Helgarpósturinn - 11.07.1980, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 11.07.1980, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 11. júlí 1980 _belgarpásturinru NAFN: Ragnar Arnalds STAÐA: Fjármálaráðherra FÆDDUR: 8. júlí 1938 HEIMILI: Mánaþúfa, Seiluhreppi, Skagafirði HEIMILISHAGIR: Eiginkona, Hallveig Thorlacius og eiga þau tvær dætur BIFREIÐ: Lada Sport »78 ÁHUGAMÁL: Lestur, leikhúsferðir og menningarstarfsemi almennt „Ekki í stjórn til að verma ráðherrastóla” Stjórnmálaumræöa hefur nokkuö legiö niöri á meöan hamagangurinn viövikjandi forseta- kosningunum hefur staöiö yfir. Nú hefur athygiin á nýjan leik beinst aö rikisstjórninni, veröbóig- unni, kjaradeilunum og öllu hinu. Nokkur hreyfing er nú komin á samninga BSHB og rikisíns, enda þótt talsvert skilji enn á milii deiluaöila. Ýmsir ætla aö rikisstjórnin komi til meö aö standa höllum fæti, ef ekki tekst aö semja á næstu vikum. Aöauki eru nú samningar lausir milli Alþýöusambandsins og Vinnuveitendasam- bandsins og þar mjakast litiö i samkomulagsátt. Er þaö hald manna. aö ef til verkfalia kemur, þá hrikti i stoöum núverandi rikisstjórnar. Ragnar Arnalds fjármálaráöherra er í yfirheyrslu Helgarpóstsins. Verða ráöherrarnir ekki aö fara aö taka hendurnar úr vösunum og taka á þeim vanda- málum sem viö blasa I efna- hags- og kjaramálum? Getur rikisstjórnin lengur faliö sig á bak við umstangið i kringum forsetakosningarnar? ,,Það er mesti misskilningur að ráðherrar rikisstjórnarinnar hafi hendurnar i vösunum. Þau viöfangsefni sem þú nefnir eru einmitt þau sömu og rikis- stjórnin hefur veriö að kljást við siöustu vikur og mánuði og er enn að glima við. Það var feiknamikið verk sem beið þessarar rikisstjórnar og fyrstu mánuöirnir fóru i aö koma fjár- málum rfkisins á hreint, bæði meö afgreiðslu fjárlaga og láns- fjáráætlunar og skattamála á Alþingi. En nú seinasta mánuð- inn höfum við einmitt verið að vinna i kjarasamningamálum og m.a. veriö á kafi i kjara- samningum opinberra starfs- manna.” Og lftiömiöar? „Ég vil nú ekki segja. að ekkert hafi miðaö. Við erum búnir að ræöa mjög vandlega fjölmarga þætti sem ég er nokkuð viss um aö verða i næstu samningum BSRB og rikisins. Og ég tel i raun og veru að það hafi miðað ágætlega á fjöl- mörgum sviðum. Þegar svo aftur kemur að kaupliöunum sjálfum, þá er það rétt aö það er óafgreitt mál.” Þessu tilboði rikisstjórnar- innar hefur nú ekki veriö tekiö fagnandi af BSRB-mönnum. óttastu aö þaö veröi stál I stái og aö til verkfalla komi i haust? ,,Ég get ekkert um þaö sagt. Ég er hins vegar sannfæröur um aö meðal margra i forystu BSRB er vilji til að ná samn- ingum á næstu vikum, og ég held að það muni takast.” Er almenn samstaöa innan rikisstjórnarinnar um iauna- málastefnuna? ,,Ég hef nú ekki orðiö var við, að þar væri mikill ágreiningur rikjandi um stefnumiöin i launamálum, eins og á stendur. Nú hafa samstarfsflokkar Alþýöubandalagsins I rikis- stjórninni einatt haft á þvi orö, aö bandalagiö væri erfitt I sam- starfi einkum hvaö varöar efna- hagsmálin. Þaö væri si og æ með yfirboö sem stæöust ekki I raunveruleikanum. Er þaö sama uppi á teningnum I þessari rikisstjórn? ,,Ég býst nú viö ao sérhverjum stjórnmáiafiokki finnist aðrir flokkar erfiðir i samstarfi. Ekki verð ég var við aö Framsóknarmönnum og Alþýöuflokksmönnum hafi gengiöbeturaövinnasaman, og enn siöur gengur Sjálfstæöis- flokknum vel aö lynda við aðra flokka, enda væri hann þá búinn aö mynda stjórn með öörum. Ég hlýt þvi að draga þá ályktun að þeir sem nú vinna saman hljóti að vera þeir aðilar i islenskum stjórnmálum, sem gengur best að koma sér saman.” Þú vilt sem sé ekki tr'úa þeim hrakfallaspám sem heyrst hafa, þó aö rikisstjórnin komi til meö aö springa innan fárra mánaöa. Stjórnarandstaðan er alltaf með hrakfallaspár. Hún byrj- aöi á þvi að boða að það yrði stórkostlegur halli á væntanleg- um fjárlögum enda myndum við auka útgjöld rikisins