Helgarpósturinn - 27.06.1980, Qupperneq 4
4
Föstudagur 27. júní 1980mJlB/QdrpOStUrinrL-
NAFN: Hrafn Gunnlaugsson STAÐA: Leikstjóri og rithöfundur FÆDDUR: 17. júni 1948
HEIMILI: Fálkagata 17 HEIMILISHAGIR: Sambýliskona Edda Kristjánsdóttir og eiga þau tvö börn
BIFREIÐ: Volkswagen Derby, árg. '17 ÁHUGAMÁL: Ljóð, pönk og Beethoven
„SKIL VEL AD PEMPÍUR VERÐISJOKKERAÐAR”
Fyrir utan forsetakosningar hefur fátt vakiö jafn mikla athygli manna undanfarna daga og
frumsýning kvikmyndar Hrafns Gunnlaugssonar, óhal feöranna. Og eins og venjulega þegar
Hrafn á f hlut eru skoöanir manna um kvikmyndina æriöskiptar.
Gagnrýnendur eru allir sammáta um aö kvikmyndin sé tæknilega séö meö þvi besta sem herlend-
is hefur veriö gert. Þeir eru lika sammála um aö Utiö fer fyrir gleöi I myndinni. Og um þaö hefur
veriö rætt aö f henni sé aö finna kvenfyrirlitningu, mannfyrirlitningu, drétttáta mynd af sam-
vinnuhreyfingunni ásamt ööru miöur geösleeu.
Af þessu tílefní yfirheyrir Helgarpósturinn Hrafn Gunnlaugsson leikstjára aö þessusinnni.
Þú lýstir þvl yfir áöur en óöal
feöranna var frumsýnd, aö hún
væri mynd, sem fjallaöi um
Islenska fjölskyldu f sorg og I
gleöi. Hvar er gleöin f mynd-
inni?
,,Á sama staö og sorgin, f
hjörtum þeirra sem koma þar
viö sögu.”
Hán sést ekki mikiö i mynd-
inni.
„Yfirleitt er nú hvorki gleöi
né sorg sjáanleg. Þó maöur hlæi
þarf hann ekki endilega aö vera
glaöur, eöa sorgmæddur þó
hann gráti. Og viö skulum ekki
gleyma þvi aö sé stutt á
milli einhverra tilfinninga þá er
þaö milli hláturs og gráts”.
En er ekki fullmikiö af óláni á
þessa fjölskyldu lagt?
„Þaö er til gamalt islenskt
máltadcisem segir: „Sjaldan er
ein báran stök”. Og þaö er svo
einkennilegt meö höpp eöa
óhöpp eöa hvaö sem er i lifinu aö
þaö er eins og þetta hafi ein-
hverja raötengingu. Þegar þú
segir sögu i mynd á einum og
hálfum tima, sem á aö gerast á
hálfu ári eöa heilu eöa hvernig
sem þaö nú er, þá þjapparöu
saman á afskaplega stuttum
tima þeim atriöum sem valda
straumhvörfum I lifi þessa
fólks. Og hvaö er þaö sem veld-
ur straumhvörfum I lifi okkar?
Jú, þaö eru þau áföll eöa höpp
sem viö veröum fyrir. Kvik-
myndin er svo lygilegur listmið-
ill; hún er fy rst og fremst lygileg
vegna þess aö hún er alltaf aö
velja. HUn eralltaf aö skera niö-
ur tima á meðan skáldsagan
geturleyft sér aö teygja hann og
sveigja. Vandamál þess manns
sem vill gera kvikmynd er af-
staöa hans til yrkisefnisins,
hvernig hann tekur á þvi. Þetta
er ekki spurning um hvort ein-
hver raunveruleiki liggi i hverju
einstöku skoti. Heldur um þaö
hvort afstaöan til efnisins sé
heiðarleg”.
Vilt þú halda þvi fram aö
kaupfélagið sé sú voöalega
mafia sem þaö er látiö vera I
myndinni?
