Helgarpósturinn - 26.06.1981, Side 16

Helgarpósturinn - 26.06.1981, Side 16
Róska í Hcigarpðslsvlðiaii 99 Róska. Flestir kannast víst við nafniö. En hverjir þekkja eitthvað til hennar? Hver er þessi óttalegi róttæklingur, sem velgdi heiðviröu borgaralegu fólki undir uggum hér á árum áður með alls kyns uppátækjum — sem myndlistarmaður með sprengjusýningum, sem stjórnleysingi með mótmælaaðgerðum og nú upp á síökastið sem kvikmyndaleikstjóri hópverkefnisins Sóleyjar, sem einmitt er i klippiborðinu hjá henni þessa dagana? Nú skal sest að Ragnheiöi óskarsdóttur, eins og hún heitir i raun og veru, og við skulum vita hvort hún vill segja okkur hvaö fyrir henni vaki með öllum þessum gauragangi. Við vorum haioar lyrir rangri söh — Ragnhildi óskarsdóttur kannast ekki margir við en ef nefnt er nafnið Róska þá kviknar á perunni hjá mörgum. — Þú varst með henni Birnu Þóröar i þvi að skvetta rauðri málningu á Alþingishúsið er það ekki? Róska hlær hásum hlátri og ræskir sig. ,,Ég veit ekki hvað þú átt við, þetta er einhver gróusaga. Við Birna Þórðardóttir vorum á okk- ar venjulegu kvöldgöngu og stóð- um fyrir utan Dómkirkjuna og vorum aö fara með kvöldbænirn- ar. Þar svifa á okkur nokkrar löggur meö málningardós og biðja okkur um aö halda á dós- inni. Þaö næsta sem við vitum er að við erum komnar i steininn. Það varð heljar mikið mál úr þessu og viö haföar fyrir rangri sök.” I sömu svifum kemur Birna Þóröar upp stigann og þar sem ég átti bágt meö aö trúa þessu spyr ég Birnu. Birna svarar snöggt. „Þú færð ekkert út úr okkur um þetta mál, spurðu frekar þá sem ákærðu okkur”, og svo er hún farin. — Róska, nú ert þú einn af elstu byltingarforingjum Fylkingar- innar, hvað kom til að þú og fleiri fóruö út i það að stofna Fylking- una? „Að Fylkingunni stóö breiöur hópur fólks sem var óánægt með stööuna eins og hún var. Þetta var fólk sem vildi fá sterkari vinstri hreyfingu en þá sem fyrir var. Þetta var breiö samfylking fólks i byrjun, allt frá hörðum Stalinistum upp i óánægöa alla- balla. Ég hafði kynnst svipaðri últra vinstri hreyfingu i Róm ’68 og kom með þá reynslu inn i Fylk- inguna. Nú, svo er ég lika alin upp i kommafjölskyldu af gömlu gerðinni...” 1 sömu svifum birtist stór maður i dyrunum og heldur á kaffikönnu og ristuðu brauði. ÞðrOur yaldrahokkur „Má ég kynna þig fyrir Þóröi galdrakokki, hann býr til sykur úr engu. Hann leikur i kvikmyndinni Sóley, einn af „vondu mönnunum með bliðu brosi” segir Róska um leið og hún hellir i bollann. „Hvaðsegirðu.hvertvorum við komnar?” — Aö Fylkingunni, hvað gerö- irðu þar? „Ég kynntist anarkistahóp og aðferöum þeírra þarna úti i Róm og setti á laggirnar ásamt öðru góðu fólki, svipaöan hóp hér heima. Þarna var gott lið eins og t.d. Einar Már Guðmundsson og Hildur Jónsdóttir. Við vorum meö alls konar aksjónir eins og t.d. á 17. júni. Þegar blómsveigurinn var lagður á styttu Jóns forseta og Fjallkonan hélt ræðu þá vorum viö með performanca þ.e.a.s. viö vorum með Fjallkonu klædda i drusiur og meö þreyttan skaut- búningshatt. Hún gekk um Austurvöll með islenska fánann. A eftir henni gekk strákur i kjól- fötum með pipuhatt og veiöi- stöng, fremst á veiðistönginni var plastpoki fullur af dollurum. Hann veifaði pokanum af og til framan i Sólveigu Hauks, sem