Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 09.01.1981, Blaðsíða 23
hnlrjarpn^t, trinn Föstudag.r »■ janOar 1981 Þegar Utlendingum er sagt, aö á Islandi séu gefin út sex dag- blöö og aö auki fjöldi timarita trúa þeir ekki sinum eigin eyrum. Miöaö viö, aö IbUafjöldi á landinu er ekki nema um 240 þUsund veröum viöli’ka aö viöurkenna, aö þaö er harla ótrUlegt. Enda viöur- kenna allir sem fylgjast meö i fjölmiölaheiminum, aö sá mark- aöur er löngu mettaöur, og minnstu dagblööin hanga vægast sagt á horriminni. öll dagblööin, ekki aö Morgun- blaöinu undanskildu eiga viö greiösluvanda aö etja, vegna lausafjárskorts, og þar er ástand- an hátt”, segir Eiöur Bergmann Otgáfustjórn Alþýöublaösins- /Heigarpóstsins hefur ekki dregiö dul á þaö, aö halli var á rekstrin- um á siöasta ári. Aö sögn Bjarna P. Magnússonar formanns blaö- stjórnar blaöanna á haUinn rætur sinar aö rekja til sameiginlegs rekstrar 1 Blaðaprenti. Jóhann H. Jónsson framkvæmdastjóri Timans segir hinsvegar, £* afkoman á siöasta ári hafi alls ekki verið svo afleit. Hann gerir ráö fyrir þvi, aö rekst- urinn sýni ekki tap, þrátt fyrir ógreidda skuld til Blaöaprents, PRESSAN Á KÚPUNNI? inu I efnahagsmálum þjóöarinnar fyrstog fremst kennt um. En þaö kemur fleira til. Jóhann H. Jóns- son fraipkvæmdastjóri Timans segir um þetta mál, aö Islensk dagblöö hafi I rauninni veriö leUc- in grátt I mörg ár, Hann segir, aö fyrsti óleikurinn sem þeim hafi veriö gerður hafi verið banniö viö tóbaksauglýsingum . Þar með hafi sterkustu auglýsendurnir með erlent fjárpiagn, veriö Ur sögunni. Meö tilkomu sjónvarps- ins var lika tekinn stór biti frá blööunum, en tsland er hiö eina Noröurlandanna þar sem leyföar eru auglýsingar i rikisUtvarpi. Og nú upp á siökastiö hafa auglýs- ingar i sjónvarpinu verið hag- kvæmari en i dagblöðunum, og þaö hefur enn aukiö á vandann. Þessi skortur á lausafé hefur leitt til þess, aö Alþýöublaö- iö/Helga rpóst urinn, Þjóöviljinn, Vlsir og Timinn, sem öll eru prentuö I Blaðaprenti, og eignar- aöilar aö þvf, hafa á undanförnu ári ekki greitt raunverulegan prentkostnaö. Skuldir þessara blaöa viö Blaöaprent eru þvl orönar umtalsveröar, hlaupa á tugum milljóna gamalla króna. Fjárhagsstaöa Þjóöviljans hef- ur veriö mjög erfiö. Eiöur Bergmann framkvæmdastjóri segist gera ráö fyrir þvi, aö tap slöasta árs nemi um 750 þúsund nýkrónum eöa 75 milljónum gamalla króna „Þetta er voðalega kritiskt ástand, og ég skil ekki hvernig á aö vera hægt að reka þessi blöö áfram á þenn- eftir mikiö rekstrartap á árunum 1976—’78. „Við eigum hinsvegar i greiðsluerfiöleikum, en ég held að það fari eftir ööru ástandi I þjóöfélaginu, þaö bitnar á okkur, þegar illa gengur i fyrirtækjun- um”, segir Jóhann. „Þaö er ekkert launungarmál, aö viö eigum 1 greiösluvandræð- um. Uppgjöriö fyrir siöasta ár er ekki tilbUiö, svo þaö er erfitt aö aö átta sig á þvi hvernig rekstur- inn hefur veriö. En viö höfum ekki yfirþyrmandi áhyggjur af þvl, ég held það veröi ekki tap”, segir Hörður Einarsson framkvæmdastjóri VIsis. Raunar kemur fram á baksiöu Helgarpóstsins I dag aö veriö er aö reyna ýmsar leiðir til aö rétta við f járhag blaösins. „En viö höf- um áhyggjur af þvi, þegar viö getum ekki greitt starfsfólkinu kaup vegna skorts á lausafé — liklega meiri áhyggjur en starfs- fólkiö sjálft”, segir Höröur ennfremur. Aö sögn SveinsR. Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra Dagblaösins var afkoman áriö 1980 sæmileg, en þó ekki eins góö og 1979. „Fyrstu tölur gefa ekki til kynna, aö þaö hafi verið tap, en okkur vantar reiöufé”, segir Sveinn R. Eyjólfsson. Ýmsir, sem eru hnútum kunnugir I blaöaheiminum, draga þó I efa, aö staöa þessara blaöa sé eins góö og af er látiö. Bent er á, aö áriö 1978 hafi Timinn skuldaö um 80 milljónir (gamalla) króna Frá þvi Moamer Kadhafi náði einvaldstign yfir Libýu, hefur hann látlaust fengist við að færa út veldi sitt. Stórmennsku hans nægja siður en svo yfirráð yfir þrem til fjórum milljónum manna i strjálbýlu landi sem að mestu er eyðimörk. 1 krafti riku- legra oliutekna hefur Kadhafi leitað ýmissa ráða til að láta ræt- ast hugmyndir um „sameiningu araba” eða þá „islamskt heims- veldi” undir sinni stjórn. 1 þessari viku varð Kadhafi loks verulega ágengt að koma stór- veldishugmyndinni i fram- kvæmd. Þá var kunngerð sam- eining Libýu og nágrannarikisins Chad i rikjabandalag, þar sem ekki fer milli mála að Kadhafi og löngu, að friðurinn rofnaði, og nú skiptust menn i tvennt.v Annars vegar var liðsafli Goukouni Oueddei íörseta sem haíði á sinu bandi islamska norðanmenn, en kristnir sunnanmenn börðust undir merkjum Hissene Habre landvarna ráðherra. Kadhafi tók snemma aö not- færa sér upplausnarástandið i Chad til að fær.a út veldi Libýu. Fyrst var libýskur her sendur inn i Tibesti-auðnina, um 100 km breitt belti á landamærum rikj- anna, árið 1973. Tveim árum siö- ar færði Kadhafi sig upp á skaftið og lagði undir sig Libýu Aouzou-ræmuna, annaö belti þvert yfir Chad, þar sem taliö er að úran finnist i jörðu. og telja I meira lagi óliklegt, aö tekist hafiaö greiöa þann skuída- hala meö aukningu auglýsinga- tekna og aukinni sölu eingöngu. Þar hljóti að hafa komiö fé ann- arsstaðar frá. Eins og fyrr segir er jafnvel skortur á reiöufé á Morgun- blaöinu, en að sögn Haraldar Sveinssonar framkvæmdastjóra blaðsins hefur reksturinn gengið vel. „Siðasta ár var toppár I aug- lýsingum, og upplagið vex jafnt og þétt. NU er það komiö yfir 42 þUsund eintök og hefur undan- farin ár vaxið likt og Ibúafjöldinn á Islandi, og þá erum viö ánægöir”, segir Haraldur. Aðal vandamál Þjóðviljans er hinsvegar sá, aö mjög hefur dregið Ur auglýsingum, aö sögn Eiös Bergmann, og upplagiö hef- ur minnkaö nokkuö undanfarin ár. Samdráttur hefur lika orðiö á auglýsingum I Dagblaöinu, Sveinn R. Eyjólfsson álitur, aö á siöasta ári hafi minnkunin veriö um 10%. Aðrir þykjast þó geta sýnt fram á aö samdrátturinn sé um 30%. Upplagiö hefur hins- vegar haldist óbreytt, aö sögn hans, 26—28 þUsund, eins og veriö hefuralltfrá upphafi. ÍTImanum hefur hlutfall auglýsinga hins- vegar veriö hagstætt, að sögn framkvæmdastjórans, og salan aukist nokkuö. 