„Þegar búiö er til listaverk er
sett inn togstreita, — andstæö
öfl sem skapa dramatiska
spennu. Eru allir kaupamenn
nauögarar eöa forfallnir
drykkjuræflar? Allar mæöur I
sveit lokaöar inni I heimi ein-
búans? Eru allir eldri bræöur I
fjölskyldu i lögfræði? Eru öll
kaupfélög glæpasamtök? Þetta
er spuming um val. ÞU veist aö
þessir hlutir geta gerst, — aö
þessir hlutir eru tilí*
Hefur þú einhver fordæmi?
„Ég endurtek, aö þaö er ekk-
ert f þessari mynd sem þU getur
ekki fundiö dæmi um I raun-
veruleikanum. Samvinnuhreyf-
ingin og verkalýöshreyfingin
voru nauösynlegar á sinum
tima til aö efla stéttarvitund
manna. En þeir menn eru
hættulegastir framsækinni
hugsun sem fara aö lita á þessar
hreyfingar sem sina privateign,
einhvern kóka-kóla sjálfsala,
sem þeir geta stungiö I túkall
þegar þeim dettur i hug. I þessu
liggur raunverulega ekkert
annaö, svo vitnaö sé I enn eitt
máltækiö, aö „byltingin étur
börnin sin”. Allur valdastrúktúr
i kringum bændur á tslandi er
formgamlaöasta kerfi sem viö
búum viö I lýöræöinu. Og þaö er
þaö sem þessi mynd vill m.a.
fjalla um. HUn vill fjalla um
miöstjórnarvald sem er ekki
lengur miöstjórnarvald fjöldans
heldur einræöisvald spilltra ein-
staklinga,”
Telur þú forráðamenn sam-
vinnuhreyfingarinnar spillta?
„Þar eru sjálfsagt til gjör-
spilltir menn og stálheiöarlegir,
eins og annars staðar. Þaö er
engin alhæfing I þessari mynd.
Ef menn vilja alhæfa þá eiga
þeir ekki aö bUa til listaverk; þá
eiga þeir aö skrifa leiöara i dag-
blaöi'
Er myndin ekki dauöadómur
yfir smábændum?
„Nei, hUn er hvatning til smá-
bænda, aö lita i eigin barm og
gera sér grein fyrir þvi aö þaö
er hægt aö bUa til betri tlmaV
Boöar myndin I heild ekki
frekar einhvers konar uppgjöf?
„Nei, hUn er frekar hvatning
til uppreisnar, vegna þess aö
hUn segir: Svona veröiö þiö ef
þib gefist upp.”
Þaö hefur veriö talaö um
kvenfyrirlitningu I myndinni, aö
konurnar séu þar hugsunarlaus-
ar gljápiur?
„Ég hef ekki oröiö var viö
neina kvenfyrirlitningu I mynd-
inni.”
Er það ekki kvenfyrirlitning
þegar konurnar eru meira eöa
minna látnar vera heimskar eöa
hugsunarlausar gljápiur?
„Þær eru bara jafn heimskar
og hugsunarlausar og hver ann-
ar karlmaður. Þurfa allar konur
aö vera hetjur og ganga um meö
gyllta skildi og glóandi hár?
Eöa karlmenn graöfolar meö
tittlinginn Ut I loftiö? Máliö er
þaö aö þU ert aö segja sögu ein-
stæörar móöur, þU ert aö segja
sögu ekkju sem stendur I gegn-
um þykkt og þunnt meö sinum
börnum af hreinu og heiöarlegu
hjarta. En hennar afstaöa mót-
ast af þvi þjóöfélagi sem hUn lif-
ir I. Ef talaö er um hetju hvers-
dagsins, þá er þaö I rauninni
móöirin I myndinni. Og menn
skyldu athuga þaö aö einna
nánasta tilfinningasambandiö
sem byggt er upp i myndinni er
á milli móðurinnar og dóttur-
innar.”
Þarf einstæöa móöirin f
myndinni aö vera drusla?
„Er það aö vera einhver
drusla og aumingi að lenda i þvi
aö leigja manni herbergi mán-
uðum saman og hann stendur
ekki I skilum viö þig? Eöa aö
fara á kenderi meö vinkonu
sinni á laugardagskvöldi og
þurfa jafnvel á miöju
kenderfinu aö fara Ut i þvotta-
hús að hengja upp bleyjur? Er
þaö aö vera drusla og aum-
ingi?”
Hún er látin stela af honum
peningum?
