Helgarpósturinn - 26.06.1981, Side 4
4
PöstudðgUr 26. júní 1981 helgarpósturinn
NAFN: Þröstur Ólafsson STAÐA: Aðstoðarmaður fjármálaráðherra FÆDDUR: 4. október 1939
HEIMILI: Bræðraborgarstig 21 B HEIMILISHAGIR: Eiginkona, Þórunn Klemensdóttir, fjögur börn
BIFREIÐ: Cortina árg. '74 ÁHUGAMÁL: Bókmenntir og músik
„Eg út af fyrír slg sakna Svavars”
Læknadeilan er nú loks leyst cftir aö samningar tókust á milli fjármálaráöuneytisins og iækn-
anna. Það hefur ekki gengiö litiö á i þessari deilu og svo virtist lengi vel, sem allt stæöi fast. Rikiö
neitaöi aö ræöa viö læknana á þeim grundvelli, aö ekkert væri um aö ræöa, þar sem þeir heföu
sina samninga i fullu gildi. En iæknarnir gáfu sig ekki og hættu störfum. Astandiö í heilbrigöis-
málum var oröið (skyggilegt og þá loks fór boltinn aö rúlla. Deiluaöilar fóru aö tala saman og
dæmiö gekk loks upp.
Þröstur Ólafsson aösloöarmaöur fjármálaráöherra hefúr staöiö I eldlínunni að hálfu hins opin-
bera. Hann er I Yíirheyrslu um þessi mál og önnur.
Nii er læknadeilan svokallaöa
leyst. En hvaö var þaö eiginlega
sem ríkiö átti óuppgert viö
lækna?
„Rikiö átti kannski ekki m jög
mikiö óuppgert viö lækna. Hins
vegar má segja sem svo, aö
læknar hafi á vissan hátt oröiö
útundan i' þeirri launa- og kjara-
þróun, sem átt hefur sér staö
undanfarin ár. Læknar sömdu
og geröu sinn stóra samning ár-
iö 1966 og þá sömdu þeir um há-
ar peningagreiöslur til sin, en
þar voru innifaldar félagslegar
greiöslur. A undanfömum árum
hefur að stjórnvalda hálfu sér-
staklega veriö lögö rækt viö fé-
lagslega hliö kjaranna, þegar
samiö hefur veriö viö hinar
ýmsu stéttir og þvi má segja, aö
læknar hafi oröiö Utundan á
þessu sviöinu, þdtt laun þeirra
út af fyrir sig séu ekki slæm.
Þeir hafa ekki fengið hinar fé-
lagslegu umbætur, sem flestar
aðrar stéttir hafa fengið á und-
anförnum árum.”
Nii lysti fjármálaráöherra því
yfir f upphafi þessarar deilu, aö
rikiö ætti ekkert ótalaö viö
lækna um kjör þeirra. Siöan
breyttist þetta og umræöur hóf-
ust og nú geröir samningar.
Hvaöa kúvendinga var þarna á
ferðinni hjá ykkur ráöuneytis-
mönnum?
„Þaö er rétt, aö læknar voru
meö gildandi kjarasamninga og
þvi neituöum viö aö ræöa viö þá
á þeim grundvelli. Þegar þeir
hins vegar segja upp — hætta
allir störfum — þá stöndum viö
frammi fyrir þvi aö sjúkrahúsin
eru læknalaus. Viö veröum aö
gera eitthvaö til aö fá lækna i
þær stööur. Læknafélagiö var
búiö aö senda út bréf um þaö,
aö læknar mættu ekki ráöa sig i
stööur, sem auglýstar kynnu aö
veröa á þessu timabili og þess
vegna var einfaldlega enginn
annarkosturfær, en aö ræöa viö
þá og reyna aö komast aö sam-
komulagi viö þá um þau kjör,
sem kynnu aö leiöa til þess aö
þeir réöu sig aftur aö sjúkrahús-
unum.”
Staðreyndin er sem sagt sú,
aö þið hafiö lúffað fyrir þessari
þrýstiaögerö læknanna?
„Ég held nú aö þaö sé of
sterkt til oröa tekiö, aö viö höf-
um lúffaö. Hins vegar er þaö al-
veg ljóst, aö læknar hafa mjög
sterka aöstööu til aö knýja fram
breytingar á sinum kjörum.
