Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 17
17 Buster Keaton í heiðurssessi Kvikmyndaháti® Listaháti&ar í Reykjavik hefst 7. febníar og stendur til 15, febrúar i Regn- boganum. Á þessari stundu er ekki útséð um ýmsa pdsta á hátíð- inni, myndir annaö hvort óstaö- festar eöa svör viö fyrirspurnum hafa ekki borist enn. Þð mun Iiggja fyrir aö á hátföinni veröi sýnt ítarlegtyfirlit yfir myndir og feril eins og fremsta gaman- leikara þöglu myndanna, Buster Keaton. Veröa sýndar 8-9 myndir Keatons, auk styttri mynda, og er þetta safn I eigu Raymond Rohauer, mannsins sem hvaö mestan þátt átti í endurreisn Keatons. Von er á Rohauer til landsins á hátiöina. Þá mun ljóst aö tvær af nýjustu myndum fremstu leikstjóra Pól- lands, Waijda og Zanussi veröi sýndar á hátiöinni, — Hljóm- sveitarstjórinn eftir Waijda meö John Guilgud i aöalhlutverki, og Konstant eftir Zanussi, en hún var númer tvö á lista Intemat- ional Film Guide yfir bestu myndir ársins 1980. Onnur mynd af þeim lista, danska myndin Johnny Larsen veröur á hátlö- inni. Solo Sunny er enskur titill nýlegrar austur-þýskrar myndar, sem þykiróvenjuleg fyrir myndir frá þvi landi og veröur á hátiö- inni, og af öörum staðfestum myndum má nefna tvær frá fjar- lægum heimshlutum: mynd frá Hong Kong eftir King Hu, einn þekktasta leikstjóra þarlendan, og egypsku myndina Hvers vegna Alexandria? eftir þeirra frægasta mann, Chahne aö nafni, og mun þetta vera fyrsta arabiska myndin sem hér er sýnd. Verið er m.a. aö kanna mögu- leika á myndum frá Astraliu, Vestur-Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Kanada og Sovelrlkj- unum. Ekki er ljóst hvort efnt veriö til keppni Islenskra mynda Buster Keaton sem gerö veröa sérstök skil á kvikmyndahátiöinni, i einni þekktustu mynd sinni, Hershöföingjanum. á hátlöinni nií eins og veriö hefur á þessu stigi. AIls veröa um 20 á fyrri hátlöum, og ekki er heldur myndir á hátiöinni, auk mynda vitaö um erlenda gesti á hátlöinni Keatons. „Efnislega eru verkin af mörgum toga, tvlviö, þriviö, mál- verk, teikningar, ljósmyndir og skúlptúrar úr mismundandi efni”, sagöi Kristinn G. Haröar- son myndlistarmaöur i samtali viö Helgarpóstinn, en Kristinn opnar my ndlist arsýningu f Asmundarsal á laugardagskvöld. ,,Eg vinn I mjög fjölbreytilegt efni og reyni aö finna hugmynd- inni sem heppilegastform og efni Kristinn vörðu, konu i spegli, þorp i fjallshllð og logandi kveikjara undir hendi — Eiga verk þin eitthvaö sam- eiginlegt? „Þess vildi ég nú óska. I flestum tilfellum tengi ég saman tvö, þrjú eöa fjögur myndefni og læt þau tala innbyröis, án þess aö baki sé nokkur rökhugsun. Þetta er meira á ljóörænu sviði.” — Hvernig myndir þú flokka „Á LJÓÐRÆNU SVIÐI" segir Kristinn G. Harðarson um sýninguna, sem hann opnar á Ásmundarsal á laugardag hverju sinni”. sagöi hann, og bætti þvi viö, aðhann geröi mikiö af því aö tengja saman tvo, þrjá eöa fleiri myndþætti. — Geturöu nefnt efni, sem þú notar I skúlptúrana? „Einn er t.d. myndaöur úr stórum