Helgarpósturinn - 26.06.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 26.06.1981, Blaðsíða 11
__helgarpásturinrL. F&tudagur 20; júní 1981 r m mmmmm^ ^mmmmmm+^ mm ^mmm ^mmmmmmm mmi m 1 unnn- Fyrst héldu listamcnn „gjálifi" á Þingvöllum, siöan átti aö haida „blót" að Korpúlfsstööum. En það varð heitt mál, svo úr varð „innimarkaður" i Laugardals- höll. (Riss Kristinn Ragnarsson arkitekt) Listamenn halda innimarkað Listamenn og gestir þeirra ætla að leggja undir sig Laugardags- höllina á laugardagskvöldið og halda þar ærlega dansskemmtun. Skemmtunin verður með nokkuð óvenjulegu sniði, þvi tjöld úti- markaðarins á Lækiartorgi verða flutt inn i Höllina, og þar sjá öll aðildarfélög Bandalags islenskra listamanna, líiL, um skemmti- atriði. Auk þess verða seldar þar veitingar. Upphaflega var ætlunin að halda „blót" að Korpúlfsstöðum, og taka upp þráðinn frá árinu 1979, þegar BIL stóð fyrir „gjá- lifi" á Þingvöllum. En borgarráð þorði ekki að hleypa listamönnum i gamla stórbýlið af ótta við, að það kynni að leiða til annars stór- bruna, þannig að úr varð „inni- markaður" i Laugardalshöllinni. Listamenn hafa lýst þvi yfir opinberlega, að þeir hyggist alls ekki efna til húsbruna. Þvert á móti ætla þeir að bjóða félögum sinum og gestum þeirra upp á skemmtilega stund með uppá- komum, leikatriðum, söng, hljóð- færaslætti, bæði nýrri og gamalli dansmúsikk með jasstilþrifum, blómum, listaverkauppboði, pizz- um og léttu vini, bæði rauðu, hvitu og freyðandi. Allt verður þetta selt á kostnað- arverði og miðaverði stillt i hóf, enda allur undirbúningur unninn i sjálfboðavinnu. Aðganginn verð- ur þó að takmarka við listamenn og gesti þeirra, eins og fyr.r segir, bæði vegna stærðar hússins og ýmissa formsatriða. En hvað sem þvi liður, þá má búast við, að það verði „kátt i höllinni" á innimarkaðnum á laugardagskvöldið. ÞG Garðaúdun gengur út i öfgar: TRUFLAR EÐLI- LEGT JAFNVÆG! NÁTTÚRUNNAR tiðun skordýraeiturs á trjá- gróður i görðum borgarinnar gengur út i hreinar öfgar. Lif- fræðingar sem Helgarpósturinn hefur haft tal af benda á, að i fyrsta lagi sé trjánum eðlilegt að á þeim lifi skógarmaðkur og firðrildalirfur að vissu marki. t öðru lagi drepur eitrið ekki ein- göngu sníkjudýrin, heldur líka eðlilega óvini þeirra i náttúrunni, sem sjá um að halda þeim niðri, og fælir burt fugla sem lifir á þeim. Auk þess er notað stórhættulegt efni við úðunina. Efnið sem garð- yrkjumenn og aðrir sem taka að sér úðun garða er parathion. Það er i X-flokki eiturefna, og 200-1000 milligrömm af þvi nægja til að drepa 70 kilóa þunga manneskju. — Það er i fyrsta lagi verið að úða gegn fiðrildalirfum og skógarmaðki. Egg þeirra lifa yfir veturinn og klekjast út á vorin og verða að lirfum. Þær geta verið gróðrinum hættulegar, en eftir að þæ'r komast á púpustigið stafar engin hætta af þeim. 1 öðru lagi er úð&ð gegn blaðlús, sem fjölgar sér allt sumarið, en timgunin fer eftír hitastigi, þannig að þegar kalt er i veðri er hættan ekki mikil, segir Sigurgeir ólafsson plöntusjúkdómafræðingur hjá Rannsóknarstofu landbúnaðarins við Helgarpóstinn. Työ sjónarmið Aö'sögn Sigurgeirs verður hann mjög var við tvenns konar sjónarmið hjá garðeigendum i þessu vandamáli. Annars vegar eru þeir sem ekki mega sjá lirfu án.'þess að panta úðun, en hins vegar eru þeir sem vilja láta banna úðun með öllu. — Parathion er hvergi leyft i al- mennum görðum i nágrannalönd- unum, en hér höfum við ekki viljáð banna það vegna þess, að við teljum, að saklausari efni hafa ekki nógu örugg áhrif vegna þess hversu kalt er hér á sumrin. Þó er oft hægt að halda blaðlús- inni i skefjum með veikari efnum. 