lék fjallkonuna. Lögreglan stoppaði svo xaiiep neppin að okkur og við báöum um skýringu, þvi viö vorum ekki að gera nein- um neitt. Lögreglan afsakaði sig meö þvi að hún væri að vernda okkur, þvi múgurinn væri svo reiður að hann myndi ráðast á okkur hvaö úr hverju. Okkur var stungið inn og við kærð fyrir að svivirða is- lenska fánann eöa eitthvað álika. Siðan var málinu bara eytt, þvi annars hefði þaö veriö auglýsing fyrir okkur.” Trulluöum amerísha sjðnvarpssendinyu „Skemmtilegasta aðgerðin og stærsta var þegar við fórum upp á Keflavikurstöðina, skriðum undir girðinguna sem er umhverfis völlinn og komumst óáreitt inn i sjónvarpsstööina. Við vorum um 20 manns vopnuð málningarbrús- um og dollum, komumst inn i sjónvarpssal, þar sem þulur sat i beinni útsendingu og þar sem hann er að tala birtist allt i einu hendi með spray-brúsa og spreyj- ar inn i linsuna. Ameriska löggan kom á vettvang og stillti okkur upp við vegg og tók af okkur „glæpamyndir”, þú veist mynd beint framan á og i prófil. Viö höf- um náð þvi aö skrifa á veggina alls konar slagorö t.d. skrifaði ég á itölsku „Lifi Kúba”. Löggan tók skýrslu af okkur og keyrði okkur siðan i bæinn. Það merkilega við þetta var aö islenskir fjölmiðlar sögðu ekkert frá þessu, en t.d. i Frakklandi og á Italiu var gert heilmikiö úr þessu i fjölmiölum og birtar myndir af þessum atburöi.” — Þú lærðir myndlist i Prag og viöar, hvernig var skólinn i Prag? „Ég var i grafik og plakatgerö. Þetta var mjög strikt skóli. Við þurftum aö teikna stafrófiö einu sinni á dag i mismunandi útgáf- um, búa til frimerki og plaköt fyr- ir kvennadaginn. Ég var i Prag i eitt ár og fór siðan til Parisar og svo Róm. Sprengjur í SÚM — Svo hélstu sýningu i Súm þegar þú komst heim? -• , „Já, ég helt sýningu á sprengj- um”. — A sprengjum, blaöamaður- inn glennir upp augun. Róska hlær og horfir hugsandi út um gluggann. „Já, ég var með allar gerðir af heimatilbúnum sprengjum, Mólotoff kokteillinn var stór og mjúkur, troðinn upp með ull og utan á honum var uppskriftin á þvi hvernig ætti að búa hann til. Annars vakti þvottavélin míklu meiri hneykslan, þaö var eigin- lega mesta hneykslisverkið. Það var að mig minnir ’67, æ ég man aldrei þessi ártöl. Alla vega setti ég upp verk á Skólavöröuholtinu sem hét „Tilvonandi húsmóðir”. Þaö var eldgömul þvottavél sem ég eftir langa umhugsun valdi úr þvottavélum á haugnum. Þetta var ryðguö vél, sannkallað antik sem ég málaði og þar sem rullan á vélinni var, haföi ég symból af atómsprengjunni. Út af þessu verki uröu mikil blaðaskrif og fólk var alveg i rusli og sagöi að ég væri að skemma Skólavörðu- holtið.” Baunasprengjan „Ein sprengjan var gerð úr þurrkuöum baunum. Þurrkaöar baunir eru lagðar i bleyti og sett- ar i litla lofthelda dós. Dósin er hituö upp, baunirnar tútna út við hitann og sprengja af sér dósina, þetta var sannkölluð alþýöu- sprengja”. Róska hlær svo inni- lega að augun verða að skásettum strikum. var svo œgilega heppín ao vera lekin (ösl — En kvikmyndaáhuginn, hvenær fékkstu hann? „Þetta byrjaði allt meö þvi að árið ’68 fór ég með hópi fólks til Þýskalands. Þessi hópur var af listafólki og pólitikusum um leiö, og ég var byrjuö aö nota ljós- myndir í myndlistarverkum min- um. Hafði ég þvi þaö hlutverk innan hópsins að taka myndir af fjölda aksjónum. 