Helgarpósturinn - 26.06.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 26.06.1981, Blaðsíða 6
Fæðing fleirbura vekur alltaf talsverða athygli. Og þeim mun fleiri börn sem ein og sama konan elur f einu þeim mun meiri athygli vekur það, enda er líðni slfkra viðburða f öfugu hlutfalli við fjölda buranna. i rauninni er þetta skýrt dæmi um hefðbundið frettamat í fjöl- m iðlaheiminum. Samkvæmt þessu sama fréttamati verða lika fleirbura- fæðingar stöðugt meira frétta- efni. Astæðan er sii, að hér á fs- landi og viðar I „velferðar- rikjum nútimans” hefuríæðing- um fækkað jafnt og þétt. 1 skýrs'u sem læknarnir Gunnlaugur Snædal og Gunnar Biering læknir og Helgi Sig- valdason verkf ræðingur tóku saman fyrir árin 1881-1970 kemur i' ljós, að á fyrsta áratug þessattimabils urðu 329 tvibura- fæöingar og fjórar þriburafæð- ingar af 22.238 fæðingum. Siðasta áratuginn voru tvibura- fæðingar 452 og fleirburafæð- ingar átta af 45.274 fæðingum. Aöeinseinir fjórburar fæddust á þessu timabili. Það var á ára- tugnum 1951—60. — Fleirburafæðingum fækk- aði nokkuö um tima en f jölgaði svo aftur. Ensamtsem áður eru þær mun fátiðari á siðustu ára- tugum en áöur var, miðað við fjölda fæðinga, sagði Gunn- laugur Snædal i samtali við Helgarpóstinn. Aö sögn Gunnlaugs er taliö beint samband á milli fækkandi barneigna hjá konum yfirleitt og fjölburafæöinga. Möguleik- arnirá þvi aö kona, sem hefur átt mörg börn, eignist fleirbura eru mun meiri en hjá þeim sem eiga fá börn. Og að sjálfsögðu eru f leirburafæöingar ætt- gengar, þær erfast i kvenlegg. Alkunna eru sögur um tvi- bura, sem eru svo likir, að ómögulegt er að þekkja þá að, jafnvel fyrir þeirra nákomnustu og hin nánu tengsl sem oft skap- ast á m illi þeirra. En fólk hefur lika rekið sig á tvibura sem eru ekkert likir, eöa i öllu falli ekki likari hvor öðrum en hver önnur systkini. v Astæðan er einfaldlega sú, að stundum eru fleirburar ein- eggja, og stundum tvieggja. Þeir siðarnefndu verða til við þaö, aö tvö egg frjóvgast sam- tfmis.eða þvf sem næst, en hinir eineggja vaxa upp af einu og sama eggi. Þeir verða alltaf af sama kyni og eru oftast gletti- lega likir — mismunandi þo. Helgarpósturinn hafði upp á nokkrum tviburum og ræddi við þá um reynslu þeirra af þvi að bda viö þessar óvenjulegu aö- stæður — aö vera tviburar. Arnþór (til vinstri) og Gisli Helgasynir áriö 1957 Arnþór og Gisli Helgasynir kynna nýjustu heima i Vestmannaeyjum. hljómplötu sina ,,t bróðerni”. (mynd: Þjóðv. GEL) Gísli og Arnþór Helgasynir: * Oþolandi að vera tveir hálfir einstaklingar — Við höfum upplifaö það aö vera tvíburar á þann hátt, að fólk tekur okkur sem einn og sama m anninn, Arnþór og Gisia. Það er óþolandi, að við skulum ekki vera teknir sem tveir einstaklingar, heldur tveir hálfir. Og um tvi- buraást milli okkar er ekki hægt að tala, segir Gisli Helgason. Gisli var á ferð um landið mcð visnavinum, þegar Helgarpóstur- inn náði tali af honum á Stöðvar- firði. Arnþór bróðir hans var hinsvegar á sinum pósti, á hljóð- bókasafni Blindrafélagsins. — Það er að vissu leyti þægilegt að vera tviburi, að öðru leyti óþægilegt. Það fylgir þvi viss per- sónuskerðing, skoðunum annars er þröngvað upp á hinn. Að öðru leyti var þó þægilegt að geta haft stuðning hvor af öðrum i skóla. En samband okkar er ekkert nán- ai'a en samband venjulegra systk- ina sem alast upp saman. Við vit- um yfirleitt hvað hinn