klukkuvlsi úr stáli og varöturni, geröum Ur sykur- molum.” — Hver eru viöfangsefni þln? „Þau eru af ýmsum toga. Ég vinn mikiö þannig, aö ég fletti blööum eða timaritum, og ef ég sé einhverja mynd, sem mér finnst skemmtileg, leita ég aö ööru myndefni, sem ég gæti tengt henni. Slðan vinn ég Ut frá þessum myndum I annaö hvort skúlptúr, ljósmyndir, málverk eöa teikningar.” Sem dæmi um myndefni nefndi þaö, sem þú ert aö gera? „Þaö er kannski hægt að segja, aö þaö sé I ætt viö „nýja mál- verkiö” (New Painting). Þaö er afturhvarf til málverksins, en komiö aö þvl frá annarri hliö en áöur. Mér finnst fáránlegt þegar talaö er um að málverkiö sem sllkt sé dautt, þvi mér finnst aö' aöferö eöa efni geti aldrei oröiö úrelt semslík.Þaö er frekar hugs- unin að baki notkunar efnisins og aöferöarinnar sem Ureltist.” — Attu þér einhverjar fyrir- myndir? „Þaö væri eitthvaö skrltiö ef svo væri ekki. Þaö eru kannski menn eins og Svisslendingurinn Urs Luti og Italskir listamenn, sem margir hverjir eru hressir I maleríinu”, sagöi Kristinn Harðarson. —————----------.—■—| Njáll Demantur reddar öllu Rcgnboginn: i kvikmyndasögunni, þar sem hún Jasssöngvarinn (The Jazz er talin fyrsta talmyndin. Tima- Singer). Bresk-bandarisk, árgerð mótaverk. Kvikmyndir eftir Guðlaug Bergmundsson 1980. Handrit: Herbert Baker,' eftir leikriti eftir Samson Rapha- elson. Tónlist: Neil Diamond. Leikendur: Neil Diamond.Laur- ence Olivier, Lucie Arnaz, Frank- lyn Ajaye, Catlin Adams. Leik- stjóri: Richard Fleischer. Þaö er ekki á hverjum degi, aö k kvikmynd er frumsýnd samtlmis * i Reykjavik og New York, tveim helstu borgum heimsins aö Paris undanskilinni. Slikt hefur þó gerst, er það Jasssöngvarinn, sem nú er sýnd i Regnboganum. Rétt er aö vara djassfrikana strax við. Djass heyrist ekki i þessari mynd, heldur öldrunar- popp og dreifbýlistónlist, auk hefðbundinnar kvikmyndatónlist- ar og gyðinglegrar trúartónlistar. Jassöngvarinn heitir kvik- mynd, sem Alan nokkur Crosland ■ gerði árið 1927. Þótt ekki sé þaö meö merkilegri kvikmyndum út frá fagurfræði kvikmyndafil- anna, þá var hún upphaf nýs tima Það kann þvi að þykja nokkur dirfska, á þvi herrans ári 1980, aö gera kvikmynd, sem i öllum megindráttum fylgir efni fyrir- rennarans, sem þrátt fyrir sina galla, hefur nokkra sérstöðu, eins og áður segir. I eldri myndinni makar A1 Jolson skósvertu .framan i sig, þegar hann syngur. 1 þeirri nýju gerir Neil Diamond það sama, þegar áhorfendur sjá hann syngja popp i fyrsta sinn. Sem sagt, hafi Richard Fleischer ætlað sinni mynd að vera ámóta timamótaverk meöal tónlistar- mynda og fyrri myndin var á sin- um tima, hefur honum mistekist alveg hrapallega. Ekki þar með sagt, aö myndin sé algjört fisakó, heldur er hún ósköp heiöarlega unnin mynd, án nokkurra tilþrifa á neinn hátt. Það væri ekki néma þá leikur Lárusar Oliviers, sem alltaf er góður. Aðrir standa sig alveg takk bærilega. Tónlistinni má ekki gleyma, þvi hún er jú það sem allt snýst um. Mér hefur nú aldrei þótt