Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 16
Fostudagur 3. mimY^i^h&^arpásttutitinj. Liv Ullmann 15 A TOPPNUM '"••¦* Vegna eiginleika sinna hefur Thoroseal veríð valið á þak Laugardals- hallarinnar, en þaö er góöur vitnisburöur um árangur Thoroefnanna á íslandi. Thoroseal er sementsefni sem fyllir og lokar steypunni, en andar án þess aö hleypa vatni í gegn. Thoroseal er fáanlegt í litum. S steinprýði Smiðshöfða 7, gengið inn f rá Stórhöf ða, sími 83340 ERTÞU VATNSBERI? Eða notar þú ferska vatniö í krananum heima? Hvers vegna þykkni? Floridana appelsínuþykknið losar þig við allan óþarfa vatnsburð og sparar þér geymslupláss. Þú blandar því ferskuyatninu í þykknið þegar þér hentar.Útkoman úr 1/4 lítra qf þykhni verður 1 lítri qf ódýrari, hreinum og svalandi C-vítamínríkum appelsínusafa. Floridana appelsínuþykknið er G-vara sem tryggir fersk bragðgceði og varðveislu C-vítamínsins mánuðum saman. ENGUM SYKRI, LIT EÐA ROTVARNAR- EFNUMERBÆTTÍ FLORWANA. MJÓLKURSAMSALAN í REYKJA VÍK Þú gerir létt og hagkvæm innkaup til langs tíma með FLORIDANA þykkni! ekki þurfa að þjást af sektar- kennd yfir þvi að ég fórnaði lífi minu fyrirhana." Liv litur Ut um gluggann f stofunni, þar sem Central Park og háhýsi Manhattan blasa við og segir eftir nokkra stund: ,,Að vera mtíðir þyðirsvo margt. Góð móðir veitir börnum sinum ekki bara ást, hUn er líka traustur og gdður vinur, einhver sem er alltaf til staðar þegar á bjátar. — Já, ég held að það sé skilgreiningin á gdðri mdð- ur. bað er sama hvað kemur fyrir Linn, ég mun alltaf standa með henni. Ég held hún viti það." Sjávarföll Það er löngu komið fram yfir hálftímann, sem mér var upphaf- lega veitturtil að ræða við Liv, en hiin sýnirekki á sér fararsnið, svo ég held dtrauö áfram og spyr hvort ny bdk sé væntanleg frá henniá næstunni. „Ég er að vinna að bdk um konur. HUn á að heita Sjávarföll, og f jallar um flóð og fjöru i li'fi kvenna. Þar eru svip- myndir Ur lffi kvenna á öllum aldri. Ein frásögnin er „flóð- saga", önnur „fjörusaga". Þegar við verðum eldri og fjara er i lif- ' inu þarf það alls ekki að þýða að bað sé þurrt og dapurlegt. Strönd- in er aldrei fallegri en eítir iióö. Hún er full af fallegum skeljum og alls kyns furðuhlutum og mávarnir þyrpast að og fylla hana lifi. Alla tið lifað lifi minu, sem kvenréttindakona Liv, grip ég fram i, þU virðist hafa uppgötvað nyja hlið á lifinu — konur og stöðu þeirra. En þU gafst óbeint til kynna i bdkinni þinni Umbreyting, að þU hefðir litinn áhuga á starfsemi kvenrétt- indakvenna. „Það er alveg satt. En þd ég hafi aldrei komið orðum að þvi' á f yrri árum, þá hef ég alla (Jð lifað lifi minu, sem kven- réttindakona. Ég var bara ekki alin upp sem slik og þegar kven- réttindahreyfingin spratt upp á sjöunda áratugnum hugsaði ég sem svo, hUn er kannski ekki sem verst, en ég þorði eldrei að láta það i' ljds opinberlega. Jafnvel nUna þegar ég segist vera kven- réttindakona er rödd sem segir, „Liv, þU getur ekki sagt þetta, gdðar stelpur eru ekki kven- réttindakonur". En auðvitað hef ég hugsað mikið um stöðu kvenna og þvi eldri og reyndari sem ég verðþvi betur skynja ég misrétt- ið, sem ég sjálf er bejtt. Það eru sennilega fá störf, sem eru jafn erfið konum og að vera leikkona. Það er ekki einungis litið á okkur sem konur heldur og sem vöru, sem má hafanot af. Hér f Banda- rikjunum er taliö alveg voðalegt að verða gömul kona. Konur hér gera allt til að halda sér ungum, fara i andlitslyftingar og guð veit hvað. Vinkona min varð nyiega þritug og hUn var alveg i rusli yfir þviað vera orðin gömuL HUn lítur Ut eins og unglingur og er langt frá þvi að vera fullþroskuð." Liv slærsér á lær. „Nú, hvað um það. Ef allt gengur vel, kemur btíkin Ut um næstu jdl i Noregi. Heyrði aldrei frá þeim aftur HUn verður vonandi þýdd á is- lensku, spyr ég. „Já, en veístu að ég heyrði aldrei neitt frá þeim, sem gáfu Ut Umbreytingunaá Is- landi, Þeir sendu okkur bréf og báðu um leyfi til að þýða bdkina. Ég varð