Þegar sjúkrahúsin eru oröin
læknalaus og þar fer aö kreppa
aö, þá er þaö mjög alvarlegt
mál fyrir þjóöféíagiö og aöilar
sem eru i sllkri þrýstiaöstööu,
hafa styrk til aö geta krafist
þess aö á þá sé hlustaö og viö þá
rætt.”
En er þetta ekkf einfaldlega
fyrsta skrefiö I þá átt aö fleiri
starfsstéttir taki upp sömu bar-
áttuaðferðir og þvingi rikiö til
samninga á svipaöan hátt og
læknarnir. Voruö þiö ekki aö
opna dyr i þá átt meö samning-
unum viö læknana?
„Viö erum ekki aö opna nein-
ar dyr, heldur erum raunveru-
lega aö reyna aö koma i veg
fyrir ennþá meiri slys, vegna
þess ef viö heföum ekki fariö aö
ræöa viö lækna, þá heföi ástand-
iöoröiöóskaplegt. Þaö þarf ekki
aö spyrja mig eöa neinn annan
um þaö hvaö gerst heföi, ef
sjúkrahúsin heföu veriö lækna-
laus f nokkrar vikur til viöbótar.
Þaö skiptir engu máli, hvaöa
menn þaö eru sem sitja niörii
ráöuneyti, þegar læknar sem
fjalla um li'f og dauöa samborg-
ara sinna I bókstaflegum skiln-
ingi, ganga út á götuna og hætta
aö vinna, þá steöjar voöi aö
samfélaginu. Viö höfum út af
fyrirsig ekki gert annaö i þess-
um samningum, en leiörétta
þaö, sem aörar stéttir hafa
fengiö á undanförnum árum
hvaö varöar hina félagslegu hliö
kjarasamninganna þótt laun
lækna i' heild séu fjarri þvi aö
vera lág.”
En hvaö tryggir aö þetta sam-
komulag viö læknana haldist?
Má ekki allt eins búast viö þvi
aö ári liðnu aö læknar leggi út i
annan leiöangur og heimti þá
enn hærri laun og notisér sömu
árangursriku baráttuaöferöirn-
ar?
„Þaö er ekkert sem tryggir
þaö, aö þeir gripi ekki til svip-
aöra aögeröa aöári. Hins vegar
þykist ég nú vita þaö, aö þeir
séu orönir fullsaddir af þeim
átökum, sem átt hafa sér staö á
siöustu vikum og séu jafnsaddir
af þeim viöbrögöum sem þeir
hafa fengið.”
Hvað með aörar stéttir, lög-
reglumenn, tollveröi, hjúkrun-
arfræöinga, ljósmæður og fleiri
fleirí, sem telja má lífsnauösyn-
legar í okkar þjóöfélagi? Má
ekki búast viö uppsögnum og
þrýstiaðgerðum frá þeim I kjöl-
far þessara samninga?
„Ég geri ekki ráö fyrir sliku
alveg á næstunni, þvi samning-
ar þessara hópa eru lausir um
næstu mánaöarmót og þá gefst
þeim kostur á aö reyna aö ná
betri samningum i samvinnu og
samhengi við kjör annars
launafólks i' landinu.”
En er þetta ekki einsdæmi aö
stétt manna hefur I krafti
sterkrar stööu sinnar, kúgaö hiö
opinbera til samninga?
„Nei, þetta er ekkert eins-
dæmi um það. Þaö hefur áöur
komiö fyrir aö stéttir, sem geta
sett hni'finn á barka þjóöfélags-
ins, hafa slitið sig úr samhengi
við annað launafólk i iandinu og
krafistbetri kjara en áöur. Það
eru mörg dæmi um slikt, enda
er okkar þjóöfélagsskipan
þannig, aö stéttir sem eru
ósvifnar, geta nánast sett þjóö-
félaginu stólinn fyrir dyrnar.”
Er stétt lækna ósvifin?
„Kröfur lækna eins og þær
voru settar fram voru mjög
ósvifnar.
Nú hafa menn velt vöngum
yfir þvi, viö hverja þiö voruö
eiginlega aö semja I þessari
deilu. Ekki voruö þiö aö semja
við starfsmenn rikisins, þvi
læknarnir höföu þá þegar sagt
upp störfum. Voruö þiö aö
semja viö einhverja menn úti I
bæ?
