Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 12
12 Ofnréttur og Hrís- grjóna- ábætir Félagasamtökin Ananda Marga haf rekið matarklúbb um nokkurt skeið, þótti þvi Helgarpóstinum alveg tilvalið að fá eina uppskrift af jurtafæð- inu sem þeir leggja sér til munns. Guttormur Sigurðsson félagsmaður Ananda Marga leggur til uppskriftina. Segir hann að allur matartilbúningur fari meira og minna eftir hug- myndaflugi þess sem eldar og náttúrlega þvi grænmeti sem á boðstólum er. • Ofnréttur (fyrir) 4—5 manns 1/2 kg nýrnabaunir slatti af gulrótum slatti af blómkáli slatti af paprikku slatti af kartöflum slatti af öðru grænmeti eftir smekk hvers og eins. Aðferð: Nýrnabaunirnar lagðar i bleyti daginn áður en það á að nota þær. Þær eru soðnar i 45 mi'nUtur, grænmetið er allt saxað niður og blandað saman við soðnu nyrnabaunim- ar. BUin til kartöflustappa og henni hellt yfir kássuna sem nU á að vera komin á ofnfat. Kryddað með uppáhaldskryddi hvers og eins og er það að at- huga að nýrnabaunir eru bragð- sterkar og þvi i sjálfu sér óþarfi að nota mikið krydd. Gott er að bUa til sósu Ur soðinu af nýrna- baununum (nota má venjulegt hveiti i sósuna). Slatti af sós- unni hellt yfir réttinn og hann skreyttur með t.d. tómatbátum og stungið inn i ofn þar sem hann er bakaður ica. 40 min. við meðalhita Hrisgrjonaábætir Hrisgrjdn Appelsinur vanillusykur rjóm i Hrisgrjónin soðini vatni (hvit eða aflöng hýðis hrisgrjón t.d. avori). Soðnu hrisgrjónin kæld niður t.d. með þvi að setja þau i sigti undir kalda bunu. Appelsinurnar afhýddar og skornar niður i bita. 2 1/2 dl rjómi þeyttur og hon- um hrært saman við hrisgrjónin og appelsinurnar rétt áður en rétturinn er borinn fram. Gott er að sykra með vanillusykri. Þessi matur segir Guttormur að sé hollur fyrir likama og sal. —EG. Barnavagnar eru áreiðanlega þau ökutæki sein hvað fæstum slys- um valda. Þeim er lika ekið hægt og variega vegna þess að varn- ingurinn er viðkvæmur og vandmeðfarinn. Og ekki eykur það hætt- una að hafa aðstoðarökumann, eins og þennan siðhærða mann sem inyndaður var á Laugaveginum. UPPLÝSINGAR OG AÐSTOÐ Fullt hús af fjölbreytt- um og ódýr- um ferðum hjá Ferdaskrifstofu stúdenta Nú er timi ferðalaga bæði innan lands og utan. Borgarpóstur heimsótti Ferðaskrifstofu stúd- enta sem tdk til starfa i vetur og ræddi stuttiega við framkvæmda- stjórann, Sigriði Magnúsdóttur. Fyrst spurði ég hana hvort Ferðaskrifstofa Stúdenta gæti boðið fólki upp á einhverjar ódýr- ari ferðir en aðrar ferðaskrifstof- ur. Sigriður sagði að það væri nú einmitt markmiðið með rekstrin- um. Fyrst og fremst væri sér- staða Ferðaskrifstofu stUdenta fólgin i' þvi að hún getur boðið námsmönnum ódýrar stúdenta- ferðir i samvinnu við erlendar stúdentaskrifstofur eins og SATA Föstudagur 3. júií 1981. tiB/garpásfuriiin- Sigriður Magnúsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Ljósmynd Jim Smart. (Students air travel association) og SSDS (Skandinavian student travel service). Einnig sagðist hún geta bent á að þau hefðu töiu- vert ódýrari ferðir til Luxemborg heldur en gengur og gerist. Hjá þeim kostar flugfarið til Luxem- borgar kr. 2.150. Ferðir til Kaup- mannahafnar væru aðeins dýrari, eða á sama verði eins og farið væri með næturflugi. Sigriður hló þegar að ég spurði af hverju þetta væri svona ódýrt, og