1 öllu falli er ekki ástæða til að úða nema þau tré sem mikil lús er á og seinni úðun er alveg þarf- laus. A hinn bóginn er hægt að nota svokallaða vetrarúðun gegn lirfum og möðkum. Þá eru notuð ákveðin oliusambönd, sem drepa eggin. Sá galli er þó á þessu efni, að það getur skemmt gluggarúð- ur og lakk á bilum. Annars er margt sem þarf að athuga i þessu sambandi. Með þvi að úða eru drepin niður þau dýr, sem halda þessum meindýrum i skefjum, og fuglar eru fældir burt. Eg vildi gjarnan að það yrði dregið mikið úr þessari úðun, menn noti saklausari efni en parathion og sætti sig einfaldlega við það þótt þeir sjái einhverja óværu á trjánum. En það er nauð- synlegt að rannsaka jafnvægi i lifrikinu, finna út hvaða dýr og sveppir lifa á trjánum og hvaða dýr lifa á snikjudýrunum. í ná- grannalöndunum er það mariu- hænan sem kemur til hjálpar og heldur niðri blaðlús. Við höfum hana ekki hér nema i mjög litlum mæli, en spurningin er hvaö ger- ist hér ef úðun yrði t.d. bönnuð, segir Sigurgeir Ölafsson plöntu- sjúkdómafræðingur. Eins og lítil efnaverk- smiðja Þeir sem stunda garðaúðun með parahtion þurfa að fá svo- nefnd eiturskirteini, sem lög- reglustjóri gefur út i samráði við eituréfnanefnd. Flestir úða i frekar smáum stil, með afkasta- litlum dælum, en tveir eða þrir aðilar eru virkilega stórtækir og ferðast um hverfi borgarinnar og nágrannabyggðirnar með þúsund litra tankbil. — Þetta er ekki eðlilegt og að minu mati mjög hæpið, sérstak- lega þar sem þessir menn eru að úða i margar vikur, langt fram- eftir sumri. Alvarlegast er þo, að þeir eru með upp i þúsund litra tanka, og verði óhapp þannig að þetta eitur flæði út yrði það álika slys og þegar efnaverksmiðja MARGTMA BÆTA I ÍSLENSKUM HÓTELUM segir ferðamálastjóri Lúðvík Hjálmtýsson Steinunn Hafstað hótelstýra á Selfossi hefur verið ráðin hjá Ferðamálaráði til þess að at- huga og gera könnun á ásig- komulagi veitinga og gististaða hringinn i kringum landið. LUðvik Hjálmtýsson, ferða- málastjóri sagði að þetta væri nýbreytni sem Ferðamálaráð hefur ætlað sér að taka upp um nokkurra ára skeið, en ekki hefur fengist fjármagn til að framkvæma. Aðspurður hver væri tilgangurinn með þessu ferðalagi Steinunnar sagði Lúð- vfk vera að lita eftir hvernig rekstri hótelaog veitingastaða væri háttað úti á landsbyggð- inni. „Steinunn kemur til með að gefa okkur skýrslu um ástand mála og Ur henni vinnum við þærupplýsingar sem okkur hef- ur lengi vantað. Það er nU bara einu sinni þannig að Ferða- málaráð skortir tilfinnanlega fjármagn til þess að geta sinnt sinu hlutverki betur." — Hvaða uppiysingar koma til með að vera I skýrslu Stein- unnar? „Við fáum þarna samanburð á verðlagi og gæðum staðanna, allt frá þvi hvernig rUmin eru, hvernig kaffið bragðast upp i hUsakostinn." — Býst þU við að þaö verði mikillmunur á þessum stöðum? „Já, það geri ég. Við vitum það nU þegar en það er ekki fyrr en nU sem við getum sannreynt þær kvartanir sem við höfum fengið. Ég held að það sé hvergi nema hér þar sem svo gifurlega mikill mismunur er á gæöum hdtela og veitingastaða. Þessu er oftast um að kenna hinn mikli aðstöðumunur sem þeir bUa við er reka slika staði, svo er lika allt of litill verð og gæðamunur á milli segjum t.d. verðlagi hjá topp hdteli eins og Hótel Sögu og litils hólels Ut á landi. Ég rak migá það fyrir nokkr- um árum þegar ég fór i svipað ferðalag að þaö var ekki þaö að fólk gerði ekki eins vel og það gat, það bara skorti hreinlega kunnáttu. Við getum tekið litið dæmi, Utlendingar segja að hvergi sé eins vont kaffið eins og hér. Hvernig stendur á þessu? Við erum með nákvæmlega þaö sama gæðakaffi og aðrar þjóðir Sprautuliðar borgarinnar að störfum. Þar er allrar varúðar gætt og ekki úðað nema þar sem brýna nauösyn ber til, segir