Helgarpósturinn - 08.08.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 08.08.1980, Blaðsíða 22
Föstudagur 8. ágúst 1980. —he/garpásfurínru 22 T/LRAUNAL/ST AÐ KORPÚLFSSTÖÐUM Lengi hefur rikt nokkuö und- arlegt sambandsleysi milli nor- rænna listamanna. Þessi lönd sem byggja samfélagsform sitt á áþekkri menningararfleifö, hafa þróast i listrænum efnum viö fádæma litiö samstarf sin i millum. Þrátt fyrir viötæka kynningu gegnum norrænt menningarsamstarf, samsýn- ingar af hvers konar tagi og mikiö upplýsingastreymi, hefur litiö samstarf komist á meöal listamanna þessara þjóða. Þótt mikill samgangur hafi verið milli islenskra og danskra myndlistarmanna fyrr á tim- um, var þaö einstefna.'lslend- ingar héldu til náms í Kaup- mannahöfn, ilentust þar um lengri eða skemmri hriö, en slitusvosamskiptum þegar þeir komu aftur út. Hingað komu fá- rami menningarsjóöurinn hljóp undir bagga og veitti styrk. Lagt var á ráöin um sýningu sem færi land úr landi yfir sum- artimann, þannig aö listamenn- irnir ynnu hana i sameiningu á hverjum staö fyrir sig. Sýning- arhaldiö spannar þvi fimm ár, þ.e. sýning i hverju þátttöku- landi aö sumri til. Fastur kjarni um 30 listamanna mun fylgja sýningunni allan timann. Viö þennan kjarna mun svo bætast hópurfrá þvilandisem sýningin fer um. Þegar hefur veriö gefin út 200 bls. bók, þar sem lista- menn eru kynntir meö verki hvers og eins. Þessari útgáfu- starfsemi veröur fram haldið stig frá stigi, þannig aö viö lok sýningarinnar mun hvert atriöi hennar vera skrásett. Frá Norræna menningar- sjóönum hafa sýnendur fengiö um 75.000 danskar krónur, auk 30.000 dk. kr. sem hópurinn fékk irDanir. Hiðsama gildir um hin Noröurlöndin. Frumkvæöiö aö nánum tengslum milli skandinaviskra myndlistar- manna vantaöi, þeir sóttu frek- ar á fjarlægari miö. Fyrir tveimur árum, að lok- inni sýningu íslenskra lista- manna i Málmey, kynntust hjónin Rúri og Jón Gunnar dönsku listamönnunum Henrik Pryds Beck og Jörgen Humle. Þetta var i Kaupmannahöfn, nánar tiltekið i gömlu pakkhúsi viö Sikið. Þar haföi hópur danskra myndlistarmanna sett upp verkstæöi undir heitinu Kanal 2/Galleri 38. Þama fóru fram vibræður og siöar nokkurs konar ráöstefna, þar sem Nor- til útgáfu og ráöstefnuhalds. Menntamálaráöuneytiö hefur veitt 2.000.000 — til sýningar- innar og Reykjavikurborg hefur veitt listamönnunum ómetan- lega aöstoð. Þegar ég átti leiö fram hjá Korpúlfsstööum, þar sem sýn- ingin skyldi opnuö tveim dögum siöar, voru allir i óöa önn viö undirbúning. Mátti sjá ýmis verk, þegar uppsett i Korpúlfs- staöatúninu. Akjósanlegri staö til umhverfissýningar er vart hægt að hugsa sér. Viö 50 verk sem standa munu á túninu, veröa performansar, kvik- myndir, litskyggnur og bækur gestum til glöggvunar. Sýningin veröur þvi i staðbundnu og Aöeins örlitil hreyfing eftir Erling Rohde I forgrunni myndarinnar. Korpúlfsstaöir i baksýn. Cul — de — sac III eftir ólaf Lárusson.Gerningur — skúlptúr. Log- andi pýramidi úr viöi, gleri, plasti og heyi. hreifanlegu formi. „Experi- mental Environment 1980” byggir á ólikum nútimastefnum áttunda áratugarins. Þaö má segja að hér séu allir straumar og stefnur nútima til- raunalistar. Onnur eins sýning hefur ekki veriö haldin á Norö- urlöndum, tjáöi ólafur Lárus- son mér, meðan hann hvildi sig frá gerö 15 metra verks úr tréi o g g 1 e r i . Þetta er allt Rúri aö þakka, sagöi Niels Hafstein, formaöur Nýlistasafnsins. Rúri frábaö sér þessu lofi og kvaö ósérplægni hópsins og sjálfboöaliösstarf allra sýnenda við þessa sam- vinnu, undirstööu slíkrar sýn- ingar. Þaö hefur verið dýrt fyrir er- lendu sýnendurna aö koma hingaö, en neyslan er f lágmarki og samhjálpin mikil, sagöi Rúri að lokum. Kort af sýningarsvæði Experimental Environment 1980 mun fást aö Korpúlfsstöö- um. Könnun á landslagi i tima og rúmi eftir An titils eftir Grétar Reynisson. Ljósmyndun Valdis Helga Röed. Háar stangir úr viöi meö ljós óskarsdóttir. á endunum. Hallgeröur + skreiö + hveiti, gerningur eftir Mette Aarre. Efni sem notaö er f verkið: skreiö, hveiti, netabútur, jökulbrot frá Græn- landi og margt fleira. Djöflar og aðalsmerm Það var mikil upplifun aö hlýða á sveitir hertogans af Ellington og greifans af Basie sama kvöldiö i Regnboganum og ekki spillti fyrir aö heil djöflahjörð frá Kansas City skemmtu sér og öörum á hvita tjaldinu og fóru þar