Helgarpósturinn - 08.08.1980, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 08.08.1980, Blaðsíða 24
24 Föstudagur 8. ágúst 1980,halrjarpnczti trinn Tyrknesku landamærin hafa einnig veriö þeim þyrnir I aug- um, vegna hárra landamæra- gjalda, sem einna helst er hægt aö likja viö lausnargjald. Bílstjórar flutningabilanna eru lika meira og minna i stööugri lifshættu, þegar þeir aka um Miö- jaröarhafslöndin, þar sem mannslifiö þar er oft metiö mun lægra en t.d. heill bllfarmur af litasjónvörpum. Tilviljun réði skipsplássi Ferjan er talin öruggasta leiöin, til aö koma hinum dýr- mæta farmi flutningabilanna og bilstjórum þeirra i örugga höfn. Vilhjálmur ölafsson, sem er reyndur sjómaöur aö heiman, réö sig fyrir hreina tilviljun I skips- rúm hjá sænska Utgeröarfýrir- tækinu Nordö i Málmey, sem rekur bilferjurnar á milli Júgó- slaviu og Sýrlands. „Ég flaug Ut til Kaupmanna- hafnar, meö þaö helst i huga, aö ráöa mig á danskt skip. £g fékk mér hótel og skrapp svo um Skipiö yfirgefiö. ,,Ég ætlaöi nU eiginlcga aö ráöa mig á eitthvert danskt skip, þegar ég flutti til Utlanda, svo var þaö bara ein af tilviljunum lifsins, aö ég var um borö i Zenobia þegar hún sökk”, sagöi Vilhjálmur Ólafsson i viötali viö Helgarpóst- inn, eftir aö hann var nýsloppinn úr sjávarháska, ásamt 152 fél- ögum sinum á Miöjaröarhafinu. Zenobia var sænsk vörubila- ferja, smiöuö I Málmey á siöasta ári og sigldi á milli JUgóslaviu og Sýrlands. Vöruflutninga- fyrirtæki, sem flytja vöru til Miöausturlanda meö Iangferöabilum, hafa oft oröiö fyrir þungum búsifjum vegna árása og rána. „ÆTLI MAÐUR HREIÐRI EKKI UM SIG í ■ BJÖRGUNAR- B BÁTNUM” — íslenskur sjómaöur, Vilhjálmur Ólafsson lenti i sjávarháska er vörubílaferja með yfir 150 manns sökk á Miðjarðarhafinu eftir Magnús Guðmundsson, Kaupmannahöfn BLAÐAMAÐUR í EINN DAG... Agnar Guönason er blaöafull- trúi bændasamtakanna og þar sem málefni landbúnaöarins hafa mjög verið á döfinni um skeiö, hefur hann marga hildina háö á ritvellinum siöustu árin. Helgar- póstinum lék forvitni aö vita hvaöa efni Agnar myndi velja sér, væri honum hreinlega bannaö aö skrifa um Iandbúnaö- inn og fékk hann til aö gerast blaöamaöur fyrir Helgarpóstinn dagstund. Árangurinn birtist hér en Agnar gerir sjálfur grein fyrir þvi hvers vegna hann valdi þetta efni. „Hvað eru mörg tveggja manna herbergi og hvaö mörg eins manns" „Viö höfum bara alls ekki spurt aö þvf ennþá.” MIKIÐ ER ERFITT AÐ SKILJA FRAKKA Oft hefi ég komið mér í klipu vegna þess hve erfitt ég á meö aö nota orö, sem er annars okkur ákaflega tamt — orðiö er NEI! Hversvegna var ég aö lofa þvl aö skrifa eitthvaö I „Helgarpóst- inn” fyrst þaö mátti ekki fjalla um landbUnaö eöa vandamál bænda? Eftir aö þetta einfalda og auösagöa „JA” haföi læöst út Ur mér, nær þvi óafvitandi, hefi ég varla fest svefn I 7 sólar- hringa.Eitt efni hefur sótt á mig á þessum löngu andvökunóttum, en þaö var sérstök lifsreynsla mln og annarra, sem tóku þátt I hópferö til Frakklands I sumar. Viö komumst aö raun um þaö aö franskan er undarlegt mál, eöa svo flókiö mál aö innfæddir eiga erfitt meö aö tjá sig, svo aö þeir skilji hvern annan án erfiöleika. Spurt til vega Ef viö undanskiljum frönsku, þá er islenskan eins gott mál aö nota I Frakklandi og hvaö annaö tungumál. Þar stöndum viö alveg jafnfætis Englendingum eöa Þjóöverjum. Þaö er töluveröur kostur aöferöast I landi sem gerir okkar ágætu tungu jafnhátt undir höföi. Til vonar og vara er nú samt vissara aö hafa meö sér tulk eöa túlka ef um stóran feröa- mannahóp er aö ræöa. Viö vorum svo lánsöm aö okkar túlkur var hvorki meira né minna en systir min, sem búiö hefur I Frakklandi I 30 ár og er þvl orðin óskaplega frönsk. Bilstjóra höfö- um viö frá Luxemborg, sem sögö- ust kunna frönsku, en eitthvaö hafa þeir Frakkar veriö ryögaöir i málinu, sem bilstjórarnir spuröu til vegar. Þegar lagt var af staö á morgnana meö 108 is- lendinga, morgunglaöa og fulla af bjartsýni, þá haföi feröaáætlun dagsins veriö gerö, leiöir valdar til aö komast á fyrirfram ákveö- inn staö eöa staöi. Eftir nokkurn akstur voru bil- stjórar farnir aö skima Ut I loftiö og hægja feröina. Þá geröu flestir sér ljóst aö þeir vissu ekki hvert halda skyldi. Viö næsta útskot var stansaö. Tveir bllstjórar stlga Ut, einn tUlkur og tveir fararstjórar. Bráösaklaus Frakki var króaöur af og um leiö upphófst mikiö Ira- fár, meö handapati Ut og subur, upp I loft og niöur á viö. Þegar látbragösleikur þessi haföi staöið I 10 minútur eöa svo, var þolin- mæöi mln venjulega þrotin og spuröi „hvert skal halda?” Ég fékk alltaf sama svarið „Viö höf- um bara alls ekki spurt aö þvi ennþá. Viö höfum veriö aö segja þessum ókunnuga mannii, hvaöan viö komum og hvaö okkur þykir Frakkland fallegt land og Frakkar elskulegir.” Þetta fannst mér algjört auka- atriöi, eingöngu til aö tefja okkur. Lét þetta þó gott heita, beiö þó ekki afslappaöur á meöan. Aö lokum var sennilega spurt til vegar, en oft held ég, aö leiösögn- in hafi gleymst á leiöinni upp I bil- ana, vegna umhugsunarinnar um hvaö Frakkar væru sérstaklega elskulegir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.