Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 4
Föstudagur 9. janúar 1981 JielgarpósturinrL- „EKKI HUGSAÐ MÉR AD STOFNA DAGBLAД NAFN: Ólafur Ragnarsson STAÐA: Fyrrverandi ritstjóri Vísis FÆDDUR: 8. september 1944 HEIMILI: Kúrland 14 HEIMILISHAGIR: Eiginkona, Elín Bergs og eiga þau tvo syni Bifreið: Volvo árg. ”79 Áhugamál: Fjölmiðlun Kátt ht'fur vakift meiri athygli i fjöliniölaheinnnum fslenska. en óvænt uppsögn Óiafs Iiagnarssonar ritstjóra Visis s.l. föstudag. AUIengi liafa menn þóst vita aö ekki væri alltof hlýtt á milli hans og útgáfu- stjórnarinnar vegna ýmissa ágreiningsmála, sem komiö hafa upp siöustu ár, en hins vegar kom upp- sögnin á þeim tíma, sem almennt var álitið aö sveröin hefðu verið sliöruö — i bili a.m.k. — Annað koin þó á daginn. Kn hvaöa ástæöur voru það raunverulega, sem orsökuðu að Höröur Einarsson fyrrum ritstjóri Visis og núverandi formaöur útgáfustjórnar blaösins, kallaöi ólaf á sinn fund og gaf honum reisupassann? Var þaö persónulegur óvinskapur ólafs og Harðar eða ágreiningur um grundvallaratriöi i blaða- mennsku? Ólafur Kagnarsson cr i Yfirheyrslu Helgarpóstsins. i þessu uppsagnamáli þinu og revndar áður í umræöum um rit- stjórn Visis, er það höfuöatriöi aö ágreiningur hafi oröiö á milli út- gáfustjórnar blaösins og rit- stjóra. En í hverju er þessi ágreiningur raunverulega fólg- inn? • „Ég hef kosið að fara ekki út i smáatriði i sambandi við þetta mál eða i hvaða formi árekstram ir hafa orðið. Ég hef staðið fastur á viðhorfum minum i sam- bandi við starfssvið og stöðu rit- stjórnarinnar. Af minni hálfu hefurekki verið um persónulegan ágreining við einn né neinn að ræða. Það sem ég hef lagt áherslu á, eru atriði sem ritstjómin hefur verið sammála um”. En nú segir fyrrverandi með- ritstjóri þinn Ellert Schram opin- berlega, aö enginn verulegur ' ágreiningur hafi verið milli rit- stjórnar og framkvæmdastjórnar V'ísis. Þýöir þetta að þessir árekstrar hafi mætt á þér einum? ,,Mér þykir hann fljótur að gleyma,blessaöur, Eitt skýrasta dæmið i þessu sambandi er frá þvi 1 fyrrasumar og sú uppá- koma, sem þá varð, var að mati Ellerts svo alvarleg aö hann var tilbúinn til aö hætta f miðri Bandarikjaferö og koma heim vegna þess máls. Ég vona nú að þetta rifjist upp fyrir honum”. Þú nefndir þaö hér að ofan að ekki væri um aö ræöa neina per- sónulega samskiptaörðugleika. Fer Höröur Einarsson meö rangt mál, þegar hann segir slikt hafa veriö uppi á teningnum ykkar í milli? ,,Af minni hálfu hefur aðeins verið um aö ræöa fagleg atriði. Persóna Harðar Einarssonar kemur þessum málum ekkert við”. Nú segir Höröur jafnframt aö ástæöa þess að þér hafi ekki verið gefinn kostur á þvi að segja sjálfur upp hafiveriö vegna fyrri reynslu af samskiptum við þig. Veistu hvað hann á viö með þess- um orðum? ,,Nei, ég veit nú ekki hvað hann á viö. Þetta er allt annað svar heldur en hann gaf mér, þegar ég spuröi um þaö, hvers vegna mér væri ekki gefinn kostur á þvi að segja upp. Ég hef ekkert