Helgarpósturinn - 26.06.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 26.06.1981, Blaðsíða 10
10 ,'i *¦- rt Aö undanförnu hetur mikiö verið rætt um varnar- og öryggis- mál bæði hér á landi og erlendis. Háværar raddir kveða ser nú hljóðs og krefjast að stigin verið raunhæfari skref tfl afvopnunar en Bandarikin og Sovétrikin hafa gert til þessa. Nýjar og öflugri friðarhreyfingar taka til starfa allt frá Póllandi til Portúgai og setja fram kröfur um kjarnorku- vopnalausa Evrópu. 21. jiini lagði friðarganga af stað frá Kaup- mannahöfn til Parisar m.a.tilað vekja athygli á kröfunni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Friðarrannsóknar- og öryggis- málastofnanir hafa ekki stækkað i réttu hlutfalli við útgjöld til her- máia, en þær gegna þvi vanda- sama hlutverki að fylgjast með þróun vfgbúnaðar- og afvopn- unarmáia. Á tslandi er af þessum stofnunum einna þekktust ,,A1- þjóða Friðarrannsóknarstofnunin í Stokkhólmi" SIPRI (Stockholm International Peace Reaserch In- stitut). SIPRI var sett á stofn 1 júlí 1966 til minningar um 150 ára órofa friö i' Sviþjóð. Arlega út- hlutar sænska þingið SIPRI f jár- magni en að öðru leyti er Friðar- rannsóknarstofnunin óháð stofnun sem lýtur stjórn alþjóö- legs starfsliðs. Þegar undirritaður var á f erð i Stokkhólmi fyrr i þessum mán- uöi, eða um það leyti sem SIPRI gefur Ut ársskyrslu sina um vig- biinaðar- og afvopnunarmál, þótti tilvaliö að taka hernaðarsérfræð- ingana tali og spyrja þá álits á varnarmáium tslands. Frank Barnaby fráfarandi forstöðu- maöur SIPRlbentistrax á Nysjá- lendinginn Owen Wilkes sem er helsti sérfræðingur stofnunar- innar um öryggismál fslands og Noregs. Owen Wilkes hefur starf- að undanfarin þrjU ár hjá SIPRI, en þar áður starfaði hann eitt ár hjá „Friðarrannsóknarstofnun- inni f Osló" PRIO (Peace Rea- search Institut Oslo). Owen Wilkes rekur liér hugmyndir sínar um mikilvægi tslands i kjarnorkuvopnakerfi Bandarikj- anna og hvernig öryggi tslands væri best tryggt. ísland hluti af kjarn- orkuvopnalausum Norðurlöndum — Um þessar mundir er mikið rætt um Norurlönd sem kjarn- orkuvopnalaust svæði. t þessari umræðu er oft vikið að þvi að ts- land sé utan þessa svæðis eða ætti að koma inn i það á siðara stigi. Hvað er þitt álit á þessu? Owen Wilkes: Mitt álit er að undir öllum kringumstæðum ætti tsland að vera hluti af þessari hugmynd um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd. öll rök sem styðja kjarnorkuvopnalaust svæði í Danmörku, Sviþjóð, Nor- egi og Finnlandi vega jafn þungt hvað tsland varðar. Ég hygg að hugmyndinum öryggi,þ.e. að eitt land njóti meira öryggis með þvi að hafa ekki kjarnorkuvopn og þannig ögra ekki Sovétrikjunum að óþörf u, eigi fyllilega við um ts- land. Ég held einfaldlega að þegar þessi hugmynd um kjarnorku- vopnalaust svæði kom fyrst fram i Finnlandi og siðan i umræðunni sem fylgdi i' kjölfarið þá hafi fólk einfaldlega gleymt tslandi, en það átti að sjálfsögðu ekki að gerast. — t