fremstir Joe Turner, blúsbeljarinn mikli og Jay McShann, einhver ágætasti blúsbúggapianisti sem enn er uppistandandi, en meira um þá seinna. Myndin er að miklu leyti tekin i fhi-klúbbi þeirra Kansas- manna. Þar rifja kapparnir upp endurminningar um menn og málefni og blása i lúðra, slá strengi og þenja húðir. Count Basie, Big Joe og Jay McShann eru þarna. Gamlir kappar eins- og altistinn Buster Smith (var i Bláu djöflum Walter Pages), trombónuleikarinn Eddie Dur- ham ( sem lék lika á gitar og var einn fyrstur til að nota raf- Fyrir djassgeggjara voru myndir þessar: The Last of the Blue Devils um Count Basie og Kansasi City liöiö og Duke on the Koad hápunktur hinnar stórmerku bandarfsku heimild- arkvikmyndaviku i Regnbogan- um. The last of the Blue Devils eftir Bruce Ricker er trúlega ein best gerba djassmyndin til þessa, en þaö hefur æöi oft veriö misbrestur á aö listgildi djass- kvikmynda hafi veriö i réttu hlutfalli viö listgildi efniviðsins. Þvi miöur var ])aö ekki breib- tjaldseintakiö i sterió sem hér var sýnt en hvaö um þaö: bláa sveiflan komst vel til skila. gltar i heiminum), tenoristinn Herman Wardelog trommarinn Ernie Williams (voru meö Benny Moten einsog Basie), gamlir Jay McShann kappar einsog tenoristinn Paul Quinic- hette (seinna meö Basie), bassaleikarinn Gene Ramsey, trommuleikarinn Baby Lovett og söngvarinn og trommarinn Jessie Price. Þarna er fiölarinn Claude Williams sem lék meö Andy Kirk (hann lék á gitar hjá Count Baise 1937), meist- aratrommari Basiebandsins Jo Jones kom i heimsókn og parkeraltistinn Charlie McPer- son hyllti lærifööur sinn. Minningarnar streyma fram: „Les (ster Young) var einstak- ur þvi hann skapaði sérstakan stil sem var ööruvisi en still allra annarra’,’ segir Basie og Lester birtist á tjaldinu meö kýttar heröar og saxinn eilitið á ská, þessa furöulegu blástur- stellingu vandist hann á þegar hann lék á þröngu sviöinu i Reno-j klúbbnum I Kansas City. Lest- er er alltof stutt á tjaldinu en Charlie Parker, fyrrum liös- maöur Jay McShanns blæs lengur og McShann segir frá hvernig hann fékk viðurnefni sitt Bird: „Parker var vanur aö kalla hænsni Yardbird. Eitt sinn var bandiö á leiö til Lincoln þeg- ar viö ókum yfir hænu. Párker náöi i hænuna og á næsta hóteli lét hann sjóöa hana handa mannskapnum.” » Svo er Basiebandiö sýnt á tón- leikum i mars 1975. Basie og Mr. Rythm, gitarleikarinn Freddie Green, sjá um sveifluna og sólóistarnir trylla, Bobby Mit- chell, Erik Dixon aö ógleymd- um Jimmy Forrest sem fer á kostum i lagi sinu Night Train, sem aö visu er aö hluta stoliö úr Happy—Go—Lucky Local kafla Deep South svitu Ellingtons. Og myndin endar á geggjuöu One ’O Clock Jump, McShann og Basie bandanna. Duke on the Road eftir Robert Drew er mun siöur gerö en mynd Bruce Ricker um Bláu djöflanna. Þaö er synd aö ekki skuli hafa veriö gerö fullboöleg heimildamynd um þetta höfub- tónskáld aldarinnar, nægur er efniviöurinn. Vel hefur tekist aö festa frásagnarlist Ellingtons á þessa filmu, sem tekin er 1967, en verr tónlistina. Myndin hefst er verib er aö gera Duke aö heib- ursdoktor viö Yale háskólann (hann var heiðursdoktor viö 15 háskóla auk annars titlafargs er á hann hlóöst). Siðan sjáum viö bandiö á tónleikum. Ellington hristir standarkokteilinn og Lawrence Brown biæs Do Nothin’ till You Hear from Me. Mörg atriöi myndarinnar eru minnisstæö: sóló Johny Hodges i upptökustúdiói RCA-Victors, svipbrigðalaus að vanda er draumfagur sólóinn er blásinn, enda rann cherokeeblóð i æðum hans, bandið tryllir i Traffic Jam.Ellington rifjar upp fyrsta tónverk sitt Soda Fountain Rag, stendur upp frá flýglinum og segir: „Ég hef ekki lengur fing- ur til aö leika þetta.” Brot úr fyrsta helgikonsert Ellingtons: ilutt er In the Beginning God og trompet Cat Andersons og barrytonsaxofónn Harry Carneys brúa himin og jörö. Þegar mynd þessi var gerö lést Billy Strayhorn, hægri hönd Ellingtons: „William Thomas Strayhorn mesta stórmenni allra tima»’ sagöi Ellington viö lát hans og varð aldrei samur maöur á eftir aö Strayhorn hætti aö útsetja meö honum fyrir bandiö. Myndinni lýkur á trlóút- gáfu á verki Strayhorns og kynningarlagi Ellingtons: Take the „A” Train. Þvilikur pianisti Duke Ellington. Framúrstefnu- maöur alla ævi. Stórbandsjassistarnir — EUington og Basie

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.