„Viö vorum aö semja viö
Læknafélag íslands, en þaö er
alveg rétt sem þú segir, aö viö
höfum átt I dálitlum erfiöleikum
meö aö finna okkar raunveru-
legu viösemjendur, vegna þess
aö viö vorum aö semja um kjör
fólks, sem þegar haföi sagt upp
störfum og er hætt að vinna hjá
hinu opinbera. A hinn bóginn
taldi Læknafélagið sig eölilegan
viösemjenda okkar.”
Þaö má þá ætla aö á fundi
Læknafélagsins hafi menn veriö
aö taka afstööu til nýgerös sam-
komulags, sem raunverulega
snertirekki þá sjálfa — ekki alla
aö minnsta kosti? Lækna sem
ekki koma aftur til starfa fyrir
rikið eöa hafa mögulega aldrei
veriö þaö?
„Þaö mun nú sýna sig, aö
99,9% lækna munu hverfa til
sinna fyrri starfa hjá rikinu.”
En ætlið þiö aö ráöa alla aft-
ur?
„Já, ég reikna meö þvi”
Þið ætlið ekki aö nota þetta
tækifæri og losa ykkur viö
menn, sem hafa ekki staðið sig i
starfi, eða gera róttækar skipu-
Iagsbreytingar aö ööru leyti?
Þiö ætliö ekki aö nota tækifær-
ið?
„Ég held að þetta sé nú ekki
tækifæriö til slikra kerfisbreyt-
inga, ef menn hafa uppi hug-
myndir um slikt. Breytingar af
þvi tagi yröu aö gerast a allt
annan hátt og með öörum aö-
draganda.”
Nú var það gagnrýnt af lækn-
um og fleirum aö heilbrigðis-
ráöherra, Svavar Gestsson,
flokksbróöir þinn, hefði vcriö
illa fjarri góðu gamni, þcgar
ileilan stóð sem hæst. Saknaöir
þú Svavars i þessari samninga-
lotu?
„Ég út af fyrir sig sakna
Svavars. Hins vegar ekki út af
þvi, aö hann heföi veriö erlend-
is. Þaö er si'mi hér innanlands
og i útlöndum lika og flest af þvi
sem viö gerum svona i tengslum
við annaö fólk — ekki sist i
stjórnarráðinu — gerist i gegn-
um sima. Þaö tekur ekki lengri
tima fyrir mig aö hringja i
Svavar Gestsson úti i Frakk-
alndi, heldur en t.d. Ragnar
Amalds noröur I Varmahliö,
eöa einhvern annan ráöherra i
sinu ráöuneyti. Þetta tekur allt
ósköp sviðaðan tima og þaö er
hægt aö heyra skoöanir Svavars
og vilja á svipuöum tíma, hvort
sem hann er I Frakklandi eða á
Islandi.”
Símaboöskiptin viröast vinsæl
innan rikisstjórnarinnar. Stein-
grfmur í beinu simasambandi
frá Sviss um jólin og nú Svavar i
simanum i Frakklandi. Fara
boöskiptin almcnnt svona fram
innan rikisstjórnarinnar?
„Mér finnst þessi spurning
svolitiö skrýtin. Þegar þiö
blaöamenn eruö aö hamra á þvi
,aö einhver ráöherra sé erlend-
is og kvarta undan þvi, þá er al-
veg eins og þiö gieymiö þvi aö
viö erum i simasambandi viö
útlönd. Og alveg hreint eins og
þiö blaöamenn hringiö i mig til
aö leita frétta, þá notiö þiö sim-
ann. Þetta er nefnilega viöur-
kennd boöleiö, þægileg og hent-
ug og nákvæmlega sama boð-
leiöin sem ráöuneytisstarfs-
menn notum og aörir, þegar
þeir talast viö.”
Þaö er þá ef til vill ekkcrt frá-
gangsatriði, þótt ráöherra þessa
lands haf iaösetur annars staöar
cn hér á landi, ef þeir bara hafa
sima við hendina?
„Svo lengi sem hægt er að ná
til ráöherra hvenær sem er I
sima, þá er það ekki frágangs-
sök, þótt þeir skreppi til út-
landa. Þeir þurfa að hvila sig
eins og aðrir, þeir þurfa aö fara
á fundi. Það er alger fjarstæða
aö gera þaö aö einhverju stór-
máli, þótt ráöherra skreppi
endrum og eins til útlanda og
hvili sig.”