um 30—40 milljarða. Viö komum þó fjár- lögum saman án þess að nokkuð slikt gerðist. Sama var upp á teningnum þegar kom láns- fjáráætlun. Þannig gengur það kíollaf kolli. Stjórnarandstaðan á hverjum tima sér alltaf svartnætti framundan. Hún málar skrattann á vegginn. Ég sé ekki að það séu frekar áföll framundan á næstu mánuðum en verið hefur. Vissulega eru mikil vandamál við að glima, t.d. verður að koma á kjara- samningum.” En er þaö furöulegt I sjálfu sér, aö stjórnarandstaöan spái ekki þessari rikisstjórn löngum lifdögum, þegar til þess er litiö aö Alþýöubandalagiö hefur sjaldnast orðiö langllft I rikis- stjórnarsamstarfi? „Það er rétt, að viö Alþýðu- bandalagsmenn höfum aldrei metið þaö mikils, að sitja og sitja án tillits til annars. Viö erum i rikisstjórninni málefnanna vegna, en ekki til þess að verma ráöherrastóla og þess vegna hefur það fariö svo, aö við höfum aldrei setið um langt skeið I rikisstjórn, enda ekki keppikefli okkar.” Þaö virðist nú fara bærilega um þig I ráöherrastólnum núna? „Já, þetta er lika sérstaklega góöur stóll, sem ég sit i núna og lét ráöuneytiö kaupa nýlega. Hann fer vel með bakið.” Yfir I innanhússmálefni Alþýöubandalagsins. Stcfnir þú I formannssæti I bandalaginu, nú þegar ljóst er aö Lúövlk Jósepsson hyggst láta af þvi starfi? „Nei, það geri ég ekki.” Hvern kemur þú til meö aö styöja til þess sætis? '‘„Eg áskil mér rétt til þess að velta þvi fyrir mér til haustsins og ætla ekki að gefa neinar yfir- lýsingar um það, en sjálfur hef ég verið formaður Alþýðu- bandalagsins i einn áratug og hef ekki áhuga á þvi að taka það starf aftur að mér nú. Ég tel það skynsamlegast að menn skiptist á að gegna slikum stööum og einn áratugur er nóg fyrir mig. Hvers konar flokkur er Alþýöubandalagiö? Getur þú líkt honum viö einhvern erlendan bræörafiokk eöa á bandalagiö hvergi sér neina hliöstæöu I viöri veröld? „Nei, það á sér ekki neina beina hliðstæðu I ööru landi, en ég hef oft likt Alþýðubanda- laginu viö vinstri arm breska Verkamannaflokksins. Mér hefur fundist það einna næst lagi. Einnig má kannski segja að Sósialistisk venstre parti i Noregi sé af hliðstæöri tegund.” Alþýöubandalagiö er sem sé krataflokkur? „Ég held aö ég myndi nú ógjarnan taka mér þaö orö i munn, þvi ég hef aldrei litið á það sem hrósyrði aö vera krati. Hins vegar er þaö á ljósu, að Alþýðubandalagið er sósialiskur flokkur sem stefnir að þvi að breyta þjóðskipulagi okkar á grundvelli þeirrar lýöræöis- og þingræðishefðar sem við búum viö. Það á hann sameiginlegt meö sósialdemó- kratiskum flokkum. A hinn bóg- inn er það svo, að mjög margir krataflokkar hafa þróast mjög hörmulega til hægri og látið ánetjast m.a. af NATO og bandarisku auðvaldi i iskyggi- legum mæli. Það er fyrst og fremst þess vegna sem við viljum ekki likja okkur við kratafiokk. Okkar flokkur hefur alitaf verið af annarri gerð.” Þú nefnir NATO og banda- riskt auövald. Þaö viröist nú ekki hafa truflaö ykkur Alþýöu- bandalagsráöherrana aö sitja i rikisstjórnum sem hafa þaö á sinum stefnuskrám aö vera I NATO og hafa hér bandariskt varnarliö? „Hvað áttu viö, aö þaö hafi ekki truflað okkur? Það vita allir að núverandi Alþingi er ekki þannig skipað að minnsta von sé til að það samþykki úrsögn úr NATO eða herinn úr landinu. Okkur var ljóst þegar siðustu tvær rikisstjórnir hafa veriö myndaöar, að ekki yröi unnt að knýja fram þessi stefnumál okkar, en afstaða okkar til NATO og hersins er nákvæm- lega sú sama og hún hefur alltaf veriö. Ég tel mig engu minni áhugamann um brottför hersins heldur en ég var fyrir 20 árum, þegarég var framkvæmdastjóri Samtaka herstöðvaandstæð- inga.” Hefðir þú trúaö þvl fyrir 20 árum, aö þú yröir ráöherra i rikisstjórn, þar sem ekki er vikiö einu oröi aö bandariska varnarliöinu og NATO I mál- efnasamningi? „Ég hef alltaf verið raunsær maöur og held að ég hafi gert mér fyllilega grein fyrir þvi á sinum tima aö ekki vinnast neinir skyndisigrar