hugsar, við þekkjum skoðanir og smekk hvor Sigurjóna og Jóhanna Frimann, 14 ára: „Höfum sama smekk á strákum” — Það ruglast enginn á okkur sem þekkir okkur. Það eru aðal- lega ókunnugir sem taka feil á okkur, og okkur er alveg sama um það, við erum orðnar svo van- ar þvi, segir Sigurjóna Frimann á Akureyri, 14 ára. Þær tviburasysturnar, hún og Jóhanna eru nauöalikar við fyrstu sýn. Þær eru nokkuö likar þegar betur er aö gáð, en alls ekk- ert likar þegar til lengdar lætur. Það finnst að minnstakosti vin- konum þeirra og félögum. — Það var reyndar alltaf verið aö óska mér til hamingju eftir að Sigurjóna vann maraþondans- keppnina, og kennararnir hafa annars, en það var haft á orði heima i Vestmannaeyjum, að menn þekktu fá systkini, sem væru eins ólik i smekk á mat og við, segir Arnþór. Gisli tekur undir það, að þeir viti yfirleitt skoðanir hvor ann- ars og nokkurnveginn hvað hinn hugsar. — En við vogum okkur ekki að koma fram fyrir hönd hins. Við erum báðir miklar frekjur, enda báðir hrútar, segir hann. — Aður fyrr var það metnaður móður okkar að láta okkur vera i eins fötum. Siðan höfum við þró- ast í sitthvora áttina Það má taka tónlistina sem dæmi um það. Þótt við séum að gefa út þessa plötu núna, ,,1 bróðerni”, er tónlistar- smekkur okkar gerólikur. Amþór hefur orðið mikið fyrir kinversk- um áhrifum, en ég hef sótt meira til Norðurlandanna, heldur Gisli áfram. Það var einmitt vegna tón- listarinnar sem þeir urðu fyrst þekktir. Þeir byrjuðu að spila saman opinberlega 1962, og á ár- unum 1966—67 ferðuðust þeir saman um landið og héldu tón- leika. Næst kvöddu þeir sér hljóðs saman i útvarpinu, þegar þeir héldu uti útvarpsdagskrá fyrir Vestmannaeyinga eftir gosið. — Þótt við höfum starfað mikið saman hefur samband okkar gengið í bylgjum. Eftir þessa landreisu um árið fengum við al- veg nóg hvor af öðrum og hættum að spila saman. Þessi plata núna er ekkert upphaf að áframhald- andi samstarfi, segir Gisli. Samt sem áður vinna þeir bræður nú á sama stað, hljóð- bókasafni Blindrafélagsins og hvort sem þeim likar það betur eða verr er þeim oftsinnis ruglað saman, —og liklega breytir það litlu þóttannar hafi látið sér vaxa skegg en hinn ekki. — Okkur er oft og iðulega rugl- að saman ekki sist fyrir það að við erum báðir i fyrirsvari fyrir- menningarsamtökum, ég er i Kinversk-islensku menningar- samtökunum en Gisli i Visna- vinum. Það kemur þvi fyrir, að það sem annar gerir er sett á reikning hins, En við erum alveg gallharðir á að leiðrétta allt slikt — og trúum ekki að við séum eineggja tvíburar, við erum svo ólikir, segir Amþór Helgason. Sigurjóna og Jóhanna Frimann á sinum yngri árum. mjög oft ruglasl á þvi hvor er hvor, bætir Jóhanna við. Þær systurnar eiga báðar sömu áhugamál, en það er helst dans, eins og titt er með fólk á þeirra aldri, og þær fara alltaf saman i bió og böll. Þær klæða sig alltaf eins, eru mikið saman, eiga sömu vinkonur og íélaga. — Við höfum svipaðan smekk á öllum og öllu, lika strákum segja þær báðar. Af þessu hafa þó ekki sprottið nein alvarleg vandamál, að minnstakosti ekki til þessa. — Nema þá helst með fötin, segir Sigurjóna, sem hefur hug á að læra snyrtifræði. Þannig lita Sigurjóna og Jóhanna út nú, og hafa báðar sama smekk á strákum (mynd: Bj. Sigtr.). — Það gerum við báðar, en hún er frekari, segir Jóhanna. — Finnst ykkur þaö ekki ein- kennileg tilhugsun, að einhvern daginn