1 Visi hefur ekki dregiö úr auglýsingum, og sömu sögu er að segja af Helgarpóstin- um, Höskuldur Dungal auglýs- ingastjóri segir 1980 hafa verið „gottauglýsingaár”. Kadhafi — stórveldið I augsýn? HERHLAUP ÞVERT YFIR SAHARA VEKUR UGG HJÁ AFRÍKURÍKJUM her hans hefur aðstöðu til að láta sameininguna verða meira en nafnið tómt. Chad er mikið landflæmi langt inn á meginlandi Afriku og teygir sig frá miðbiki Saharaeyðimerk- urinnar i norðri allt suður i regn- skógabeltið. Frá þvi landið fékk sjálfstjórn undan nýlenduveldi Frakka, hefur verið þar nær lát- laus innanlandsófriður. Megin- átökin hafa staðið milli islamskra ættbálka i strjálbýlum og hrjóstrugum norðurhluta lands- ins og kristinna svertingja i þétt- býlum og frjósömum suðurhéruð- um. Itrekaðar tilraunir Frakka til að stilla til friðar i Chad fóru út um þúfur. Þá komu til skjalanna Samtök Aírikurikja sem varð það ágengt i byrjun siðasta árs, að hvorki meira né minna en ell- efu striðandi fylkingar hétu aö leggja niður vopn og sameinast i einni ríkisstjórn. Ekki leið þó á Þegar friðslit urðu svo I ein- ingarstjórninni i Chad i fyrra, tiélt Kadhafi uppteknum hætti og studdi Oueddei trúbróður sinn og islamskan her hans. Engu að siður tókst Habre landvarnar- ráðherra að halda mestum hluta höfuðborgarinnar Ndjamena. Stóð i þófi milli fylkinganna fram eftir árinu með töluverðu mann- falli og stórfelldum landflótta óbreyttra borgara undan ófriðn- um. Arum saman hefur Kadhafi keypt af sovétmönnum ógrynni hergagna og fengið frá þeim og Austur-Þjóðverjum fjölda her- tæknimanna og herþjálfara til að kenna sínum mönnum að beita vopnunum. Arangurinn hefur ekki verið i neinu samræmi við erfiðið. Tilraunir libýska einvaldans til að steypa af stóli með undirróðri, vopnasmygli og útgerð flugu- manna rikisstjórnum i nágranna- löndunum Egyptalandi, Súdan og Túnis fóru út um þúfur. Sveit málaliða Kadhafis af ýmsum islömskum þjóðum, „Islamska hersveitin”, fór hrakfarir, þegar hún var send til Úganda að styðja Idi Amin I lok valdaferils hans. Frakkar og aðrir sem láta sig framvindu mála á þessum slóðum nokkru skipta, töldu i Ijósi fenginnar reynslu, að Kadhafi og her hans væri um megn að koma við i Chad ihlutun sem um munaði. En annað kom á daginn. Nokkru fyrir jól birtust á vlgvöllunum I Chad herflokkar Islömsku hersveitarinnar búnir sovéskum skriðdrekum af gerðunum T-54 og T-55, þungum sovéskum fallbyssum og Mig-þot- um. Alls er talið að 4000 manns séu i þessum llbýska her, og af þeim hóp var 2500 beitt til að hrekja hermenn Habre frá Ndjamena i einni snarpri atlögu. Sjálfur flýði Habre til nágranna- En fjöldi dálksentSmetra á auglýsingaslöum segir ekki alla söguna. Vandaujáliö er fyrst og fremst þaö, aö auglýsingarnar innheimtast seint og illa, og þaö er opinbert leyndarmál I blaöa- heiminum, aö mörg. blööin séu óspör á aíslætti, jafnvel upp I 80%. Vegna slæmra heimtuá peningum hefur auk þess oröiö aö taka skammtlmalán, sem eykur rekstrarkostnaöinn óhjákvæmi- lega. Blööin, sem eru prentuö I Blaöaprenti, hafa bjargaö sér Ut úr vandræöunum aö nokkru leyti meö þvl aö safna skuldum viö prentsmiöjuna. En þaö er eins og aö pissa I skóinn