Helgarpósturinn - 26.06.1981, Síða 14
14
Gjafa- og minningarsjóöir af
ýmsum toga virðast æði margir i
Íslensku þjóðfélagi. Sjóðir af hin-
um og þessum gerðum, eru langt
frá þvi að veia óþekktir hérlendií
Stjórnvöld stofna sjóði um að-
skiljanleg málefni — sjóði fjár-
magnaöa af almannafé. Og ekki
er hitt óalgengara aö Pétur eöa
Páll úti i bæ, ákveði að stofna sjóð
til styrktar hinum og þessum fé-
lögum eöa einstaklingum, sem
höllum fæti standa i þjóöfélaginu
eða berjast fyrir ákveðnum þjóö-
þrifamálum. Sömuleiðis þekkist
það, að menn setji saman sjóö i
eigin nafni, gefi ákveðna fjárhæö
til sjóðsins, og eigi siðan vextirnir
að ganga til styrktar þessu og
hinu málefninu.
i eftirfarandi sainantekt er ætl-
unin að lita örlitið á þetta sjóða-
fargan. Annars vegar á sjóði, sem
eru undir hatti borgarinnar og
hins vegar sjóöi sem hafa stað-
festar skipulagsskrár af dóms-
málaráðherra og eru undir rikis-
forsjá. Lúta til dæmis rikisendur-
skoöun hvað varðar sjóðsreikn-
inga.
Hjá borginni eru nú á lifi 17
gjafa- og minningarsjóöir. Sam-
anlagt fjármagn þessara sjóöa,
var um siðustu áramót 135.483.000
(rúmar 135 gmilljónir), en af
þessari upphæö hefur Visinda-
sjóöur Borgarsjúkrahúss Reykja-
vikur 103 gmilljónir á sinum
snærum. Heildaríjármagnsvelta
hinna sextán sjóöanna er þvi aö-
eins rúm 31 gmilljón.
100 ára sjóður með
13 þúsund gkrónur
íil flestra þessara sjóða var
stofnað íyrir mörgum áratugum,
sá elsti er frá árinu 1883 — veröur
þvi 100 ára eftir tvö ár. Þetta er
Verölaunasjóöur H.Th.A.Thom-
sen. Stofnfé var kr. 500 og upp-
hæðin gefin af umræddum Thom-
sen i þvi tilefni, aö 25 ár voru liöin
frá þeim tima, aö hann fékk borg-
araréttindi, sem kaupmaöur i
Reykjavik. Vöxtunum af stofn-
fénu skal árlega variö til verö-
launa ibarnaskólum Reykjavikur
fyrir framúrskarandi ástundun
við námið eða frammistööu viö
próf. Heildarf jármagnseign
Thomsenssjóðsins er i’ dag rúmar
13 þúsund gamlar krónur eöa 130
nýkrónur. Litið hefur þvi l'ariö
fyrir þvi, aö grunnskólabörn hafi
hlotiö verölaun úr sjóönum á siö-
ustu árum, enda hann varla lær
um aö festa kaup á umtalsverð-
um verðlaunum.
Og þannig er þaö um flesta þá
sjóöi, sem eru undir borginni. i
verðbólgu siðasta áratugs hefur
höfuöstóll sjóðanna, aö engu orð-
iö. Þar af leiöandi hafa þessir
sjóöir ekkert boimagn til, aö veita
styrki eöa verölaun til þeirra,
sem það eiga að fá samkvæmt
skipulagsskrám.
i eftirfarandi dæmum um þá
gjafa- og minningarsjóöi.sem eru
á hendi borgarmnar, kemur
glögglega fram bágborin fjár-
hagsstaða sjóöanna. Er óhætt aö
fullyrða aö langflestir þessara
sjóöa eru i dag litið annaö en orö-
in tóm. Skipulagsskrár þessara
sjóða gera hinsvegar yfirleitt
ekki ráð fyrir þvi, aö hægt sé aö
leggja þá niöur. Þetta þýðir, aö
eitt sinn sjóður, alltaf sjóður,
enda þótt viðkomandi sjóöur sé
ekkert annaö en nalniö tómt og ef
til vill aöeins meö íáeinar krónur
á bankareikningi.
Eitt þúsund á nokkra
kjósendur um aldamót
Litum á nokkra þá sjóði, sem
eru undir Reykjavikurborg, og
tilgang þeirra.
