Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 24
Föstudagur 3. JÚIH981. —he/garpósturinrL. Annað hlióö í strokklnn i kvöld verða haldnir griðar stórir hljómleikar i Laugardals- höllinni sem hafa fengið yfir- skriftina, ANNAÐ HLJÓÐ 1 STROKKINN. Stuðarinn þefaði uppi Guðna Riinar Agnarsson i Eskvimó og spurði hann hvaö stæði eiginlega til... „Það hefur lengi verið i bigerð að koma saman hljómsveitum þeimsem spila þessa nýjutónlist. Þær hljómsveitir sem fram koma i kvöld eru kúlturafsprengi pönksins og hafa verið að koma upp á yfirborðið allt frá árinu 79. Svo eru aðrar rétt að skriða UtUr bilskUrnum.Hugmyndin er að reyna að koma upp stemningu og sjá hvortfólk er móttækilegt fyrir þessari tónlist, en viða erlendis er það einmitt pessitónlistsem mest er spunnið í. Til þess að allt gangi sem hraðast fyrir sig er ætlunin að koma upp tveimur sviðum og til að skapa virkilega gdða stemningu verður i anddyri til sölu ýmis varningur sem til- heyrir þessari tiskustefnu. A hljómleikunum koma fram m.a. Fræbblarnir, Þeyr, Tauga- deildin, Baraflokkurinn frá Akur- eyri, Box Ur Keflavik, N.A.S.T. úr Kópavogi, Tobbi tikarrass, Clitoris, Englaryk, Fan Houtens Kókó, Spilafifl og Bruni B.B.Þess má geta að tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. og verð aðgöngu- miða er 70 krónur." —Hvert rennur ágóðinn? „Agóðinn rennur i áframhald- andi tónlistarstarfsemi en að þessum tónleikum standa verslunin Sterió, sem hefur stutt dyggilega við bakið á þeim hljómsveitum sem eru aðbyrjaog Eskvimó." Af þvi að Stuðarinn er kurteis að eðlisfari, þakkar hann kærlega fyrir upplýsingarnar og vill hvet ja þá sem áhuga hafa á hinni nýju tónlist að láta sig alls ekki vanta i kvöld. Tónleikarnir standa sennilega til að verða eitt. (Látiði nU pabba og mömmu vita svo þau fari nú ekki að hafa á- hyggjur að óþörfu.) Unglingavinnan: Björg Jónsdóttir. „Agæt- isstarf." EKKERT , ANNAÐ FA Þegar við Jim Ijósmyndari mættum á Kjarvalstúnið i leit að fólki i unglingavinnunni, sáum við fyrst ekkert annað en gular og rauðar fötur framan við trjárunn- ana. Þegar betur var að gáð, þ.e.a.s. þegar við vorum farin út- úr bílnum, sáum við loks glitta i mannverur á milli trjánna. Fyrst hittum við fyrir, Hrönn Huld Baldursdóttur og Guðbjörgu Danielsdóttur, 13 ára. Ég spurði þær fyrst af hverju þær væru i unglingavinnunni? „Af hverju? Það er sennilega vegna þess að það er ekkert ann- að að fá." — Er kaupið gott? „Kaupið er ekkert æðislegt. Við vinnum 4 tima á dag og erum með 13.10 á timann." — Er starfið gagnlegt? „Já, það er ekki hægt að segja annað. Við reytum arfa, þrifum beð, rökum tún og klippum kanta á þessu svæði sem þú sérð hérna". Þær benda yfir Kjarvals- tun. „Einhver verður að sjá um það." I felum bak við næsta tré var Björg Jónsdóttir, 15 ára. „Ég er i þessu starfi vegna þess að það er erfitt að fá vinnu hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef heldur aldrei verið i unglinga- vinnunni áður. Svo er þetta ágæt- isstarf." — Hvað færð þU á timann? „Ég er með 14.90 á timann." — Finnst þér þetta gagnlegt starf? ASTIN er margþvælt og úrelt efni Þegar Stuðarinn var á ferðinni i Kópavoginum um daginn, brá honum heldur en ekki i brún, þeg- ar úr húsi merkt Félagsstarf eldri borgara, heyrðist dynjandi raggi- taktur. Og þar sem Stuðarinn er forvitinn að eðlisfari, og sá öld- ungana í anda skemmta sér við að spila raggí (sem er ekkert óeðlilegt) kfkti hann inn. En viti menn'. Er ekki saman komin á sinni fyrstu æfingu unglinga- hljómsveitin GEÐFRÓ. Nema hvað'. Ég upp með penna og blað. Þetta var akkúrat efni i Stuðar- I hljómsveitinni Geöfró eru fjórir strákar, Haukur trommu- leikari, Bjössi bassaleikari, Gunni sem spilar á ryþmagitar og Steini á sólógitar. Steini var á grásleppuveiðum þegar ég hitti þá en strákarnir létu það ekki aftra sér við spilamennskuna. Ég spurði þá fyrst hvenær þeir hefðu fengiö áhuga á spilamennskunni? — Þeir svöruðu þvi til að þeir hefðu lengi haft áhuga á að spila á hljóðfæri og hefðu flestir farið að læra. Og allir nema Steini, voru i hljómsveitinni F-8 sem flosnaði upp i vetur. Uppúr þvi var nýja hljómsveitin stofnuð. Ástin# margþvœlt og úrelt efni — Semjið þið lögin sjálfir? „Já, við reynum að spila okkar eigin nýbylgju, sem er svipuð þvi nýjasta sem er aö gerast i nýbylgjunni." — Hvernig verður lag til hjá ykkur? „„Gunni fær hugmynd i skólan- um eða vinnunni, flýtir sér heim ogferaðspila. Siðan Utsetjum við og lagfærum allir i sameiningu." — Hvaö með texta? „Við erum öllu slappari i að semja þá. En við reynum að finna einhver ákveöin efni sem við höf- um áhuga á s.s. lögguna, planið og almenn vandamál, að undan- skilinni ástinni, það er svo úrelt, og margþvælt efni. Þegar viö höf- um svo komið okkur niður á efni, pælum viö i þvi þangað til textinn er kominn". Ekkert nema planið — Hvernig tekst ykkur að fjár- magna fyrirtækið? „Viö erum nátturlega að vinna og einsog gefur að skilja fer allur okkar peningur i þetta. Söngkerf- iö er t.d. ennþá fjarlægur draum- ur. Trommusettið eitt sér ásamt diski kostar i kringum eina milljón". — Af hverju eruð þiö i hljóm- sveit? G: „1 byrjun vildum viö auðvit- aö vera töffarar. Nei, en i fullri alvöru þá höfum við einfaldlega mjög gaman af spilamennsk- unni". • — Eru margar unglingahljóm- sveitir hér i Kópavoginum? „Ja, það eru þó nokkrar grúpp- ur hér. T.d. er ein mjög góð pönk- hljómsveit sem heitir N.A.S.T." — Hvernig er ykkur tekið? „Okkur er mjög vel tekiö. Þeg- ar við vorum i F-8 spiluðum viö 13 sinnum t.d. á Hellu, Laugarvatni, i bióum, skólum og flestum ung- lingaathvörfunum". — Segiði mér, þetta unglinga- vandamál sem allir eru að tala um, er það til? „Vandamáliðfelst helst i þvi að við höfum engan stað til að vera á

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.