Helgarpósturinn - 26.06.1981, Blaðsíða 21
21
-he/garjDosturínrL. Fostudagur 20 júní 1981
,,Sagan af flygl-
inum í New York'
Viötalsbók Ingólfs Margeirssonar við
Guömundu Elíasdóttur kemur út í haust
Nan Hoover.
HOLLENSK
INNRÁS í
NÝLISTA-
SAFNIÐ
Dagana 10, 11 og 12. júlí veröur
mikiö um aö vera i Nýlistasafn-
inu. Aö sögn eins aöstandenda
safnsins kemur hingaö hópur
hollenskra myndlistamanna
ásamt Vies Smalls sem er for-
stöðukona listam iðstöðvarinnar
De Apple.
Wies er islenskum myndlista-
mönnum i Hollandi aö góöu kunn.
M.a. sýndu þeir Hreinn Friöfinns-
son, Kristján Guömundsson og
Siguröur Guömundsson i galleri-
inu Serial sem hún var áöur meö.
Wies mun halda fyrirlestur um
listamiöstööina De Apple og þá
starfsemi sem þar hefur fariö
fram. I fylgd meö Wies veröa
fimm listamenn búsettir i Hol-
landi, en þaö eru: Harrie De
Kroon og Christine Koenings sem
veröa meö gjörninga, Nikolaus
Urban og Krijn Giezin sem veröa
meö installation og Nan Hoover
sem veröur meö video gjörninga.
—JÞ
Ingolfur Margeirsson er þessa
dagana ásamt Guðmundu Elias-
dtíttur aö lesa yfir fyrstu próförk
af viðtalsbókinni sem Ingólfur og
Guömunda hafa veriö aö vinna aö
sl. ár. Ingtílfur sagðist hafa fengiö
hugmyndina að bókinni þegar
hann vann sem blaðamaður á
Þjóðviljanum.
,,Ég var meö þessi helgarviðtöl
i sunnudagsblaö Þjóðviljans og
for til Guðmundu og ætlaði að
taka blaöaviðtal viö hana. En ég
var ekki fyrr sestur inn i stofu hjá
Guðmundu en ég vissi aö
þetta yrði aldrei barablaöaviötal,
heldur hafði Guömunda frá svo
miá-gu að segja að þaö var efni í
heila bók”.
NU það varð Ur að ég dreif mig i
þetta. Konan min fékk vinnu hjá
norska Utvarpinu og við fluttum
tilNoregs. Ég hafíi ekki ráðstaf-
að ti'ma minum og fannst þvi al-
veg tilvalið að gera þessa bók.
— Af hverju er Guðmunda
svona merkileg?
„Guðmunda er alveg einstök
kona og hefur lifað merkilegu lifi.
Söngferill Guðmundu er merki-
legur en þó legg ég meiri áherslu
á manneskjuna Guðmundu þvi
hún er engum lik.
Guðmunda er fædd i Bolungar-
vik, en fluttist 17. ára gömul til
Danmerkur aö læra söng. I Dan-
mörku giftist hún og eignaðist tvö
börn. Hún var Uti öll striðsárin,
kom siðan heim og söng i fyrstu
óperunni meö islenskum kröft-
um, sem var sett upp á tslandi:
„Rigóletto”. Einnig söng hún i
„Miölinum” sem var sett upp i
Iðnó. Hún fór til Bandarikjanna
”53 og söng viöa, bæöi i útvarpi og
sjónvarpi og einnig söng hún inn á
plötu sem Fálkinn gaf út. Hún fór
aftur til Kaupmannahafnar, og
skildi viö manninn sinn. Hún söng
i söngleiknum „Fiölaranum á
þakinu” á móti Róberti Arnfinns-
syni og eins lék hún i „Sporvagn-
inum Girnd” hérna heima. Hún
giftist Sverri Kristjánssyni sagn-
fræðingi ”73 en hann dó ”76. Eins
og söngelskir vita þá er Guö-
munda messó-sópran.