sagði að það væri vegna hag- stæðra samninga sem Ferða- skrifstofa stUdenta hefði gert. Að- ferðin við að ná fram slikum vild- arkjörum væri auðvitað hernaðar- leyndarmál. Sigriður sagðist vilja taka það fram að ferðir héðan til útlanda stæðu öllum til boða og væri ekki eins og margir héldu aðeins fyrir skólafólk. Hins vegar væru þær ferðir sem ferðaskrifstofan sæium að selja i og skipuleggja erlendis háðar einhverjum takmörkunum s.s. aldurstakmörkunum. Vinsælustu ferðirnar eftir að út er komið eru Interrail ferðirnar svokölluðu þ.e.a.s. lestarferðalög um Evrópu. Mun meiri eftirspurn væri eftir flugi til Kaupmanna- hafnar en Luxemborgar svo und- arlegt sem það nú væri, en það „virðist sem fólk sé enn svo rig- bundið þeirri hugmynd að Kaup- mannahöfn sé nafli Evrópu. Þvi Soffia Karlsdóttir. Ljósmynd Jim Smart. Hyggið að líkamanum — segir Soffia Karlsdóttir sem efnir til kynningardags á japönskum og kinverskum alþýðulækningum Soffia Karlsdóttir heitir hún. Hefur dvalist meira og minna i 7 ár í útlöndum — lengst af í Frakk- landi. Lærði þar japanskt nudd i tvö ár og dvaldist siðasta vetur i Boröa- pantanir Sími86220 85660 Veitingahúsió í GLÆSIBÆ London og stúderaði undirstööu- . atriðin i austrænni læknisfræði. Verður hér á landi i sumar og býður landsmönnum upp á þjón- ustu sína og þekkingu i þessum fræðum. En hvað er þessi austræna læknisfræðiþekking Soffiu fyrir nokkuð? Er hún kraftaverka- læknir, fúskari, skottulæknir, eða kannski fyrst og fremst talsmað- interRent car rental Bílaleiga Akuréyrar Akureyri Reykjavik TRVGGVABRAUT 14 S.21715 23515 SKEIFAN 9 S.31615 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan. VI6 útvegum y6ur afslátt á bilalelgubflum erlendls. ur hollari og heilbrigðari lifnað- arhátta? Vafalaust myndu öll þessi „starfsheiti” dynja á henni, ef nokkrir landsmenn tækju tal saman og vildu komast til botns i hlutverki Soffiu Karlsdóttur og hennar áhugamálum. Enhvað segir hUn sjálf? „Stað- reyndin er sU, að fólk almennt hugsar litt eða ekki um likama sinn og misbýður honum á marga vegu, m.a. með lélegu matarræði og óhollum lifnaðarháttum.” Sofffa sagðist hafa lært jap- ansktnudd í tvö ár, svokallað Shi- atsu, en sú aðferð byggðist á orkugrundvellinum, svipað og nálarstunguaðferðin. Þetta væri fingurpressunudd og fylgdi ákveðnu kerfi. „Þetta er kinversk teoria, þar sem gengið er Ut frá þvi að orkan skapi og haldi liffær- unum gangandi. Ef ójafnvægi skapast i þessari orkugjöf, þá þýðir það, að meiri orka fer i ákveðin liffæri og of litil til ann- arra. Nuddið felur það i sér, að jafna þessari orku og leysa Ur læðingi orku, sem ekki fær að streyma hindrunarlaust. Þessar orkustiflur verða af mörgum or- sökum, t.a.m. vegna streitu, þreytu og misbrUkunar á likam- anum.” Fæðan og lika msástandið Eins og áður greindi, þá stund- aði Soffiasíðannám iLondon og Galdrakarlar Diskótek j Tjöld 2ja, 3ja 4ra, 5 og 6 manna. Göngutjöld. Hústjöld. Tjald- borgar-Felli- tjaldið. Tjaldhimnar i miklu úrvali. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF Laugauegi IG^-Reubiauik 8=21901 Sóltjöld, tjald- dýnur, vind- sængur, svefn- pokar, gassuðu- tæki, útigrill, tjaldhitarar, tjaldljós, kæli- töskur, tjaldborð og stólar, sól- beddar, sólstól- ar og fleira og fleira.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.