Helgarpósturinn - 11.07.1980, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 11.07.1980, Blaðsíða 3
3 hplgarpncrfi rinn-^" "• lú» 1980 sem meðal annars er kveöiö á um, að þeir megi ekki vera stærri en 50 fermetrar, svo þeir verði ekki notaöir sem heilsárshús, og þeir skuiu ekki reistir Ur varan- legu efni. Eins og fyrr segir hafa jarðeig- endur hneigst til þess upp á sfð- kastið aö leigja sumarbiistaða- lóðir frekar en selja þær. Enda er orðinn hörgull á sölulóöum bæði á Suður- og Vesturlandi, en talsvert framboð hefur verið á leigulóð- um. — Það sjá allir eftir þvl.sem hafa selt úr landi slnu. Meö þvl móti verða sumarbiistaðalóðirn- ar eins og dauðir blettir I jörðun- um, og þær eru litnar fremur óhýru auga af nágrönnunum. Fyrst eftir aö ég kom upp sumar- bústaðahverfinu að Húsafelli varö ég var við nokkra óánægju bænda i nágrenninu, en nú eru þeir farnir aö sjá, að það minnkar talsvert ásókn I tjaldstæöi á þeirra eigin löndum, sagöi Krist- leifur á Húsafelli, sem hefur manna lengsta reynslu af útleigu sumarbústaða. Framtið i útleigu En sýnir reynsla Kristleifs, aö nægur grundvöllur sé fyrir starf- semi af þvl tagi sem hann rekur? — Þaö tel ég tvímælalaust vera. Sumarmánuðina, júnl, júli og ágúst, er nýting bústaöanna um 98%, og meðalnýting húsanna er 120 dagar á ári. Ég hef llka orðiö varvið, aðfólksem hefur kannski fengið bústað I viku að Munaöar- nesi, hjá BSRB, kemur til mln á eftir og er þar viku I viðbót, sagði Kristleifur, og sagöist telja þörf- ina á fleiri sumarbústaðahverf- um tvimælalausa. ' Það eru líka ýmsir að fara af staö með Utleigu á sumarbUstöð- um. Að Fitjum I Skorradal er þegar farið að leigja út land, og I landi Svarfhóls á Hvalfjarðar- strönd er þessa dagana verið að ganga frá 44hektara svæði vestan Vatnaskógar þar sem búiö er að skipuleggja 38 sumarbústaöalóð- ir, sem eru 0,6 til einn hektari hver. Leigugjaldið veröur 1800 þUsund k rónur miðað við hektara, og leigusamningurinn til 25 ára. Leigan á að greiðast fyrirfram I einu lagi, en þaö þýöir að ársleig- an veröur ekki nema 72 þúsund krónur. Auk þess innheimtir landeigandinn 250 þúsund krónur á ári I þjónustugjald, en hann mun sjá um aö leggja vegi og aöal mati ríkisins á Selfossi eru ein- staka lóðir seldar I endursölu, og er meöalverðið þá á bilinu þrjár til fimm milljónir fyrir hektar- ann, dýrast I grennd viö Laugar- vatn. Hins vegar hafa verið skipulögð sumarbústaðahverfi á nokkrum stööum, og þar viröist ásóknin vera tHuverð. 1 Miðfellslandi I Hrunamanna- hreppi eru til dæmis seldar 1200 fermetra lóðir á 6-900 þUsund krónur hver. Þá hefur verið skipulagt hverfi við Kálfá I Gnúþverjahreppi á vegum hreppsins. Þar eru lóðirnar 21 að tölu, frá 3000 fermetrum upp I hálfan hektara. — Þessu var Uthlutaö I hitteö- fyrra, og nU eraðeins ein lóö eftir, og þegar búiö aö reisa þrjá bU- staöi. Viö tókum þá stefnu að leigja lóðirnar til 20 ára og miða leigugjaldið við tvö lambsverö. Þá