voðalega ánægð að Is- lendingar hefðu áhuga á btíkinni og hélt aö loksins gæfist mér tæki- færi til að heimsækja Island. En mér hefur ekki verið boðið enn. Þeir skulda mér nU óbeint ferð." Liv brosir og það gætir gáska i röddinni. Fyrsta stóra ástin var íslendingur NU ertu bUin að svara siðustu spurningunnisegiég. „Ætlaöirðu að spyrja mig hvort mig langi til að heimsækja ísland?" gripur Liv fram i. „Já, mig hefur lengi dreymt um það. Sattaðsegja var fyrsta stóra ástin I llfi minu Is- lendingur."Skærum glampa slær á augu Liv.,,Hann var flugmaður hjá Flugfélagi tslands. Ég hitti hann þegar ég var nybyrjuð að leika. Ó, hann var svo sætur. Ég man bara ekki hvað hann heitir, hann hlýtur að muna eftir mér. Ég var yfir mig ástfangin, en þá gerðist eitthvað og ég missti sam- band við hann." — Geturðu ómögulega munað hvað hann heitir, spyr ég og er orðin forvitin. — „Það hiytur að koma. Já, og nU man ég hvað gerðist." Liv lyföst upp Ur stólnum. „Við rifumst og ég rauk heim og kvaddi með þeim orðum að ég vildi aldrei sjá hann framar. Ég var svo mikill krakki á þessum árum. Það var hdvetur og morguninn eftir varð mér litið út um gluggann. Og viti menn. Þarlá hannisnjónum,svona," og Liv baðar Ut höndum og ftítum eins og krakkar, sem eru að bUa til engla i snjö. ,,Ég opnaði glugg- ann og spurði hvort hann hafi leg- ið svona alla nóttina. Hann sttíð upp og sagði: „Ég vil aldrei sjá þig framar", og hvarf ut i vetrar kuldann. Það reyndist rétt. Við höfum aldrei sést siðan. Ég hef oft hugsað til hans og langar að vita hvað varð um hann. Þetta var veturinn 1958—1959 i Stavanger. Það geta ekki hafa verið margir flugmenn á þeirri leið. Hann var svo skemmtilega brjálaður og myndarlegur I ein- kennisbUningnum. — Já ég held að bUningurinn hafi haft sitt að segja." Liv skellihlær. Forseti ykkar, mikilvæg fyrirmynd kvenna „Burtséð frá öllum ástar- ævintyrum, þá hefur mig alltaf langað til Islands. Ég á vini, sem dvalist hafa á Islandi, sem segja að líf þeirra hafi aldrei orðið hið sama, eftir að þeir dvöldust þar. Ég er lika svo hrifin af forsetan- um ykkar. HUn er svo mikilvæg fyrirmynd kvehna. HUn hefur gert allt, sem konur eiga ekki að gera. Unnið utan heimilisins og svo er hUn einstæð móðir. Og svo þorir hUn að taia um þessi mál hispurslaust, opinberlega. Verð i Noregi næsta ár „Þó erfitt sé að vera kona i dag, jafnast það ekkert á við að vera kona fyrr á öldum," þaö færist dapur svipur yfir Liv. „Ég er á leið til Noregs Inæstu viku og ætla að vera þar I ár. Linn vill ljUka gagnfræðaskólanum I Noregi. A meðan ætla ég að leika Jenny, sem er aðalperstínan I sam- nefndri skáldsögu Sigridar Undset. Þetta verður framhalds- mynd fyrir sjtínvarp, Per Brunken mun stjdrna henni. Jenny er mjög falleg saga, pó dapurleg sé. HUn var i raun og veru ein af fyrstu skáldsögunum, sem fjölluðu um vandamál kvenna. Sigridur Undset var mikil kvennréttindakona. Llf Jennyar einkenndist af togstreitu um hvort hUn ætti að helga sig heimilinu eða frama. Henni datt aldrei I hug að hUn gæti samræmt hvor tveggja. Þetta strið reyndist henni svo erfitt að hUn fyrirftír sér. Verkefniþetta mun taka mig ni'u mánuði og hvað biður mln eft- ir það veit ég ekki enn," svarar Liv þegar ég spyr hana um fram- tiðaráæltanirnar. — 1 þvi hringdi dyrabjallan og kinverskur vinur Liv birtist til þess að fara með henni Ut að borða i Kinahverfinu, hvað annað? Ég tdk kveðju hans innilega og þakkaði honum I hug- anum fyrir að koma tæpum klukkutfma of seint. Þegar ég kvaddi þau hálftlma siðar fyrir framan bilastæði i Kinahverfinu hafði nafni flug- mannsins ekkí enn skotið upp kollinum i huga Liv. — En hver veit nema hann leynist meðal les- enda Helgarptístsins, og ef hann hefur áhuga getur hann komist i samband við gamlan aðdáanda i gegnum hann. Að lokum. Liv bað mig að koma þvi á framfæri við Islendinga að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna eindregið með fjárframlögum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.