Helgarpósturinn - 08.08.1980, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 08.08.1980, Blaðsíða 17
17 h Qlgarpósturínrt Föstudagur 8. ágúst 1980. Hér situr Lizzy Ingólfsdóttir — drottning Breiöholtshverfisins — i makindum og kikir I Moggann. Þá má einnig sjá happdrættismiöann hennar, en á hann vann hún 30 þúsund I siöasta mánuöi. Lizzy Ingólfsdóttir kisudrottning Breiðholtsins: Vann 30 þúsund í happdrætti SÍBS — og er áskrifandi að Mogganum „Lizzy Ingólfsdóttir, Völvufelli 48 hefur borgaö áskriftargjald Morgunblaösins fyrir júní—júli,” segir á kvittun frá afgreiöslu Moggans. Þetta er ekkert óvana- legt, þvi margir fá greiöslu- kvittanir sem þessar þegar greidd hafa veriö áskriftargjöld dagblaöanna. Þaö eru þó eflaust ekki margir kettirnir sem fá kveöjur af þessu tagi. Einn er þó kötturinn sem slikt fær og þaö er ofangreind Lizzy. Hún er nefni- lega fjögurra ára gömul læöa og er áskrifandi aö Morgunblaöinu. Helgarpóstsmenn sóttu Lizzy heim i' vikunni og báöu hana aö greina frá þessum mikla áhuga hennar á Mogganum. Lizzy vildi lltiö tjá sig aö svo komnu máli og visaöi þvi alfariö i hendur eiganda sins og „fööur”, Ingólfs Arna Jónssonar. „Já, mér er ljúft aö greina frá ástæöum þess, aö Lizzy geröist áskrifandi aö Mogganum,” sagöi Ingólfur. „Þannig er aö hjá mér leigja systur og vildum viö gerast áskrifendur aö Morgunblaöinu. Þaö varö úr til aö jöfnuöur yröi á milli okkar, aö Lizzy min yröi skráöur áskrifandi. Þaö gekk ekki stórslysalaust, þvi þeir Moggamenn voru ekkert of hress- irmeö aöfáköttsem áskrifanda. Eg ábyrgöist þá greiöslugetu Lizzy og sagöist ekki vita til ann- ars, en aö hún heföi ætiö staöiö I skilum meö allt sitt.” Ókrýnd kattadrottning MargnefndLizzy er 18kettlinga móðir, en í fyrra var geröur á henni „móöurlifsskuröur” svo áhöld eru um þaö hvort um frek- ari kettlingaeign veröi aö ræöa á þeim bænum. Aö sögn Ingólfs Arna „fööur” Lizzy er hún ókrýnd drottning kattanna i Breiöholtinu og veit vel af þeirri stööu sinni. „Þaö er t.d. alls ekki sama hvar ég kaupi kattamatinn handa henni, ” sagöi „pabbinn”, „þvi kattamatnum úr KRON hérna viö hliðina litur hún ekki viö, en étur siöan sams konar fæöu meö bestu lyst úr búöum neöan úr miöbæ.” Ingólfur Arni Jónsson er sjó- maöur á Heklunni og þvi oft á sjónum og þaö kemur þvi i hlut leigjenda hans — systranna áöur- nefndu — aö ala önn fyrir kisunni Lizzy. A siöasta konudag þótti Ingólfi sæma, aö senda kvenfólk- inu aö Völvufelli 48 blóm i tilefni dagsins. Bróöir Ingólfs var send- ur meö blómakörfu og þaö var náttúrlega kisudrottningin — Lizzy Ingólfsdóttir — sem móttók blómin og gekk út frá þvi aö þau væru til sin ■— og bara sin. Sat hún allan þann dag uppi á boröi viö hliö blómanna og gætti þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. Virtist hún hin lukkulegasta með þessa blómasendingu Ingólfs „pabba” sins. 1 heimsókn okkar Helgarpósts- manna til Lizzy og skyldfólks, reyndist ekki unnt þrátt fyrir Itrekaöar tilraunir aö ná fram einu einasta mjiá-iúr henni, enda varhún upptekin viö aö spfgspora á boröstofuboröinu og um leiö gjóandi augum á Moggann sinn og happdrættismiöa. Lizzy vann í happdrætti En Lizzy Ingólfsdóttir er ekki aöeins áskrifandi aö marg- nefiidu dagblaöi, heldur spilar hún i' happdrættum. Hún hefur nú um nokkurt skeið freistaö gæf- unnar i happdrætti Háskólans og SIBS. Og meira en þaö, gæfan vitjaði hennar f slöasta mánuöi, þegar hún vann 30 þúsund krónur hjá SIBS. Þaö er heldur ekki eig- ingirni