verið að flika þvisvari hans, en úr þvi sem komiö er og vegna yfirlýsingar hans, þá kemst ég ekki hjá þvi aö greina frá þvi sem hann svaraði mér. Hann sagði ástæöuna vera þá að vegna þess hve margir á ritstjórn Visis heföu sagt upp störfum á siöustu misserum væri ekki æskilegtaö annar af ritstjór- um blaösins geröi slikt . Það gæti litiö út eins og menn væru að flýja af blaðinu”. En nú hafa bæöi Höröur og Ell- ert lýst undrun sinni yfir þvi aö þú hafir hætt samdægurs og uppsögn þín var tilkynnt samstarfsmönn- um þínum. Hvers vegna lá þér svona á? „Þaö kemur mér á óvart hve þeir leggja mikla áherslu á það hvaða dag ég fór. Sennilega er þvi réttast, til að fólk átti sig á hvernig staðan var, að lýsa þvi örlitíð hvernig þetta bar að. Sama daginn og gengið var frá minum málum — föstudaginn 2. janúar — lysti Hörður yfir þvi við mig að hann væri i „prinsipinu” þeirrar skoðunar að þegar yfir- mönnum fyrirtækja væri sagt upp störfum, þá ættu þeir að hætta strax. Ég sagðist vera sama sinnis og það varð einfaldlega samkomulag umað ég hætti þann dag. Mér finnst þess vegna furðu- legt að Hörður og siðan Ellert skulileggja áhersluá þetta atriði, sem er aukaatriði i öllu málinu. Aðalatriðið er að ég hætti ekki störfum að eigin frumkvæði heldur vegna þess að mér var sagt upp. Það er kjarni málsins”. En hvaöa dropi var það sem fyllti mælinn nú. Úr fjarlægö virt- ist sem illdeilurnar sem sköp- uöust s.l. sumar heföu hjaðnaö a.m.k. aö ákveönu marki. Var eitthvað ákveðið sem kom upp á núna siðustu vikur sem beinlinis orsakaöi þessi viöbrögð útgáfu- stjórnarinnar? „Ég hef ekki minnsta hugboö um það. Ég fæ ekki séð að neitt eitt mál gæti hafa orðið til þess að þessi uppsögn var ákveðin ein- mitt nú um áramótin”. Höfðuö þiö Ellert Schram — þingmaðurinn fyrr- verandi — ólikar skoöanir á því, hvernig ritstýra skyldi blaöi sem Vísi? „Nei, ég varð aldrei var við neinn ágreining varðandi það at- riði okkar i milli. Samstarf okkar var mjög ljúftog gott þetta tæpa ár sem við Ellert unnum saman. Og hann var alveg sammála mér um öll ritstjórnarleg atriði sem til umræðu komu”. Nú hefur því veriö fleygt að þú -hafir aldrei fengiö neitt aö vita um og þaöan af siður haft hönd í bagga með, þegar stærri ráön- ingar eða ráöstafanir voru ákveönar á blaðinu og þaö t.d. nefnt aö þú hafir ekkert frétt af ráðningu Ellerts fyrr en hún var orðin aö raunveruleika? „Ég hafði ekki neinar spurnir af ráðningu Ellerts áður en gengið var frá þeim málum”. Var sama uppi á teningnum , þegar Höröur sem formaður út- gáfustjórnarinnar réö sjálfan sig sem ritstjóra? „Hann var ráðinn ritstjóri af stjórn Reykjaprents og það bar aö með sama hætti hvað mig varðar og ráðning Ellerts. Mér var tilkynnt um það, þegar sú ákvörðun hafði verið tekin”. Sagt er fullum fetum, aö ráön- ingar þriggja samritstjóra þinna, þ.e. Þorsteins Pálssonar, Haröar Einarssonar og Ellerts Schram, séu grundvallaöar á pólitiskum forsendum, en ekki vegna hæfi- leika þeirra sem