Helgarpósturinn - 08.08.1980, Side 16

Helgarpósturinn - 08.08.1980, Side 16
jTísksúpa Kaffivagnsins Fiskréttir njóta sivaxandi vinsælda og hér kemur enn einn slikur, aö þessu sinni frá Siguröi Tómassyni matreiöslumanni i Kaffivagninum á Grandagaröi, eöa Grandakaffi eins og staöur- fnn er stundum kallaöur. En honum var nýveriö breytt i „Fiskrestaurant” eins og les- endum Helgarpóstsins mun ef- laust kunnugt vera. Og rétturinn er afar ljúffeng og iljötleg fisksúpa sem i þarf eftirfarandi hráefni: lOOgr af smjöri 1 lauk 1/2 græna papriku 1/2 rauða papriku 1 meöalstóra hráa kartöflu Sage og Thyme nokkur lauf Estragon sömuleiöis nokkur lauf Salt og pipar eftir smekk 1/4 úr hvitvinsflösku 2 meðalstjóra bita af lúöuflaki 8 meðalstjóra humarhaia 8 úthafsrækjur og 2/3 1 rjóma Og aðferðin viö að blanda hrá- efnunum saman er sú að byrjaö er á aö bræöa smjörið i potti. Laukurinn er saxaöur smátt og látinn krauma i pottinum. Smátt saxaöri paprikunni og kartöflunni saxaðri er bætt út i- Siðan er þetta kryddaö. Sigurö- ur tiltók ekki hve mikið, en sagöi aö gott væri að hafa helm- ingi meira af Sage laufunum en af Thyme og Estragon. Þar næst er hvitvininu bætt I og þetta er soðiö niöur þar til helm- ingurinn af hvitvininu er eftir i pottinum. Þá er lúöubitunum, ýsubitunum og humarhölunum bætt út I og siðan er þetta soöiö i 5—10 minútur. Siöustu 3 minút- urnar eru rækjurnar og rjóminn látin sjóöa meö. Þessi súpa stendur fyllilega fyrir sinu, með henni þarf hvorki forrétt né eftirrétt, en að sögn Sigurðar er gott aö bera fram meö henni ristaö brauð ásamt smjöri og sötra afgang- inn af hvitvininu ef einhver er, meö súpunni og brauðinu. Þaö má fylgja meö aö þeir' sem ekki nenna aö matreiöa sjálfir geta keypt sér þessa gómsætu fiskisúpu i Kaffivagn- inum fyrir aöeins 5000 krónur. Sími f gagnum 02 Bátaleiga Gisting Kaffi — matur Útigrill LAUGARDAGUR Steingrímur Stefánsson sér um fjörið, diskó á 3. hæð. FOSTUPAGUR Opið frá 20.00 til 03.00 K.A. - Haukar íslandsmótið 2. deild. Smeilum okkur í Sjallann á eftir, Steingrímur Stefánsson með gömlu og nýju dansana, diskótek við allra hæfi á 3. hæðinni. SUNNUDAGUR Hljómleikar milli 1700 og lftOO Bubbi Mortens og Utangarðsmenn, og aftur frá 22.00 til 02.00, ásamt diskóinu i risinu. Stund milli strlöa hjá ökumanni lyftara Hafskips. Þar ræður frekjurétturinn Hann sagöist hafa ekiö lyftara f 1 ár og aldrei keyrt á utan einu sinni, þegar öörum lyftara var ekiö inn i hliö hans. Þessi knái ökumaöur er starfandi í vöru- geymslu Hafskips á Grandagaröi. Þaö er meö eindæmum hve ökumennimir á lyftumm Haf- skips þarna i skemmunni viö höfhina tekst aö foröast árekstra. Þeir keyra á miklum hraöa á milli vörustæðanna og mistekst ekki. Viöspuröum hinn unga öku- mann okkar hvort og hvaöa um- feröarreglur giltu þarna hjá lyfturunum viö höfnina og i skemmunum. „feg held aö þaö sé fyrst og fremst frekjurétturinn,” svaraöihann. „Maður veröur ein- faldlega að vera frekur til að komast leiöar sinnar. Hér gildir ekki aö vera umburöarlyndur i umferðinni, þá kæmist maöur ekki áfram.” Ekki gat ökumaöurinn ungi neitaö þvi, aö fyrir kæmu óhöpp þegar veriö væri aö lyfta vamingi meö göfflum lyftaranna. „Ég skemmdi einu sinni heila stæöu af sykri, þegar ég ýtti við henni og pokarnir hrundu niöur á gólf og rifnuöu. Hins vegar er slikt nokkuö sjaldgæft og ég hef til dæmis flutt hér innanhúss rán- dýran marmara og fleiri gersemar i þeim dúr, án þess aö neitt kæmi fyrir.” Og aö þeim orðum sögöum brenndi hann á braut á lyftaran- um sinum og lét frekjuréttinn ráöa þegar hann mætti öörum lyftara i skemmudyrunum. Minnkandi gestagang- ur á gömlu grónu veitingastöðunum Matargestum á hinum gömiu og grónu „finu” veitingastööum borgarinnar Hoiti, Sögu og Nausti, hefur heldur fækkaö i sumar. Aöstandendur staöanna segjast ekki alveg gera sér grein fyrir hvaö valdi, en nefna þó tvennt — mjög fáa ferðamenn og hina fjölmörgu matsöiustaöi sem opnað hafa á siöustu mánuðum. Skúli Þorvaldsson á Holti sagöi aö sjálfsagt heföu þessir nýju staöir einhver áhrif, sérstaklega fyrst i staö, á meöan fólk væri aö svala forvitninni. En hann benti á aö Hótel Holt væri af annarri teg- und en þessir staöir — þeir biöu ekki uppá sambærilega þjónustu, og væru ódýrari. „Timinn veröur aö skera úr um hvort grundvöllur er fyrir alla staöina,” sagöi hann. Ib Wessmann á Nausti taldi nýju staöina eflaust hafa áhrif — markaöurinn væri svo litill aö annaö væri óhugsandi. „Þvi er ekki aö nei ta aö þaö hefur veriö Galdrakarlar Diskótek interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVIMiRAUT <4 SKEFAM 9 PMONES 217tS * PMONES 3161S4 23515 • 96915 Þaö er viöa oröið hægt aö fá sér glas af vini I höfuöborginni. rólegra hjá okkur i sumar, en undanfarin sumur, en ég álit aö þaö sé ekki siöur aö kenna þvi aö hér eru nú mun færri feröamenn en áöur.” Hann benti á aö fólk færi nú meira út aö boröa en áöur, og þaö gæti oröiö þess valdandi aö nýju staöirnir liföu áfram. Vilhelm Vestmann á Sögu var á annarri skoöun. ,,Ég hef ekki trú aö markaöurinn beri alla þessa staöi. Þaö er litiö aö marka þaö svona fyrst hvernig matargestir skiptast milli staöa, en i vetur ætti aö koma i ljós hvaöa staöir þaö eru sem veita mest fyrir minnsta veröiöw’ Hann tók i sama streng og hinir: Umferöin I sum- ar hefur veriö meö minna móti. —GA

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.