Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 3
3 holrjFirpn^fi irinn Föstudagur 3. íúií i98i. gömlum milljónum. Ef Asgeir stendur sig vel, ef hann kemst i liðið (sem sumir segja að velti á því hvort Breitner liki við hann eða ekki, þvi hann ráði btíkstaf- lega öllu hjá Bayern) og ef liðinu gengur vel (ef það vinnur meistaratitla) þá má hann eiga von á svona tvö hundruð gömlum milljónum i árstekjur. Sem gerir hann auðveldlega að einum tekju- hæsta tslendingnum, ef ekki þeim allra hæsta. Þessar tölur eru ekki frá As- geiri komnar, né Albert Guð- mundssyni, enda hafaþeir marg- oft neitað að gefa upp slikar tölur. Albert hefur reyndar neitað að vita nokkuð um þessa hluti. Hann kom Asgeiri á sinum tima fyrir i Belgíu og aðstoðaði hann við samningsgerðina. Hvort hann þáði miklar upphæðir fyrir veit hann einn (og þá Standard, sem borgar) en ef farið hefur verið eftir venjunni, þá hefur hann fengið eitthvað. Og venjan er einnig sií, að þessir „hjálpar- kokkar” atvinnumannanna, — þeir menn sem koma þeim á framfæri, —þeirsemja einnig um ákveðnar prósentur af söluverði, ef leikmaðurinn verður seldur frá félaginu. Þannig að það væri akkúrat ekkert óvenjulegt þtí Al- bert fengi einhverjar prósentur af kaupverði Asgeirs. Hvort sU er raunin er annað mál. Einnig hefur verið talað um að Albert hafi komið peningum As- geirsífasteigniriReykjavik. Það eru sögusagnir sem m jög erfitt er að fá staðfestar, þegar enginn sem til þekkir vill upp lysa. Heimildir sem Helgar- ptísturinn hefur aflað sér gefa til kynna að hann eigi fbUð i fjöl- býlishUsi á Kaplaskjólsveginum og aðra ibUð hér i Reykjavik, auk einbýlishUss i smiðum i Vest- mannaeyjum. Heyrst hefur að hann eigi nokkra stigaganga i Breiðholtinu, en hvort það er rétt er hæpið. Þessar fregnir Abendzeitung sem mikið fjaðrafok hafa vakið eru komnar frá manni að nafni Wirth i Bochum i Þýskalandi. Sá hafðisamningsuppkastið við Köln undirhöndum, og segistvera um- boðsmaður Asgeirs. Við það vill Asgeir hins vegar ekki kannast. Leyndin yfir öllu þessu er þvi Magnús Bergs: Hefur það gott mikil, enda verða menn aö borga háa skatta af háum tekjum. Það er þviskiljanlegt að hátekjumenn tali siður um laun sin opinber- lega. Pétur Pétursson kemur liklega næstur Asgeiri i tekjum, en nálgast hann þtí hvergi. Hann keypti lítið, en snoturt raðhiis um leið og hann kom til Rotterdam, fyllti það af húsgögnum og ekki leið á löngu þar til BMW var kom- inn i hlaðið. Honum gekk mjög vel framan af^koraði og var vinsæll. En svo meiddist hann, og þá kemur annað hljtíð i strokkinn hjá félagieins og Feyenoord. Eins og Hermann Gunnarsson segir: ,,A meðan þér gengur vel eru allir voða gtíðir við þig, en þegar þU ert meiddur þá hafa þeir engan áhuga. Það er ekkert verið að hringja og spyrja hvernig maður hafi það.” Hvort sem hlutirnir gengu svona fyrir sig eöa ekki, þá var vist að Pétri og félaginu sinnaðist heiftarlega. Honum var ekki hleypt inn i lið, nema endrum og eins, og i þau skipti stóð hann sig ekkert sérstaklega. Hann ftír þvi úr félaginu i fússi, og við slikar aðstæður er hann ekki i aðstööu til að setja upp miklar kröfur. Ef- laust hefur Feyenoord fengið fyrir hann ágæta upphæð, en þrátt fyrir að hann skori mikið þá lenti hann i 102. sæti á lista yfir bestu