Þetta er svona æviágrip hennar
i stórum dráttum en fyrst og
fremst byggist þessi bók á frá-
sögn manneskju sem lifað hefur
merkilegu lifi”.
— Kanntu ekki einhverjar
skemmtilegar sögur af henni?
„Kann ég? Þær eru svo margar
að ég veit varla hverja ég á að
láta þig fá. Biddu aöeins ég æUa
að ráöfæra mig við Guðmundu
hún situr hérna hjá mér”. — Það
kemur smá þögn og Ingólfur
kemur aftur i simann. „Heyröu
við urðum sammála um eina góða
sögu af henni, þessi saga gæti
heitið „Sagan af flyglinum i New
Ycrk” 1954þegar Guömunda bjó i
Ameriku var siður New York-búa
að henda út mublum og öörum
innanstokksmunum út á fortóiö,
Guðmunda og Ingtílfur að lesa yfir fyrstu próförk
ljósmynd Jim Smart
og siöan hirtu vegfarendur þaö
sem þeim leist vel á.
Guðmunda bjó þá á 107. götu og
var alveg i vandræöum þvi hana
vantaði svo hljóðfæri. Þar sem
hún er á gangi einn daginn sér
hún þennan forláta Taffel-flygil
Uti á gangstéttinni beint fyrir
framan nefið á sér.
NU er Guðmunda ekki mikil
kona að burðum og gat þvi engan
veginn tekið flygilinn á bakið, og
þá voru góð ráð dýr. Þvi það væri
alsendis óvist að flygillinn myndi
standa þarna þegar hUn væri búin
að ná sér i burðarmenn, svona
gripir hurfuum leið og þeir voru
settir út á götu.
Þá vill svo vel til að vinkona
Guðmundu sem vann hjá i'slenska
konsUlnum bjó þarna skammt frá
svo Guðmunda hraðar sér heim
til hennar i' von um að þar væri
einhver sem gæti liðsinnt henni.
Hddur þU þá ekki að þár sitji 6 is-
lenskir lögreglumenn i kaffi-
þambi hjá vinkonunni.
Þeir voru á einhverju alþjóð-
legu lögreglunámskeiði hjá Sam-
einuðu þjóðunum og voru allir
heljarmenni að burðum. Þeir
tóku bónorði Guðmundu vel og
þegar þau koma að sækja flyg-
ilinn hitta þau fyrir eigandann
sem féll næstum i yfirlið er hann
sá Guðmundu með burðarkarl-
ana. Lögreglumennimir lögðust
nú allir sem einn á flygilinn og
rúlluðu honum eftir gangstétt-
inni. Það iskraði og brakaöi I
flyglinum og upp úr honum komu
alls kyns tónar þvi gangstéttirnar
voru jú mishæðóttar. Guðmunda
hljóp með og hljóðaði upp yfir sig
eftir þeim tónum sem úr flyglin-
um komu.
Guðmunda segir að þetta sé
örugglega i' fyrsta og eina skiptið
sem New York búar hafa heyrt
gangstéttarsónötu leikna fyrir
Taffel — flygil, sópranröddu og 6
islenskra lögregluþjóna”.
— Hvenær kemur bókin út?
„Hún kemur út i október hjá Ið-
unni og vorum við einmitt að fá
fyrstu prófarkirnar af bókinni til
jfirlestrar.
— Hvað ætlarðu svo að gera
Ingólfur?
„Það vilég ekki segja, þó ég sé
búinn að ákveða þaö. Eg hef unn-
ið sem fréttaritari fyrir islenska
sjónvarpið i Osló og ég býst við að
vera þar áfram næsta vetur og
hvað ég ætla að gera samhliöa
þeirri vinnu er leyndarmál.”
—EG.
TVÖ TILBRIGÐI VIÐ
Tónabíó: Mad Max (Tryllti
Max)
Aströlsk. Argerð 1978. Handrit:
James McCausIand, George
Miller. Leikstjóri: George Mill-
er. Aðalhlutverk: Mel Gibson,
Joanne Samuel, Hugh
Keays-Byrne.