sinn, þvi sam- vinna blaöanna um Blaöaprent byggist á þvl, aö fyrirtækiö sé rekiö hallalaust. Þvi kemur aö þvi fyrr en seinna, aö þessar skuldir veröur aö greiöa. Ein af skýringunum á því, aö á Islandi hefur veriö hægt aö gefa Ut sex dagblöð, er sú aö til skamms tima voru þau öll tæki stjórnmálamanna I valdabaráttu þeirra. Blööin hafa einfaldlega ekki verið „látin fara á hausinn” til þessa, enda hafa þau verið ómetanleg stoð manna f klifri slnu upp hinn pólitlska metoröa- stiga. En nú viröist ástandiö vera oröiö þannig, aö stjórnmála- mennirnir sjá sér ekki lengur sama hag I þvi og áöur aö halda Uti blöðunum meö slfelldum „reddingum”. Þvl eru menn nú farnir aö leita annarra leiöa til aö styrkja stööu blaðanna. Ein leiö sem hefur verið nefnd er ríkisstyrkur eins og hefur tíðkast á hinum Noröurlöndunum um árabil. Sterkustu rökin meö þvi fyrir- komulagi eru þau, aö rlkinu beri skylda til aö tryggja þaö, aö sem flestar skoðanir eigi sem greiöastanaögang aö dagblööum. En rikisstyrkur hefur ekki fengiö góöan hljómgrunn meöal for- ráöamanna blaöanna. Þó hafa ýmsir bent á, að rlkinu beri aö greiöa að fullu fyrir þá þjónustu sem þaö fær I blööunum, m.a. fyrir birtingu dagskrár útvarps og sjónvarps. Aðrir halda þvl fram, að fram- tiðin sé sú, aö litlu flokksblööin, YFIRSÝN rikisins Kamerún en sendi liðs- menn sina sem sluppu úr bardaganum til heimkynna sinna i héraði við landamæri SUdan. Herferð frá Libýu til suður- héraða Chad bar vott meiri hernaðarmætti og hernaðarleikni en nokkurn óraði fyrir að Libýu- einvaldur ætti yfir að ráða. Akst- ur skriðdreka og þungra fall- byssna þúsund kilómetra leið þvert yfir Sahara er slikt vanda- verk, að hér getur ekkert riki i Norður-Afriku talið sig óhult fyrir libýsku herhlaupi, bjóði Kadhafi svo við að horfa. Eftir á þykjast menn sjá skýringuna. Vestrænar leyniþjónustur skilja nú til hvers er ætluð mikil eyðimerkur- herstöð, sem Sovétmenn og Aust- ur-Þjóðverjar hafa komið upp fyrir Kadhafi sunnarlega i Libýu á siðustu árum. Eftir sigur Libýuhers á and- stæðingum sinum i borgarastyrj- öldinni I Chad, komu saman full- trúar 11 rikja i Samtökum Afriku- rikja til að ráða ráðum sinum. Oueddei skjólstæðingur Libýu- manna vildi ekki virða fundinn viðlits, kvað kyrrð rikja i Chad og enga þörf á að álfusambandið léti mál landsins lengur til sin taka. Fundinum um Chad lauk án þess þar væri ályktað berum orðum að Libýuher bæri að yfir- gefa Chad, og var það skilið sem viðleitni stjdrnar Nigeriu og bandamanna hennar, að leyfa Kadhafi að draga menn sina i hlé ikyrrþey. Enhann ersiður en svo á þeim buxunum. I stað þess var kunngerð i fyrradag sameining Chad og Libýu, sem við rikjandi aðstæður þýðir að Libýa hefur lagt Chad undir sig. Slikt eru mikil tiðindi og ill að dómi allra nálægra rikja, meira að segja Alsir, sem til skamms tima hefur verið einna hliðhollast 23 Alþýöublaöiö, Timinn og Þjóöviljinn eigi aö sameinast um eitt stórt blaö þar sem hver flokk- ur fengi slna slöu en aö ööru leyti yröi blaöiö óháö flokkunum. Sú hugmynd á sér varla marga formælendur heldur. Enn ein hugmyndin er