Helgarpósturinn - 08.08.1980, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 08.08.1980, Blaðsíða 6
Föstudagur 8. ágúst 1980. hpilrjFirpn<zfi irinn ■ Mordgáta Helgarpóstsins hefst í þessu tölublaði og verður alls í fimm hlutum. Eins og fram kom í síðasta Helgarpósti heitir blaðið milljón króna ferðavinningi til höfuðsmorðingjanum, en einnig eru aukavinningar í boði til handa þeim lesendum sem leyst geta tvær aðrar gátur í rannsókn málsins. Fyrsta gátan verður í þeim kafla sem birtist í næsta blaði. Fylgist með frá byrjun í þessum spennandi sumarleik Helgarpóstsins |pf| - „Viö vorum sjö strákar saman i bekk sem lukum stú- dentsprófi frá Mennta- skólanum i Reykjavik vorið 1965...” t <»« m m m m « » « hh mm « « « m m « «« «iHt« « m\« « « %t « « «« « « rt m\ »« « rt tui o « «**«« «« a « « «5 > píáp/^‘tr ír' ÍfMj fí ÍWffíi ► i i %# m . ii I/ M Jl / s* 4 * SAKAMÁLASAGA EFTIR ÞRÁIN BERTELSSON 1. HLUTI Það er sunnudagskvöld, þriöji ágúst 1980. Hann liggur endilangur á bjargbrúninni og horfir á fugl sem svifur þöndum vængjum yfir haffletinum, á fugl sem kúrir á þröngri syllu I þverhniptum hamravegg og hefur tekið á sig náðir, á grasstrá sem titrar i golunni, og hlustar á svefnhljóð bjargsins og hafið sem kveinar fyrir neðan fullt af myrkri, eins og ég sjálfur, hugsar hann. Blindfullur af myrkri. Viskiflaska liggur i grasinu við hliö hans. Hann fær sér sopa. Hafgolan er köld. Hann litur á klukkuna. Hana vantar sjö minútur i tólf. Ég biö i tiu mlnútur ennþá, hugsar hann og fæ$ sér annan sopa úr flöskunni, skrúfar tappann á, leggur flöskuna I grasið og horfir á annan fugl sem svifur þöndum vængjum yfir hafflet- inum, á annan fugl sem kúrir á þröngri syllu og hlustar á svefnhljóð bjargsins og hafiö sem kveinar fyrir neðan og heyrir ekki fótatak þess sem nálgast upp brekk- una og hleypur við fót. Fuglinn lætur sig falla niöur að öldu- toppunum en I stað þess að hverfa I faöm hafsins nemur hann staðar I loftinu og flýgur siöan upp með hamraveggnum, þangað sem öldurnar ná ekki. Hvitur fugl I sumarnóttinni og gargar. Ég er gestur i þessu bjargi, hugsar maöurinn. Ég kem úr annars konar bjargi. Svo blöskrar honum þessi yfir- boröskennda speki. Þetta er viskispeki, hugsar hann, sem skánar ef ég sýp á aftur. Hann ætlar að seilast eftir flöskunni en bregður við þegar hann finnur tvær hendur taka um ökkla sina. Eitt augnablik nær skelfingin tökum á honum og breytist samstundis i bros, þvi hvaða gamansemi er saklausari en sú að þykjast ætla að fleygja vini sinum fyrir björg. Brosir eitt andartak og litur um öxl og á von á þvi að hendurnar losi um takið og hlátur ljómi i bláum augum. En augun eru grá og hendurnar losa ekki um takið heldur herða þaö og brosið deyr á vörum mannsins sem bregður viö hart. Hanri gripur um grasstrá á bjargbrún- inni og finnur hnykkinn þegar hendurnar sleppa takinu um ökkla hans og fæturnir sveiflastút yfir bjargbrúnina. Eitt augna- blik nemur hann staðar i loftinu, þyngdarlaus eins og fuglinn, hugsar hann, siöan hrapar hann niður með hamraveggnum og gargar. Allt er kyrrt nema hann sem hrapar. Siðan hverfur hann I hafiö sem kveinar undir þögulum klettum. Og allt er kyrrt. Nema skugginn á bjargbrúninni, sem snýst á hæli og gengur hljóðlausum skrefum niöur brekkuna. Neðar I hliðinni er annar skuggi á kreiki og hverfur bakvið stein. Við