Sjóðurinn „Hallveig" var stofn-
aður 1918 af Eiriki Briem og var
stofnfé 600 krónur. Þessi Hallveig
sem sjóðurinn er kenndur viö, er
engin önnur en fyrsta húsmóöirin
i Reykjavik, nefnilega eiginkona
Ingólfs Arnarsonar lyrsta land-
námsmannsins. Samkvæmt skipu-
lagsskrá sjóösins, skal hann
ávaxtaður óbreyttur á milli alda-
móta, þannig aö vextirnir eiga aö
leggjast við höfuðstólinn árlega
og s jóöinn á ekki aö hreyfa fyrr er
um aldamót. Um næstu aldamót
kæmu þá til úthlutunar úr sjóön-
um á eftirfarandi hátt: ,,Bæjar-
stjórn Reykjavikur skiptir helm-
ingi innistæöu sjóösins i hluti, er
séu 100 krónur hver. Þessir hlutir
ganga til manna, er á aldamótum
hafa kosningarétt til bæjarstjórn-
ar Revkjavikur og ræöur hlut-
Helgarpósturinn kannar gjafa- og minmngarsjóði borgar og ríkis:
BAUTASTEINAR
Á BÁLKESTI
VERÐBÓLGUNNAR
Föstudagur 26. júní 1981
he/garpósturini
Sjóðirnir hátt á annað þúsund og langflestir peningalausir
eftir Guðmund Árna Stefánsson
kesti hverjir hlutina lá. Sér bæj-
arstjórnin um hlutkestið. begar
sjóðurinn er orðinn svo stór, aö
hver kjósandi getur lengiö 1000
kr. i hlut, þarf ekkert hlutkesti, og
skiptast upphæöir, þá jafnt milli
þeirra allra".
Það er sem sé um næstu alda-
mót áriö 2000, sem hlutkesti á aö
fara fram meðal kosningabærra
Reykvikinga um það, hverjir eigi
að fá 1000 gamlar krónur
(lOnkrónur) úr þessum sjóöi
Hallveigar. Augijóst er þó, aö
þeir veröa ekki alltof margir, þar
sem eign sjóösins er i dag, 96 þús-
und gamlar krónur og helmingur
upphæðar skal lil úthlutunar
hverju sinni. Ef úthlutaö væri úr
sjóðnum i dag, kæmu þvi 43
Reykvikingar til meö aö fá 10 ny-
krónur úr þessum sjóöi Hallveig-
ar. Verðlaunaupphæðin nægir
varla fyrir póstkostnaöi viö að
senda tikallinn og varla iyrir
strætó niöur i bæ og heim aftur
fyrir verðlaunahafa sem þyrltu
að nálgast úthlutunina úr sjóön-
um.
Fatnaður handa skóla-
börnum
Áriö 1921 var stofnaöur minn-
ingarsjóöur Ingibjargar Hansen
og var stofnlé 3000 gkrónur gefn-
ar af Morten Hansen skólastjóra,
til minningar um móöur hans,
Ingibjörgu Jóhannesdóttur Han-
sen. Af vöxtum þeirrar upphæðar
komu 50 gkrónur til útborgunar,
eða helmingur vaxtaupphæöar-
innar, ef vextirnir eru umíram 50
krónur. Þessari upphæö skal
verja til að „styrkja fátæk börn,
sem ganga I barnaskóla Reykja-
vikurbæjar, einkum til aö fá sér
nauðsynlegan fatnaö og þá einnig
skófatnaö.” Stjórn þessa sjóðs
skulu skipa borgarstjóri og for-
stöðumenn barnaskólanna.
Verömætaaukning minningar-
sjóðs Ingibjargar Hansen var á
siðasta ári (vextir og verðbætur)
rúmlega 1.2 milljón krónur, en
heildareign sjóðsins er rúmar 3
milljónir gamlar.
2 milljónir handa stór-
kostlegu fyrirtæki
bámá nefna gjafasjóð Sighvats
Bjarnasonar frá 1890. bar er
stofnfégkr. 100 og var hugmyndin
sú, samkvæmt skipulagsskrá, að
vextir skyldu leggjast við höluö-
stól og sjóðurinn þannig óhreyfö-
ur þangað til sjóðsupphæö næöi 2
milljónum eöa 5 milljónum, eltir
mati bæjarstjórnar. „En þegar
sjóðurinn hefur náö þeirri upp-
hæö, skal þaö á valdi þáverandi
bæjárstjórnar aö ákveöa, meö
samþykki æðsta valdsmanns
landsins — hafi hann þá nokkur
afskipti af bæjarmálefnum —
hvort fénu skuli öllu variö til ein-
hvers stórkostlegs fyrirtækis i
þarfir Reykjavikurkaupstaöar
eða hvortaöeins skuli verja vöxt-
unum .... til aö styrkja eitthvert
það framfarafyrirtæki, er bænum
eða bæjarbúum mætti aö gagni
koma.” Tilefni Sighvats Bjarna-
sonar meö þessum sjóöi, var „aö
endurgjalda bænum á einhvern
máta það lé”, sem laöir hans
„neyddist til sökum langvarandi
heilsuleysis að fá úr fátækrasjóöi
2 eða 3 siðustu árin sem hann
lifði”.
Árið 1929 stofnaöi Sighvatur
Bjarnason siðan annan sjóð undir
sama nafni og var stofnfé þá 1
þúsund krónur. Sömu reglur áttu
aö gilda um þennan sjóö og hinn
fyrri, sem Sighvatur stoínaöi árið
1890 eins og fyrr greindi.