sú, aö þau blöö sem eru hrein flokksblöö, þ.e. Ti'minn og Þjóöviljinn, fari aö dæmi Alþýöublaösins og gera þau að hreinum innanflokkablööum. Viö þaö yröu eftir þrjú hrein frétta- blöö, og staöa þeirra styrktist. Allar þessar h.ugmyndir byggjast á því, aö blaöamark- aöurinn á Islandi sé oröinn mett- aöurr beri alls ekki sex dagblöö svo vel sé. En aörar ráöstafanir eru þó nærtækari. ]Forráöamenn VIsis og Alþýöublaðsins/Helgar.póstsins hafa þegar Ihugað þann mögu- leika að draga sig Ut Ur Blaða- prenti aö einhverju eða öllu leyti. Aö mati framkvæmdastjóra þess- ara blaða eiga þeir kost á ódýrari vinnu annarsstaöar, en Óöinn Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Blaöaprents fullyrðir, aö það geti ekki staöist og segir auk þess, aö sifelldár hótanir VIsis og Alþýðu- blaösins um aö draga sig út Ur Blaöaprenti hafi tafiö fyrir endurnýjun tækjakostsins. Óöinn bendir á, aö þaö sem allt velti á sé hvort fulltrúar dag- blaðanna I stjórn Blaðaprents ákveöi aö fara Ut i gagngera endurnýjun á tækjakosti fyrir- tækisins. SU endurnýjun hefur veriö á döfinni undanfarin fimm ár, en aldrei orðið af henni, m.a. af fyrrgreindum ástæöum, og eins þeirri, að Vísismenn hafa sett fram kröfur um sveigjanleg- an útgáfutíma, sem hinir stjórnarmenn hafa ekki viljaö fallast á, að undanteknum fulltrúa Alþýðublaðsins. Ákvöröun um þetta veröur væntanlega tekin I næstu viku, og á þvi veltur, hvort islensk dag- blaðaútgáfa veröur óbreytt i náinni framtíö, eöa viö eigum von á meiriháttar uppstokkun og .breytingum. eftir Þorgrtm Gestsson eftir Magnús Torfa Ólafsáon Libýu af rikjum Norður-Afriku. En i Algeirsborg er kominn til valda nýr forseti, Benjedid Chadli, sem kann þvi illa að Kad- hafi hefur reynt að lauma erind- rekum sinum i leyniþjónustu Alsir og leitast nú við að ná yfir- ráðum yfir skæruher Polisario i Vestur-Sahara, sem þykir stuðn- ingurinn sem Alsfr hefur veitt i baráttunni gegn Marokkó heldur slælegur. Undirróðurs og valdabrölts Kadhafis hefur gætt um flest lönd frá Senegal og Gambiu i vestri til rikjanna við Persaflóa i austri. NU nýskeð þurfti Nigeriustjórn að senda herinn á vettvang til að skakka leikinn i Kano, helstu borg islamstrúarhéraðanna i norðri, þar sem ofsatrúarflokkur hafði lagt undir sig bænhús meö svipuð- um kröfum um afturhvarf til hinnar fornu, hreinu trúar og hafðar voru uppi, þegar ofsa- trúarmenn náðu á sitt vald Bæn- húsinu mikla i Mekka á siöasta ári. Hafter fyrir satt i Nigeriu að komið hafi i ljós að foringi ofsa- trúarmanna i Kano hafi notiö styrks og stuðnings Kadhafi. Svo ekkert fari milli mála um hvað fyrir Kadhafi vakir, lét hann sér ekki nægja að birta eina stjórnarákvörðun i fyrradag, þá um sameiningu Libýu og Chad. Jafnframt lét hann frá sér fara aðra tilkynningu, þess efnis að á laggir væri sett sérstök stjórnar- deild til að annast kjarnorku- rannsóknir og kjarnorkufram- kvæmdir. Eitt af þvi sem Kadafi hefur lengi brýnt fyrir löndum sinum og fylgismönnum er að þeim beri brýn nauðsyn til að koma sér upp „islamskri kjarn- orkusprengju.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.