Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.03.1981, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 06.03.1981, Qupperneq 3
3 hc3lr]rirpn<ztl rrinn F°studagur 6. mars, 1981 86 skip eru i hinum islenska togaraflota. Aðeins 11 þeirra eru smiðuðhérlendis.hin eru flutt inn frá 12 löndum. Hér fer á eftir frá hvaða löndum islensku togararn ir eru keyptir. Noregur: 26 Pólland 13 Spánn: 11 Japan: 10 Frakkland: 7 PortUgal: 2 Einn togari hefur veriö keyptur fráhverju eftirtalinni landa: Hol- land, England, Skotland, Þýska- land, ltalia, Danmörk. orðaði það og útgerðar sem fyrir- fram væri dauðadæmd. „bað er auðvitað enginn plús fyrir okkur útgerðarmenn sem geta gert út hallalaust eða hallalitið að hafa menn i þessum bransa, sem ekk- ert vit hafa á hlutunum og láta reka á reiðanum og gera út á rikissjóð. Það eru ekki alvöruút- gerðarmenn heldur óábyrgir ævintýramenn og hið opinbera gerir of litið i þvi að stoppa þá menn. 1 dag er innflutningsbann á togurum, nema annar fari út i stað þess sem keyptur er. Undan- tekningar virðast þó leyfðar frá þessari reglu, samanber Þórs- hafnartogarinn margfrægi. Nú er fjármögnun togara þannig, að fiskveiðasjóður lánar 75% kaupverðs togara sem smiðaðir eru hér heima og byggðasjóður 10%. Fyrir togara keypta frá útlöndum i stað þeirra skipa sem út fara, eru lánshæf að 50% kaupverðs. Fiskveiða- sjóður lánar. Áður en hömlur voru settar á innflutning togara tillandsins, bakábyrgði rikissjóður 80% kaup- verðs. Svavar Armannsson hjá Fisk- veiðisjóði visaði þeirri skoðun á bug, að Fiskveiðisjóöur væri ein- hver sjálfkrafa afgreiðslustofn- un, þar sem hægt væri að ganga i peningakistur eftir geðþótta. Hann sagði hins vegar, að erfitt væri að meta hinar einstöku umsóknir eftir þröngum hagræn- um arðsemissjónarmiðum. Lita yrði einnig til annarra þátta, svo sem atvinnuástandsins á viðkom- andi stöðum. Sjávarútvegsráðherra hefur með Fiskveiðisjóð að gera en i sjóðnum sitja sjö aðilar. Sex þeirra eru tilnefndir af eftirtöld- um: Seðlabankanum, Lands- bankanum, útvegsbankanum, Llú, fiskverkendum, Sjómanna- sambandi Islands og Farmanna og f isk im an nasam ba ndinu. Ráðherra tilnefnir siðan einn. ,, Aukin óábyrgni" En meginspurningin er. Nú eru 86 togarar i eigu tslendinga, þarf að fjölga þeim enn frekar? Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri Landssam- bands islenskra útvegsmanna var spurður þessarar spurningar. Hann sagði: ,,Ég held aö þegar á heildina er litið hafi tekist nokkuð vel um uppbyggingu togara- flotans á siðasta áratug. Hins vegar tel ég, að timi sé til kominn að skoða þaö vandlega hvort fjöldinn sé ekki nægilegur miðað við þær veiöitakmarkanir sem I gildi eru. Þaö er skoðun min að svo sé. Hins vegar eru ýmsar blikur á lofti i þessu sambandi og mér finnst aukinnar óábyrgðar farið að gæta i sambandi við togarakaup og dreifingu togaranna i seinni tið.” Skal nú litið á þá þrjá staði, sem fá togara á þessu ári, Hólmavik, Skagaströnd og Húsavik. A Hólmvik er enginn togari fyrir, en smábátaútgerö stunduö. Ýmsir hafa oröið til þess að benda á, aö hafnaraöstaða sé ónóg á staönum, frystihúsið litið og illa tækjum búið og viðgerðarþjón- usta i lágmarki. Þaö sé þvi fyr- irfram dauðadæmt fyrirtæki að reyna togaraútgerö á Hólmavik, enda tilraun i þá átt áður verið reynd og þá mistekist. A