Helgarpósturinn - 26.06.1981, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 26.06.1981, Blaðsíða 27
27 h&lgr=irpn<T/’l irinn Föstudagur 26. júnf 1981 Umsjón: PÁLL Vinir og vandamenn Stuðarinn vill vekja athygli á einum stærstu hljómleikum sem haldnir hafa verið á tslandi fyrr og siðar. Þetta eru hljómleikarnir VINIR OG VANDAMENN sem verða í Þjóðleikhiísinu næstkom- andi mánudags- og þriðjudags- kvöld Á þessum hljómleikum verður gefinn þverskurður af íslensku tónlistarlífi eins og það getur best oröiö. Framkoma Ólöf Harðar- dóttir, Mezzoforte, Þursaflokk- urinn, Orghestarnir, Kómbó Snorra Snorrasonar, Magnús „blúskóngur” Eiriksson, Gunnar Þórðarson, Reykjavik rythm session, B jörgunarsveitin, Laufey „fiðla” Sigurðardóttir og Diddi „fiðia” Jönsson. Heiðurs- gestur verður að öllum likindum Shady Owens ásamt Náttúru 72 endurvakinni. Stúdió Stemma veröur mætt á staðinn og mun festa tdnleikana á band. Hugsuðurinn og heilinn á bak við allt þetta stúss er sjálfur Karl Sighvatsson, sem mun koma viöa við og spila meira eða minna með flestum gestum kvöldsins. Fram- kvæmdastjóri er Þorlákur Krist- insson. Allur ágóði af hljómleik- unum rennur til M.S. Félags ts- lands sem er félagsskapur sem berst fyrir fólki sem á viö þann erfiða sjúkdóm multiple sclerosis (heila- og mænusigg) að strlöa. HLEMMUR Það eru ekki margir staðir þar sem unglingarnir geta hópað sig saman á þessum siðustu og verstu tfmum. Það skyldi þvii engan undra að á Hlemmi væri stundum fjölmennt á kvöldin og um helgar. Stuðarinn hleraði að stjórn Strætisvagna Reykjavíkur hefði nú ráðið ungan umsjónar- mann til að ræða við unglingana og hringdi i Guðrúnu Ágústs- dóttur formann stjórnarinnar til að spyrjast fyrir um það mál. „Þetta er alls ekki dulbúinn umsjónarm aður að njósna um unglingana, heldur höfum við fengið ungan mann einstöku sinn- um, til að rabba við unglingana. Þetta er alls enginn útkastari. En þvi ber ei aö leyna að á Hlemmi hafa safnast saman unglingar, bæði huggulegir og skemmtilegir sem miður huggulegir svo og meinlausir rónar. Á meðan ungl- ingarnir hafa engan stað til að hittast er ekki hægt að reka þá út heldur fer betur á að reyna að láta unglinga og farþega vera saman i' sátt og samlyndi. Þetta hefur gengið misvel. Krakkarnir hafa gengið vel um Hlemm en það gefur augaleið að það er ekki hægt að leyfa þeim að drekka sig fulla á þessum stað. Að sjálfsögðu væri æskilegt að vera með uppá- komur þarna en staðurinn var ekki byggður sem félagsmiðstöð, heldursem biöskýli. Það væri full ástaiða aö ráða mann i fullt starf þarna, t.a.m. félagsfræðing eða áhugasaman mann, en við höfum bara ekki ennþá fengið slikan.” — Er alltaf troðfullt af ungling- um þarna? „Það er mjög misjafnt. Þegar sjónvarpið er með gott efni sjást unglingarnir varla. Þegar fyrsti þátturinn i Dallasmyndaflokkn- um var t.d. sýndur, var varla nokkur hræða.” — Hafa farþegarnir kvartað yf- ir unglingunum? „Sumir farþeganna hafa jú kvartað, en ég veit ekki til þess að þeirhafiorðið fyrir aðkasti. Þó að það sé kannski engin furða að þeir hneykslistá grænhærðum og blá- hærðum pönkurum með leðurólar um hálsinn, held ég að þeir veröi að sýna unglingunum umburðar- lyndi.” POSTUR OG SÍMI Stuðarinn er ekki alvitur, alsjáandi og alheyrandi frekar en aðrir. Þó að hann viti margt um áhugamál og vandamál ungs fólks, þá veit liann ekki allt. Þess vegna ætl- ar hann að opna póst- og sima- þjónustu. Póstþjónustu fyrir þá sem eru pennaglaðir, síma- þjónustu fyrir þá sem eru pennalatir. Stuðarinn mun sitja við sima 81866 á fimmtudögum frá kl. l-3eftir hádegi og utan- áskriftin er. STUÐARINN c/o Helgarpósturinn Síöumúla 11 105 Reykjavik. Málin rædd I biðskýlinu við Hlemm. PÁLSSON OG JÓHANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR Ingvar Helgason Vonarlandi við Sogaveg — Sími 33560 * Ovenju hagstæðir samningar Óvenju hagstæð greiðslukjör Óvenju hagstætt verð Eftir verðlækkun Datsun Cherry 3ja dyra GL um kr. 84.844,00 Datsun Cherry 3ja dyra DL um kr. 81.924,00 (án ryðvarnar og skráningar)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.