vorum sjö strákar saman I bekk sem lukum stúdentsprófi frá Menntaskól- anum I Reykjavik vorið 1965. Bekkurinn hét sjötti-F. Sjö strákar og fimmtán stelpur. í öftustu röð viö gluggann sat Sigurgeir Simonarson, lágvaxinn, dökkhærður, námsmaður I meðallagi og gleðimaöur með afbrigðum. Hann átti heima I Hlið- unum og foreldrar hans áttu sjoppu og afgreiddu gos og sælgæti ofan I Hliðabúa frá klukkan niu til tuttugu og þrjú þrjátiu alla daga allan ársins hring og gera enn. Sigurgeir var einn af fáum sem átti yfir- leitt nóg aö reykja. Reykti Camel og gerir enn. Næstur sat Arni Ivarsson, oft nefndur Arni þrekkur, langur og hokinn og hafði áhuga á bilum, blómyndum og banda- riskum stjómmálum. Faöir hans var læknir og Arni gekk með heilt apótek I skólatöskunni sinni og tók hvitar pillur af visindalegri nákvæmni eftir þvi hvaö hann vildi vera staddur á háu plani i til- verunni. Við hliðina á Arna sat Gunnar Guð- geirsson. Sonur rithöfundarins. Hljóð- látur piltur, fremur tornæmur en iöinn. Hann hafði gaman af söng. Helgi sat I miðið. Hann var dúx. Ljós- hærður, dálitið feitlaginn. Hann sagöi aldrei margt. Reykti ekki, drakk ekki og haföi engan sýnilegan áhuga á kvenfólki. Hann var af riku fólki. Faðir hans átti steypustöð og var sagður múraöur, enda tókst Bjössa einu sinni að slá Helga um tvöþúsund krónur. Bjössi, Björn Jónsson, var sessunautur Helga og fékk hjá honum glósur og náms- bækur og einkakennslu á siðustu stund, þvi aö Bjössi haföi ekki tima til að sinna heimanámi, hann notaði hverja stund til að uppgötva og kanna þá veröld sem lifs- nautnin byggir og stjórnast hvorki af latn- eskri málfræði, ártölum né óregíulegum sögnum. Tónlist var þaö eina sem BjösSi tók alvarlega. Hann var að læra tónfræði hjá Jóni Þórarinssyni. Umsjónarmaður bekkjarins var Pétur Sigurðsson. Hávaxinn og vörpulegur piltur úr Hreppunum. Hann bjó I kjall- araherbergi I Vesturbænum og boröaði 'hjá frænku sinni. Hann var leynilega trú- lofaöur og fékk það reglulega og fór ekki dult með það, enda sagöi hann við okkur, að viö myndum aldrei komast til þroska þvi að við hefðum byrjaö of seint. Pétur var þolanlegur námsmaöur, en fyrst og fremst einbeitti hann sér að þvi að nema pólitisk fræði og boöaöi Marx og Engels og Einar Olgeirsson á öllum málfundum og hvenær sem tækifæri gafst og eldaði grátt silfur við Heimdallarskrilinn. Og svo sat eg úti i horni. Þór Bjarnason heíti ég og var góður i ensku, íatinu og sögu, en slakur I öllu hinu, nema rétt á prófum þegar ég vakti sólarhringum saman og bruddi amfetamin frá Arna og sá vorið þjóta hjá fyrir utan gluggann. Þvl miður man ég ekki lengur hvað stelpurnar hétu. Nema sumar. Kristin, Magga, Helga, Lóa, Disa, Gudda eða Gurri, Rannveig, Sigga, SIsí og Bibi og Lóló. Slðan eru fimmtán ár. Viö vorum saman I bekk I þrjú ár, mörg hundruð syfjaða morgna, og vorið 1965 tókum við stúdentspróf saman og settum upp hvitar húfur og gleðskapurinn stóö I viku og ég var næstum þvi búinn að fá það bæði hjá Möggu og Lóu og Bjössi synti I Tjörninni og Arni var tekinn fullur á bil föður sins og við Bjössi og Helgi létum taka af okkur stúdentsmynd saman. Þá mynd hafði ég ekki séð fyrr en núna á laugardaginn þegar ég kom hingað út i eyjuna til séra Helga með hinu fólkinu. Bjössi situr. Hann er með montprik sem hann keypti sér fyrir eitt pund úti i