öldr- unarpoppið hans Njáls Demants meö skemmtilegri tónlist til aö hlustaá,eniþessarimynd á hann þó góða spretti. Lifgar hún mjög upp á myndina, sem án tónlistar- innar væri hvorki fugl né fiskur. Ég held það sé engin goðgá að segja, að þessi mynd muni fremur höföa til pabbanna og mammanna, fólks af minni kyn- slóð og þaðan af eldra. —GB Neil Diamond Af hverju er hlegið að blaðamönnum? „You’re all full of bullshit and journalistic jive you have no idea of what it is to be alive You’re blinded by how important you think you oughta be You’re so well informed that you can’t even see.” Úr „The Big Print” eftir Mike Pollock utangarösmann. Fjölmiðlun eftir Þröst Haraldsson . Þannig senda Utangarös- menn tóninn á nýjustu plötu sinni og skotmarkiö er blaöa- mannastéttin. Þessi tónn er orö- inn býsna algengur I seinni tíö. Til dæmis fannst öllum þaö fyndiö þegar Carter forseti harmaöi sáran að ættfræöingar skyldu hafa fundiö blaöamenn i langfeögatali hans. En ekki hef ég enn séð blaöamenn rlsa upp til andsvara. Er þaö af því aö viö vitum upp á okkur sökina? Ég held aö fáar stéttir myndu sitja þegjandi undir öllum þeim vömmum og skömmum sem blaöamenn viröast þola mögl- unarlaust. Starf þeirra er lika nokkuö sérstætt. Þaö sem þeir láta frá sér fara er lagt undir dóm almennings strax á morg- un og raunveruleg áfrýjun er varla til: Þaö er miklu auöveld- ara aö svipta mann ærunni á prenti en veita þeim hana aftur. Ef viö tökum dæmi af manni sem kaupir gallaöan stól af tré- smiö, þá bölvar hann trésmiðn- um (en ekki allri stéttinni) svolitiö og skilar svo stólnum. Ef þessi sami maöur lendir I þvi aö blaöamaöur nföir hann niöur i svaöiö og lýgur upp á hann er ekki málið leyst meö því að skila blaöinu eöa henda þvi. Lygin stendur óhögguö I hinum eintökunum 20 þúsund. Þessi staöreynd krefst þess af blaöamönnum aö þeirathugi vel sinn gang áöur en þeir setjast viö ritvélina. Þeir eiga sér nefnilega enga gilda afsökun fyrir því aö sýna léttúö i um- gengni viö sannleikann, hvorki tlmaskort né peningaleysi, og allra síst geta þeir skýlt sér bak viö þá kenningu aö veruleikinn sé svo leiöinlegur aö nauösyn beri til aö krydda hann svo hann seljist betur. Þaö siöasttalda er þó án efa algengasta orsökin fyrir skreytni blaöamanna. Blaöamenn guma gjarnan af þvi að þeir beri svo mikla ábyrgö. Hver kannast ekki viö frasana um aö viö berum ábyrgö á skoöanamyndun al- mennings, aö viö séum tengiliö- ir yfirvalda og almennings, „fjóröi armur rlkisvaldsins” osfrv. Þessir frasar eru einkum viöhaföir af yfirvöldum og öör- um þeim valdsmönnum sem þurfa aö hafa gagn af okkur. Og þeim blaðamönnum sem Pollock lýsir I 3. og 4. hendingu textans. Ég þekki nefnilega sorglega mörg dæmi um kollega sem haldnir eru þeirri firru, aö af þvi aö þeir umgangast yfir- stéttina og áhrifamenn í starfi sinu, þá séu þeir sjálfir hluti af þessari sömu yfirstétt. Þetta á ekki viö nema um örfáa blaöa- menn — og þeir eru kannski miklu fremur pólitikusar en blaöamenn En hvaöa ábyrgö