Hafliði Jónsson garðyrkjustjórni. (mynd: Jim Smart) splundrast. Það yrði til þess, að það yrði að flytja burt ibúana úr heilu hverfi, segir Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri borgarinnar. Engin reglugerð Þegar eiturefnaskirteini er fengið, annað hvort út á próf frá garðyrkjuskóla eða námskeið i meðferð viðkomandi eiturefnis, er ekkert eftirlit með öryggisbún- aði eða hvernig efni og tæki eru meðhöndluð, og engin reglugerð i gildi um það, eftir þvi sem Helgarpósturinn hefur komist næst. Enda þótt flestir láti gagnrýnis- laust úöa garða sina eru þeir margir, sem lita úðunina horn- auga. Þeir benda á, að þótt þeir láti ekki úða berist eitrið til þeirra frá næstu görðum, og vegna hennar sé ekki hægt að nýta mat- jurtir vikum saman framan af sumri. Eiturefni þetta getur lika orðið hættulegt börnum, sem leika sér i görðum eða á leikvöll- um sem eru i grennd við þá. — Garöyrkjumennirnir, sem eru við þetta hjá okkur, fram- kvæma úðunina að mestu leyti á nóttunni. Þeir byrja siðdegis, þegar umferðin er farin að minnka og reyna að vinna ekki nema þegar logn er. Við veljum úr þann trjágróður sem er illa leikinn, það á ekki að úða nema þar sem óþverrinn sést. En þar sem gróður er mjög há- vaxinn sér varla högg á vatni þótt svolitið af lirfum skriði á blöðin, segir Hafliði Hafliði Jónsson. Að sögn Hafliða eru fljótvöxn- ustu runnarnir lússæknastir. Blaðlúsin leggst mest á brekku- viði og ýmsa aðra smærri runna. Þá er birkilirfan algeng á birki og ýmsum reynitegundum, og álm- íús leggst mikið á ask og rifs. Vandamálið við garðaúðunina virðist vera fyrst og fremst það, að nokkrir aðilar stunda hana sem atvinnugrein stuttan tima ársins og hafa af henni dágóðar tekjur. Það er þvi þeirra hagur, að sem flestir vilji láta úða garð- ana sina, og sem oftast. En sérfræðingum ber saman um, að ekki þurfi að úða með sterku eitri, nema mjög tak- markað. Annars vegar sér náttúran um að halda réttu jafn- vægi, gripi mannskepnan ekki inn i. Hins vegar er nauðsynlegt að kanna hvernig þessu jafnvægi er háttað til þess að unnt sé að gera viðeigandi ráðstafanir þegar þeirra er virkilega þörf. Náttúru- fræðingar eru sammála um þetta, en ákvörðun um að hefja slika rannsókn er pólitisk, þvi til hennar þarf fé frá hinu opinbera. ÞG og ekki lakara vatn. Þá er ástæðan kannski sú að það er hellt upp á 20 Utra af kaffi á morgnana og það látið malla allan. daginn, eða þá að fariö er i kaupstaðinn og keyptir 5 kg. pokar af kaffi sem er orðið al- veg vita bragðlaust um miðjan rekstrartimann." — Hvað leggur þú til að sé gert? „Það er rafmagn alls staðar og þvi langtum praktiskara að mala bara sitt kaffi sjálfir og auðvitað að hella upp á oftar og minna. Annars er þetta bara lit- ið dæmi um það sem helst er ábótavant. Tökum t.d. glugga- tjöld. Margir Utlendingar kvarta yfir þvi að ekki sé hægt að hafa rökkur i herbergjunum af þvi að gluggatjöldin eru of ljös. Það er fullt af svona litlum atriðum sem fljótlegt er að kippa i liðinn." —Býst þú við að Ferða- málaráði takist betur að gegna sinu hlutverki eftir að Steinunn hefur gefið skýrslu? „Það þyrfti auðvitað að hafa starfandi ferðamálaráðunaut allt árið um kring, en Steinunn er aðeins ráðinn til eins mánað- ar. HUn ermjög hæf i þetta starf hefur sjálf rekið, Hótel ÞóristUn um 30 ára skeiö og er þvi öllum hnUtum kunnug. En það verður eflaust hægt að færa marga hluti til betri vegar eftir að við höfum fengið skýrsluna i hend- ur. Og ég vil gjarnan taka það fram að Ferðamálaráð þjdnar ekki einungis hagsmunum Ut- lendinga heldur einnig Islend- inga sem hug hafa á aö ferðast um landiö", segir feröamála- stjóri að lokum. — EG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.