1 Munchen var ég svo ægilega heppin aö vera tekin föst. Við höfðum keypt okkur bil á minu nafni og var ég tekin fyrir að parkera á vitlaus- um stað. Eða það hélt ég vera á- stæðuna. En svo fór lögreglan aö spyrja mig einfcennilegra spurn- inga, svo sem hvenær ég hefði litað á mér hárið og hverrar þjóð- ar Manrico væri. Manrico er eiginmaður minn. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veörið og skildi ekki helminginn af þvi sem þeir spuröu, og ekki gerði ég mér grein fyrir hver ákæran væri. Sama dag og mál mitt átti að koma fyrir rétti varð heilmikil demonstrasjón fyrir utan nýju dómshöllina i Munchen. Fólkið kraföist þess að allir sem stæðu fyrirrétti,yrðu látnir lausir. Inn i dómshöllina kom delegasjón og sagöi að ella yrði hver einasta rúöa i dömshöllinni brotin og rúð- urnar þar eru ófáar. Nú, ég slapp og komst ég að þvi að lögreglan hafði haldið mig vera félaga i RAF. Ég hafði kynnst Ulrikku Meinbof litillega árið áður og hafði ég eitthvað komið nálægt blaöinu, sem hún ritstýrði, það hét „KONKRET”. BlóODaöið i MílanO — Þú vannst með anarkistum i Róm? „Já, og fór einmitt árið ’73 aftur til Þýskalands að ná i mann, sem hafði komið sér á fölskum for- sendum inn i i.talskan anarkista- hóp. Hann var i raun þýskur fas- isti. Arið ’72 var sprengd sprengja á torginu i Milanó og fórust þar 17 manns. Þetta er eitt frægasta sprengjutilræði fasista. Það átti að koma þessu yfir á anarkista og skella skuldinni á þá, en lögregl- unni á Italiu fórst þetta fremur illa úr hendi. Þeir handtóku einn anarkista, neyddu hann til þess aö játa, þeir pyntuöu hann og dó bann i höndunum á þeim. Þeir taka það þá til bragös að henda honum út um gluggann og ætla að láta það lita út sem hann hafi framið sjálfsmorð. Það tókst ekki betur til en svo að fyrir utan stóö blaðamaður og sá þegar maður- inn „datt” út um gluggann. Læknisskoðunin sýndi einnig fram á að hann hafði dáið miklu fyrr. Það urðu læti út af þessu og var þvi stofnúð rannsóknarnefnd um málið. Þessiþýski fasisti vissi allt um hver staöiö hefði aö morðunum á torginu og fór ég þvi til Þýskalands, fann manninn i MCÍnchen og tókst að koma hon- um til Italiu, þar sem hann játaði allt fyrir rétti...” verKamennirnír lúru í verhlall — En hvernig fékkstu vinnu hjá italska sjónvarpinu? „Við fórum til litils bæjar i mið Italiu, þar sem allt verkafólkið haföi farið i verkfall og dókum- enteruðum atburöina þar. Upp- hafiö að þessu verkfalli var þaö, aö verkamennirnir höfðu sitt eigið kvikmyndahús, þar sem þeir sýndu róttækar myndir. Kvikmyndahúsið var tekiö af þeim og þvi lokaö. Þessu vildi verkalýðurinn ekki una og fór i verkfall, sem breiddist út um allt þorpið. Við hertókum bióið og var komiö á fót hópum, þar sem unnu aðmálefnum verkafólks, svo sem upplýsingahópur, kvikmynda- hópur, verkalýðsmálahópur o.sv.frv. Þetta varö eins konar kúltúrverkfall, þar sem fólkiö krafðist betri lifsskilyröa á öllum sviðum mannlifsins, já, hreint og beint kraföist breytingar á þjóö- félaginu, sem myndi þjóna betur hagsmunum þeirra. 