blaöamanna? Ilvaö segirðu um þessa skilgrein- ingu? „Ég hef fyrst og fremst litið á Þorstein Pálsson sem blaðamann en ekki sem stjórnmálamann, þótt hann hafi að sjálfsögðu sínar pólitisku skoðanir eins og aðrir. Það efast enginn um hæfileika Þorsteins”. En hefur þú litið á þessa með- ritstjóra þina fyrstog fremst sem liæfa samstarfsmenn i blaöa- mennsku, eða sérlega politfska útsendara útgáf ust jórnarinnar, sem óneitanlega samanstendur af mönnum á hægri væng stjórn- mála ? ,,Ég hef að sjálfsögðu gert mér grein fyrir þvi', að þeir hafa allir veriðhægri sinnaðir, borgaralega sinnaðir en það hefur enginn þeirra haldið fram stefnuneins ákveðins stjórnmálaflokks varð- andi ritstjórnina, fremur en ég hef gert heldur tekið málefnalega afstöðu-Hér er ég fyrst og fremst að tala um leiöaraskrif sem við skiptum á milli okkaren varðandi fréttamat og fréttameðferð þá hefur jafnan verið unnið eftir sömu grundvallaratriðum óhlut- drægrar fréttamennsku sem ég hef tamiö mér og ólst upp viö á fréttastofu sjónvarpsins, þau 10 ár sem ég vann þar”. En hvernig kom það heim og saman við þi'nar hugmyndir um frjálsa og óháöa blaöamennsku. þegar sjálfur formaður útgáfu- stjórnarinnar settist í ritstjóra- stól á sfnum tima? Hvernig gastu sæst á slika skipan mála þ.e. að sami maðurinn Hörður Einarsson togaöi i þessa tvo spotta, eins ólikir og aö greindirog þú telur þá vera? „Ég lýsti þeirri skoöun minni við Hörð Einarsson og fleiri stjórnarmenn þegar hann settist i þaö ritstjórasæti, sem stjórn Reykjaprents réð hann til, að ég teldi þaðfara m jög illa saman, að einn af eigendum blaðsins settist i ritstjórastól, á sama tima og við ætluðum að halda uppi merki sjálfstæörar ritstjórnar og blaða- mennsku. Hannlýsti yfir að hann myndi ekki láta eignaraðild sína að Reykjaprenti hafa áhrif á störf sin, heldur myndi hann vinna eftir þeim lögmálum, sem rit- stjórnin hefði unnið eftir áður en hann kom á blaðið. Ég ákvað að láta á það reyna ;og verð að segja, að samstarf okkar gekk bara vel á meðan hann var rit- stjóri”. Þaö gekk svo vel að 8 blaða- mcnn á Vísi hættu störfum það árið. Gekk það kannski of vel? „Varðandi það hvaða ástæður lágu til þess að blaðamenn sögðu upp á þessu timabili verður þú að spyrja þá”. Þú vilt sem sagt ekki viður- kenna aö þú hafir á þessu ári vegna þrýstings slegiö af þfnum „prinsipum”, sem frcttamaður og þaö síöan orsakað óánægju blaöa manna. „Nei, ég hélt mig alveg við þá grundvallarstefnu sem við Þor- steinn Pálsson höföum mótað, að Vfsir væri sjálfstætt og óháð fréttablað. Og vegna samkeppn- innar við Dagblaðið hef ég ávallt talið það mikilvægt að Visir hafi þá imynd meðal lesenda sinna”. Nú hefur heyrst að samband sé á milli skrifa Visis um margum- talaöa ræöu Hannesar Jónssonar sendiherra i Genf og sambúðar- erfiöleika þinna viö eigendur blaösins. Hvað er liæft i þessu? „Ég veit ekki um nein tengsl þar á milli. Umfjöllun Visis um mál Hannesar Jónssonar var i samræmi við ritstjórnarstefnu