Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 11
helrji=>rpn^fi irinn F°studa9ur» januar i98i Smygl 3 lögregluþjón i sinni heimabyggð að fara að afgreiða heilt skip og komi i veg fyrir að smygl berist ekki á land. Það er raunar von- laust verkefni. Sveitir tollvarða verða að vera til aðstoðar. Og þá væru hreyfanlegir leitarflokkar besta lausnin.” Tollgæslustjóri sagði að það kæmi fyrir að tollverðir væru sendir á landsbyggðarhafnir til leitar. Það hefði m.a. gerst i haust og þá fundist umtalsvert magn t.d. á Hofsósi og i Vest- mannaeyjum. Nokkrir tollverðir sem talað varvið, sögðu þó að allt- of litið væri gert af þessu og i þau skipti, sem þ;að væri gert þá brygðist það ekki að komið væri upp um stórfellt smygl. • Kristján Pétursson sagði, að nú lægu frammi tillögur frá honum um bætt eftirlit á Keflavikurflug- velli. ,,Ef þær komast i gagnið, er það min skoðun að tollgæslan á Keflavikurflugvelli verði allsterk og öflug,” sagði hann. ,,1 dag er hún þrátt fyrir það mun öflugri en ef litið er til tollgæslunnar i Reykjavik. Þar er ýmsu ábóta- vant.” 17 þúsund spíraflöskur. Fyrir fimm árum komu þeir Kristján og Haukur Guðmunds- son þáverandi rannsóknarlög- reglumaður upp um smygl á 17 þúsund flöskum af spira. Þessu hafði verið smyglað á fimm skip- um. ,,Við upplýstum þetta mál á rúmri viku, en höfðum undir- byggt rannsóknina áður,” sagði Kristján. „Þetta er samsvarandi magn i smyglmálinu og tollgæsl- an i Reykjavik flettir ofan af á sex árum. 1 kjölfar þessa fór ég þvi að hugsa minn gang og þótti með endemum hvað tollgæslunni i Rvik yrði litið ágengt i störfum sinum. Sendi ég þvi dómsmála- ráðuneytinu bréf, þar sem ég fór fram á, að gerð yrði gagnger út- tekt á tollgæslunni og störfum hennar, þannig að það yrði upp- vist hvar hundurinn lægi grafinn og hvaða ástæður mætti rekja til árangursleysisins. Þetta bréf mitt var svæft af kerfinu og að- gerðir urðu engar.” Kristján lagði einnig áherslu á, að þrátt fyrir fjármagnsleysið og sinnuleysi fjárveitingavaldsins i þessum efnum þá mætti stórum lagfæra starfsaðferðir og hugs- unarháttinn innan tollgæslunnar. ,,Ég lit svo á, að of litið sé gert að þvi að rannsaka málin i landi, rekja sig frá einni smyglaðri áfengisflösku, i gegnum sölu- hringina og siðan að skipshlið. Það þarf ekki endilega að byrja við skipshlið.” Tollgæslustjóri sagði starfandi rannsóknardeild við embætti sitt og störfuðu þar tveir menn. Þeirra hlutverk væri m.a. að leita upplýsinga i landi og vera vak- andi gagnvart smyglvarningi i umferð. Þá sagði Kristinn toll- gæslustjóri að ágætt samstarf væri við lögreglu i þessu sam- bandi. Upplýsingamiðlun títil? Helgarpósturinn spurði Hall- varð Einvarðsson rannsóknarlög- reglustjóra hvort rannsóknarlög- reglan fengi mörg mál til meðferðar á ári hverju, sem tengdust notkun eða dreifingu á smygluðu áfengi. Hann kvað ekki svo vera. Hann var einnig- spurður hvort RLR hefði náið samband við toll- gæsluna varðandi gagnkvæma upplýsingamiðlun. ,,Já, það er samvinna milli þessara aðila, enda þótt ekki sé skipulagður háttur þar á,” svaraði Hallvarð- ur. „Það er gert ráð fyrir slikri gagnkvæmri upplýsingamiðlun milli i lögum um RLR, en eflaust má segja að þarna megi gera bet- ur en verið hefur.’” Guðmundur Gigja hjá fikni- efnadeild lögreglunnar i Reykja- vik, sagði fikniefnadeildina vera i misgóðum tengslum við hinar ýmsu deildir tollgæslunnar. „Við höfum t.a.m. prýöilegt