Helgarpósturinn - 06.03.1981, Qupperneq 18
18
Af nýjum hljómplötum:
Langþráður tónskratti
„Ein ánægjulegasta bylgjan i
islensku popptónlistarlifi á sið-
asta áratug var sú sem ég vil
kalla menntaskólabylgjuna.
Hljómsveitir sem settar voru á
laggirnar innan menntaskól-
gildir um hæð fallsins og hve
heillavænleg förin reynist, má
búast við að Lifið i litum verði
vinsælasta og mest selda plata
islenskrar poppsögu. Vonandi
að svo verði.
Söguna má túlka sem ádeilu
á starfsemi erlends auðvalds
hér á landi, en einnig er skotið á
fleiri fyrirbæri, ss. auglýsinga-
skrumið og afþreyingartónlist,
sem auðvitað eru þættir sem
tengjast fyrrnefndri starfsemi.
Þetta er vel gerð saga hjá
Diabolus, skemmtilega fram-
sett og þörf, en það er bara eitt
sem ég skil ekki: fyrir hvern
stendur Steinar B. Steypan?
varla bandariska herinn? eða
vin minn Steinar Berg?
*__A
anna, en fóru siðan inná hinn al-
menna markað. Þær voru frá-
brugðnar þeim hljómsveitum
sem fyrir voru að hljóðfæra-
skipan, umfjöllunarefni texta,
tónlistarstil. Primus motor
þessarar bylgju var Spilverk
þjóðanna, en aðrar áberandi t.d.
Diabolus In Musica og Mel-
chior. Greinar á sama meiði, þó
þær falli ekki alveg að skilgrein-
ingunni,Stuðmenn og Þokkabót.
Þó þessi bylgjarisi ekki hátt um
þessar mundir vona ég að hún
sé ekki með öllu runnin, úti
sandinn.”
Þetta hafði ég hripað niður
hjá mér þegar ég hugðist skrifa
greinfyrir HP um islenskt popp
á áttunda áratugnum, en aldrei
varð af. Mundi eftir þvi, þegar
mér barst i hendur ný breiðskifa
Diabolus In Musica, Lifið i lit-
um.
Af þessari plötu er hin mesta
hrakfallasaga, sem ekki verður
rakin hér, hún var sögð i siðasta
Pósti, en ef eitthvað er til i
málshættinum: fall er farar-
heill, og fast, ákveðið hlutfall
Lifið i litum er saga um
nokkra álfa sem búa ,,i bröttum
dal/ á bak við fjöllin háu i skóg-
arsal”. Lifibrauð þeirra er litii
náma. Þeir una vel við sinn hag,
en dag einn taka þeir eftir ó-
venjulegri rýrnun i námu sinni,
og í ljós kemur að nátttröllið
Glúmur S. Auðberg úr Svarta-
drang er valdur að henni. Alf-
arnir taka þá til sinna ráða.
Tónlistin við söguna er fjöl-
breytileg og spannar næstum öll
svið hinnar svokölluðu alþýðu-
tónlistar, frá islenskum þjóðlög-
um yfiri diskó. Hún er yfirleitt
vel flutt, dálitið hrá og losaraleg
á stcku stað, en fellur vel að efni
textanna. Söngurinn er undan-
tekningarlftið mjög góður, lif-
andi og leikrænn, sérstaklega er
ég hrifinn af þvi hvernig hún Jó-
hanna okkar fer með Njósnir að
næturlagi.
Um leið og ég óska Diabolus
In Musica til hamingju með
þessa plötu með vonum um að
fyrrnefndur málsháttur reynist,
já lögmál, vil ég biðja þau um
að hætta þessu vitleysistali um
„slðustu plötuna”. Við viljum fá
að heyra meira. pp
Gustar af Þey á Borginni
STERKARI ÞEYR
Arið 1980 var að mörgu leyti
gott ár i íslenska dægurlaga-
heiminum, það ár komu fram
fleiri nýjar hljómsveitir en i
mörg ár þar á undan. Gúanóið
fæddist og meikaði það, svo
hratt að segja má að gúanó-
bomba hafi sprungið. Fræbbbl-
arnir sýndu að þeir gætu orðið
að alvöru pönkurum, og hljóm-
sveitin Þeyr gaf út sina fyrstu
plötu, „Þagað i hel”.