Ef forstjóra Vökuportsins
dytti i hug einn góðan veðurdag
Þótt forstjóra Vökuportsins
megi vel fyrirgefa slikt framtak
vehður að vona að islenskir
kvikmyndageröarmenn eigi
aldrei eftir að þurfa aö gripa til
þess. En ungur kvikmyndaiðn-
aður Ástraliumanna virðist hins
vegar hafa bæöi þörf og rúm
fyrir blygðunarlausa gróða-
hyggju svona myndar. Hún
kitlar sömu kenndir og fylgt
hafa mannkyni a.m.k. siðan
Rómverjar kættust yfir blóðsút-
hellingum og limlestingum
•Kvikmyndir
eftir Guðjón Arngrimsson 0g
Arna Þórarinsson
að farið væri að grynnast um of
á lagernum þá væri ekki fráleitt
fyrir hann að framleiða mynd
eins og Mad Max. Lagerinn
myndi fyllast von bráðar að
töku lokinni, og það sem ekki
myndi siður gleðja forstjórann:
Peningakassinn yrði einnig full-
ur á nóinu.
gladiatora i formi skemmti-
atriða. Hingað til hafa
Amerikanar haft nánast einka-
leyfi á slikum ofbeldismyndum,
ekki sist American Inter-
national-félagið sem var heldur
ekki seint á sér að kaupa þessa
mynd af Astraliumönnum, og
selja hana m.a. hingað til lands,
OGEÐ
dubbaða upp á amerisku af þvi
áströlsk enska er ekki nógu fin.
Mad Max er mynd sem þrifst
á einu saman ofbeldinu og þeirri
tækni sem höfundar hafa yfir að
ráða til aö tjá ofbeldið i mynd.
Og sú tækni er að sönnu ekki
litil. George Miller, leikstjóri og
annar handritshöfunda, hefur
mun öruggara handbragð og
ferskari sjónarhól heldur en
venjan er að sjá i ameriskum
myndum af þessu tagi. Hann
sýnir krambúleringar mann-
fólks sem tökutækja af alveg
sömu kaldrifjun og tilfinninga-
legu vægðarleysi, með
hrööu tempói i klippingum og
örum breytingum myndhorna.
Aðferöin minnir einna helst á
tækni auglýsingamynda. En
efnisramminn er hundgamall:
Einkastrið lögga og mótorhjóla-
lýðs i menningarlegri eyöimörk
náinnar framtiðar. Heimilis-
streita-aöalgæjans er bara hefð-
bundið krydd til að tryggja
þessa venjulegu blóðhefnd i lok-
in. —AÞ.
Nýja bíó: Inferno
ítölsk-amerisk. Árgerð 1980.
Handrit og leikstjórn: Dario
Argento. Aðalhlutverk: Gabri-
ell Lavia, Veronica Lazar.Irene
Miracle, Leigh McCloskey.
í Nýja biói er annar ungur
kvikmyndagerðarmaður að æfa
sig i ógeöi, — ítalinn Dario
Argento. Hann velur sér að visu
aðra umgerð en George Miller.
A meðan Miller treður hina
gamalkunnu slóö bila- og
mótorhjólatöffaramynda,
heldur Argento sig á slóðum
hrollvekjunnar og vinnur ekki
ósvipað þekktasta forvera sin-
um i italskri hrollvekjugerð
Mario Bava. Leggur litið upp úr
sannferöugri sögu en býr til
óhugnaðarfantasiu með óraun-
verulegri leikmynd og lýsingu,
eins og Bava gerði á sinum
tima.
