Helgarpósturinn - 26.06.1981, Síða 19
he/garpásturinn Föstudagur 26. júní 1981 19
NNAR LEIÐARVÍSIR HELGARINNAR LEIÐARVÍSIR
^^ýningarsalir
Galleri Langbrók:
Guðbergur Auðunsson sýnir verk
sin. Opið daglega kl. 12 -18, Laug-
ardaga og sunnudaga kl. 14 - 18.
Sýningunni lýkur 29. júni.
Torfan:
Sýning á leikmyndum Messiönu
Tómasdóttur.
„...Messiana er greinilega fjöl-
hæfur leiktjaldamálari sem veld-
ur ólikum og margþættum verk-
efnum og leysir þau á fágaðan og
hugmyndarikan hátt.” _ HBR.
Listasafn Einars Jónsson-
ar:
Opið alla daga nema mánudaga.
Nýja galleríiö/
Laugavegi 12:
Alltaf eitthvað nýtt að sjá.
Ásgrímssafn:
Safnið er opið sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 13.30—16.
Höggmyndasafn
Ásmundar Sveinssonar:
Opið á þriðjudögum, fimmtudög-
um og laugardögum frá klukkan
14 til 16.
Bogasalur:
Silfursýning Sigurðar Þorsteins-
sonar verður i allt sumar.
Sigurður þessi var uppi á 18
öldinni.
Rauða húsið Akureyri:
A laugardaginn opnar Sigrún
Eldjárn sýningu á teikningum og
graffk, en Sigrún stundaði nám
við Myndlista- og handiðaskóla
íslands á árunum 74—77, auk þess
sem hún lærði i Póllandi um hrið.
Sýningin stendur til sunnudagsins
5. júli og er opin frá kl. 15—21 alla
daga.
Kjarvalsstaðir:
Sumarsýning i Kjarvalssal. Sýnd
eru verk eftir meistara Kjarval,
úr eigu Reykjavikurborgar. í
vestursal og á göngum eru verk
eftir 13 islenska listamenn sem
ber yfirskriftina: Leirlist, gler,
textill, silfur, gull. — sjá kynn-
ingu „...verðugt og timabært inn-
legg i baráttunni gegn meðvit-
undarleysi okkar i listrænum
efnum. Vonandi ýtir hún undir
skilning á listhönnun og nauðsyn
þess, að hlúð sé sem mest og best
að öllum sviðum hennar”.
— HBR.
Kirkjumunir:
Sigrún Jónsdóttir er með batik-
listaverk.
Listasafn islands?
Litil sýning á verkum Jóns Stef-
ánssonar og einnig eru sýnd verk
i eigu safnsins. 1 anddyri er sýn-
ing á grafikgjöf frá dönskum
málurum. Safnið er opið daglega
frá kl. 13.30—16.00
Árbæjarsafn:
Frá 1. júni til 31. ágúst er safnið
opið alla daga nema sunnudaga
frá kl. 13.30—18.00. Strætisvagn
nr. 10 frá Hlemmi fer að safninu.
Norræna húsið:
4. júli verður opnuð sýning á
verkum Þorvaldar Skúlasonar,
sem stendur yfir i allt sumar. 1
anddyri er sumarsýning á is-
lenskum steinum á vegum
N áttúruf ræðistof nunar.
Djúpið:
Sýning á myndverkum Björns
Jónssonar og Gests F. Guð-
mundssonar er opin til 1.
júli. — Sjá umsögn i Listapósti.
Epal/ Síðumúla 20.
Sýning á grafik- og vatnslita-
myndum og textilverkum eftir
danska listamanninn og arkitekt-
inn Ole Kortzau. Sýningin stendur
yfir til 16. júli og er opin á venju-
legum verslunartima.
„Don’t look now”: Julie Cristie, Hilary Mason og Clelia Matania.
ÞRJAR RUSINUR I
PYLSUENDANUM
Nú fer að liða að þvi að sjón-
varpið fari í sumarfri og eru
þrjár rúsinur i pylsuendanum
rétt i iokin. i kvöld verður sýnd
stórmyndin „Belle de Jour” eft-
ir hinn heimskunna spænska
kvikmyndagerðarmann og leik-
stjóra Louis Bunuel.