1 öllum þess- um látum kom kvikmyndafólk hvaðan æva aö og við Manrico leiddumst út i þetta meö mönnum eins og Godard og Taviani-bræör- unum. Godard geröi mynd, sem heitir „Barátta verkafólks”, sem gerð var i þessu þorpi. Byltingar- foringinn franski „Rauöi Danni” var þarna lika og tók þátt i að- vera tekln lösr gerðunum. Godard var Marx-leninisti og kom fljótlega upp sundrung innan hópsins. Viö vorum ekki sam- mála þvi hvernig hann vann úr þeim efniviö sem þarna var og tvistraðist þá hópurinn. Varð þaö úr að við geröum aðra kvikmynd sem heitir „Electra”. — Valdis ljósmyndar Rósku i griö og erg og skipar henni að hætta að horfa á blaðamanninn og lita upp. Róska segir: „Ég ætti svo sem að kunna að sitja fyrir, ég vann einmitt fyrir mér um tima i Róm sem fyrirsæta á meðan ég var aö læra”. Róska hlær og Valdis smellir af. iteimildðrmyndir um ísland „Eftir þetta settumst viö að i Róm og Manrico fékk stöðu hjá italska sjónvarpinu út á myndina og einnig gerðum við nokkrar myndir um þetta héraö i Italiu. Viö dókumenteruðum héraðið, tókum m.a. fyrir iönað og skóla- mál. Upp úr þessum þáttum var ákveðið að viö myndum gera eitt- hvað svipað um ísland. Við kom- um hingaö og gerðum 7 heim- ildarmyndir um Island. Hver mynd fjallaöi um ákveðið svið þjóölifsins. Við geröum mynd um náttúruauölindir Islands og stór- iðjuna, hvernig Alusuiss hefði hreiörað um sig, og þegar aö átti að setja einhvern fegursta stað Islands undir vatn þ.e.a.s. Laxár- dalinn. Við tókum fyrir sögu og samfélagið. Allt frá stofnun lýð- veldisins og herstööina á Miönes- heiðinni og öll lætin á Austurvelli þegar Nato-samningurinn var undirritaður. Ennfremur menntamál. ttalir eru frekar aftarlega á merinni hvaö varðar barnaskólakennslu og gátum viö þvi sýnt nýjustu kennsluaðferöir hérna og kynnt itölskum almenn- ing hvað og hvernig við kenndum islenskum börnum. Þetta urðu mjög vinsælir þættir á ttaliu og þar hafa lika verið sýndar myndir eftir Vilhjálm og Ósvald Knudsen um eldgos og jarðskjálfta á tslandi. ttalia og tsland eru um margt lik lönd i þeim efnum”. HviKmyndin er slerhur míOíii — En lærðir þú ekki kvik- myndagerð? „Ég var allan þennan tima á leiðinni i kvikmyndaskóla en ég var bara alltaf svo upptekin viö að gera kvikmyndir að ég mátti ekki vera að þvi, en ég dreif mig svo árið ’75”. — En kunnirðu ekki allt, lærð- iröu nokkuð nýtt i skólanum? „Praxisinn kunni ég, en ekki teoriuna. I skólanum lærði ég hana og hvernig mætti nota kvik- mynd sem vopn i pólitiskri baráttu. Kvikmyndaskólinn, sem heitir „Centro sperimentale” er staðsettur við kvikmyndaborgina i Róm, þar sem öll kvikmynda- stúdióin og kvikmyndafram- leiðslan er. Námið fólst einnig i þvi að fara inn i stúdióiö og fylgj- ast með frá upphafi hvernig kvik- mynd er gerð. Ég fylgdist meö Fellini vinna að gerö einnar kvik- myndar sinnar. Sem leikstjóri þarft þú að vita bókstaflega allan prósessinn i kvikmyndinni. Þaö er mjög gaman að vinna við ljós- myndir en kvikmyndin er samt miklu sterkari miðill. Hún getur tjáð allt. Það sem mér finnst frá- bærast viö kvikmynd er að formiö býður upp á svo mikla hópvinnu og min reynsla er sú aö maður lærir mest af öðru fólki, af þvi að umgangast fólk og vinna meö þvi. Þaö er einhver besti skóli sem ég veit. Manni hættir nefnilega til að staðna ef maöur er alltaf einn að pukrast i einhverju, sem enginn annar er með i aö vinna.” — Hvað með performanca? „Performancar eru orönir geldir. Þeir