Dario Argento hóf fyrst störf
viö kvikmyndagerö sem hand-
ritshöfundur, i félagi við Bern-
ardo Bertolucci, að vestra
Sergio Leone Once Upon a Time
in the West. En siðan hefur hann
„Mæðurnar þrjár” afgreiða
einn af leikurunum i hrollvekju
Nýja biós, Inferno.
gróðamynda, einkum af'þriller-
gerð. Aðalsmerki hans er
einmitt sérkennilegar leik-
myndir og miklar tilfæringar i
töku og klippingu. Veikleiki
Argento er svo hins vegar af-
spyrnu vond handrit og stein-
dauö stýring á leikurum. Næsta
mynd Argento á undan Inferno,
Suspiria þótti boða nýja og betri
tima. Þar voru fyrrnefndir
veikir punktar i lágmarki, þvi
Argento byggði upp spennu
fyrst og fremst með nákvæmri
beitinu hljóðs (þar á meðal eigin
tónlistar) og hreyfinga, en lagði
minna upp úr orðum og eigin-
legri leiksögu. Aö Suspiria
óséöri er Inferno augljóst merki
um hæfileika Argento i þessu
efni. En hún er engu að siöur af-
skaplega gölluð hroilvekja,
langdregin á köflum og langsótt
að efni, (hroðalegir dauðdagar
af völdum einhverra goðsögu-
legra kellinga sem kallaöar eru
„Mæðurnar þrjár”). —AÞ.
í ÆmW'mfwmf
HHM j \ J
■Tmmfo-
Fíflalætin eru oftast yfirgengiieg í mynd Laugarásbiós.
FÍFLALEGT FÍFL
Laugarásbití: Fíflið (The Jerk)
Bandarisk. Argerð 1980. Hand-
rit: Steve Martin, Carl GotUieb,
Michael Elias. Aðalhlutverk:
Steve Martin, Bernadette Pet-
ers. Leikstjóri: Carl Rainer.
Leikstjóri Ffflsins kemur fram i
litlu hlutverki i myndinni, eins
og leikstjórum finnst sumum
gaman að gera. Hann leikur
sjálfan sig, Carl Rainer, þekkt-
an kvikmyndaleikstjóra, sem
orðinn er rangeygður af notkun
„opti-grab” gleraugna og getur
ekki lengur klippt myndir sinar
rétt. Ekki veit ég hvort Rainer
er með þessu að skopast að
sjálfum sér, — sennilega ekki,
en vist er að eftir þessa mynd
mun ég ætiö muna eftir Carl
Rainer sem rangeygða leik-
stjóranum sem ekki kunni að
klippa.
Og Steve Martin mun ég
sennilega minnast sem gaman-
leikarans sem ekki vissi hvenær
hann var fyndinn og hvenær
ekki. Hann samdi þessa mynd
ásamt félögum sinum og hún er
samansafn ódýrra brandara
sem mynda á losaralegan hátt
sögu um fátækan bóndason sem
verður rikur og svo fátækur aft-
ur, vegna „opti-grab” gler-
augnanna. Lengst af leikur
Martin fremur illa, enda býður
textinn hans ekki uppá annað,
en það skrýtna er að stundum
dettur hann niður á bráðfyndnar
hugmyndir og nýtir þær bæri-
lega. Sem bendir til þess að fái
hann góðan leikstjóra yfir sig,
þá geti hann sitt af hverju.
Carl Rainer sem áður hafði
getið sérbærilegt orö fyrir „The
One and Only” með Henry
Winkler, ræöur ekkert viö Mart-
in, og þá ekki myndina, vegna
þess að hann er á t jaldinu allan
timann.
Ffflið er ein af þessum fjölda-
mörgu þriðjaflMcksmyndum
sem gerðar eru i Ameriku af
litlum kvikmyndafyrirtækjum,
— i þessu tilfdli Aspen Film
Society. Fæstar þeirra ferðast
yfir landamærin — þaö er að-
einsef sttírfyrirtæki eins og Uni-
versal Pictures taka þær uppá
sina arma að þær fá lif eftir
dauðann i öðrum löndum. Uni-
versal hafa veðjaö á rangan
hest þegar þeir keyptu Fiflið,
þvi varla er mikil arðsemi i þvi
fólgin aö hafa áhorfendur aö
fiflum. He, he.
— GA