Bunuel hæðist óspart að öllu
sem mannlegu lifi viðkemur t.d.
allri trúarhræsni og kynferðis-
fordómum.
Hann hefur gert fjöldann all-
an af kvikmyndum og er mynd-
in sem við fáum að sjá i kvöld
ein af þeim bestu sem hann hef-
ur látið frá sér fara.
Myndin fjallar um unga gifta
konu (leikna af Catherine De-
neuve) sem þrátt fyrir öll ytri
efnaleg gæði hundleiðist lifið.
Hún tekur það þá til bragðs að
fara að vinna i vændishúsi i
hlutastarfi, nánar tiltekið á
fimmtudögum frá kl. 2 til 5.
Unga konan lifir sig inn i starfið
og kemst i ótal vandræði þegar
hún fer að blanda sér i ýmis
vandamál sem viöskiptavinirn-
ir eiga við aö striða.
Að þessu gerir Bunuel góðlát-
legt grin en fær þó áhorfandann
til þess að hugsa málið. Með að-
alhlutverk fara Catherine Den-
euve, Jean Sorel, Genive Page
og Michael Piccoli.
A siðasta útsendingarkvöldi
sjónvarps, þriðjudagskvöld
verður sýndur alislenskur þátt-
ur með blönduðu efni sem ber
heitið „Lengir hláturinn lifið?” i
umsjá Ólafs Ragnarssonar. 1
þessum þætti veröur leitast við
að svara þessari spurningu og
verða til þess fengnir lærðir
menn og leikir. Inn á milli
verða stutt atriði i grini og al-
vöru t.d. söngur og ferðalag um
bæinn þar sem falin myndavél
er með i ferðinni. Eftir þennan
vonandi hressilega þátt kemur
svo stórmyndin „Don’t look
now” eftir leikstjórann Nicolas
Roeg, sem fékk fjórar stjörnur i
timaritinu Sight and Sound 1973.
Með aðalhlutverk fara stór-
stirnin Julie Christie, Donald
Sutherland, Hillary Mason og
Cleiia Matania.
Ung hjón hafa misst dóttur
sina i hörmulegu slysi. Þau setj-
ast að i Feneyjum og kynnast
þar miðli sem kemur þeim i
samband við dóttur þeirra.
Þetta er magnþrunginn þriller i
hæsta gæðaflokki, þeir sem eiga
litasjónvarp, takið eftir rauða-
litnum sem fer eins og rauður
þráður i gegnum alla mynd-
ina....
L
eikhús
Tónlist
Þjóöleikhúsiö:
29. og 30. júni verða haldnir tón-
leikar sem hafa fengið yfirskrift-
ina Vinir og vandamenn. Hefjast
þeir kl. 20 bæði kvöldin og eru þeir
til styrktar M.S. (Multiple
Sclerosis) félagi Islands. A
hljómleikunum veröa ýmsar tón-
listarstefnur s.s. rokk jilassik, ný-
bylgja, bossa nova svo eitthvað sé
nefnt. Forsala aðgöngumiða
veröur i hljómplötuverslun
Karnabæjar og einnig verða mið-
ar seldir i þjóðleikhúsinu bæði
kvöldin. Miðaverði er stillt i hóf
og kostar 100 kr. pr. stk.
A/iöburðir
Laugardalshöllin:
Bandalag islenskra listamanna
BIL verður með risauppákomu á
laugardaginn kl. 21—3. Ahersla
verður lögð á góða stemmningu
og troða listamenn upp með tón-
list, leikatriðum og uppboðum á
listmunum. Einnig verða veit-
ingar, pizzur og vin og undir lokin
verður stiginn dans. —Mætum.
Norræna húsið:
Fimmtudaginn 2. júli verður
Helga Jóhannsdóttir með kynn-
ingu á islenskum þjóðlögum á
sænsku og verður hún með tón-
dæmi til skýringar, einnig verður
sýnd kvikmyndin Hornstrandir.
