaf flóttamannastraumsins þessu sinni var að Kúbustjórn þóttist móögast við mótmæli sendiherra Perú, sprottin af þvi að hervörður Kúbumanna við sendiráðið misþyrmdi löndum sinum, sem þangaö leituöu til að komast úr landi, og þegar flótta- fólk greip fyrir sitt leyti til vopna og felldi einn varðmanninn við að ryðja sér braut inn á friðhelga sendiráöslóðina, kallaði Kúbu- stjórn verðina á brott og kunn- geröi, að ekki yrði neitt gert til að hindra fólk i aö leita hælis I sendi- ráði Perú. A nokkrum klukkutimum yfir- fylltist sendiráð Perú, svo að til stórvandræöa horföi. TIu þúsund manns höfðust við á litlum bletti án nokkurrar aöstöðu til að sinna daglegum þörf um sinum. Tók nú kúbanska skriffinnskan við og gerði sinar ráðstafanir til að láta Perústjórn vorkennast, með þvi að neita öllum uppástungum um skjóta lausn á vandanum sem upp var kominn. Múg manns var safnaö saman til aö fara fram hjá sendiráði Perú og lýsa fyrirlitningu á flóttafólkinu sem þar hafðist við. Þegar nokkrir dagar voru liönir og ástandið orðið þannig að hætta var á að drepsóttir kæmu upp, tóku kúbönsk yfirvöld að hleypa fólkinu frá sendiráðinu til brott- farar, en þá var safnað saman i flugstöðinni óaldarlýð til að hrella það og hrekja við brottförina. Farangur var hrifsaður af flótta- fólkinu, skartgripir rifnir af kon- um og margir meiddir. Loks voru flugflutningar flóttafólks til Costa Rica og annarra landa I rómönsku Ameriku stöðvaðir, en þeim sem eftir voru i sendiráði Perú beint til Mariel, sem Kúbu- stjórn hafði opnað fyrir fólks- flutningabátum frá Flórida. Til Mariel leitaöi ekki einungis fólk sem komist hafði inn á sendi- ráðslóð Perú, heldur einnig fjöldi fólks hvaðanæva að á Kúbu, sem allt vill i sölurnar leggja til að komast úr landi. Þegar fréttist að hæli væri opiö I erlendu sendiráði i Havana, hófst fólksstraumur þangað utan af landsbyggðinni. Farartálmar voru settir á vegi til höfuöborgarinnar og fólkið gert afturreka, en þeir sem ákveðn- Kúbanskur flóttamaður kyssir flugvallarmalbikið við komuna frá Havana til San Jose á Costa Rica. astir voru i aö komast brott héldu I þess stað til Mariel, eftir að fólksflutningar á sjó hófust þaban. Meö þvi aö beina flóttamanna- straumnum til Flórida slær Castro tvær flugur I einu höggi. Hann kemur málum svo fyrir, að hann geti bent á þá sem brott fara og sagt aö þeir leiti einvöröungu á náðir erkióvinanna I Bandarikj- unum, og hann bakar banda- riskum yfirvöldum verulegan vanda að takaumsvifalaust við slyppum og snauðum fólksfjölda. En þar að auki er ljóst, að Kúbustjórn sér margvislegan hag i þvi að losna við mikinn fjölda þeirra, sem óánægðastir eru með ástandið i landinu. Eftir ónýta tóbaksuppskeru og lélega sykur- uppskeru fara miklir þrenginga- timar i hönd á Kúbu. Vöru- skömmtunin, sem staðið hefur frá 1962, verður auðveldari, þegar færri munna er að metta. At- vinnuleysi er útbreitt á Kúbu, og það er nú flutt út til Flórida. Hús- næöisskortur er gifurlegur I Havana, og með hverri fjölskyldu sem flýr land rýmkast um þá sem eftir verða. Þessar meginástæöur færa þeir fram, sem telja að Castro ætli að losa sig við nokkur hundruð þúsund manns. Siðan 1976 hafa yfirvöld á Kúbu engar hagskýrslur birt, en talið er aö á þvi timabili hafi þjóðarfram- leiðsla i landinu minnkað um ti- unda hluta. Stjórnarhættir Castro hafa oröið til að allir bjargræðis- vegir eru i ólestri. Þjóðinni nýtast náttúrugæði landsins á engan iiátt, vegna þess að atvinnuveg- unum er ekki stjórnað af þekk- ingu og fyrirhyggju, heldur duttl- ungum eins manns, sem notar herinn, lögregluna og einokun á fjölmiölum til aö þvinga lands- fólkið til vanhugsaðra skyndiher- feröa i atvinnumálum, sem allar hafa reynst jafn haldlausar. Um tlma var allt kapp lagt á iönvæð- ingu, sem fór út um þúfur. Þá átti að framleiða metuppskeru af sykri, sem varð til þess eins að sykurvinnslan fór úr skorðum jafnframt þvi sem verðið hrap- aði. Aukin fjölbreytni landbún- aðarframleiðslu hefur strandað á þvi, að bændur fást ekki til að láta þekkingarlausa embættismenn segja sér fyrir verkum. I ár átti að stórauka tóbaksframleiðsluna meö nýjum stofnum, en þeim fýlgdi blámygla, sem gereyöilagði uppskeruna. Nú er svo komið aö byltingar- eftir Magnús Torfa ólafsson eldmóðurinn, sem Castro tókst að vekja fyrstu stjórnarár sin, er úr sögunni. Valdakerfi hans byggist annars vegar á hernum, njósna- kerfi Byltingarvarnarnefndanna, sem ætlast er til að nái yfir allt þjóðfélagið, og að þeir menn, sem „leiðtoginn mikli” telur liklega til forustu fyrir andstöðu gegn sér og þvi hættulega, eru grafnir lifandi eins lengi og honum þóknast i ein- hverjum óhrjálegustu dýflissum sem fyrirfinnast. Hins vegar styðst Castro æ meira við gamla kjarnann úr Kommúnistaflokki Kúbu, mennina sem stuttu Bat- ista einvaldsherra dyggilega á fyrra valdatimabili hans og fengu i staöinn yfirráð yfir verkalýðs- félögum landsins. Nú stjórna þeir skriffinnsku- og forréttinda- kerfinu, sem komið hefur verið á eftir aö raunverulegar vinsældir Castro fjöruðu út. Atburður sem skipti sköpum I þróun mála á Kúbu eftir valda- töku Castro, varö þegar hann ógilti fyrstu kosningarnar i verkalýösfélögum landsins eftir byltinguna. I kosningunum sigruöu lýðræðissinnar úr 26. júli- hreyfingunni, samtökunum sem voru uppistaöan i byltingarhreyf- ingunni gegn Batista. Castro ógilti kosningaúrslitin og setti yfir verkalýösfélögin nýja banda- menn sina úr rööum kommúnista. Nokkru siðar leysti hann upp 26. júli-hreyfinguna. Verkamenn á Kúbu eru nú skyldaðir til aö bera „vinnubók” þar sem skráö er álit yfirmanna á starfshæfni þeirra, fjarvera frá störfum, undirgefni undir vinnu- aga og afstaöa til stjórnarfarsins. Kosningar hafa veriö afnumdar i verkalýðsfélögum eins og öörum stofnunum, forustumenn er sk\p- aðir af stjórnvöldum. CASTRO OPNAR ÖRYGGISSMUGU Á ÖNGÞVEITISÞJÓÐFÉLAG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.