bera blaöa- menn eiginlega? í raun og veru eru þeir ekki ábyrgir fyrir neinu öðru en eigin samvisku. Rit- stjórinn tekur á sig meiöyröa- málin. Og blaöamaöur sem vill vera langlifur á sinum vinnu- staö kemst fljótlega að þvi aö hann veröur vesgU aö falla inn i ákveöinn ramma sem sniöinn er hverjum fjölmiöli. Hann getur ekki sagt hvaö sem er, hvernig sem er. Þessir rammar geta bæöi átt sér pólitlskar og efnahagslegar forsendur — beggja blands er algengast. Ef þU segir svona frá einhverju veröur þingmaðurinn eöa hluthafinn vitlaus, ef þú hagar oröum þínum ööruvisi selst blaðiö ekki — aö mati rit- stjórans eöa fréttastjórans. Flestir eru fljótir aö snlöa af sér þá kanta sem falla utan rammans. En þaö þarf ekki aö vera blaöamanninum fyllilega ljóst. Til dæmis er þaö Utbreidd kenning meöal blaöamanna á Morgunblaöinu og slödegisblöö- unum aö þeirra blöö stundi eitt- hvaö sem heitir „hlutlaus fréttamennska”. Þeir lifa i þeirri góöu trú aö þeir búi viö óskert tjáningafrelsi. Þetta heitir sjálfsblekking og hún er töluvert Utbreidd I stéttinni. HUn veldur þvl til dæmis aö blaöamenn eiga ansi erfitt meö að horfast I augu viö þá staö- reynd, aö i launum eru þeir állka háttskrifaöir á almennum vinnumarkaði og faglæröir verkamenn. Ekki megna þau laun aö lyfta iönaðarmönnum upp i yfirstétttina. Af hverju skyldi eitthvaö annaö gilda um blaöamenn? Viö erum I raun og veru ósköp venjulegir handverksmenn. Mér finnst þaö lika alveg nógu merkilegt. Ég ber ólíkt meiri viröingu fyrir smekkvfsum prentara sem kann sitt fag og leggur metnaö I þaö en ómerki- legum blaöamanni með alltof háar hugmyndir um sjálfan sig. Okkar faglega markmiö á aö vera heiöarleg fréttamiölun, aö koma fréttum, upplýsingum og skoöunum á framfæri á fallegu og auöskiljanlegu máli Ef menn vilja komast til valda og met- oröa er miklu heiöarlegra að vinda sér beint Ut i pólitik eöa bisn iss. Ég held að Islenskir blaöa- menn geri sér öllu frumstæöari og óraunhæfari hugmyndir um stööu sína og starf en erlendir starfsbræður þeirra. Fyrir þvi eru ýmsar ástæöur. Ein er sú aö á Islandi er ekki hægtaöveröa sér úti um mennt- un I faginu. NU er menntun i sjálfu sér ekkert algilt lausnar- orö. En ég held aö hUn gæti samt kveöiö niður verstu einkenni sjálfsbldckingarinnar og glætt meö stéttinni faglegan metnaö sem þvímiöurer svo sjaldgæfur i dag. Reynslan frá Danmörku sýnir lika aö menntun blaöamanna er haldgott vopn i baráttunni gegn þeirra nesjamennsku sem er svo algeng I íslenskum fjölmiöl- um. Hér segja blaöamenn aö slöan reglulegur blaöamanna- skóli komst á laggimar hafi gæði allrar fjölmiölunar batnað verulega. En meöan blaöamenn eru uppfullir af sjálfsblekkingum og meira og minna óraunhæfir draumar um völd og áhrif koma i veg fyrir að blaöamenn setji sér fagleg markmiö veröur hlegið að okkur um aldur og ævi. ”Look into the mirror Don’t you give me no lip They’re all obsolete the things that you say...” MikePolIock

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.