Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 9. janúar 1981 Heimsendir í nánd? „Sól tér sortna, sigur fold í mar, hverfa af himni heiöar stjörnur”. bannighefst hinkunna lýsing Völuspár á heimsendi. Viö höfum lesiö hana oft og taliö þar skáldlega lýst afdankaöri hug- mynd, sem hrellt heföi fáfróöa forfeöur okkar. Okkur nútimamönnum hefur hins vegar veriö kennt, aö ógn og hætta tortlmingar stafaöi ein- ungis af veldi Rilssa, Kana og mannsins meö ljáinn, sem fyrr eöa siöarbrygöi ljánum á okkur, einu I senn. Viö þykjumst gjör- þekkja náttúruna, a.m.k. nóg til aö hiin muni ekki koma okkur i opna skjöldu. brátt fyrir storma jaröskjálfta og mannskæö striö yröi lifinu aldrei raskaö aö ráöi og allt mundifærast i samt horf óöar envaröi.þóttUt af bæri um stund. Jöröin er traust og viö erum hólpin: hugmyndin um heimsendi er ýmist firra fáviskunnar eöa skipleg kenning heittrUarmanna. En nU bregöur svo viö, aö visindamenn eru ekki lengur svo vissir i sinni sök. Ýmsar nýjar niöurstööur rannsókna á sögu jarðarinnar og lifsins benda til þess aö ferleg tifræöi viö llfiö á jöröinni hafa verið gerö oftar en einu sinni og engin ástæöa aö telja okkur óhult fyrir fleiri slikum. Banatilræðiö hefst meö jarö- skjálftum, löndin ganga I bylgjum, fjöll hrynja, himinháar holskeflur rlsa og riöa yfir, strendur fara I kaf, en I sömu mund ris svartur mökkur hátt i loft upp og hylur sól og himin, mökkinn leggur um alla jörö og skelfir dýrin. Myrkriö rikir, áriö út og áriö inn, kæfir og kyrkir, svifiö i sjónum og gróður á þurru landi deyr, dýr deyja, smá og stór. Fátt hjarir eillfa dimmuna. Smástirni hefur rekist á jörbina. Risaeðlur slegnar út Flest höfum viö einhvern timann látiö heillast af lýsingum árisaeölunum, þessum ævintýra- legu furöudýrum forsögunnar. Okkur finnast þau skrýtin ásýndum af myndum visinda- manna aö dæma, en sannleik- urinn er sá að þau heföu miklu frekar juridiskt tilkall til jaröar- innar en viö gestirnir, sem nýlega geröum okkur heimakomin á jörðinni. Vér monthanar, sem köllumst dýrðarheitinu homo sapiens, höfum stjáklaö hér um I fáein milljón ár, en eðlurnar réöu á sinum ti'ma lögum og lofum I um þaö bil 165 milljón ár. Veldi þeirra hófst fyrir 230 milljón árum og tegundirnar uröu smám saman hinarfjölbreytilegustu aðgerð og vöxtum. Skordýr, fuglar og spendýr mynduðust aö vlsu á þessu tlma- bili, en engin kvikindi döfnuðu á borð við eðlurnar. Jarösögutima- bil þau, sem hér um ræöir, eru Trlas, Juras og Krítartimabiliö, en þvl lauk fyrir um það bil 65 milljón árum. Ekkiskalhérlýst nánar plöntu- rlki og dýrallfi jaröarinnar á þeim dögum, en aðeins á þaö minnt aö tvær megintegundir risaeöla voru viölýöi: kjötætur, en þar á meðal var „Tyranno- saurus rex” mesti hlunkurinn, mörg tonn á þyngd, meira en 10 metrar á lengd og á hæö viö tveggja hæöa hús. Mebal jurtaæt- anna var „Brachiosaurus”, sem vó 50 tonn og var hvorki meira né minna en 25 metrar á lengd. Eitt- hvaö hefur hann þurft aö éta náunginn sá. Eins og áöur sagöi nuturisaeöl- urnar lífsins óralangan tíma. En svo hurfu þær af sjónarsviðinu, greyin, og þaö hefur veriö vitaö ÚRHEIMI VÍSINDANNA Umsjón: Þór Jakobsson. Risaeölurnar — voru þær fórnarlömb geimslyss? alllengi, aö þær kvöddu skjótt. Hvaö kom fyrir? Geimslys Ýmsar kenningar hafa veriö uppi um meginorsök þess, aö risaeölumar dóu svo skyndilega út. Voru þaö drepsóttir, eyðing gróöurs eöa veöurfars- breytingar? Fræðimenn hafa ekki getað sæst á skýringu, enda ermargs aö gæta, t.d. þeirrar vit- neskju, aö þaö var fleira i jurta- og dýrarilrinu en risaeölumar, sem fóru forgöröum i lok krltar- timabilsins fyrir um þaö bil 65 milljónum ára. Næstliöin 10—15 ár hafa rann- sóknir allmargra vlsindamanna vlös vegar um heim veriö smám saman aö renna stoðum undir nýstárlega kenningu: smástirni varö á vegi jaröarinnar fyrir 65 milljónum ára og varö Ur þvi harkalegur árekstur. Varö hann smástirninu aö aldurtila