viðtali við blaðamenn In- formation (sjá Þjóöviljann 25. mars 1981) setur Johan Galtung fram þá hugmynd að þetta kjarn- orkuvopnalausa svæði væri latið ná til fleiri rikja Evrópu og jafn- vel lika til Kanada. Er nokkur möguleiki fyrir Norðurlönd eða riki Evrópu að snUa Bandarikj- unum og Sovétrikjunum af braut vigbUnaðarkapphlaups? Owen Wilkes: Já, Ég hygg að i staö þess að veröa vigvöllur fyrir stórveldin þá ættu riki eins og ts- land sem eru staösett milli stór- veldanna aö reyna að mynda verndarsvæöi (buffertzone) milli störveldanna. Ef tækjaUtbUnaöur á tslandi er athugaður i tengslum viö kjarnorkuvopn, þá kemur strax I ljós aö hann gegnir mjög mikilvægu hlutverki i kjarnorku- striði. T.d. SOUS-kafbátahlust- unarkerfið (stöðin á Stokksnesi viö Höfn i Hornafirði' — innskot m.g.) sem njósnar u'm sóvéska kjarnorkukafbáta og hjálpar til viö að eyða þeim. Ég álit þvi að þegar hugmyndin um kjarnorku- vopnalaust svæði er sett fram þá verði hUn að fjalla um meira en staðsetningu kjarnorkuvopna. Hugmyndin verður einnig að ná til stjórnstöðva og radareftirlits- stööva sem dhjákvæmilega tengj- ast kjarnorkustyrjöldum. Viðvörunartækin i hönd- um landsmanna — Hvaða tækjaútbUnaður á ts- landi tengist beint kjarnorku- styrjöldum ? Owen Wilkes: Það eru til f jórar tegundir af kjarnorkuvopna- stöðvum. 1) Geymslustöðvar fyrir kjarn- orkuvopn. Pattersonflugvellir gætu verið ein af þessum geymslustöövum. 2) Stöðvar sem senda kjarn- orkuvopn. Flugvellir sem flug- vélar meö kjarnorkuvopn fljUga frá, hafnir sem kjarnorkukaf- bátar sigla frá o.fl. 3) Stjórnstöðvar kjarnorku- vopna. Þetta á til dæmis við um radar og eftirlitsstöðvar sem fylgjast með kjarnorkukafbátum. 4) Tilraunastöðvar kjarnorku- vopna. T.d. svæði eins og á Kyrrahafinu þar sem Frakkar hafa verið að sprengja kjarn- orkusprengjur i tilraunaskyni. Á tslandi hygg ég að séu þrjár fyrstu tegundirnar af stöðvum. Eins og ég sagði áöan þá geta Pattersonflugvellir geymt kjarn- orkuvopn og það er þá tegund kjarnorkuvopnastööva nr. 1. Keflavik getur gengt hlutverki flugvallar, sem flogið er með kj arnorkuvopn fra og á timum kjarnorkuvopna striðs er ég sannfæröur um að hann yrði not- aður og P3 Orionvéiarnar yrðu notaðar til þess að fljúga með kjarnorkuvopn. Ég held að besta dæmið um tegund kjarnorku- vopnastöðva nr. 3 á tslandi sé Loran C stöðin á Gufuskálum á Snæfellsnesi sem er einskonar stjornstöð fyrir siglingar kjarn- orkukafbáta. Ég hef veriö að velta fyrir mér ákveðnu vandamáli, sem ég von- ast til að geta fest á blað innan tíðar. Það er um það hvernig lönd eins og tsland geti komist hjá þvi að vera vigvöllur, en verði þess i stað verndarsvæði (buffertzóne). Ef þessi viðvörunartæki s.s. SOSUS-hlustunarkerfið eru i höndum landsmanna sjáifra, undir þeirra stjórn og stjörnað þannig að þau séu öllum ibUum landsins opinn verður mögulegt að hafa eftirlit með þvi hvort og hvenærannaðstórveldanna kæmi inn á þessi verndarsvæði. Ef hnattstaðan er