Af ýmsum ástæðum hefur
verið frekar hljótt um Þey, og ef
dæma ætti eingöngu af plötunni
er hljómsveitin hvorki frumleg
né pottþétt. Platan er stefnulaus
og ráfandi, hikandi og á köflum
eins og botninn sé að detta úr
öllu saman.
En nú um áramótin urðu
mannabreytingar i Þey, fækkað
I var um einn og hljómborðið er
horfið. Með mannabreytingun-
um virðist hafa orðið stefnu-
breyting, eða kannski öllu held-
ur virðist sem stefna hafi verið
tekin. Rokkið hefur tekið yfir-
höndina, Þeyr eru pottþéttari og
ákveðnari, þeir hafa kýlt á ’ða.
A tónleikunum sem ég heyrði á
Borginni fyrirrúmri viku, sáust
þess engin merki að bandið sem
stóð á sviðinu, hafi fyrir örfáum
mánuðum verið týpiskt meðal
poppband sem vissi varla hvaða
tónn ætti að koma næst.
Þeir byrjuðu (að visu seint) af
fullum krafti, og héldu honum
alla leið í gegn, og sýndist mér
að trommuleikarinn a.m.k.
hefði alveg eins getað haldið
áfram I svona 10—12 tima enn.
Trommarinn er annars einn sá
besti sem ég hef heyrt i lengi.
Ljóðvegamenn á Ijóðvegum
Sigurður Pálsson:
Ljóð vega menn.
Mál og menning 1980:
100 bls.
Ljöð vega menn er önnur
ljóðabók Sigurðar Pálssonar.
Hin fyrri kom út árið 1975 og
heitir Ljóð vega salt. Vakti hún
töluverða athygli, enda er hún
fyrir margra hluta sakir góð
ljóðabók, þó ekki verði farið
frekar út i þá sálma hér.
Þessi bók skiptist i átta
afmarkaða hlutasem hver ber
sitt sérstaka nafn. Tveir þeirra
eru ljóð úr leikritum sem Sig-
urður hefur samið, Undir
suðvesturhimni og Hlaupvidd
sex. Fjórir hlutar eru
ljóðaflokkar með mismunandi
mörgum ljóðum hver, en hver
flokkur hefur sameiginlegt
myndsvið og aö nokkru leyti
sameiginleg viðfangsefni. Þá
eru eftir tveir hlutar og er annar
þeirra tvö ljóð frá árinu 1966 en i
hinum eru þrjú ljóð sem ekki
eiga neitt sérstakt sameiginlegt
og ekki eiga heima í þeim flokk-
um sem þegar hafa verið taldir.
Fyrsti hluti bókarinnar er
ljóðaflokkur með tólf ljóðum
sem nefnist A hringvegi ljóðsins
I-XII. I þessum ljóðaflokki er
ferð um lendur ljóðsins likt við
ferðalag um landið og margvis-
legar náttúrumyndir, ýmist frá
tilteknum stööum eða einstök-
um náttúrufyrirbærum, notaðar
sem grunnur f jölskrúðugs hug-
myndaflugs um ævintýralönd
ljóðs og imyndunar.
Já komum í ferðaiag út á
hringveg ljóðsins
Burtu frá feitri mærð hinna
efalausu
Sibylju hinna orðlötu
Undirferli hinna nefndasjúku
sjálfkúguðu og sjálflygnu
kúgara.
Burtu héðan strax og langt
út á hringvcg ljóðsins
(Jt á ljóðvegina röltum
allt er að veði lagt
eignir vit og áttir
ráð og ræna
En mundu að það sem við
finnum
er okkar fundur
Þessar linur eru úr upphafs-
ljóði bókarinnar. Þegar út á
ljóðvegina er komið þá er viða
farið og oft staldrað við:
Inni móðu dettandi foss
Inni ljós fallandi boga
Inní sikviku þjakandi hafs
mun slóð okkar liggja (VII)
Og þarna sé ég tölverðan hóp
af fólki
Það spyr mig til vegar og fálm-
hik- og fumlaust tek ég upp
öxnaf jarðarheiðarljóðvega-
vinnuverkfærageymsluskúrlyk-
ilinn
opna hjallinn
kasta teningunum
Upp kemur sjöundi flöturinn
með Ijóðtölunni leyndu
og ég bendi með sjötta fingri
i fimmtu höfuðáttina
Einbeitta svalandi siþráða
ljóðveginn
Einu og sjaldséðu
höfuðáttina. (V)
1 þessum ljóðaflokki koma
skýrt fram mörg bestu einkenni
skáldskapar Sigurðar Pálsson-
ar. Frjósamt myndskyn og
óvænt og frumleg orðnotkun
setja sterkansvipá ljóð hans.