meö þvi aö það splundraöist, er þaö small á jörðina meö ógnarhraða. Svo var hraðinn á smástirninu mikill og krafturinn, aö hafið skvettist upp eins og trampað væri i drullupolli, fjallháar flóð- bylgjur mynduðust, jarölög moluðust við höggiö mikla, og hitnuöu. Björg þeyttust upp himinhátt viö sprenginguna, ægilegar loft- bylgjurfóru um jöröina og rotuðu dauöhrædd dýrin, allt lék á reiði- skjálfi — og slðast en ekki slst steig rykský upp úr sárinu, kvörnuö jarölögin oröin aö sandi og ögnum, sem berast með loft- straumum um alla jörö. Rykskýiö, ef til vill sextlu sinnum efnismeira en smástirniö sem olli uslanum, dró siöan fyrir sýn til lifgjafans, sólarinnar. Myrkriö var algert, sólin skein á viö einn tiunda af tunglskini á heiðum himni — og þannig liðu áratugir. Undir þessu dimma skýi sem sveipar land og haf galt lifiö •afhroö, áramilljóna þróun var stöðvuö, lifsviö jaröarinnar umhverföist og ótal tegundir plantna og dýra náðu sér aldrei fyllilega eftir geimskotiö mikla. Aörar liföu af breytinguna, og nú erum við fjarskyldir ættingjar risaeðlanna aö komast á snoöir um hörmungarnar sem yfir dundu skelfingarnóttina köldu fyrir 65 milljónum árum. Efasemdir Smástirnikenningin er ekki sönnuö til fulls og aðrar skýringar koma enn til greina. Kenning þessi á upptök sin i þeirri uppgötvun jaröfræöinga, að óvenjumikiö af frumefninu iridlum hefur fundist I 65 milljón ára jarölögum vlös vegar á hnett- inum. Frumefni þetta er annars óalgengt á jörðinni, en algengt I loftsteinum I geimnum. Ýmsir fræöimenn telja hib mikla magn þessa frumefnis hafa safnast fyrir i jarölögum þessa tlmabils fyrir tilstilli hafstrauma og hag- stæörar setlagamyndunar. Aörir aöhyllast sendingu af himnum. En ekki er sopið káliö þótt I ausunasé komiö. Jafnvelþótt vist væri talið aö smástirni á glap- stigum, ca. 10 km aö þvermáli, heföi hæft jöröina meö brauki og bramli og splundrast I agnir, er ekki þar meö vist, að útrýming risaeðla og annarra skepna hafi fylgt i kjölfariö. Fulltrúar veöur- farsbreytinga meðal visinda- manna hafa enn ekki lagt árar I bát og finna margt til foráttu kenningunni um umferðarslys i geimnum. Flestir voru vantrúaðir á land- rekskenninguna, þegar henni var ýtt úr vör: kenninguna um rek landa og heilla heimsálfa á yfir- boröi jaröar. Frekari sönnunar- gögn vantaöi og fyrst aö þeim fengnum var kenningin talin góö og gild. Smástirnikenningin um endalok risaeölanna þarf frekari vitni til aöstandast strangar yfir- heyrslur vlsindanna. Kannski er hún röng, kannski er hún rétt. En þaö er óvissan og leitin sem einkennir vísindin og gerir þau spennandi, þött ánægjulegt sé að komast að óyggjandi niöurstöðu ööru hvoru. Þá þekkjum viöbetur heiminn sem viö erum i. P.S. Ég gleymdi að geta þess að búist er viö næsta tilræði viö llfiö á jöröinni áður en 35 millj. ár eru liöin. baö gæti gerst áður en þú leggur frá þér blaðið, en þaö gæti allt eins gerst löngu eftir aö veldi Rússa og Kana er liöið undir lok — og jafnvel eftir aö maöurinn meö ljáinn hefur veriö afvopn- aöur. NKAonmi, islm &&&&% þatm t (iippksmti áskrift að •« 'þióSitt íátm starf furírií í 0 Í £|| ^gjg^ ' \ ■ **•*»*■«> ' mím ; GLÆPAMAOUft” \ \ Vteln* ttm r#n fyrlrlu Hefurðu átt í elið^ikum með að fá Helgarpóstinn í þinni heimabyggð? * PjjQI tWIMSMtmulKWI 1 ■• •>. .< ' Af marggefnu tilefni hefur verið ákveðið að bjóða íbúum dreifbýlis aðfá Helgarpóstinn sendan heim í hverri viku í pósti Útfyllið og klippið út seðiiinn hér að neðan, sendið Helgarpóstinum, Síðumúla 11, Box 320, Reykjavík, ásamt nýkr. 180. í snatri U og þið fáið blaðið von bráðar heimsent ^P'-mfiJii ii% \~j ibsígarposiunnn Ffi tngte-xdirM^fiif ! bjA umlx>ö5tttlltrój» 1 «« Áskriftin gildir í hálft ár 'fíiís vatnsfatai} í taihi gíldi? i ttm fas ! r ' ;■ Eg óska eftir hálfsárs Helgarpóstinum á n; iu Mrruiiv ............. Heimilisfang Gerðu nn a 8IÍ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.