Helgarpósturinn - 26.06.1981, Síða 3

Helgarpósturinn - 26.06.1981, Síða 3
3 .he/garpásturírm, •Föstudagur 26. júní 1981 Friðrik Sophusson Kostir: Hann er ungur, kemur vel fyrir og upp- fyllir þannig nokkur skil- yröi þeirra, sem heimta andlitslyftingu og yng- ingu á toppnum. Friörik er jafnframt i stjórnar- andstööu i þingflokki sjálfstæöismanna og margir tengja hann þvi viö Geir. baö er þó ekki einhlit skilgreining á stööu hans. Gunnar Thor- oddsen reyndi mikið á sin- um tima, þegar „plott” hans við stjórnarmyndun stóö sem hæst, aö fá Friö- rik meö i' spiliö, en Friö- rik mat flokkshollustuna meira. Engu aö siöur min Gunnar bera taugar til Friöriks ennþá og ekki er taliö fjarri lagi, aö Gunnar gæti reynst hon- um hliðhollur þegar á reynir. Friörik hefur og reynst um margt duglegur og nýtur þingmaður og virt- ur aö þvi leyti. Gallar: Margir efast um aö pólitiskur þroski og reynsla Friöriks séu næg- irleg til aö halda sgman jafnstórum og illstýran- legum flokki og Sjálí- stæðisflokknum. Þá hefur hann ekki á að skipa skipulögðu liði stuðnings- manna i þessari baráttu þótt slik samsetning finn- ist að visu þegar hann stendur i prófkjörsslags- málum. Möguleikar:Flestir eru um það sammála, að Friðrik hafi ekki hug á þvi að fara út i kosningu um formann. Alltént fari hann ekki gegn Geir. Friðrik er lika ungur aö árum, — undir fertugu — og timinn þvi ekki óvinur, heldur stuðningsmaður. Friðrik mun þvi væntan- lega leika hina ábyrga, unga og bjartsýna þing- manna Sjálfstæðisflokks- ins á landsfundinum i haust, sem mun hvetja til einingar, en ekki taka beinan þátt i baráttunni. Ellert Schram Kostir: Ellert er ungur maöur, þaö er meö hon- um — a.m.k. aö sumu leyti. Margir sjálfstæöis- menn telja nauöynlegt, ef gera á andlitslyftingu á flokknum, aö yngja upp eins og Alþýöuflokkurinn og Alþýöubandalagið hafa gert. Þá er það út af fyrir sig styrkur, að standa utan viö þrasiö og átökiná þingi. Þaö kemur Ellert til góöa, þótt ýmsir staðhæfi einnig, að þing- flokkur Sjálfstæöisflokks- ins, svo ósamstæöur sem hann er, komi til með aö standa saman gegn þvi, aö i formannssætiö setj- ist maður utan þing- flokks. Þaö sé eitt af þvi fáa, sem þingflokkurinn getikomiö sér saman um. Ýmsir h'ta meö aödáun til Ellerts fyrir „þaö drenglyndi og þá fórn- fýsi”, sem hann hefur sýnt af sér, en hann gekk úr sæti á lista flokksins, fyrir Pétur Sigurösson. Ellert hlaut þar sæti á listanum, sem gaf örugg- anþingstól,en vék þá fyr- ir Pétri og settist i bar- áttusætið — og féll. Gallar: Ýmsum finnst of mikill stráksskapur fylgja Ellert til aö hann geti sómt sér i sæti for- manns. Hann sé ekki nægilega ábyrgur og ýmsir leiðarar hans i Vfsi séu ekki meira en svo höggþéttir, ef vandlega er skoöaö. Svoleiöis geti for- maöur Sjálfstæöisflokks- ins ekki leyft sér að skrifa. Möguleikar: Margir telja aö Ellert sé einn af þeim fáu innan flokksins, sem heföi til þess kjark og þor aö fara á móti Geir, í kosningunum. Hann mun einnig viöra sjálfur hug- myndina á framboöi við ýmsa flokksmenn og leita eftir stuöningi. Flestir telja þó, aö sigurlikur hans séu hverfandi. Ekki eru menn á eitt sáttir um þaö, hvaöan hann tekur fylgi, en nokkrir nefndu þó, aö hann gæti mögu- lega uppfyllt skilyröi manna,sem vildu „þriöja afliö” fram á sjónarsviö- iö. Ljóst er jafnframt aö Gunnarsliöiö fellur ekki í yfirliö af hrifningu yfir ritstjdra Visis. Þaö yröi þvi á