Skagaströnd er einn togari fyrir — Arnar — og hefur rekstur hans gengið vel, auk þess sem at- vinnuástand er þokkalegt. Margir sjá þvi enga brýna nauðsyn á þvi, að bæta við einum togara, ekki sist þar sem frystihúsið geti ekki tekið við auknu hráefni til vinnslu. Mun þá ætlunin verða að um borð I hinum nýja togara verði fiskurinn heilfrystur. Hvað Húsavik varöar, þá er þar togari fyrir, og rekstur hans ekki gengið alltof vel. Það er þvi sagt að þaö sé óös manns æði, að auka á erfiöleikana meö kaupum á nýjum togara. Hitt er þó bent á, að öflugt hlutafélag standi að baki togarakaupunum og bæjarfélagið geti tekið á sig hallarekstur sem mótvægi við atvinnueflinguna, sem hinn nýi togarinn hefur liklega I för með sér. En Helgarpósturinn hafði sam- band viö þessa staöi og leitaði álits heimamanna. //Reksturinn örugglega erfiður" „Við eigum við timabundið at- vinnuleysi að striða,” sagði Jón Alfreðsson kaupfélagsstjóri á Hólmavik, sem hefur jafnframt með rekstur frystihússins að gera. „Nú er rækjuverðtiðinni að ljúka og þvi litil atvinna fram i júni. Siðan kemur aftur „dauður” kafli I haust. Það eru „dauðu” kaflarnir sem við viljum losna við meö togarakaupunum, þannig að hráefni berist stööugt á land, sama hvaða árstimi er.” Á Hólmavik og á Drangsnesi, en þessir staðir standa samein- aðir að togarakaupunum búa samtals 550 manns og kvaðst Jón ekki óttast að erfitt yröi aö manna væntanlegan togara þeirra. „Hins vegar gerum við okkur ljóst að hafnaraðstaða er ekki eins góö og þyrfti vegna litils legupláss og frystihúsin á Drangsnesi og hér á Hólmavik of afkastalitil. Það koma þvi eflaust toppar, sem erfitt verður að ráða við, en þá veröur bara að salta og herða fiskinn, ef möguleikar á frystingu eru ekki annars vegar.” Togari þeirra Hólmvikinga kemur til með aö kosta 4—5 milljarða gamalla króna og verður hlutur heimamanna 10% af kostnaðarverði. En er þessi tals aflamagn þeirra er frá 3—5 þúsund tonnum. Og þrátt fyrir það, aö geysiiega harkalegar veiðitakmarkanir hafi verið sett- ar á þorskveiöar þeirra. Þessi skip hafa þá veitt blálöngu og grálúðu sem eru afbragðs mark- aösvara, og að auki karfa og ufsa. Allt bendir lika til þess aö þorsk- stofninn vaxi mikið á allra næstu árum, svo augljóst er að verkefni fyrir togarana verður ekki af skornum skammti. Ég vil þvi árétta að enginn ástæða er til að stöðva þá þróun, sem átt hefur sér stað með eflingu togaraflot- ans, þvi t.a.m. eru nokkrir staðir til sem bráðnauðsynlega þurfa á togara að halda, af einni eða ann- arri stærð.” — Nú segja ýmsir, að aðstoð og lán hins opinbera haldi i raun uppi sjávarútvegi i landinu og hann standi engu betur en land- búnaðurinn hvað það varðar? „Þvættingur og vitleysa. Þeir menn sem tala svona, skilja ekkert hvaö það er sem skaffar þeim peninga til að éta fyrir. Þaö er t.d. talandi dæmi um fádæma skilningsleysi á sjávar- útvegsmálum, þessi tillaga Alþýðuflokksmanna að setja stopp á nýsmiðar togara, nema úrfall verði i flotanum. Það er alveg furðulegt að þeir menn sem bera svona á borð, hafi komið nálægt þessum málum áður. Ég held nefnilega, aö ef ekki verður um eðlilega endurnýjun aö ræða i togaraflotanum, þá vöknum við skyndilega upp að fáum árum liðnum og veröum aö kaupa 20—30 skip i einni svipan til að halda i horfinu. A þessu korti má sjá dreifingu hinna 86 togara á