reiknum við með 15 kílóa dilk- um, sem kostuðu 50 þúsund krón- ur I haust, Sagði Steinþór Ingv- arsson oddviti á Þrándarstööum. Hreppurinn sá um að leggja veg um landiö, girða og veita vatni inn á svæðið og tók' fyrir það stofngjald i upphafi. Fyrir tveimurárum var Uthlut- að 20 lóðum undir sumarbústaði úr landi tJthlíöar I Biskupstung- um. Þær eru allar hálfur hektari og voru leigðar fyrir eína milljón til 25 ára. Þá munu bændur I Grlmsnesi og Grafningi hafa lóð og lóð til leigu, en þar eins og ann- arsstaðar er lltið um sölulóöir. Asmundur Eiriksson i Asgaröi, oddviti Grfmsneshrepps, sagði, aö þá sjaldan sem lóöir væru til sölu væri veröið fyrir hektarann dcki undir einni milljón, en ann- ars taka bændur I þessum hrepp- um gjarnan mið af tveimur lambsveröum I ársleigu á spild- um þeim sem þeir leigja þétt- býlisbúum. Hann sagðist vita til þess, aö I Grafningnum væru 2000 fermetra lóðir leigöar á 46-50 þús- und krónur. En það er aðeins lltill hluti af kostnaðinum við að koma sér upp sumarbústað að festa sér lóöina. Þorbergur Þórðarson hjá Tré- smiöju Sigurjóns og Þorbergs, sagði að þeir framleiddu eina gerö bústaöa, svonefnd „strýtu- hús”, sem eru 32 fermetrar að stærö. Þeir kostuðu 1. júnl 8,1 milljón með uppsetningu, ásamt hreinlætisaöstööu, eldunarað- stöðu og seinolluofni. Afkastageta trésmiðjunnar er 12—15 bústaöir á ári, og að sögn Þorbergs hafa Það færist i vöxt að jarðeigendur leigi út jarðspildur undir sumarbú- staði I stað þess að selja þær. Það veldur þvi, að fleiri eiga þess kost að eignast sumarbústaö en áður. Samt er kostnaöurinn mikiil. Sumarbú- staðurinn á myndinni er meðal þeirra ódýrustu og kostar fjórar til fimm milljónir króna ósamsettur og fyrir utan flutning á staöinn. 'vatnsæöar og sjá um viöhald giröinga. Trésmiðja Sigurjóns og Þorbergs á Akranesi, sem hefur framleitt sumarbústaði I allmörg ár, hefur fest kaup á þeim 15 hekturum Ur landi Heyholts, sem fyrr er getið. Þorbergur Þórðar- son, annar eigandi trésmiðjunn- ar, sagði I samtali við Helgar- póstinn, að þegar sé lokiö viö að skipuleggja helming svæðisins. Hinsvegar sagöi hann að ekki hafi veriö tekin endanleg ákvörðun um hvort allar lóðirnar verði seldar, eða hvort þær veröi leigðar út. Verö hefur heldur ekki veriö ákveðið, en hugmyndin er að bjóða fólki upp á að fá ekki ein- ungis lóðirnar, heldur llka upp- setta sumarbústaöi trésmiöjunn- ar á staönum. Ásókn I bústaðahverfi Mjög hefur fækkaö þeim sum- arbústaðalóðum á eftirsóttustu svæðunum á Suðurlandi, sem eru til sölu. Að sögn SamUels Smára Hreggviössonar hjá Fasteigna- þeir varla undan að framleiöa. HUsasmiðjan i Reykjavlk selur 28—45 fermetra sumarbústaði, sem kosta fjórar til fimm milljón- ir fokheldir, en flutningur, uppsetning og innréttingar eru ekki með I verðinu. Hversu mikill heildarkostnaðurinn veröur fer að sjálfsögðu eftir þvl hvaö kaupandinn getur lagt fram mikla vinnu sjálfur. Þriðji aðilinn sem við höfðum