Ljóðstill Sigurðar er oft töluvert
hlaðinn og samtvinnaður en
orðkynngi hans og óvæntar
tengingar, vald hans á tungu-
málinu, gerir það að verkum að
þessi tjáningaraðferð nær
árangri, sem er meira en hægt
er að segja um marga aðra sem
reyna þessa tjáningarleið.
ömnur hlið á skáldskap Sig-
urðar og reyndar andstæð við
þá sem ég var að fjalla um,
kemur vel fram I siðasta hluta
bókarinnar, ljóðaflokknum Sú
gamla frá Hofi (Rue
Vieille-du-Tempel). Er það
hæfileiki hans til að draga upp
einfaldar en lifandi myndir úr
hversdagslegu umhverfi, þvi
sem gerist i kringum okkur á
hverjum degi. 1 þessum ljóða-
flokki er sviðið greinilega Paris,
en grunntónninn i þessum ljóð-
um er sá að i rauninni sé fólk
alltaf fólk hvar svo sem það eigi
heima.
A rue Vieille-du-Temple
hoppa börnin
börnin hoppa
já já hoppa
á gangstéttinni
á rue VieiIle-du-Temple
lioppa i paris
á gangstéttinni
(hæg heimatökin)
og kalla efsta reitinn himin
og neðsta reitinn jörð
Greinilega erfitt
að halda jafnvæginu
og þykir engum mikið
En á Tomasarhaganum
hoppa börnin
börnin hoppa
já já hoppa í paris
á gangstéttinni
á Tómasarhaganum
og kalla efsta reitinn haus
...bók sem sýnir glöggt að höf-
undurinn hefur þroskast og eflst
i list sinni frá þvi að fyrsta bók
hans kom út.”
ÞJOÐLEIKHÚSK)
Ballett
tsl. dansflokkurinn undir
stjórn Eske Holm.
i kvöld kl. 20
sunnudag kl. 20
Siðasta sinn
Sölumaður deyr
6. sýning laugardag kl. 20.
Uppselt.
7. sýning þriðjudag kl. 20.
Oliver Twist
sunnudag kl. 15
Gestaleikur
listdansarar frá Sovétrikjun-
um
(Bolsoj, Kiev og fl.)
Frumsýning miðvikudag 11/3
2. sýning fimmtudag 12/3
3. sýning föstudag 13/3
4. og siðasta sýning sunnudag
15/3
Litla sviðið:
Líkaminn annað ekki
(Bodies)
þriðjudagkl. 20.30
Þrjár sýningar eftir.
Miðasala kl. 13.15-20. Simi 1-
1200
I þessu ljóði kemur einnig
fram annað einkenni á ljóðum
Sigurðar en það er endurtekn-
ingin sem hann notar mjög oft
og verður iðulega af þvi ein-
skonar seiður sem töfrar mann
inn i veröld ljóðanna.
1 fimmta hluta bókarinnar,
ljóðaflokknum Nocturnes handa
sólkerfinu, eru tólf ljóð sem
kennd eru við tungl og reiki-
stjörnur. Þau eru þó ekki
stjarnfræðilegs eðlis heldur eru
þetta samþjappaðar, skýrar og
skemmtilegar kvöldstemning-
armyndir. Ég tek hér sem dæmi
Nocturne handa fullu tungli.:
A leiðinni yfir torgið
úlpuklædd hlæjandi samloka
Bæði nokkuð við tungl
Nóttin byggir hlýjar borgir:
bogagögn súlur hvelfingar
Nóttin er lika nokkuð við tungl
Úlpuklædd bogagöng við torgið
hlæjandi samloka hveflingar
Tunglið á leiðinni
LEIKFÉLAG ^222
REYKJAVlKUR
Rommý
i kvöld kl. 20.30
miðvikudag kl. 20.30
Ofvitinn
laugardag kl. 20.30
þriðjudag kl. 20.30
ótemjan
sunnudag kl. 20.30
fimmtudag kl. 20.30
Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30
Simi 16620.
Austurbæjarbió i kvöld kl.
21.00
20. sýning
Miðasala i Austurbæjarbió frá
kl. 16—21.00
Simi 11384.