athuguö virð- ist greinilegt að strið milli stór- veldanna yrði háð i nágrenni við tsland. Varnarstöðvarnar á Is- landiIFæreyjum, á Grænlandi og i Noröur Kanada væri allar hægt aö nota til að viðhalda friði, ef þessar þjóðir stjórnuðu þessum stöðvum sjálfar og opinberuðu allar upplýsingar sinar. Ef svo yrði, þyrfti e.t.v. aö koma fyrir kerfi sem „tefur" birtingu upp- lysinga þannig að ekki væri hægt að nota þær til árása, heldur að- eins til þess að gera fólki kleift að fylgjast með þvi sem er að gerast. Sovétmenn hefðu hug á að eyða Keflavikurflug- velli — NU er mikið rætt um þann möguleika aö hægt verði að heyja „takmarkaða" kjarnorkustyrj- öld. Gæti tsland eöa nánasta um- hverfi þess oröið vigvöllur i „tak- markaðri" kjarnorkuvopnastyrj- öld? Owen Wilkes: I fyrsta lagi þá held ég að ekki sé raunsætt að tala um „takmörkuð" kjarnorku- vopnastrið. Ef kjarnorkustyrjöld brýst Ut þá held ég aö hún breidd- ist fljótlega út og yrði aö heims- styrjöld. Ég held reyndar að öll þessi umræða um möguleikana á „takmörkuöu" kjarnorkustrlði hafi aðeins verið komið af stað til þess aö hægt væri að auka Utgjöld tilframleiðsluá nýjum tegundum vopna. Ef „takmarkaö" kjarnorku- striö hæfist, þá eru Sovétrfkin búinundir Utbreiöslu þess. Þó svo að Keflavik væri ekki tengd þessu „takmarkaða" kjarnorkuvopna- striöi, þá er hUn ein af þeim stöð- um sem Sovétmenn hefðu áhuga á að eyða áöur en striðið breiddist mikið Ut, einmitt vegna þess hversu mikilvæg hún er fyrir Bandarlkin. Keflavikurherstöðin er líka stöö sem Sovétrikin gætu eytt án þess að fórna svo miklu, og ekki er vfst að fram kæmi krafa um hefnd. Ef „takmarkað" kjarnorkustrfö stæði yfir þá væru fjölmiðlar svo uppteknir af þvi, að folk i Bandarikjunum tæki ekki eftir því að Keflavík hyrfi af landakortinu. Sovétrikin hefðu sjálfsagt lika áhuga á aö eyða öðrum tækjabUnaði á tslandi s.s. SOSUS-kerfinu, þannig að þeir gætu sent kjarnorkukafbáta sina suður i Atlandshaf til að sökkva skipalestum sem væru á leið til og frá Evrópu. — Ef Sovétrikin sæju ástæðu til að varpa kjarnorkusprengju á Keflavikurstöðina telurðu að þeir noti svo stóra sprengju sem eitt megatonn (Hiroshima sprengjan varaðeins 12,5kilotonn) eða held- urðu aö þeir mundu notast við minni sprengjur? Owen Wilkes: Sovétrilkin gætu notað minni sprengju, hins vegar virðist svo vera sem Sovétrikin treysti mjög á öflugar sprengjur Föstudagur 26. |úní ™ hélgarþósfurínrL- Ef ráðist væri á Norðurlön.d þá er sennilegt að þaö yrði gert með loftárás. Það er i rauninni mjög auðvelt aö verja Norðurlönd gegn loftárásum, með þvi að koma fyrir jaröföstu loftvarnar- eldflaugakerfi sem grandaði sprengif lugvélum. Þetta kerfi er aðeins til varnar og er aðeins hægt að nota þegar sprengjuflug- vélar koma fljUgandi inn yfir landið. Ef hins vegar væru byggð- ir upp flugvellir þá er bæði hægt að nota þá til að verja landið en einnig til að gera árásir á önnur lönd. Þarna hafa Sovétrikin ástæðu til að eyöileggja