Nú gengu hnútur á milli þin og
lækna i fjölmiðlum á meðan
þessi læknadeila stóöyfir. Held-
urðu að þú fengir almennilega
umönnun hjá læknunum, vinum
þinum, ef þú þyrftir aö leggjast
inn á spftala, eftir þessa orra-
hríö?
„Ég held þaö nú. Þeir myndu
kikjaá migog annastmig alveg
eins og þig. Þeir myndu kannski
striöa mér svolitið. Ég tel nú
ekki aö þeir erfi þaö við mig,
þótt ég yrði svo óheppinn að
veikjast á næstunni.”
Fyrirbrigöið aðstoöarm aöur
ráöhcrra. Er þetta starf vett-
vangur vondu og leiðinlegu mál-
anna, sem ráðherrarnir vilja
ekki óhreinka sig á? Fáiö þið
aðstoöarmennirnir skitastörf-
in?
„Starfsheitiö aðstoðarmaöur
ráöherra segir sina sögu. Okkar
starf er aö inna af hendi ýmis
verkefni sem ráöherrar fela
okkur. St jórnunarlega og
stjórnskipulega er staöa okkar
dálitiö erfiö, þvi samkvæmt lög-
um erum viö raunverulega
deildarstjórar i ráðuneyti, en
samt sem áöur heyrum viö beint
undirráöherra og að þvi leyti er
staöa okkar dálitiö erfiö. Það er
ekki rétt aö okkur séu falin nein
sérstök skitastörf, en hins vegar
geri ég ráö fyrir þvi, aö ráöherr-
ar feli sinum aðstoðarmönnum
vandasöm og erfiö mál, sem
tekur langan tíma að leysa.
Mörg störf, sem þarf aö leysa i
stjórnkerfinu og á sviöi stjórn-
málanna, getur veriö aö kalla
megi skitastörf. En þetta eru
störf, eins og hver önnur.”
Ertu kannski fremur sem
pólitískur „agent” I ráöuneyt-
inu en venjulegur embættis-
m aður?
„Ég veit ekki hvaö þú átt viö
meö póliti'skur „agent”.”
Pólitiskur umboösfulltrúi ráö-
herra?
„Ég lit á mig sem starfsmann
i ráöuneytinu.”
Er Þröstur Ólafsson hagfræö-
ingur, gamalkunnur róttækling-
ur og hugsjóna maöur, oröinn
kerfiskall hjá Ragnari Arnalds?
„Ég hef aldrei viljaö gefa
sjálfum mér neina pólitiska
einkunn og verö aö láta aöra um
þaö. Aldrei viljað meta það
sjálfur hvort ég sé róttækur eöa
ekki. Hins vegar hljóta þeir
menn, sem taka að sér störf i
ráöuneytum, aö taka tillit til og
vinna eftir þeim reglum, sem
gilda. Þeir geta aö sjálfsögöu
reynt aö þrýsta á, aö þessum
reglum sé breytt, en á meöan
þessum lögum og reglum er
ekki breytt, hljóta þessir menn
að vinna samkvæmt þeim.”
Ertu ekki að eyöileggja þina
pólitisku framtiö, þegar þú ert
aö taka aö þér óþrifalegu og
óvinsælu verkin, sem ráöherr-
arnir, flokksbræöur þínir og
jafnaldrar sumir hverjir þyrftu
að inna af hendi ella.”
„Ég lit nú ekki svo á, að ég sé
aö vinna nein skitverk. Hvað
mina pólitísku framtiö snertir,
þá er þaö mál ekkert mál, sem
ég hef neinar áhyggjur af. Ég
hef ekki kortlagt mina pólitisku
framtiö, né velt henni sérstak-
lega fyrir mér. Sinni minum
skyldustörfum og vona aöeins,
aö ég komi þar að einhverju
gagni.”
Hvenær kemur að þvi aö þú
týnir „aöstoöarmannstitlinum"
þlnu starfshciti og sest i stól
ráðherra? Er von um það sæti
aö finna I undirmeövitundinni?
„Nei, nei. Ég hef engin svona
áætlanir, eins og þú ýjar að. Ég
hef aöeins áhuga á þvi aö sinna
minu starfi vel, lengra nær
minn metnaður ekki.”
eftir Guðmund Árna Stefánsson