hafnir iandsins. lausn á atvinnuvanda Hólmvik- inga ekki ansi dýru veröi keypt? Jón svaraöi þvi: „Jú, þvi er ekki að neita. Þetta er ekki góður kost- ur og reksturinn verður örugg- lega mjög erfiður. Hingað til höf- um viö þó verið ábyrgir i fjármálum þegar fjárfestingar hafa verið annars vegar og ég hef ekki trú á öðru, en reynt verði að reka skipið á eins hagkvæman hátt og hægt er.” Jón Alfreðsson lét þess einnig getið, að hann hefði haft uppi betri hugmyndir um lausn á at- vinnuvandamálum smástaðanna þarna fyrir noröan. „Ég teldi það skynsamlegri lausn að t.d. keypt- ur yrði viðbótar togari til Akur- eyrar og einnig flutningaskip, sem tæki fiskinn á Akureyri og miðlaði honum á smáhafnirnar, þar sem fiskurinn yröi siöan unn- inn. Þá væri hægt að miöla fiskin- um á þá staði, þar sem hægt væri að taka við. Til þess yrði þó að fá hraðskeytt flutningaskip. Það er tómt mál að tala um, að togarar landi fiskinum annars staðar en i heimahöfnum. Það hefur reynslan sýnt.” Heildarvelta frystihússins á Hólmavik var árið 1979, 1200 milljónir, sem eru nálægt 1900 milljónum á nðverandi verðlagi. Jón Alfreðsson áréttaði siðan að lokum, að engin heimamanna neitaði þvi aö togarakaupin yrðu stór biti að kyngja fyrir byggðar- lagið, en enginn kostur annar hefði þótt skárri, til að leysa þau vandamál sem fyrir hendi væru. Reiknað er með þvi að skipið verði afhent seinast á þessu ári. //I stórt ráðist" „Mönnum finnst ákveðin stöðnun i uppbyggingu staöarins og vilja þvi hressa upp á ástandið með þvi að bæta við togara,” sagði Sveinn Ingólfsson hjá Skag- strendingi h/f á Skagaströnd. „Rekstur Arnars, togara Skag- strendinga — hefur gengið vel og það eykur á bjartsýni manna um það, að annar togari veröi enn frekari lyftistöng fyrir staðinn.” Um það bil 850 manns búa á Skagaströnd og nágrenni og sagði Sveinn það ekkert vandamál að manna togarann. Skipið átti að kosta 4,7 milljaröa um siðustu áramót. — En nú verður þessi togari varla hvati á atvinnulifið i landi, þar sem fiskinn á að heilfrysta um borð og fullvinna? „Þetta er rétt að hluta til. Frystihúsiö á staönum A er gamalt 5 L/ En fallegur fugl! • Mótor: 4 cyl. yfirliggj- andi knastás slagrými 1770 cc (1.8 lltrar) • Girkassi: 5 gira bein- skiptur f gólfi/3ja þrepa sjálfskipting. • Bremsur: Diskar aft framan, skálar aft aftan. • Hestöfl: 88 din. • Lengd: Fólksbfll 435 cm. Station 440 cm. • Breidd: 166 cm. • Hseft: 140 cm. • Þyngd: 1100 kg. • Dekk: Bridgestone RD 108 Steel 165 SR 14. • Burftarþol: Fólksbill 475 kg, Station 550 kg. • Bensintankur: 62 lltra. • Hámarkshrafti: ca. 165 km. • Bensfneyftsla: Innanbæj- ar 12 litrar pr. 100 km. • Utanbæjar: 8,5 litrar pr. 100 km. Samkvæmt úttekt hjá virtu dönsku bilablafti. DATSUN BL UEB/RD Nýsmíði sem þegar er fullreynd Fullkomið mælaborö Bill f yrir þá sem gera kröf ur um meira pláss. Loksins er rétti fólksbíllinn kominn á götuna Verðið kemur á óvart Með bensinvél — Sedan: Áætlað verð kr. 103.565.— (án ryðvarnar) Með bensínvél — Station: Áætlað verð kr. 109.150.— (án ryðvarnar) Með DIESELVÉL Sedan, fyrir þá sem keyra mikið: Áætlað verð kr. 126.750.— (án ryðvarnar) ÞEIR GERAST VART rúmBETRI IINIGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — simi 33560 Varahlutaverslun, Rauðagerði 5 — Sími 84510 og 84511

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.