blaðsins. Sannleikurinn i þvi máli kom fram og var staðfestur af Ól- afi Jóhannessyni utanrikisráð- herra. Þeir sem mest höfðu með þetta mál að gera á blaðinu voru Sæm- undur Guðvinsson og Ellert Schram. Ég skrifaði aftur á móti leiöara um málið meðan Ellert lá á sjúkrahúsien efni þessa leiðara sem ég bar undir hann, var hann alveg sammála. Ég get þvi ekki séð hvernig þetta mál tengist þvi að mér var sagt upp störfum”. En nú er sagt aö einn stóreig- andi V'i'sis, hafi gert kröfu um þaö, að þetta mál yröi kæft og þagaö í hel. „Eigendur Visis höfðu ekki tal af mér vegna þessa máls”. Þórir Jónsson einn aöaleigend- anna hefur sem sagt ekki fariö fram á þaö við þig, aö blaðið breytti um stefnu i þessu máli? Og að hann hafi gert það vegna fjölskyldutengsla viö Hannes Jónsson? „Eru þeirtengdir? Ég itreka að enginn eigenda Reykjaprents hafði tal af mér vegna þessa máls”. Dagblaösmenn og fleiri halda þvi fram, að aldrei heföu orðið þessar sviptingar og flokka- drættir, scm m.a. gátu af sér Dagblaðiö á sinum tíma, ef ekki hefði komið til persónulegur eða pólitiskur metnaður Harðar Einarssonar—að allt snúist þetta meira og minna um hann Ertu kominn á þessa skoðun? „Ég vil ekki lýsa neinum skoð- unum á þessu”. Hafa afskipti og samblöndun við hlutabréfaeigendur Visis ekki lengi torveldað ritstjórn blaðsins cðlileg störf og uppbyggingu þess? Og kannski i framhaldi, hafa þessir útgefendur nægilegan þroska til að eiga „sjálfstætt” fréttablað scm keppir viö Dag- blaðið? „Ég sé ekki að ég eigi að leggja mat á þroska þeirra.” Sérðu nú eftir þvi að hafa ekki tekið harkalegar á sambúðar- vandamálum sem upp hafa komiö og lagt stöðu þina að veði og þá jaf nvel átt aö vera búinn að segja upp fyrir löngu, vegna tregðulögmála útgáfustjórnar- innar? „Nei, ég sé ekki eftir nokkrum degi af þeim árum sem ég var á Visi. Ég fór þangað fullur áhuga og þessi ár hafa aö mörgu leyti verið svipuð upphafsárum sjón- varpsins á sinum tima i minum huga. Uppbyggingarár og endur- reisnarár. Og þó er ég i hjarta minu miklu ánægðari yfir að hafa þó þraukað og haldið minu striki, fremur en að gefast upp.” Hvað meö framtiðina? Yfir á annað blað? „Það er allt óráðið enn. Ég hef að minnsta kosti ekki hugsað mér að stofna dagblað.” Ertu bitur eða sár eftir þetta? „Nei, mér finnst skipta mestu að samstarf mitt við þá sem unnu á ritstjórninni var mjög gott. Það er meira um vert, en hvort ein- hverjum i hópi eigenda blaðsins hefur þótt ég erfiður ljár i þúfu.” Að lokum ólafur. Nú hrökkva menn jafnan við þegar þeim er sagt upp fyrirvaralaust. Þú óttast það ekki að vera brennimerktur sem „rekinn ritstjóri” og vcra f.vrir vikið „tabú” á vinnu- markaðnum? „Nei, ég hef engar áhyggjur af þvi. „Ég held að þeir sem hafa eitthvað þekkt til min trúi þvi ekki að ég sé neinn vandræða- maður. Þau atvinnutilboð sem mér hafa þegar borist á fyrstu dögunum eftir uppsögnina vitna um það að ég standi jafnréttur eftir”. eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.