samband við er H. Guðmundsson i Reykjavlk, sem flytur inn finnsk bjálkahús. Erfitt er að segja til um verð á þeim, þvl þau eru hönnuð eftir óskum hvers og eins. Þó má reikna með, aö 30 fermetra bústaður kosti um sjö milljónir, en þá er eftir aö flytja hann á staðinnog setja hann sáman. Auk þess vantar þá járnklæðningu á þak, sem kostar um 500 þúsund. En þessir bústaðir eru geröir úr sex tommu þykkum bjálkum, sem eru felldir saman, og þá þarf ekki aö einangra, að sögn innflytjandans. Ef öll vinna viö uppsetningu bústaðarins er að- keypt má reikna með aö hún kosti 2,5—3 milljónir, en meö eigin vinnu má skera þann kostnaö niður I 200—250 þúsund. Sé tekinn 49 fermetra bústaður af þessari gerð kostar efniö i hann um 9,2 milljónir, og sé hann með lofti fer kaupverðiðupp I 14—15 milljónir. Sumarbústaðir fyrir alla Enda þótt nokkur ásókn virðist vera I leigulóðir undir sumar- bústaði, og einstaka fjársterkir menn kaupi jafnvel ennþá sumar- bústaöalönd, þar sem þau eru föl, hallast margir aö þvl, að stefna beri að þvl aö jarðeigendur láti skipuleggja sumarbústaöahverfi og komi sér upp bústöðum, sem þeir sföan leigja almenningi til stuttrar dvalar. Sú þróun hefur orðið I þessum málum I nágrannalöndum okkar. Það viröist ekki slst vera framtíð I rekstri sumarbústaðahverfa hér á landi, ef ástandiö I landbún- aðarmálum er tekið meö I reikn- inginn. Fyrir utan að bæta hag þeirra bænda sem slika að- stöðu hafa jafnar það möguleika fólks I þéttbýlinu til aö dveljast I sumarbústööum, þaö veröa ekki lengur forréttindi peningamanna, eins og verið hefur oft á tiöum. — Það er varla hægt að koma I veg fyrir þessa þróun, og ekkert viðþvl aö segja þótt þéttbýlisfólk leiti Ut I sveitirnar á sumrin, sagöi Steinþór Ingvarsson oddviti i Þrándarlundi, þegar viö rædd- um þessi mál viö hann. — Það er ekkert við þessu aö seg ja, ef þetta er ekki til bölvunar fyrir búskapinn. Til þess þurfa sumarbústaðirnir aö vera I útjöðrum jaröanna, þvl þeir geta hæglega truflaö fólk viö vinnu sina. Þetta er lika hagkvæmt fyrir bændur, og aö sjálfsögðu er hagkvæmara að leigja löndin frekar en að selja þau, þaö gefur þeim árvissar tekjur, sagði Steinþór. Eftir Þorgrim Gestsson Margt, sem á þátt í aö draga úr bensíneyðslu, geta menn gert sjálfir: Skipt mn kerti áöur en þau eru orðin slitin, hreinsaö loftsíuna og athugað ástand kveikju og kveikjuþráöa o. fl. Hafir þú ekki gert þetta er ráö aö fletta upp í handbókinni sem fylgir bílnum. Fylgstu meö bensíneyöslunni. Skráöu alltaf hjá þér þegar þú setur bensín á bílinn. Leitaðu reglulega til verkstæðis. Láttu stilla þar blöndung, kveikju, ventla og yfirfara bremsur. UMHYGGJA DREGUR ÚR EYÐSLU. ORKUSPARNAÐUR Starfshópur um eldsneytisspamað í bílum: Orkuspamaöamefnd iönaöarráðuneytisins Bílgreinasambandið Félag íslenskra bifreiðaeigenda Olíufélögin Strætisvagnar Reykjavíkur Umferöarráð ÞINN HAGUR ÞJÓÐARHAGUR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.