„Stela af honum pening?
Hver er það sem stelur pening-
um i myndinni? Þaö er kaup-
félagsstjórinn og laxveiöi-
maöurinn. HUn stelur ekkert af
honum peningum; hUn átti
þennan pening inni hjá bróöur
hans, og henni finnst sjálfsagt
aö fá þá i gegnum þessa ávisun.
Þaö eru bara konur meö frosiö
hold sem sjá kvenfyrirlitningu
Ut úr þessari mynd, sem sjá alls
staöar kvenfyrirlitningu ef kon-
ur eru ekki gerðar aö einhverj-
um litlum englum.”
Þaö eru til konur sem spjara
sig I þessu þjóöfélagi.
„Já, myndin fjallar bara ekki
um þaö. Þaö getur verið aö
næsta mynd muni f jalla um þaö.
Þessi mynd velur ákveöna leiö.
Þaö eru lika kaupamenn sem
eru ekki nauögarar og kaup-
félagsstjórar sem ekki eru
glæpamenn. Mér finnst þetta
heimskuleg umræöa.”
En nauðgunin, — heföi ekki
veriö eölilegt aö vangefin stúlka
færi beint i fóstureyöingu?
„Nei, þaö hefði veriö alveg Ut
I hött. ÞU sérö þaö ef þU skoðar
myndina. Þegar strákurinn
kemur heim eftir spltalaheim-
sóknina, og segir viö móöur sina
aö Helga sé ólétt. Hverju svarar
hUn? HUn svarar: „Ég veit
þaö”. Og hver er þaö sem ræöur
yfir Helgu og hver er þaö sem
tekur ákvaröanir fyrir hana?
Jú, móöirin og fyrir henni er þaö
aö flytja burt eöa láta fram-
kvæma fóstureyðingu á dóttur
hennar óhugsandi hlutur. Af-
staöa móöurinnar er alveg skýr,
hún myndi aldrei láta eyöa
fóstri eöa eyöa mannlegu lifi.
Hennar ást á lifinu stendur upp
Ur I myndinni”.
Attir þú frumkvæðiö aö þvi aö
þessi nauögunarsena var tekin
upp f tímaritinu Samúel?
„Ég átti ekki á neinn hátt
meira frumkvæöi aö þvi en
gagnvart öörum blööum. Ég
sendi öllum blööunum ljós-
myndir Ur þessari mynd. Siðan
var þaö þeirra aö sjá hvaö þeim
þætti spennandi i myndinni.
SamUel er blaö fyrir tippalinga;
ef þeir sjá naui^un og ekkert
annaö Ut Ur myndinni, þá er þaö
þeirra hausverkur. En þaö er
ekkert þarna haft eftir mér,
ekki stafkrókur!1
Er geldingaratriöiö i mynd-
inni ómissandi?
„1 mynd er kannski ekkert
ómissandi; þetta er spurning
um þaö hversu mikiö þú
ákveöur aö segja áhorf-
andanum.”
Heföi myndin ekki sagt þaö
sa ma, þó þessu atriöi heföi veriö
sleppt?
„Ég held ekki. Fyrir meiri-
hluta áhorfenda sem sjá þessa
mynd, er þessi harðsnúni raun-
veruleiki sem menn lifa við I
sveit I dag, afskaplega fjar-
lægur. Og ég held aö sjokkeri
geldingin einhvern, þá sjokkeri
hUn mest einhverja smáborg-
ara, sem vita ekki i hvaöa landi
þeir bUa. Fyrir venjulegan
bónda, er þessi gelding jafn
sjálfsagöur hlutur og þaö aö
þurfa aö klippa á sér negl-
urnar.”
Hefuröu gaman af þvl aö
sjokkera fólk?
„t raun og veru skil ég ekki af
hverju fólk veröur sjokkeraö
yfir mínum verkum. Ég skil vel
aö pempiur veröi sjokkeraöar,
vegna þess aö þær neita yfirleitt
aö horfast I augu viö raunveru-
leikann. Þessa dagana er veriö
aö gelda tugi hrossa Ut um allt
land.”
Þú hefur veriö ásakaöur um
aö velta þér upp úr ljótleika
mannllfsins I myndum þinum.
