Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 9. janúar 1981 halmrjin^ irinn SJÁLFSDÝPKUN, SAMEIGINLEGT BARNA UPPELDI OG FRJÁLST KYNLÍF — segir Guðmundur Jónasson um einkenni svokallaðra AAO- kommúna, en hann hyggst stofna eina slíka á íslandi á næstunni 1 desembermánu&i komu tveir ungir menn heim frá Sviþjóö en þar höföu þeir kynnt sér nýstár- legt sambýlisform sem hefur veriö kallaö AAO. AAO eru kommúnur sem eru allt frá 20 til :M)0 manna stórar og eru dreiföar viös vegar um Evrópu. Og nd er ætlunin aö bæta viö einni slikri á íslandi. Þetta væri svosem ekki i frásögur færandief þessi ákveðna tegund kommúna byggöi ekki á kenningum Wilhelms Reich, sem fjallar mikiö um mikilvægi kyn- lifsins i' mannlegum samskiptum. Guömundur Jónasson er annar þeirra sem fór i þessa Sviþjóðar- reisu og spuröi ég hann spjör- unum úr. einn fagran janúardag. — Hvernig stóö á þvi að þú kynntist þessum samtökum? — t nokkur ár lagði ég stund á jóga, en varðað nokkru leyti fyrir vonbrigöum. Vissir þættir voru vanræktir og þeim ýtt til hliöar fyrir öörum hlutum, t.d. hvata - linu og kynlifinu. Ég spekúleraði mikiö i þvi af hverju kynli'f væri alltaf sleppt i allri umræðu. bað virðist vera sameiginlegt öllum stjórnmálaflokkum og — hreyf- ingum að skilja það Utundan. Umræður um f jölskylduna, barnauppeldi, samskipti karls og konu eru litlar sem engar. Ég fór aö hugsa um af hverju hægri mennleggja svona mikla áherslu á kjamafjölskylduna, af hverju hún er „hornsteinn” samfélags- ins. Og hvers konar samfélag er það sem við lifum i? Aðal- þröskuldurinn er hornsteinn sam- félagsins og ef okkur likar ekki samfélagið þá verðum við að breyta hornsteininum. t þessum dúr var ég og nokkrir vinir minir að ræða þessi mál. Ég rakst siðan á bók i bókasafninu sem heitir „The AAO model” og mundi þá eftir að ég haföi hitt fólk sem var i þessari kommúnu úti Noregi. Uppúr þessu fór okkur að langa til Austurrikis þar sem miöstöð AAO er og kynnast þessu af eigin raun. t aprit á siðasta ári fór svo ég og Gottskálk vinur minn til Sviþjóðar, þar sem við hittum hóp sem var verið að stofna og þar tókum við þátt i kommúnulifinu i ákveöinn tima. Öskrað út. — Hvað er AAO? — Upphaf þessa sambýlisforms má rekja til Otto Muehís sem er austurriskur nýlistamaður. Á árunum ’71- 72 var hann nýskil- inn við konu sina. Hann átti stóra ibúð og leiddist sennilega að ráfa einn um i henni, þannig að hann bauð fólki að búa með sér, og stofnuð var kommúna. Þetta fólk lifði i tvimennissambandi og átti sinar einkaeignir. Siðan fóru að koma upp vandamál sem Otto og vinir hans töldu stafa af tauga- veiklun eða takmörkunum fólks- ins. Þá fóru þau að leggja stund á skapgerðargreiningu (character analysis) sem er meðferð sem Wilhelm Reich þróaði upp úr sál- greiningu Freuds. Með þvi að bæta likamssnertingu við var meðferðinni breytt i svokallaða actions analysis, sem fór þannig fram aö þú lást á bakinu, en með aðferðum eins og djúpöndun, vöðvanuddi og fl. voru bældar til- finningar vaktar upp á yfirborðið. Fyrstu tilfinningarnar sem komu upp á yfirborðið voru yfirleitt reiði og hatur, en meö þvi aö kafa dýpra i sálarlifiö endurlifði fólkið t.a.m. fæðinguna. Eftir það fóru þau aö byggja sig upp að nýju. Fyrst brutu þau sig niður en slöan fóru þau að byggja upp jákvæöar tilfinningar. — Tilfinningar sem þeim fannst jákvæðar? — Ja, tilfinningar