flugvell- ina eða jafnvel reyna að ná þeim á sitt vald til þess að nota þá sjalf- ir. t þessu ljósu álit ég kjarnorku- vopnalaust svæði veiti jafn mikla vörn eins og svæði með kjarn- orkuvopnum. ísland á minna á hættu sem hlutlaust riki — Telurðu likur á þvi að Sovét- Aðildin að NATO i sjálfu sér ekki hættuleg: EN ISLAND ÆTTIAÐ LOSA SIG VIÐ KEFLAVÍKUR- HERSTÖÐINA Rætt við Owen Wilkes, hernaðarsérfræðing Alþjóðlegu friðarrannsóknarstofnunar í Stokkhólmi Viötal og mynd: Magnús Guðmundsson og þvi þykir mér ekki ósennilegt, að þeir hafi eina eins megatonna kjarnorkusprengju nú þegar stillta til að eyða Keflavik. — Hvernig breytist hernaðar- öryggi Bandarikjanna og Norður- landanna við það ef Norðurlöndin veröa kjarnörkuvopnalaust svæði? Owen Wilkes: Ég hygg að kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd minnkuðu árásarhernaðarstyrk Bandarikjanna og NATO. Ef Bandarikin vildu t.d. gera árás á Sovétrikin þá er þaö augljóslega mikil hjálp að geta flogið frá flug- völlum i Noregi. Hins vegar held ég aö kjarnorkuvopnalaus Norð- urlönd minnki ekki varnirBanda- rikjanna. Heildar varnir NATO minnkuðu heldur ekki. t þessu sambandi verður að athuga hvaða ástæðu Sovétrikin hafa til að ráðast á Noröurlönd. Eina ástæðan er i rauninni sU aö hindra að NATO nyti flugvelli og annan útbiinað sem hótun við Sovétrik- rikin reyndu að ná aðstöðu á ts- landi ef tslendingar létu banda- riska herinn fara og ef þeir segðu skiliö við NATO? Owen Wilkes: Já, ég tel það mögulegt, en mér þykir samt ósennilegra aö tslendingar gengju þeim á hönd þó þeir færu úr NATO. Sioari heimsstyrjöldin vekur oft athygli mfna. T.d. ákvörðun tslendinga að vera hlutlausir og það að þeir álitu hlutleysi skyn- samlegustu og bestu vörnina i upphafi heimsstyrjaldarinnar. tsland var hertekið af Bretum og þannig dregið inn i styrjöldina. Ég held að sömu aðstæöur riki enn i dag. Ég treysti ekki Sovét- rikjunum og jafnvel þó þeim væri treystandi i' dag, þá er ekkert ör- yggi fyrir því að svo verði enn eft- ir 10 ár. Undir öllum kringumstæöum álit ég að tsland eigi minna á hættu að verða fyrir árás eða inn- rás ef þaö er hlutlaust riki heldur en a meftan það er i NATO. — Hernaðaryíirvöld Bandarikj- anna svara aldrei spurningum um þaö, hvort þau hafi kjarn- orkuvopn á erlendri grund. í Jap- an var Bandarikjastjdrn bannað að vera með kjarnorkuvopn á japösnku yfirráðasvæði, en Bandarikjastjórnir hafa snið- gengið þetta bann i f jölda árá og hafa haft kjarnorkuvopn I her- skipum sem liggja I japönskum höfnum og um borð I flugvélum sem staðsettar voru á japönskum flugvöllum. Telur þú Hkur á þvi að bandarisku herflugvélarnar sem koma reglulega til tslands i æfingarflugi, hafi kjarnorkuvopn um borð og yfirgefi tsland án þess að kjarnorkuvopnin séu nokkurn- tima tekin frá borði? Owen Wilkes: Samkvæmt grein Duncan Campell i nýlegu tölu- blaði New Statesman þá hafa bresku kafbátaflugvélarnar Nim- rod kjarnorkusprengjur innan- borðs i reglubundnu