1 dag er langur vegur frá þvi, aö
eignir þessara sjóöa, nái tilskild-
um tveimur milljónum gamalla
króna, en það er sú upphæð sem
tilskilinn er samkvæmt skipu-
lagsskrá, til aö unnt sé aö veita fé
úr sjóðunum. Sjóðir Sighvats
Bjarnasonar stóöu um siðustu
áramót i 29 þúsund gkróna og 52
þúsund gkróna, þannig að lyrir-
sjáanlegt er aö ekki verður um
streymi úr þessum sjóöurn að
ræöa á næstum árum. Auk þess er
ljóst, að tvær milljónir gamlar
krónur duga skammt til að
styrkja „stórkostlegt fyrirtæki”
eða „eitthvað þaö framfarafyrir-
tæki, er bænum eða bæjarbúum
mætti aö gagni koma".
Og þannig má halda áfram aö
rekja gjafa- og minningarsjóði
borgarinnar. beir eru nánast allir
félausir og geta þvi ekki sinnt sin-
um upprunalega tilgangi og koma
liklegast aldrei til meö að geta
það miðað við óbreyttar aðstæð-
ur. Má fullyrða að eini sjóðurinn,
af þessu tagi, sem getur sinnt
hlutverki sinu, sé Visindasjóöur
Borgarsjúkrahúss Reykjavikur,
en þar liggja rúmar 103 gmilljónir
á reikningi.
Að öllu samanlögöu er þvi
meira en ljóst, aö nær allir gjafa-
og minningarsjóðir á hendi borg-
arinnar, eru i dag litið annaö en
orðin tóm. En skipulagsskrár
þessara sjóöa, gera almennt ekki
ráð fyrir þeim möguleika, aö unnt
sé að leggja sjóöina niöur. beir
munu þvi standast timans tönn,
þótt innistæöur sjóöanna geri þaö
ekki. Vafalaust hafa margir þess-
ara sjóða verið sæmilega stönd-
ugir á sinum tima, en ör þróun
peningamála og veröbólguhraö-
inn hefur gert þaö aö verkum, aö
sjóöirnir eru félausir.
„Sjóðirnir ekki fyrir
neinn”
Gunnlaugur Pétursson borgar-
ritari sagði i samtali aö ljóst væri,
að þessir gjafa- og minningar-
sjóðir væru i dag litiö annaö en
nöfnin. „bað hefur ekki verið
peningastreymi úr langflestum
þessara sjóða um árabil,” sagði
hann. „bað eina sem gerist á ári
hverju, er það, aö reiknaöir eru út
vextir og þeim bætt viö höfuöstól-
inn”.
Borgarritari sagöi, aö i sumum
tilfellum hefði tekist aö ávaxta
fjármagn þessara sjóöa á hag-
kvæmari hátt, en veriö heíöi, með
kaupum á spariskirteinum eöa
með þvi að setja þá á verðtryggða
reikninga. Hjá einstaka sjóöum
yröu sjóðirnir hins vegar aö vera
á venjulegum sparisjóösreikning-
um vegna ákvæða i skipulags-
skrám
básagðiGunnlaugur Pétursson
ennfremur, að I fæstum tilfellum
væri unnt að leggja sjóðina niður,
eða sameina þá öðrum. „En
; þessir sjóðir eru út af fyrir sig,
ekki fyrir neinum", sagöi borgar-
ritari, „og eina vinnan við þá, er
að gera sjóðina upp i hver árs-
lok”.
En látum þetta duga um gjala-
og minningarsjóöi borgarinnar og
litum á opinbera sjóði, sem hlotiö
hafa staöfestingu á skipulags-
skrám sinum hjá dómsmálaráö-
herra. Áður en fariö verður út i þá
sálma, er rétt að geta þess, að
skipulagsskrár margra þessara
sjóða gera ráð fyrir þvi, aö ljár-
magn sjóöanna sé ávaxtaö eftir
reglum Söfnunarsjóös Islands. Sí
er samheiti yfir þessi gjafa- og
minningarsjóði alla og tilgangur-
inn með stofnun Söfnunarsjóðs is-
lands, var á sinum tima sá, aö
innan vébanda S1 væri hægl aö
ávaxta þessa sjóöi á hag-
kvæmari máta, en gerðist i
bankakerfinu á þeim tima. En
margt breytist i timans rás og
þaö sem þótti hagkvæmt i pen-
ingapólitikinni fyrir nokkrum
áratugum, er forboðiö i dag
Skipuiagsskrár margra sjóöa
gera hins vegar ráö fyrir þvi, að
ávöxtun sjóðanna fari eítir linum
Söfnunarsjóðs íslands, þannig aö
ekki er unnt að setja inneignir
sjóðanna á reikninga sem gefa af
sér einhverja vexti, sem hægt er
að tala um. Sjóöirnir eru þvi
læstir. Ekki aöeins er ómögulegt
að leggja þá niöur, heldur og er
ókleift að tryggja þeim alvöru
tekjustofna, meö hagkvæmri
ávöxtun á fjármagni sjóðanna.
1200 sjóðir hjá hinu opin-
bera
Opinberir sjóðir s.s. styrktar-
sjóðir, gjafasjóðir, minningar-
sjóðir, verðlaunasjóðir og hvaða
nafni sem þeir annars nefnast,
eru rúmlega 1200 og fer fjölgandi
með ári hverju. Til þessara sjóöa