i þessu máli. Til þess að koma málinu fram þarf að vera meirihluti fyrir þvl á Alþingi. Aö þvl höfum við viljað vinna og þess vegna höfum viö m.a. unnið að þvi að efla Alþýðubandalagið. Alþýöu- bandalagið hefur veriö sá flokkur sem haröast hefur bar- ist fyrir brottför hersins. En Al- þýöubandalagið verður aö sjálf- sögðu að sinna ýmsum öðrum málum, svo sem efnahags- og atvinnumálum.” Er þessi sveigjanlega afstaða i herstöövarmálinu hjá Alþýöu- bandalaginu búin aö knésetja haröllnumennina i þessu máli innan bandalagsins? „Þegar greidd voru atkvæði um aöild Alþýðubandalagsins að þessari rikisstjórn þá var þaö samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, bæði i þingflokki, framkvæmdastjórn og mið- stjórn. Það greiddi enginn at- kvæði á móti, þannig að það er imyndun að einhverjir hafi gert sér vonir um að við gætum nú farið i stjórn sem berðist fyrir brottför hersins. ” En veikist ekki ykkar afstaöa i þessu máli meö hverri rikis- stjórnarmyndun, sbr. aö I mál- efnasamningi rikisstjórnar ólafs Jóhannessonar 1971-’74 var kveöiö á um brottför hersins i áföngum? „Nei, hún veikist ekki. Þaö ræður ekki úrslitum hvort ein- hver teygjanleg og torræð orð um herinn eru skráð i málefna- samningum rikisstjórna. Hitt ræður auðvitað úrslitum, að máliö eigi hljómgrunn með þjóöinni. Ég tel engan vafa á þvi að brottför hersins eigi miklum mun meiri hljómgrunn hjá þjóð- inni i dag en gerðist fyrir 20 árum — sérstaklega meðal ungs fólks. Ég er þvi sann- færöur um, að timinn vinnur með okkur.Viö verðum auðvitaö að vinna að öðrum málum sam- hliða, en einn góðan veðurdag stöndum við uppi með pálmann i höndunum og náum þvi mark- miði að knýja fram brottför hersins.” Nú hefur Alþýðubandalagiö einatt veriö nefndur flokkur hinna óliku sjónarmiöa. Þannig má ætla aö harölinumenn I her- stöðvamálinu viöurkenni ekki þau vinnubrögö sem þú lýstir áðan, verkalýösarmur flokksins er varla hrifinn af boöskap þin- um i kjaramálum og svo má lengi telja. Er bandalagiö sam- safn ósættanlegra sjónarmiöa? „Þetta er af og frá. Það fer ekki á milli mála, að samstaða innan Alþýðubandalagsins hefur verið mejri á undanförn- um áratug, en í nokkrum öðrum islenskum stjórnmálaflokki. Þar hafa verið minni svipt- ingar, minni persónuleg illindi og átök heldur en i hinum stjórnmálaflokkunum. Það er fráleitt aö halda þvi fram, aö þar séu samankomnir menn úr öllum áttum með ólikar skoö- anir. í Alþýðubandalaginu er þvert á móti samstæöur hópur fólks, sem á það sameiginlegt að hafa sósialiskar skoðanir, vera herstöðvaandstæöingar og eindregnir baráttumenn fyrir baráttumálum verkalýðs- hreyfingarinnar”. , Sóslaliskur þjóöfrelsis* og verkalýösmálaflokkur i handar- krika hægri mannsins Gunnars Thoroddsen. Hvernig kemur slikt heim og saman? „Þetta eru þin orð. Þótt við séum i samstarfi við aðra stjórnmálaflokka, þýðir það ekki að viö séum undir handár- krika eins eða neins. Málin ganga ekki þannig fyrir sig i pólitikinni aö einn ráði ferðinni og hinir séu teymdir áfram. Oft er reynt að stilla málum þannig upp, að I einhverjum flokki ráði þessi maður öllu og hinir engu. En þetta eru klisjur sem ekki eru raunveruleikanum sam- kvæmar. Staðreyndin er, að innan þessarar rikisstjórnar hefur tekist einlægara og betra samstarf, en verið hefur í rikis- stjórnum um langt skeið.” * Þaö er nú samt sem áöur eng- in klisja, aö þú situr sem ráö- herra i rlkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Þaö er staöreynd. Hvernig fer þaö I þig, aö vera undir hans forsæti? „Það fer varla illa i mig, þvi þá sæti ég ekki hér. Hitt er rétt að Gunnar Thoroddsen hefur veriö pólitiskur andstæðingur Alþýðubandalagsmanna um mjög langt skeiö. En allir vita að rlkisstjórn verður ekki mynduð og engri stefnu komiö fram nema pólitískir andstæö- ingar sllðri sverðin öðru hvoru »g vinni saman. Það er það sem við erum aö gera.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.