hafa skotið yfir markiö. Þeir eiga fyrst og fremst að veröa til þess að aktivisera fólk, fá þaö til þess að vera með. En núna eru þeir jafn steinrunnir og leikhús. Leikhús er eins og málverk, eitthvaö sem ekki höfð- ar til fólks, hvetur þaö ekki til neinna- aðgerða. Þaö getur ekki hver sem er sett á laggirnar leik- hús eða t.d. óperur, til þess þarf peninga.” Hapilalislðr Dræððsl Ijöldðnn — En hvað með kvikmyndir t.d. Sóley, þarf ekki peninga þar? „Það hefur verið reynt aö telja fólki trú um aö ekki sé hægt að gera kvikmynd nema að eiga kapital. Þetta er „mýta” sem hin ráöandi stétt viðheldur, þvi hún vill auðvitað ekki að önnur hug- myndafræði en hennar komi fram i kvikmyndum. En þetta er blekk- ing sem kapitalistarnir halda dauðahaldi i. Sjáðu til, aö kvik- myndinni Sóley stendur stór hóp- ur fólks, sem hefur áhuga á að búa til öðruvisi kvikmynd. Það vill koma ákveðnum hugmyndum á framfæri sem hinni ráðandi stétterekki að skapi. Þessi hópur leggur ekki fram peninga heldur krafta sina. Þaö eina sem kapitalistar eru hræddir við er fjöldinn þvi i krafti þess að vera nógu margir og keppa að einu markmiöi er hægt aö beygja auö- valdiö. Þvi verður þetta mikill pólitiskur sigur fyrir okkur ef vel tekst til með myndina og mun áreiöanlega verða til þess aö þetta fólk setji önnur prójekt i gang.” — Hvaö áttu við meö pólitiskur sigur? „Sóley er ekki einhver formúla sem þú veist fyrirfram aö komi til með aö falla bankastjórum i geö og við höfum enga stofnun að baki okkur. Þvi yrði þaö mikill póli- tiskur sigur ef við getum sýnt fram á að mýtan um aö aðeins auðvaldiö geti gert kvikmynd, sé alröng. Við höfum fengiö skit á priki úr kvikmyndasjóöi á meðan Hrafn Gunnlaugsson fékk i eitt skipti út-. hlutað tvisvar sinnum meira en viö út á mynd sem hann er hættur viö að gera og varla er til handrit aö. Hvernig ætlar kvikmynda- sjóður að fóðra það að Hrafn fái svona mikið fé á meðan mynd eins og Sóley fær nánast ekkert en er rúmlega hálfkláruð?” Herðinisiar lila lyrir sprauiuna — Hvað um mýtuna Rósku? „Ég veit að þaö ganga alls konar sögur um mig og verst þykir mér ef fólk ætlast til þess að ég lifi upp i þessar sögur. — Nú er t.d. sagt aö þú sért mikiö i dópinu? Róska verður pirruö á svipinn og segir: „Fólk gerir sér ekki grein fyrir þvi aö það aö vera herónisti þýðir að þú getur ekkert annaö, ekki unnið heldur lifir þú bara fyrir sprautuna. Fólk heldur aö þaö sé einhver flottræfilsháttur að vera i dópi. Ég hef svo sem prufað alls konar efni, og ég hef lika horft upp á bestu vini mina fara illa út úr þvi og ég myndi aldrei geta gert sjálfri mér það, hvaö þá aö ætla öðrum svo Ult. Sprautan er einhver stærsti og illkynjaöasti sjúkdómur hins vestræna heims, og það versta við hann er aö það er hin ráðandi stétt i samfélaginu sem dælir þessu i fólk. Beint eöa óbeint.” Langl sumarlrí — Hvenær verður Sóley sýnd? „Viö vonumst til þess að þaö veröi i byrjun september og ætl- um við ennfremur aö sýna hana erlendis. Italska sjónvarpsstöðin kemur liklega til með aö kaupa hana og við vonumst til þess að fleiri lönd fylgi á eftir.” — Hvað svo Róska? Róska teygir úr sér: „Langt sumarfri.” viOlal: ElísaDel Guöb|ðrnsdOlllr myndir: valdfs Oskarsdðllir

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.