eftirlitsflugi. Ég tel aö fyrst að breski flugher- inn hefur kjarnaodda með á reglubundnu eftiriitsflugi sinu, þá sé afar sennilegt að bandariski heri nn haf i kjarnaodda i P 3 O rion vélunum á si'nu reglubundna eft- irlitsflugi. Þannig er vel mögu- legt að P 3 Orion flugvélarnar sem koma frá heimavöllum sin- um i Bandarikjunum til Keflavik- ur i reglubundnu flugi hafi kjarn- orkuvopn meðferðis sem höfð séu um borð I flugvélunum allan tim- ann. Ég hef enga sönnun fyrir þessu, hins vegar tel ég það mjög sennilegt. — Gegna AWACS flugvélarnar sem staðsettar eru á Keflavikur- velli þvi' hlutverki að stjorna kjarnorkuherstyrk NATO á Norð- ur Atlantshafi? Owen Wilkes: AWACS flugvél- arnar sem eru staðsettar I Evr- ópu eða t.d. i V-Þýskalandi gegna mikilvægu árásarhlutverki t.d. við að styra sprengjuflugvélum með kjarnorkuvopn gegnum loft- varnarkerfi Sovétrikjanna að réttum skotmörkum inni i Sovét- rikjunum. Svo lengi sem AWACS vélarnar fljUga frá Keflavik, þá held ég að þær gegni meira að- vörunarhlutverki en þvi hlutverki að stjórna árásarherjum. Hins vegar urðum við vitni að þvi aö AWACS flugvélarnar i Keflavík voru fluttar til V-Þýska- lanris þegar ástandið i Póllandi fór að verða ótryggara og voru þá strax tilbUnar til aö stjörna árásarherjum (agressive forces) sem eru bUnir kjarnorkuvopnum. A þann hátt gegna AWACS vél- arnar i Keflavikárásarhlutverki. tsland ætti að losa sig við Keflavikurherstöð^ ina — Flotastyrkur Sovétrikjanna hefur aukist á undanförnum ár- um. Hafa Sovétrikin meiri flota- styrk á Noröur Atlantshafi en NATO, eða stendur NATO jafn- fætis Sovétrfkjunum hernaðar- lega séö á þessu svæði? Owen Wilkes: Besta svarið við þessari spurningu er á þessa leið: Fólk hefur spurt bandariska flotaforingja meö hvorum hern- um þeir vildu heldur berjast, sovéska flotanum eða þeim bandariska. Bandarisku flotafor- ingjarnir svara þvi alltaf til, að þeir vildu heldur stjórna sínum eigin her. Ég er fullviss um að bandariski flotinn er sterkari þeim sovéska, sérstaklega þegar tekið er tillit til tæknilegra yfir- burða. Auk þess er flugvélastyrk- ur mjög mikilvægur þegar borinn er saman flotastyrkur tveggja landa. NATO hefur mörgum og góðum flugvélum á að skipa eins og t.d. Orion og Nimrod flugvél- unum, sem er mikill stuðningur við herskipaflotann. NATO hefur þvi hernaöaryfirburði á Noröur Atlantshafi. Sovéski flotinn hefur verið byggður upp, en styrkur hans byggir mikið á þvi að verja eld- flaugakafbátana. Þessi floti er einkum staösettur i Barentshafi og verkefni hans er aðallega aö vernda eldflaugakafbátana gegn áreitni (penetration) NATO flot- ans. Sovéski flotinn hefur mjög sterkar kafbátavarnir og mark- mið þeirra er að eyöa árásarkaf- bátum óvinarins. Það er ekki mjög raunsætt að imynda sér aö sovéski flotinn getisiglti gegnum GIUK-hliöiö og sökkt öllum skip- um á Norður Atlantshafi. ji — Hvaða ráð vildir \\ 12 þU gefa Is- V

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.