menn i hollensku deildinni samkvæmt einkunnagjöfum hollensku blaðanna, þannig að hann hefur vart verið talinn einn af þeim allra stærstu i landinu. Og félagaskiptin hafa mjög lik- lega ekki tryggt honum betri tekjur en hann hafði hjá Feye- noord. En hann þarf svosum ekki að kvarta. Atli Eðvaldsson gerði sennilega hvað besta samninginn af þessum „fyrstu” samningum sem is- lenskir knattspymumenn hafa gert. Það er annars skemmtilegt umhugsunarefni, að þar sem Valurfékk nokkrar milljtínir fyrir Atla, þá þýðir varla neitt fyrir hann að ætla aö koma heim til Vals aftur á sama hátt og Asgeir ætlaði til IBV. Þeir hljóta að verða aö kaupa hann aftur. Hvað um það. Atli leigir skemmtilega ibúð með sundlaug og saunu i húsaröð um 50 km frá Dortmund, sem hann mubleraði upp um leið og hann kom Ut. Þá er hann að sjálf- sögðu kominn á BMWaffinn sinn. Hann hefur þvi fengið allnokkrar gamlar milljónir við undirskrift. Þá er engum blöðum um það að fletta aö leikmaður með fremur góðu liði i Bundesligunni fær góð- ar tdcjur, sérstaklega ef hann er i liðinu, þvi þá koma bónusarnir. Annars er nánast útilokað að segja til um upphæðir, eins og fram hefur komið. Þeir atvinnu- menn sem komnir eru heim, t.d. Marteinn og Guðgeir og Hermann siánuleiðis segja allir að tekjurn- Pétur: Raðhús i Rotterdam og góð laun hjá Anderlecht. ar séu ekki sambærilegar við það sem þessir strákar myndu hafa hér heima— þær eru að minnsta kosti 2—3. faldar. Marteinn sagð- ist til dæmis hafa á þessum tveimur árum sem hann var hjá Rpyale Union hafa haft það mjög gott — lifað góðu lffi, þau hjónin hafi mublerað upp ibúð sina, los- að sig við skuldir hér heima, og tekið með sér góðan bil þegar þau komu heim. Svipaða sögu hefur Guðgeir að segja, en hann malar nú gull, skyldi maður ætla, á þvi að hafa Superia reiðhjólaumboðið — sem hann náði sér í gegnum knattspyrnuna i Belgiu. Nú, Magnús Bergs, hefur það ágætt svosem, hann býr inni Dortmund viö góðan kost. Karl Þtírðarson hefur verið i litilli ibúð i Luviere hjá minniháttar annarr ardeildarliði, sem þar að auki rambar á barmi gjaldþrots. Ætli hann sé ekki á svipuðum launum og Marteinn var, en hækkar áreiðanlega hjá Laval i Frakk- landi. Amór Guðjohnsen hefur fengið að kynnast verri hliðunum á at- vinnumennskunni að undanförnu. Hann hefur ekki komist i liðið hjá félagi sinu og fátt gengið i haginn eftirað skipt var um þjálfara fyr- ir siðasta keppnistimabil. Sá er nú farinn aftur og þvi von um betri tfö og bltím i haga. Samningar þeir sem Arnór hef- ur gert við Lokeren þykja ekki hæfa jafn efnilegum knattspyrnu- manni og hann er. 1 upphafi var lögð mikil áhersla á að öll hans f jölskylda væri með honum úti, og ýmislegt i' tengslum viö það. Amór var svo ungur þegar hann fór út aö hann telst innfæddur með liöi sinu, sem er geysimikil- vægt fyrir lið sem aðeins má hafa tvo útlendinga. Samkvæmt þeim heimildum sem Helgarpósturinn hefur aflað sér þá er samningur Amórs hvað sístur af þeim samn- ingum sem islensku atvinnu- mennimir hafa gert, aö minnsta kosti ef miðað er við getu. Lokeren á ansi mikið i honum. Amór býr ásamt konu og barni i miðbæ Lokeren i litilli ibúð á þriðju eða fjórðu hæð í fjölbýlis- húsi.en hann varkominn á hvitan glæsilegan Mustang skömmu eft- ir að hann kom út — svo hann kvartar eflaust ekki heldur. Teitur hafði það ágætt i Sviþjóð, en augljóst var á þvi hve mjög hann reyndi að komast frá félagi sinu, að hann gerði sér vonir um betra. Það að ihuga vel tilboð frá Bristol City i þriðju deild I Eng- landi segir sina sögu. En hann hækkar áreiðanlega mikið i tekj- um hjá Lens. Svipaða sögu má segja um Janus hjá Fortuna Köln, hann hefur það ágætt, en rakar ekki saman peningum. Jóhannes Eðvaldsson varð skoskur meistari á sinum tima, og lék stórt hlutverk hjá ríkasta félagi Skotlands. Hann eignaöist Janus: Hefur það þokkalegt og stúderar iþróttafræði i leiðinni. gotthús þar i landi, en tók engan auð með sér til Bandarikjanna. Skosku blöðin sögðu hann á sinum tima hækka mjög i launum við aö fara til Tulsa I Bandarikjunum, og vist er að evrópskir knatt- spyrnumenn sækjast i mjög auknum mæli eftir þvi að komast vestur. Albert Guðmundsson er á stuttum samning hjá Edmonton, en fær góðar tekjur. Nú, og strákarnir i Sviþjóð fá ibúð og stundum bil, afslátt i búðum og svo framvegis, og góð laun fyrir létta vinnu. „Hinn harði skóli atvinnu- Atli: Góður samningur mennskunnar” og „Enginn er annars bróðir i atvinnumennsk- unni” eru algengir frasar þegar rætt er um þessi mál. En stað- reyndin er sú að lif þessara manna er hálfgert letilif á mæli- kvarða hins vinnandi islendings. Hin eiginlega vinna — leikir og æfingar — taka ekki nema nokkra klukkutíma á dag, kannski svona þrjá fjóra að meðaltali. Afgang- inn hafa menn fyrir sjálfan sig. Og af i'slensku atvinnumönnunum er það aðeins Janus sem „er i öðru” — en hann stúderar Teitur: Reyndi mikið til að komast frá Öster. iþróttafræði i Köln, auk þess sem hann málar af kappi. Hinir taka lifinu með mikilli ró, — horfa á sjónvarp, spila golf, og skoða sól- ina. Knattspyrna hættir hjá þessum strákum eftir nokkur ár að vera áhugamál og atvinna — hún verð- ur bara atvinna. Það sést glögg- lega á þvi' að fyrst eftir að þeir fara út eru þeir mjög viljugir að koma heim i landsleiki, en svo verður róðurinn erfiðari. Hugsun- arhátturinn breytist, og hvaða teppaleggjari hefur áhuga á að leggja teppi i fritimanum — og þaö fyrir ekki neitt. Það er útilokað fyrir áhuga- manninn að geta sér til um hvort knattspyrnan er skemmtileg at- vinna. Það er eflaust gaman i góöu liði i' góðu veðri, en þaö er jafn óskemmtilegt að búa einn i ókunnu landi og spila með lélegu liði I ömurlegum móral i kulda og trekki. En allt er betra en is- lenska knattspyrnan, ekki satt., og þessir islensku atvinnumenn eru áreiðanlega ekki i kulda og trekki. Nýtt videotromp frá >in eiqn '^oa ÉHlft WT' ■1 P **A'rjá Nýja C5 tækið hefur: • Hraöspólun með mynd • Snertirofa • „Direct drive” • Kyrrmynd • Fjarstýringu • Bein myndavélatenging • Og slöast en ekki sist, kerfi sem komin er á reynsla og hefur heimsútbreiöslu „BETA” kerfiö í byrjun þegar Sony framleiddi fyrsta heimilisvideoseguibandið var markmiðið að koma þeim inn á hvert heimiii. Hér kemur nýjasta framlag þeirra.tæki á hagstæðu verði en þó með allar þær nýjungar sem . menn hafa al- I upphafi var jr SONY® og hér er það enn Greiðslukjöl við allra hæfi. Myndleiga á staðnum. Verð aðeins kr. 16.500 Brautarhoiti 2, sími 27133 mennt not fyrir. wJAPIS

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.