Hra f nagilsskóli/ Eyja-
firði:
Orlofsheimili reykviskra hús-
mæðra verður þetta sumar i
Hrafnagilsskóla. Þær sem áhuga
hafa geta haft samband við or-
lofsnefndina, Traðarkotssundi 6,
kl. 15-18 virka daga.
Þjóðleikhúsiö:
Föstudagur: Gustur eftir
Rozovski og Tolstoj. „A þessari
sýningu Þjóðleikhússins á Gusti
kemur enn einu sinni fram hversu
góður leikstjóri Þórhildur Þor-
leifsdóttir er. Sýningin hefur létt-
an og myndrænan heildarsvip en
samt er hinn alvarlegi undirtónn
aldrei langt undan.”
— G.Ast.
Laugardagur: Sölumaður deyr
eftir Miller. „í fyrsta skipti á
þessum raunavetri Þjóðleikhúss-
ins þóttist ég skynja að leikhópur-
inn gengi að verki sinu samstillt-
ur og fullur áhuga... Hér sjást
engin dæmi um þann dauða
rútinuleik sem hefur gert svo
margar sýningar leikhússins
óþolandi leiðinlegar.”
— JVJ.
Sunnudagur: Gustur.
Þjóðleikhúsið er nú i leikför með
leikritið i öruggri borg. Verður
það sýnt á Hellisandi á föstudag-
inn og i Stykkishólmi á laugar-
daginn.
Leikfélag Reykjavíkur:
Nú hefur leikfélagið hætt sýning-
um i Iðnó en er nú á ferðalagi um
landsbyggðina, nánar tiltekið á
Norðurlandi með leikritið
Rommi. Norðlendingar! Fylgist
nánar með auglýsingum frá leik-
félaginu og missið ekki af
skemmtuninni.. Góða skemmtun.
Ferðafélag íslands:
t kvöld verður farið i þrjár ferðir
kl. 20.00, i Þórsmörk. á söguslóðir
Laxdælu og undir jökul að Haga-
vatni og Jarlhettum. A sunnudag-
inn kl. 10 veröur farin leiðin Ketil-
stigur — DjUpavatn — Sogiö —
Keilir. Og kl. 13 leiðin DjUpavatn
— Grænavatnseggjar — Höskuld-
arvellir.
Utivist:
Helgarferð verður i kvöld kl. 20.00
um Þórsmörk og Eyjafjallajökul.
Gist verður i nýju húsi I Básum og
leiðsögumaður verður Jón I.
Bjarnason. A sunnudag verður
einsdagsferð i Þórsmörk kl. 8.00
og kl. 13 verður gengið um Hafna-
berg eða Eldvörp. 1. júli, verður
siðan kvöldganga um Heiömörk.
Vanir fararstjórar i öllum
ferðum.
B...
ioin
-Á- 'if ★ ★ frámúfskarandl'
★ ★ ★ ágæt
★ ★ ' 8Ó6
þolanleg _____
afleit
Nýja bíó:
Inferno. Aðalhlutverk: lrene
Miracle, Leigh McCloskey og
Alida Valli. Tónlist: Keith Emer-
son.
Ef fólk fær kikk utúr þvi að sjá
ógeðslegar hryllingsmyndir, þá
er hún hér. Verði ykkur að
góðu! — Sjá að öðru leyti umsögn
i Listapósti.
Stjörnubió:
Bjarnarey. (Bear Island) Banda-
risk. eftir samnefndri bók Alistar
McLeans. Leikstjóri: Don Sharp.
Aðalhlutverk: Donald Suther-
land. Vanessa Redgrave, Richard
Widmark og Christopher Lee.
Þessi mynd er i hörkuspennandi
og viðburðarrikastilnum.
Tónabíó:
Tryllti Max (Mad Max)
— sjá umsögn i Listapósti.
0
•■ZZW’
__ geymsluþolinn
þeýtirjómi
-eínn ómíssandi í sumarhúsíð.
nms"
Míólkursamsalan