kunni leiðir ykkar að skilj- ast, og kannski eigi þið eftir að búa á sitthvoru landshorninu? — Nei. Við höfum aldrei reikn- að með þvi aö hanga saman alla ævi, segja þær báðar. — En hvernig tilfinning er það að vera svona nátengd systur sinni? — Við höfum aldrei prófað ann- aö, svo við þekkjum ekki saman- burð. — Við rifumst samt mikiö, og höfum alltaf gert það, þótt við séum samrýmdar, segir Jó- hanna, en hún ætlar að læra hár- greiðslu, og móðir þeirra, Berg- ljót Frimann, hefur hvatt þær til að setja upp stofu saman. 1 sumar er Sigurjóna barn- fóstra, reyndar gætir hún barna hjá tviburasystur, en kunnugir segja, að á Akureyri sé meira um tvibura en á öðrum stöðum á landinu. Jóhanna vinnur hinsvegar i bakarii, en þær skiptast á störfum af og til, gjarnan vikulega. — En hvor ræður feröinni? Sæmundur og Magnús Pálssynir: Dansaöi sem Sæmundur — Við höfum alla tið verið ákaf- lega samrýmdir, og áður en við giftum okkur vorum við alltaf saman, vorum eins og samlokur, segja þeir bræður Sæmundur og Magnús Pálssynir. Sæmundur, eða Sæmirokk, eins og hanneroft kallaður, hefur þó alla tíð verið meira áberandi en Magnús, og nafn hans raunar all þekkt meðal landsmanna frá þvl hann var ..rokkstjarna” á sjötta áratugnum. — Ég hef aldrei verið eins mik- ill á lofti og bróðir minn. Hann hefur alla tið veriö mikiö fyrir að vera i sviösljósinu, en ég er fremur hlédrægur. Hinsvegar er ég, og var, ekki siðri rokkari en hann. Ég treysti mér til aö vera ekki siðri en hann i öllum þessum köstum og sveifl- Sæmundur (til vinstri) og Magnús Pálssynir á yngri árum. um. Og meira en þaö. Ég hljóp oft i skaröið fyrir hann, dansaöi sem Sæmundur um tima eftir að hann tognaði i iþróttum og gat ekki komiö fram sjálfur, eða þegar hann þurfti að koma fram á tveimurstöðum ieinu. En þaö tók enginn eftir þvi, að þetta væri ekki Sæmundur! Ég gerði ekkert til aö leiðrétta það, enda vildi ég ekki vera i sviðsljósinu, segir Magnús. Sæmundur og Magnús Pálssynir á lögregluvaröstofunni á Sel- tjarnarnesi árið 1981. Þeir telja, bræðurnir, að sam- band þeirra hafi alla tið verið ákaflega sterkt. Sem dæmi um það nefnir Sæmundur, að eitt sinn þegar Magnús meiddi sig i fim- leikum hafi hann vitað nákvæm- lega hvaö gerðist, og hvernig hann meiddi sig, áöur en honum var sagt frá þvi. Og Magnús segir frá þvi, aö eitt sinn hafi hann veriö i sturtu og fariö að hugsa um, aö hann þyrfti nauðsynlega að ná i Sæmund. — Ég ákvað að hugsa sterkt til hans, senda honum signal. 1 þvi hringdi siminn, og ég hrópaði fram: ,,Nú er Sæmundur að hringja i mig!” 1 sama bili var kallaö i mig og sagt að Sæmi væri i si'manum segir Magnús. Þegar þetta gerðist voru þeir um tvi'tugt, og von bráðar rak að þvi, að Sæmundur trúlofaði sig. — Þá för ég bara heim og fékk mér bók að lesa og var eins og vængbrotinn fugl lengi á eftir, segir Magnús um það. Eftir það liðu sexárþartilhann giftisig, en siðan hefur hann náð að jafna metin, þvi þeir eiga jafn mörg börn núorðið, fjögur hvor. — Við höldum enn miklu sam- bandi, hittumst yfirleitt daglega, og enn veit ég oft um leið og sim- inn hringir, að það er Magnús. Jafnvel meðan ég vann sembygg- ingameistari og siminn stoppaði aldrei. En auövitað verður okkur stundum sunduroröa. Við segjum hvor öörum meiningu okkar, en það er áreiöanlega ein af ástæð- um þess, að samband okkar er

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.