samstarf við tollgæsluna á Keflavikurflug- velli, en á sumum öðrum sviðum mætti ástandið vera mun betra,” sagði Guðmundur. Dópiö sjóleiöina? Ekki kvaðst Guðmundur Gigja hjá fikniefnadeild lögreglunnar geta fullyrt að fikniefnum væri i auknum mæli smyglað á kaup- skipum til landsins. „1 þeim til- fellum sem viö höfum upplýst mál, þar sem meiriháttar magn er i spilinu, þá er það orðið al- gengt að i ljós komi, að efninu hafi verið komið til landsins sjó- leiðina til hafna úti á landi.” Það liggur i hlutarins eðli að leit að fikniefnum i nokkur þús- und tonna skipi er erfið og von- litil. Það er eins og að leita nálar i heystakki eða ef raunhæfri sam- liking Guðmundar Gigja er notuð: „Eins og aö leita. að tveimur smjörlikisstykkjum i stóru skipi”. Slik leit verður aldrei framkvæmd með neinni al- vöru, nema hundar séu notaðir. Slikir hundar eru ekki fjölmennir á landinu i dag og þvi fátt til varn- ar. 1 athugun Helgarpóstsins nefndu nokkrir aöilar þaö, bæöi sjómenn og jafnvel tollverðir — að litill sem enginn metnaður virtist fyrir hendi innan tollgæsl- unnar. Nokkrir nefndu einnig möguleikan á þvi, að tollvörðum væri mögulega umbunað af smyglurum fyrir að sýna linkind og sljóleika i starfi. Helgar- pósturinn vill þó eindregið taka fram, að ekki gátu þessir menn fundið fullyrðingum sinum stað né tilgreint dæmi þessum tilgát- um sinum til stuðnings og hlýtur slikt þvi að teljast markleysa ein meðan annað kemur ekki i ljós. Milljarðar á ari. Eitt er þó ljóst hvort sem mönnum likar betur eða ver og hvaða aðila sem um er að kenna: Tollgæslan og löggæsla þessa lands almennt stöðvar aðeins litið brot þess ólöglega innflutnings sem inn i landið flýtur. Ef 17 þúsund spiraflöskumálið þeirra Hauks Guðmundssonar og Krist- jáns <Pétursssonar sem snerti fimm skip, er einhver viðmiðun þegar reynt er að imynda sér hvað kemur inn i landið af smygl- uðu áfengi á ári hverju, þá má telja að aðeins með islensku kaupskipunum, sem eru um 60 talsins.komiá árihverju eitthvað i kringum 120 þúsund áfengis- flöskur. Þessi tala gæti veriö mun hærri og ef til viil lægri, en áfengi er aðeins hluti góssins. Ekki má gleyma bjórnum, tóbak- inu, matvörunum, fikniefnunum, skartgripunum, ) fatnaðinum, heimilistækjunum og öllu hinu. Verðmæti þessara hluta skiptir milljörðum og aftur milljörðum á ári hverju. Sagan segir okkur aö þaö hafi jafnan verið eins konar þjóðar- iþrótt eyþjóða að stunda smygl. Hóf er þó best á öllu. Viö skulum ljúka þessurn vangaveltum mef sögu, sem blaöið heyröi irá ónefndum tollveröi. Helgarpóstui selur söguna ekki dýrar en hanr keypti hana. En tollverðinurr mælist á þessa leið: „Ég sá skip stjóra á einu kaupskipanna landi, ekki alls fyrir löngu. Méi var þá sagt aö hann væri i veik indafrii. Við skipi hans tók þá 1 stýrimaður og var hann auðvitai hæstánægður meö aö fá skip stjóratitilinn með öllum þeinr friðindum, sem honum fylgja nokkra túra. En embættið fékl hann ekki ókeypis —langt þvi frá „Veiki skipstjórinn i landi, lét nefnilega skipiö ekki kvaðalaust hendur stýrimannsins. Sá siðar nefndi varö að sjá svo um a> „veiki" skipstjórinn i landi fengi 4 kassa af spiritusi eftir hverj; ferð. Skipið fór tvær íerðir i mán uði og söluverðmæti spirans sem skipstjórinn fékk i hendur vegn; landlegu sinnar er eitthvað kringum 700 þúsund kronur á mánuði. Dágóður aukabónus „veikindafrii.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.