„Ef listin er bara einhver
postulinsvasi, sem bregður upp
falsmynd af þeim raunveru-
leika sem viö lifum i, þá er hUn
eitthvað sem ég hef engan
áhuga á aö koma nálægt. Þaö
sem ég hef áhuga á er aö bæta
þennan heim. Sá sem ekki hefur
gengiö i myrkrinu skilur ekki
hvaö sólin er sterk. Til þess aö
skynja birtuna i mannlifinu
þarftu lika aö hafa þaö svarta.
Ég hef alltaf dáöst aö hugarflugi
Miltons um Satan. Aö þaö stóra I
Satan sé þaö aö hann var erki-
engill á himnum áöur en hann
féll ofan i afgrunnið. Þar meö
þekki Satan gljfe himinsins og
myrkurhelvltis, andstæður hins
góöa og illa. Þess vegna sé
Satan herra heim«ins, en Guö
aöeins grunnhygginn skýja-
glópur. Til þess aö veröa lista-
maöur þarf maöur i rauninni aö
ganga i gegnum þetta fall erki-
engilsins.”
Af hverju notar þú ekki at-
vinnuleikara I myndinni?
„Þaö hefur komiö fram mjög
heimskuleg gagnrýni I sam-
bandi viö val á leikurum I
þessari mynd. Þaö er sagt aö ég
hrdsi mér af þvl aö nota óreynt
fólk, og sé þar meö aö gera
mikiö Ur mér sem leikstjóra.
Þaö er alls ekki máliö. Ég nota
ekki atvinnuleikara, en ég nota
leikara. Ég nota fólk sem veit
hvaö þaö er aö leika og hefur
fengið þessa reynslu á ööru sviði
og á öörum stööum. Ástæöan til
þess er einfaldlega sU aö fer-
tugur maöur getur leikið tvi-
tugan mann á sviöi, en þaö er
ekki hægt I kvikmynd, sem er
mun nærgöngulla listform.”
Þaö eru til fullt af atvinnu-
leikurum á öllum aldri.
„Islenskir atvinnuleikarar
eru I rauninni jafn reynslulausir
l aö leika I kvikmyndum og is-
lenskir áhugaleikarar. Og viö
bak við vélina erum lika jafn
reynslulaus og leikararnir.”
Finnst þér þaö sanngjörn
krafa sem leikarar hafa gert, —
um aö visst hlutfall leikara I
kvikmyndum skuli vera at-
vinnuteika rar?
„Mér finngt hUn algjörlega Ut
i hött. Það geta komiö upp
aöstæöurþar sem þú getur ekki
kallaö til neitt nema fagfólk. Þá
ertu meö verk sem gerir þá
kröfu Ut frá sinu yrkisefni. En
yrkisefniögetur veriö þess eölis
aö þU ert hreinlega tilneyddur,
ef þU ætlar aö vera trUr þvi sem
þú ert aö segja, aö leita til fólks-
ins I umhverfinu sem þú ert aö
lýsa.”
Svarthöföi var aö velta upp
þeirrihugmynd aö þú snerirþér
næst aö þvl aö gera kvikmynd
um spillingu verkalýöshreyf-
ingarinnar, hvernig list þér á
þaö?
„Yrkisefni i mynd, veljast
oftast Ut frá þvl aö þaö er eitt-
hvaö sem brennur á þinu
skinni.”
Spiliing innan verkalýsö-
hreyfingarinnar brennur þá
ekki á þinu skinni?
„Þvi miöur þá hef ég ekki
veriö7 ár innan verkalýðshreyf-
ingarinnar, eins og ég hef verið
7 ár i sveit. Ég held aö ég væri
afskaplega ófær um aö fjalla um
hana á þann heiöarlega hátt
sem reynt er aö fjalla um fjöl-
skylduna I Óðali feöranna.”
Ertu farinn aö huga aö næstu
kvikmynd?
„Ég er mikiö aö hugsa um
kvikmynd f dag.”
Um hvaö á hún aö fjalla?
„Ef þaö er eitthvaö sem mig
langar til aö fjalla um I dag, þá
er þaö helst fölsunin á hug-
takinu hetja i Islenskum sam-
tima.”
eftir Ernu Indriðadóttur