Eng- landi sumariö ’63. Og viö Helgi stöndum fyrir aftan hann og Helgi styður hendinni á öxl Bjössa. Við erum með húfurnar og I smóking. Minn smóking erfði ég eftir föðurbróður minn sem hefur verið tölu- vert stærri en ég og það sést þótt Emma frænka hafi lagt mikla vinnu og hugvit i aö breyta búningnum á mig. Myndin er sporöskjulöguð og brún. Eins og gáfumannamynd frá aldamótunum. Bjössi heimtaöi það. — Ef þaö á að taka af mér mynd, sagöi hann, þá skal það vera gáfumannamynd frá aldamótum. Skiluru það? Og ljósmyndarinn fékk að vita aö svo- leiðis myndir væru brúnar og sporöskju- lagaðar. Siöan eru liöin fimmtán ár. Gleðskapur- inn stóö i viku, svo fór ég i handlang og bar steypu I þrjá mánuði, þangað til ég fór að kenna viö heimavistarskóla fyrir vestan af þvi ég átti ekki peninga til að komast I kvikmyndaskóla i útlöndum og þorði ekki peningalaus út I heim. Bjössi fór i Háskólann til að fá námslán og geta þjónað listinni. Helgi fór I guðfræði. Þá sannfæröist ég um að hann væri eitthvað skrýtinn. Pétur fór að vinna hjá Flokknum og siðan á Þjóöviljanum. Arni þrekkur byrjaði i læknisfræðinni, þótt allir nema hann sjálfur vissu að hann næöi aldrei neinu prófi. Gunnar fór I tannlækningar. Sigurgeir fór i viðskiptafræði og kom engum á óvart enda var hann byrjaður að leita að sniöugum umboðum löngu áður en hann var búinn I Menntó. Þegar ég hitti hann I bænum næsta sumar ýtti hann barnavagni á undan sér og sagðist vera giftur og búinn að kaupa ibúö. Við Bjössi skrifuöumst á fyrstu árin og hann minntist stundum á skólafélagana I bréfunum. Eg kenndi fyrir vestan i tvö ár áður en ég fór utan til náms, ekki I kvikmynda- skóla heldur venjulegan háskóla I Glas- gow og lærði sögu. Bjössi sló i gegn — sem rithöfundur — og bréfin urðu stopulli og stopulli: — Fyrirgefðu hvaö ég er latur að skrifa, en ég er eiginlega hættur að skrifa aukatekið orð nema fyrir peninga. Ég frétti ööruhverju af hinum. Þegar ég var búinn að vera I fjögur ár I Glasgow hitti ég Gunnar á götu I London af ein- skærri tilviljun. — Svona er heimurinn litill, sagði hann. Og við fengum okkur bjór og hann sagði mér að hann væri búinn að opna tann- læknastofu og aö leikrit eftir Bjössa hefði verið sýnt I sjónvarpinu og hneykslað alla þjóðina og Pétur væri oröinn fram- kvæmdastjóri hjá Verkamannasamband- inu eða KRON eða einhverju og Helgi væri þjónandi prestur i Skagafirði, séra Helgi, og Arni hefði gefist upp I læknis- fræðinni og væri vist I Sviþjóð, I sálfræði segðu sumir og Sigurgeir væri kominn með stórt innflutningsfyrirtæki og ræki að minnsta kosti tvær verslanir. — Já, svona gengur þaö, sagði Gunnar. En hvað er að frétta af þér? — Allt gott, sagði ég. Allt bara ágætt. Steinsteypumillinn, faöir Helga, mun hafa veriö ættaöur úr Breiöafirðinum og skömmu áður en hann drakk sig I hel keypti hann útey og reisti sér þar höll með bar og sundlaug eins og hjá milljóna- mæringum úti i heimi. Svo fór hann út I eyjuna og drakk á barnum þar tilyfir lauk og séra Helgi var einkaerfingi að allri dýrðinni og steypustöð i Reykjavik, svo hann yfirgaf hjörð sina i Skagafiröi og kom til rlkis. Endurfundirnir eftir fimmtán ár uröu hérna úti i eyjunni. Það er mánudagsmorgunn, fjóröi ágúst 1980. Verslunarmannahelgi. Hér hafa skuggalegir atburöir gerst.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.