sem ekki voru leyfðar, eins og t.d. kynhvöt. Það eru tvenns konar tilfinningar sem okkur er ekki leyft aö tjá, bæði jákvæöar tilfinningar og nei- kvæðar tilfinningar. Barniö fæðist líffræðilega heilbrigt meö ákveðnar frumþarfir og leitar fullnægju eftir þeim i sam- félaginu. Ef þessum þörfum fyrir llkamssnertingu, ástúö, athygli, svölun, öryggi og mismunandi kynhvöt er ekki fullnægt þá um- myndast hún i uppbótarþörf eöa eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur myndir: Jim Smart o.fl. afbrigöilega þörf. T. d, þörf fyrir að láta meiða sig eða meiða aöra. Sama vandamálið — Er ekki hætta á þvi að þessar tilfinningar séu uppgerð? — Nei, ég hef tekið þátt i þessu. Fyrst stífnaði ég upp og varð ofsa hræddur. Maður er svo hræddur við sjálfan sig, fær alls konar komplexa og þorir ekki að tjá sig. En þá fer maður að reyna að full- nægja þessum kröfum fólks um að reyna að tjá sig eitthvað og þeir reyna að vinna með það. — Minnir á heilaþvott..? — Ég held að svo sé ekki vegna þess að þú veist alltaf hvað er að gerast og stýrir þessu mikið sjálfur. — Hverfa ekki öll þin karakter- einkenni? — Nei, alls ekki.þau skerpast. Þú ferð inni þennan hóp sem þú hefur öðiast traust á. Þú ert ekki einn um að hafa þessi vandamál heldur allir aðrir. Allar þær upp- 'eldislegu skemmdir sem þú hefur hlotið eru meira eða minna ein- kennandi fyrir allt þetta fólk. Þegar þú getur farið að tjá það sem þú finnur dags daglega þá liðurþér ofsalega vel og þá getur þú loksins verið þú sjálfur. Það er ekki verið að kalla fram eitthvað sem er ekki i þér. Þú finnur að það sem þú ert að tjá er raun- verulegt. En hins vegar eru þeir hættir með þetta núna. — Af hverju? — Þetta er skapandi fólk og festir sig ekki i einni ákveðinni hugmyndafræði. Það tekur upp vissa hluti og gerir það i ákv. tima svo fær þaö kannski leiða á þvi og gerir eitthvað annað. Það villsvo til að það er mikið I listum núna. — Eru eignirnar kannski hættar að vera sameiginlegar? — Það er sameign á flestum stærri hlutum, t.d. húsnæði, bif- reiðum og öllum tækjabúnaði. En þaðer einkaeign á öllum persónu- munum. — Eru þeir hættirað ganga um snoðklipptir i smekkbuxum? — Já og hættir aö einangra sig frá samfélaginu, hættir að hegða sér eins og sértrúarflokkur. — Er þetta þá nokkurs konar uppgjöf? — Nei, nei, þeir eru ekki farnir að viðurkenna þetta samfélag beint, en þeir eru hættir að eyða Sameiginlegt barnauppeldi. jeder iiium scinc eigcnc revo- hition tuachen, boisích selhvi. cine rcvolution.dk! in jodc körpofrelic ciiulringcn úuue nnd allcs wiedcrbclrben wi/d. dic alic venehúttctcn enui- tioncu htfvorvpiilt und tnr darstcllunti dringcn Usst. ca ist ktlnc revolution. dic allc in rincn hcwusstloscn strudcl vnn hcfvorbreehcn- den jggrcssioiu'a unrJ frei- heiwtsumcl hincinrcisst, wie in dcr ICFG. voudcnt ciiic rcvohitiou. dic jcdcr bcwuul stcueru kauu bei sicb seJber, wo jcdcr seinc rcvolution machen muss. au dem punkt, wo tf gcradc steht. dicsc rcvolution wtrd dasgan- /.e Jebcn lang wcitcrgcJten, utul nkftt nach cincni kur- rauscli cndrit. iu dciii man sieh an alícin ticwiisstios radu. kur/ den dofl dcr frcUteit riechf und daun wlcdcr zuriickfillt in dic altc rcsignation. unterdriicki vyn cincm ncu- en uttmenscJilichcn syatcm. Félagar i AAO-kommúnu i Þýskalandi i „selbsdarstellung’

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.