brattan fyrir EUert ef hann slægi til og færi i kosningu. Birgir ísleifur Gunnarsson Kostir: Þykir prúöur maöur og hafa kláraö sin mál vel innan flokksins og i þeim trúnaðarstörfum sem hann hefur gegnt, hvort sem er i' sæti borg- arstjóra eöa á þingi. Þaö hafa fáir undan Birgi aö klaga i flokknum, vegna verka hans oghann er all- vel kynntur meðal kjós- enda, sérstaklega þó i Reykjavik. Gallar: Birgir hefur staðiö dyggan vörö um Geir og veriö honum mjög trúr á erfiðleika- timabilum hins siöar- nefnda. Þá segja ýmsir að Birgir hafi alla sina tið i pólitikinni siglt lygnan sjó og aldrei þurft að taka á alvöru vandamálum. Hlutirnir hafa bara komið upp i hendurnar á hon- um: Hann geti þvi ekki höndlað málin ef hvessa tæki. Einnig finnst mörg- um að Birgir sé of likur Geir sem stjórnmála- maður. Fyrirferðalitill, kurteis og prúður og það sópi ekki nægilega að honum. Möguleikar: Varla er hægt að tala um Birgi, sem raunverulegan val- kost, a.m.k. ekki meðan Geir situr fastur við sinn keip. Varaformannssætiö stendur honum ef til vill nærri og það er ekki frá- leitt ef Geirsliðið neitar öllu samningamakki og ákveöur að láta sverfa til stáls gegn Gunnari og öðru „klofningsliði” þá veröi Birgir mögulega varaformannsefnið, þótt hannséúr Reykjavik eins og Geir. w Olafur B. Thors Kostir: Thorsnafnið eitt útaf fyrir sig, gefur ólafi nokkra punkta strax f upphafi. Þá þykir maður- inn málefnalegur, ungur, myndarlegur og gæti þar- afleiðandi mögulega höfðað til kjósenda. Ekki siöur vegur þaö þungt aö Gunnar Thoroddsen mun geta sæst á Ólaf i for- mannsstdli. Gallar: Ólafur hefur ekkert skipulagt stuön- ingsliö og mörgum finnst sem einum of litiö hafi fariö fyrir honum á sið- ustu misserum. Fdlk al- mennt sé nánast búiö aö gleyma Ólafi B. Thors. Möguleikar: ólafunhef- ur sjálfur þverneitaö þvi aö fara út i formanns- kosningu og taliö þaö af og frá. Þá mun hann á leið út úr pólitisku starfi, hvaö sem þaö pdlitiska fri hans kemur til meö að standa lengi. Matthías Bjarnason Kostir: Matthias hefur meö sér reynsluna og staögdöa þekkingu á ýmsum sviöum. Margir dá hann einnig fyrir af- dráttarlausa framkomu og stefnu, sem hann hviki ekki út af, hvaö sem á gangi. Þá telja menn, einnig aö Matthias höföi ágætlega til kjósenda, hann sé „skemmtilega og mátulega kjaftfor” þegar þaö eigi viö og ekki logn og bliöa þegar hann tuski til pölitiska andstæöinga. Gallar: Þykir of ein- strengingslegur og stór- yrtur i garö manna, sem hann hefur litið álit á. Á þvi viöa óvildarmenn inn- an flokksins, og þar fara framarlega Gunnars- menn. Möguleikar: Ekki tal- inn hafa áhuga á slags- málum eins og skákir standa. Ýmsir telja hann þd óútreiknanlegan eins og þegar hann fdr á móti Gunnari Thoroddsen i varaformannskosningu á síöasta landsfundi. Gæti þvi allt eins komiö meö sprengiframboö á siðustu stundu, þótt varla yröi slikt á feröinni, ef Geir veröur meö i leiknum. Hafið strax samband við sölumenn okkar. Missið ekki af þessu tækifæri til að eignast bil á greiðslukjörum sem ekki hafa þekkst fyrr TRABANTINN er meiri bíll, en flestir gera ráð fyrir, en það þekkja þeir sem reynt hafa. WARTBURG Station Einn sem ekki er hræddur við þjóðvegina Nú kominn með gólfskiptingu NU GETA ALLIR EIGNAST OG/ /E EÐA A GREIÐSLUKJÖRUM SEM FLESTIR RÁÐA VIÐ TRABANT/WARTBURG Vonarlandi v/Sogaveg — Símar 33560 & 37710

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.