fyrir aö fara hjá kisu- drottningunni. Hún eyddi 30 þús- undum I þaö, aö gefa „systur” sinni, sem er 10 ára dóttir Ingólfs Arna veglega afmælisgjöf. Einnig er Lizzy áskrifandi aö Eldhúsbókinni, en hefur ekki fengiö hana senda lengi og er þvi áhugi hennar á húshaldi i lág- marki þessar vikurnar. Þó er Lizzy samkvæmt umsögn sam- byiisfólks einstaklega þrifin — raunar kattþrifin — og um- gengnishættir hennar til fyrir- myndar. Þá mun hún heimavön meö afbrigöum og bregöur ser sjaldan langt frá heimaslðöum a.m.k. ekki án þess aðláta vita af þvi áöur. Eins og áöur sagöi, er Lizzy Ingólfsdóttir 4ára gömul, fædd 8. mars og er þar af leiöandi i fiska- merkinu. —GAS Namrai, nammi, natnmi, namm. Þaö var ekki annaö aö sjá en pyls- an bragöaöist konunni á myndinnialveg ágætlega. Aö minnsta kosti rann hún Ijúflega niöur og á meöan baöaöi konan sig I hlýrri ágúst- sólinni I skjóli viö (Jtvegsbankann I Austurstrætinu. Yfir 20 staðir í Reykjavík nú með vínveitingaieyfi Þeim fer hraöfjölgandi mat- sölustööunum i Reykjavlk. Sömu- leiöis fjölgar stööugtþeim stööum þar sem hægt er aö setjast niöur yfir glasi af vini. A þessu ári hafa aö minnsta kosti sex nýir eöa breyttir matsölustaöir I borginni fengiö vinveitingaleyfi. Þeir nýju eru Horniö, Torfan, Hliöarendi og Versalir og hinir eldri Askur og Skrinan. Aö sögn Þórhalls Halldórsson- ar, formanns matsnefndar um vinveitingaleyfi, hefur reynslan af þessu verið góö. Hann sagöi ekki aö um neina stefnubreytingu væri aö ræöa, staöreyndin væri einfaldlega sú aö litiö sem ekk- ert heföi verió sótt um vinveit- ingaleyfi, fyrr en þessir veitinga- staöir sóttu. „Þaö hefur oröiö þróunin aö nýjir staöir eru inn- réttaöir meö þaö fyrir augum aö þar veröi vinveitingar og þess- vegna hefur ekkert staöiö i vegin- um fyrir að þeir fengju leyfi.” Þaö kom fram hjá Þórhalli, að skilyröin fyrir þvi aö veitinga- staöir fái vinveitingaleyfi eru harla óljós. t reglugeröinni segir eitthvaö á þá teiö aö til þess aö fá vinveitingaleyn veroi staöirnir aö hafa fyrsta flokks búnaö og þjón- ustu. Nánar er þaö ekki skil- greint. „Ég hef bent á aö þaö er fyrir löngu oröiö timabært aö endur- Þórhallur Halldórsson skoöa og breyta þessum reglum, og miöa þær viö breyttar aöstæö- ur I þjóðfélaginu;’ sagöi Þórhall- ur. Nú eru yfir tuttugu staöir meö vinveitingaleyfi i höfuöborginni, og flestir hafa þeir leyfiö til fjög- urra ára. Nýju staöimir hafa hinsvegar aöeins leyfi i ár og sagöi Þórhallur þaö vera nokk- urskonar reynslutima. Stúdentakjailarinn tekur nú viö hlutverki EFF ESS klúbbsins. Klúbbur EFF ESS hættur Stúdentakjallarinn á góðu lífi Klúbbur Eff Ess, sem notiö hef- ur talsveröra vinsælda eftir aö hann tók viö af Klúbbi Listahátlö- ar, hefur nú veriö lagöur af. Klúbburinn var rekinn af stúdentum viö Háskólann, en undir yfirstjórn Félagsstofnun- ar stúdenta. Aö sögn Skúla Thoroddsen framkvæmdastjóra hennar, er ástæðan fyrir þvi aö klúbburinn var lagður niöur, ein- faldlega sú aö ekki var lengur rekstrargrundvöllur fyrir tvo staöi meö svipuöu sniöi I sama húsnæöinu. Sem kunnugt er er Stúdentakjallarinn á hæöinni fyr- ir neöan, og Skúli sagöi aö þar yröi áfram rekin samskonar þjónusta og starfsemi og veriö hefurábáöum stööunum i sumar. Ef um einhverjar meiriháttar samkomur yröi aö ræöa, svosem jasstónleika, eöa eitthvaö þvium- likt, yröi samkoman færö upp á efri hæöina. Annars dygöi Stúdentakjallarinn mætavel til aö taka viö gestum. —GA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.